Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Síða 7
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991. J - i [. u ;! j' -j < ) í (i jTf '.f) 1 23 íþróttir helgarinnar: Alþjóðlegt golfmót haldið á Akureyri -140 keppendur á Arctic Open - Heil umferð í 2. deild í knattspymu Mikið er um að vera í íþróttunum hér innanlands um þessa helgi. Alþjóðlegt golfmót verður haldið á Akureyri, margir leikir verða í knattspymunni og hestamenn verða með mót vítt og breitt um landið. Hér verður getið heistu íþróttaviðburða hér innanlands um helgina: Knattspyrna Ekkert er leikið í 1. deild karla um helgina en íjöh margir leikir eru í neðri deildunum. í kvöld er heil umferð í 2. deild karla og hefj- ast allir leikirnir klukkan 20. Stór- leikur verður í Keílavík þegar heimamenn taka á móti toppliði Skagamanna, Selfoss tekur á móti Haukum, Grindavík og Þór leika í Grindavík, Reykjavíkurliðin ÍR og Þróttur leika á ÍR-velli og loks sækja Fylkismenn Tindastól heim á Sauðárkróki. í 1. deild kvenna eru þrír leikir á morgun, laugardag. Topplið deild- arinnar, ÍA og Valur, leika á Akra- nesi klukkan 14. Á Akureyri mæt- ast KA og KR klukkan 12 og í Vesr- mannaeyjum leika Týr og Breiða- blik klukkan 14. í 3. deild karla eru fimm leikir á morgun og hefjast þeir alhr klukk- an 14. Þróttur, N. og Magni leika á Neskaupstað, ÍK og Leiftur á Smárahvammsvelli, BÍ og Dalvík á ísafirði, Völsungur og Reynir, Á. á Húsavík og KS leikur gegn Skalla- grími.á Siglufirði. í 4. deild leika þessi lið saman: HSÞ-b - Kormákur, Þrym' :r - Valsstúlkurnar Bryndís Valsdóttir og Arney Magnúsdóttir sækja hér að markverði Þórs í leik liðanna á dögun um. Á morgun er stórleikur i 1. deild kvenna en þá mætast toppliðin ÍA og Valur á Akranesi og hefst leikur- inn klukkan 14. UMSE-b, Neisti-SM, Valur, Rf,- Sindri, Huginn - Einherji, Leiknir, F. - Austri, Höttur - KSH. Allir þessir leikir hefiast klukkan 14 að undanskyldum leik Þryms og UMSE-b en hann verður ílautaður á klukkan 16. Golf Heljarmikið golfmót verður haldið á Jaðar- svelli á Akureyri um helgina. Það er svonefnt Arctic Open sem nú verður haldið í fimmta sinn. Keppendur á mótinu verða um 140 talsins og þar af um 70 erlendir þátttakendur. Þetta golfmót hefur vakiö áhuga margra, enda er það sérstakt fyrir margra hluta sakir. Leikið er um hánótt í miðnætursólinni og það eitt vekur einna mestan áhuga földa erlendra blaða- og fréttamanna sem munu fylgjast með mótinu. Sveitakeppni GSÍ í öldungaflokki yerður háð um helgina í Borgar- nesi og verða leiknar 36 holur án forgjafar. Þá verður á flestum golfvöllum landsins svonefnt Jónsmessumót í tilefni Jónsmessu sem er á morgun. Á þessum mótum hefst keppni yfir- leitt seint að kvöldi og stendur yfir alla nóttina með tilheyrandi húll- um hæ. Hestaíþróttir Það er mikið um að vera í hestaíþróttum um þessa helgi. Félagsmót verða haldin á nokkrum stöðum á landinu. Hestamannafé- lagið Hornfirðingur er með félags- mót á Fornustekkum, Freyfaxi er með mót á Iðavöllum, Grani og Þjálfi eru með mót á Einarsstöðum, Dreyri er með félagsmót í Ölver og Hestamannafélagið Glæsir verður með Siglufjarðarmót. Þessi mót far öll fram bæði á laugardag og sunnudag en á morgun, laugardag, verður gæðingakeppni í umsjón Hestamannafélagsins Kóps og fer keppnin fram á Sólvöllum. Þá verð- ur hestaþing og íþróttakeppni hjá Þyt á Króksstaðamelum. Bílaíþróttir ■.....'i Á sunnudaginn verður ^ haldin kvartmílukeppni ---U á vegum Kvartmílu- .....klúbbsins og fer keppnin fram á braut þeirra í hrauninu gegnt álverinu í Straumsvík. Keppnin gefur stig til íslandsmeist- aratitils. -GH Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í ohu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntirnar í hst Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 aha daga. FÍM-salurinn v/Garðastræti, Sumarupphenging til 21. júh. Opið dag- lega kl. 14-18.. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Opið virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí List Skipholti Þar stendur yfir sýning á gler- og keramikhstmunum eftir Ingu Elínu. Sýn- inguna kallar hún Ljósbrot enda gegnir Ijósið mikilvægu hlutverki í verkunum því ýmist er um að ræða lampaskúlptúra og loftljós eða glermyndir í glugga. Opið virka daga kl. 10.30-18 en laugar- daga og sunnudaga kl. 14-18. Gallerí8 Austurstræti 8 Þar stendur yfir sýning á miklu úrvali Ustaverka eftir um 60 hstamenn: mynd- list, leirhst, gler, grafík, skartgripir og fleira. Ný listaverk í hverri viku, einnig verk eldri málara. Opið frá kl. 10-18 aha daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Kot Borgarkringlunni Leifur Breiðfiörð sýnir steinda glugga, ohumálverk og pastelmyndir. Sýningin er opin á almennum opnunartíma Borg- arkringlunnar. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson tU sýnis og sölu. Hafnarborg Strandgötu 34 Myndlistarsýning í Hafnarborg með þátt- töku ýmissa Ustamanna. Sýningarsalir eru opnir daglega kl. 14-19, lokað þriðju- daga. Sýningin stendur til 14. júh. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, föstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir HaUdór Pétursson. Opið aUa daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: oha, vatnsUtir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 1CL18 og sunnudaga kl. 14-18. Mokkakaffi, v/Skólavörðustíg, Þorri Hringsson sýnir 28 khppimyndir, afiar unnar á undanfömum mánuðum. Þorri hefur haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis og einnig tekið þátt í samsýningum. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún í vestursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á verkum eftir Christo sem er amerískur myndhöggvari. Sl. 30 ár hefur hann m.a. unnin stórbrotin umhverfis- 'verk þar sem hann pakkar inn heilum byggingum og strengir tjöld margra kfió- metra leið yfir daU og fjöll. Sýningin stendur til 14. júU. í austursal er yfirUts- sýning á verkum eftir flúxushstamenn og stendur sú sýning til 23. júní. Kjarvals- staöir em opnir daglega kl. 11-18 og er veitingabúöin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öUum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Frikirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 em sýnd verk eftir íslenska Ustamenn og í sal 3 em sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið aUa daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andUtsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofa safns- ins er opin á sama tíma. Norræna húsið v/Hringbraut í sýningarsölum Norræna hússins stend- ur yfir sýning á málverkum og skúlptúr eftir danska Ustamanninn Torben Ebbe- sen. Sýningin er opin daglega kl. 13-19 tU 23. júni. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Þórdis Alda Sigurðardóttir sýnh- skúlp- túra sem aUir em unnir á þessu ári. Þeir em gerðir úr járni, oft gömlum hlutmn sem hirtir em upp úr umhverfmu og ýmsum öðmm efnum eins og svampi, flaueU, vatni og £1. Þá sýnir Nanna K. Skúladóttir höggmyndir í efri sölum safnsins. Á sýningunni em eingöngu höggmyndir unnar í tré og eru flestar þeirra unnar á þessu ári. Sýningarnar em opnar daglega kl. 14-18 og standa til 23. júní. Nýhöfn Hafnarstræti 18 Rhony Alhalel sýnir verk sín, unnin með blandaðri tækni. Sýningin, sem er sölu- sýning, er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudög- um. Henni lýkur 26. júní. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, simi 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði, Suðurgötu Handritasýning í Stofnun Áma Magnús- sonar er opin í Amagarði aUa daga í sum- ar fram til 1. september kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir Utlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11 16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, simi 24162 Opið sunnudaga kl. 14-16. Laxdalshús, Hafnarstræti 11, Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning „Öefjords Handelssted", brot úr sögu verslunar á Akureyri. Kaffiveiting- ar. Spron Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum Sigrúnar Eldjám. Á sýningunni gefur að Uta 7 grafíkmyndir, auk 12 oUumálverka sem unnin em á striga. Sýningin stendur yfir til 9. ágúst og er opin á afgreiðslutíma útibúsins, frá kl. 9.15-16 aUa virka daga. Sýning í menntamálaráðu- neytinu Bjarni Hinriksson, Freydís Kristjáns- dóttir, HaUdór Baldursson, Helena Gutt- ormsdóttir, Jóhann Torfason, Ólafur Engilbertsson, Þorri Hringsson og Þórar- inn Leifsson sýna myndasögur í mennta- málaráðuneytinu. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 8-16. Þrastalundur v/Sog Um þessar mundir sýnir Edwin Kaaber málverk, flest unnin í akrýl. Sýningin stendur til 7. júh nk. Þetta er 5. einkasýn- ing Edwins og em aUar myndimar Ul sölu. Slunkaríki ísafirði Á morgun hefst sýning á verkum Guð- jóns Bjamasonar í Slunkaríki. Á sýning- unni em málverk og skúlptúrar unnir í tré og stál. Þetta er sjöunda einkasýning Guðjóns. # 4' j i 1 I * í 3 t % v * i 3 k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.