Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Síða 2
28
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1991.
ÐOar
DV
Kynningarakstur: Pontiac Grand Prix LE sedan:
Handa manninum með hatt-
inn - eða stráknum að trylla á
Eftir fyrstu kílómetrana undir
stýri á Pontiac Grand Prix (frambor-
ið „gran prí“ því þetta er víst
franska) kom yðar einlægum í hug
að loksins hefði bandarískur bíla-
framleiðendi látið einhvem amerísk-
an bíladraum lönd og leið og snúið
sér að því að búa til fjölhæfan bíl og
skemmtilegan sem sameinaði í ein-
um bíl ýmsa góða kosti amerískra
bíla, evrópskra bíla og japanskra.
Þessi tilfmning styrktist heldur en
veiktist eftir því sem á leið reynslu-
aksturinn og bíllinn var betur skoð-
aður. Ekki verður betur séð en að
hann sé traustlega smíðaður, og það
hefur oft verið aðalsmerki amerískra
bíla. Hann er ákaflega líflegur og
skemmtilegur í akstri og virkar
stinnur og gegnheill. Það hefur löng-
um verið aðalsmerki bestu Evrópu-
bíla. Hann er vel búinn aö flestu leyti
í staðalgerð sinni - og það er ein-
kenni Japananna.
Hvers vegna svona
áþekkur Volvo 960?
Að útliti er Pontiac Grand Prix tals-
vert sportlegur bíll, af hefðbundnum
fjögurra hurða fólksbíl að vera. Hann
er frískur í öllum venjulegum akstri,
einkum á lægri hraðasviðum. Vélin
er skráð 141 hestöfl og bíllinn er
framhjóladrifinn. Það er því hvorki
útliti um að kenna, né skráðu vélar-
afli, né því hvaða hjól knýja bílinn
sporum, að hvað eftir annað meöan
ég hafði þennan bíl undir höndum
datt mér Volvo 960 í hug - bíll með
allt annarri hönnun ytra sem innra,
miklu aflmeiri vél og drifi á aftur-
hjólum. Bíll sem kostar verði eins
miðlungsbíls meira.
Satt að segja gafst ég upp við að
átta mig á þessari tilfmningu. Lét
mér nægja að hvorir tveggja þessara
bíla eru ágætir bílar, enda er hkingin
milli þeirra miklu fremur tilfmn-
ingalegs eðhs en hönnunarlegs.
Vel búinn bíll
Pontiac Grand Prix LE Sedan er
hlaðinn ahs konar búnaði sem í ýms-
um öðrum bílum er aukabúnaður.
Hann er með skriðstilli (krúskont-
róli), rafstihingum á ökumannssæti,
ljósum í hurðum sem lýsa við innstig
og útstig, svokallaðri „custom“ inn-
réttingu, rafknúinni loftnetsstöng og
auðvitað því sem nú þykir orðið sjálf-
sagt, svo sem rafknúnum rúðum og
þess háttar. Þó er samlæsingin með
amerískum hætti, fyrst bílstjóra-
hurðin og svo takki innan á henni
fyrir hinar hurðirnar. Þetta er var-
úðarráðstöfun sem ekki er nauðsyn-
leg nema í Ameríku, en menn nenna
sjálfsagt ekki að vera að fikta í því
aö laga þetta fyrir bílana sem fara til
útflutnings. Hitt þótti mér stílbrot i
þetta fínum bíl og vel búnum, að úti-
spegilinn bílstjóramegin var hand-
stiUtur innan frá (olræt, þaö er létt
verk og löðurmannlegt), en verra
þótti mér að ég fann engin ráð til að
stiUa útispegiUnn hægra megin önn-
ur en fara út og pota í hann.
Mælaborðið - og þá er ég að tala
um aUan klumpinn inn af framrúð-
unni, hurða á miUi, þetta sem á
ensku er kaUað „dashboard" en ekki
hefur verið fundið viðhhtandi orð
fyrir - minnir dálítið á frænku pont-
unnar, Chevrolet Corsica, en er samt
ríkmannlegra og meira í drossíustíl.
Eins og á Corsicunni er það aUbreitt
prómenað sem hallar bratt niður að
krappri sveigju inn undir sig og í
þessari sveigju eru lofttúður sem
komu sér vel í sumarsvækjunni á
Suðurlandi. Inn í hana kemur líka
læsingin á hanskahólfinu, sem er
tölulæsing eins og á stresstösku, og
hólfið sjálft er ekki stórt. í staðinn
er prýðUega rúmgott hólf miUi fram-
sætanna og gildir um leið sem arm-
hvíla, en því hólfl er ekki læst.
Auðskilinn skriðstillir
Mælakassinn sjálfur fram af mæla-
borðinu er vel mælum búinn og
auðláesUegur. Þegar dimmir og lýs-
ingin á mælunum fer að sjást kemur
í ljós að hún er rauðgul og þægUeg
eins og á BMW. Mælakassanum er
svo haganlega fyrir komið að það
skiptir ekki verulegu máU hvernig
maður hallar stýrinu. Það sést samt
á nauðsynlegustu mæla án þess að
maður þurfl að skæla sig allan til.
Utanhallt á jöðrum mælakassans eru
helstu rófar í seiUngarfjarlægð
löngutangar frá stýrishjólinu, sem
sjálft er læðurklætt og þægUega gilt
í hendi, nema hvað stefnuljósarof-
innn, ljósaskiptirinn og skriðstillir-
inn eru aUir í stUkrofa vinstra megin
á stýrisleggnum. SkriðstiUirinn er,
vel að merkja, ákaflega þægUegur í
umgengni og virkar eins og gefin eru
fyrirheit um á stjórntækinu sjálfu
án þess að þriggja daga námskeið
þurfi tíl, eins og sumir framleiðendur
virðast helst vUja hafa þennan bún-
að. —
Sætin eru mjög þægUeg og áklæðiö
Stýrishjólið er leöurklætt og þægilega svert. Sitt hvorum megin við það sér á helstu rofa bílsins í fingurseilingu
frá hjólinu, en neðarlega á myndinni vinstra megin sér á stillingarnar fyrir loftræstinguna.
Framendinn er rennilegur og grillið er i rauninni undir stuðaranum. Kápan
milli Ijósanna, milli stuðara og vélarloks, er úr fjaðrandi gerviefni, sem
dregur úr líkum á skemmdum af grjótkasti.
Snotur hönnun, mjúkar Itnur og rennilegar, einkenna þennan bíl. Einhver framleiðandi hefði samt nýtt sér grunn-
pallinn betur og haft framhjólin framar í þessu plani.
Hentar allri fjölskyldunni
í akstri er þessi bíU býsna fjölhæf-
ur. Maðurinn með hattinn gæti ekið
honum eins og honum hentar án
á þeim sérlega skemmtilegt. Þó bíll-
inn sé ekki tröllslega stór í málunum
er hann ágætlega rúmgóður innan
í. Þó þrengist nokkuð aftur í þegar
þrír fullorðnir eru komnir þar sam-
síða. Eh tveir láta fara mjög vel um
sig og þurfa að vera búklangir all-
nokkuð ef lofthæð á ekki að duga
þeim. Á milh þeirra kemur armhvíla
niður úr sætisbakinu og í botni hol-
unnar fyrir hana er lúga aftur í
skott, ef maður skyldi þurfa að hafa
eitthvað langt með sér, eins og kúst
og skrúbb, til að mynda. Eða skíði,
ef menn eru að hugsa um að sóa tím-
anum þannig.
Skottið er annars prýðflega rúm-
gott. Lokið ópnast allvel upp, en það
er ljóður á annars góðu skotti að það
opnast ekki sérlega vel niður og
klaufin ofan á miUi afturljósanna er
fremur grunn, þannig að aUhátt þarf
að lyfta tfl að koma dóti upp í skott-
ið. Varadekk og tUheyrandi er undir
skottgólfinu.
Hurðirnar eru þykkar og efnismiklar. Enda gera Bandaríkjamenn strangar
öryggiskröfur, t.a.m. um styrktarbita í hurðum, sem Evrópuþjóðir gera ekki.