Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 3
LAUGARDAGU’R SÍJOlMJflftðlJAJ 29 Bílar Skottið er rúmgott og vel klætt að innan, varadekkið undir þvi. Nokkuð hátt er að lyfta upp i það og Ijósin kreppa að opinu. - Fyrir miðju á myndinni má sjá fram i bilinn i gegnum lúgu á bak við armhvíluna í miðju aftursætisbakinu. þess að finna nokkum tíma annað en að þetta væri þægur og hógvær sunnudagabíll. Sonurinn á bænum gæti hins vegar, kominn hæfilega í hvarf, spænt rösklega og fengið tals- verða útrás og sýnt tilþrif á pontunni eins og hveiju öðru tryllitæki. Það þarf til að mynda engan ökuníðing til að láta framhjóhn heyra í sér svo tekið sé eftir á malbikinu þegar tekið er af staö á ljósum - aðeins að koma dálítið valdsmannslega við bensín- gjöfina. Kvenþjóðin á heimilinu fær líka nokkuð út úr því að taka pont- una til kostanna; þetta er fín drossía en ákaflega létt, lipur og auðveld í snúningum. Það er helst að hægt sé að finna að beygjuþvermálinu, það er 11,6 metrar og það finnst. En pont- an er hljóölát, alveg sérstaklega frá vél en einnig ágætlega frá vegi, og dynur af loftmótstöðu er ekki telj- andi á þeim hraða sem hægt er að prófa á íslenskum vegum. Og þó að sportfjöðrunin sé skemmtilega stinn til þess að bíllinn Uggi mjög vel á vegi, líka á malarvegi, en alls ekki hægt að segja að Pontiac Grand Prix LE Sedan sé hastur bíll. Útvarpið sem fylgir kann öll fjöl- skyldan öragglega að meta. Það er með sjálfleitara og stöðvavali, tveim- ur hátölurum frammi í og tveimur aftur í og mjög góðum hljóm. Yðar einlægur kann aftur á móti ekki að meta lása- og lyklasmíð þeirra hjá General Motors: tvo lykla skal mað- ur burðast með, annan fyrir hurðir og hinn fyrir sviss, og báðum þarf að snúa nákvæmlega rétt - hVorugur er einshliða. Þama mættu þeir hjá GM líta betur í kringum sig í smiðj- unum hjá Japönum og Evrópumönn- um. Góður loftræstibúnaður Vinnukonumar slást hvor frá ann- arri og fallast síöan í faðma ofan í bóhð sitt niöur af framrúðunni. Þær skarast svo mikið að hægri þurrkan verður að fara aöeins á undan. Þegar aðeins er tekin ein sveifla - og það kostar aðeins eina, létta snertingu á rofa - er eins og þær eigi svolítið bágt með þetta, svohtilla erfiðismuna gæti. En þegar letinginn er settur á (val um mismunandi sláttutíðni let- ingjans) fara vinnukonurnar ekki í bólið á milh verka heldur doka við neðst á rúöunni. Og þegar þarf að nota rúðusprautuna kemur úðinn með vinnukonunum þannig að hann nýtist til fulls. Þetta er vel gerður búnaður - prik fyrir hann. Miðstöðina ætti fremur að kaha loftræstikerfi en miðstöð. Á þeim tíma sem ég hafði bhinn með hönd- Pontiac Grand Prix í tölum: Vél: V6 3135 cc, 104/141 kW/hö v. 4400 sn/mín., snúningsvægi 215 Nm v. 3200 sn/mín. Eyðsla skv. Auto Revue 10-16 1 pr. 100 km; eyósla í blönduðum reynsluakstri DV-bíla 11,5 pr. 100 km. Fjórskipt sjólfskipting, Hydra* Matic, Drif á framhjólum. Læsivarðir hemlar. Sjálfstæð fjöðrun, sportfjöðrun með jafnvægisstöngum framun og aftan. Lengd-breidd-hæð: 4964-1825- 1391 mm Þyngd: 1474 kg. Beygjuþvermál: 11,6 m. Verð: um 2,4 miHjónir kominn á götuna. Umboð: Jötunn hf. um lærði ég engan veginn á hana til fulls. Hún þarf að minnsta kosti sér kennslustund, ef ekki námskeið. Þó er hún með A/C kerfi, sem hjá sum- um framleiðendum að minnsta kosti stendur fyrir „Automatic Climate Control" - sjálfvirkt loftslagskerfi (ætti það ekld að vera S/L?) - en í því felst að maður velur sér ein- hveija hitastihingu og síðan sér S/L kerfið um að halda því hitastigi. Það hitar ef þess þarf, en kæhr (eða gerir sitt besta til að kæla) ef þess þarf. Og móða á rúðum hverfur eins og dögg fyrir sólu fyrir blæstri loftræsti- kerfisins. Eitt angraði mig í þessum bíl og þó er pontan ekki eini bíllinn sem það á við um. Og það var ekki fram- leiðandanum um að kenna, heldur ófuhkomnum dagljósabúnaði settum í hér heima. Hann felur það í sér að um leið og kviknar á dagljósum fer klukkan á næturstillingu um leið og verður afar dauf og döpur. Við þessu kunna íslenskir tæknimenn ákaflega vel að sjá en er galli sem maður mætir aftur og aftur á bílum sem eru með misöflugri lýsingu, til að mynda á tölrituöum (digital) klukkum sín- um, og verður á sumum th þess að helst er ekki hægt að nota klukkuna í björtu. Ég veit að þetta stendur til bóta - en það átti aldrei að þurfa að minnast á það í fyrsta lagi. Þegar aht er saman lagt er næsta öruggt að Pontiac Grand Prix LE Sedan er íjölhæfur bíll til ýmissa nota, heimilisnota eða öðruvísi. Þeir sem elska ameríska bha ættu ekki að láta hjá hða aö kynna sér þennan bíl, og hinir sem halda að amerískir bíla séu bara einhverjir bensíngleyp- andi flekar gerðu margt vitlausara en að skoða þennan netta og hpra Ameríkugæðing. S.H.H. / Renault Clio söluhæsti franski bíllinn Bíll ársins í Evrópu 1991, Re- nault Clio, er að gera það gott. Hann var söluhæsti franski bíllinn í Evrópu fyrstu fimm mánuði árs- ins og þriðju söluhæsti smábílhnn í Evrópu. Á ársafmæli Cho í júní síðastliðnum var búið að framleiða 500 þúsund Chobíla. Vegur Renault fer víða vaxandi um þessar mundir. Þannig er Cho nú kominn í annað sæti yfir sölu- hæstu innflutta bíla í Þýskalandi. Og hver æth sé nú í fyrsta sæti? Jú, stóri bróðir, Renault 19. Ná- kvæmlega það sama er uppi á ten- ingnum með innflutta bíla á Spáni, og á Ítalíu, þar sem bílamarkaður- inn er ákaflega heimaríkur, er Cho í fjórða sæti í sínum stærðarflokki. GLOBUSBILAR Lágmúla 5, sími 91-681555 Saab 900i, 3 d., ’88, sjálfsk., ekinn 46.000. Verð 1.020.000 stgr. Toyota Corotla ’88, beinsk., ekinn 60.000, hvítur. Verð 700.000 stgr. Pajero, 2 d., bensin ’88, beinsk., ekinn 48.000, hvít- ur. Verð 990.000 stgr. BMW 320i 2D Mpk ’87, ek. 31.000, sóllúga, álfelgur. Verð 1.250.000 stgr. Toyota Corolla ’88, beinsk., ekinn 45.000, grár. Verð 740.000 stgr. MMC Galant, sjálfsk., ’88, með öllu. Verð 1.050.000. Toyota Camry GLI '87, ekinn 38.000. Verð 1.080.000. Escort 1,3 savoy '88, ekinn 39.000. Verð 700.000. Citrœn AX 14TRS '90, ekinn 14.000. Verð 700.000. citroénQ SAAB Vel er pakkað ofan í vélarhúsið og varla hægt að koma miklu meira þar fyrir. Myndir DV-bílar S.H.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.