Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Page 5
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1991.
Ramsey Assal með lengstu Lödu í heiminum - KGB 1
Bætt staða björgunarsveita í bílakaupum:
Fyrsta niðurfellingin á gjöldum
vegna breytinga hérlendis á
björgunarsveitarbíl
- nærri 300 þúsund krónum ódýrari bíll fyrir vikið
Mikilvægur áfangi til hagsbóta fyr-
ir björgunarsveitir í landinu náðist á
dögunum þegar fyrsti bíllinn sem
felld voru niður opinber gjöld af
vegna breytinga á bílnum hér heima
var afhentur.
Glóbus hf. aíbenti í vikunni Flug-
björgunarsveit V-Hún nýjan Econo-
bne-bíl sem breytt var hér heima.
Aðalbreytingin á bílnum er varðandi
framdrif og fjaðrabúnað sem með
þessu var lagaður að aðstæðum hér
á landi. Áður urðu björgunarsveit-
irnar að panta bílana erlendis frá og
síðan að leggja í töluverðan viðbótar-
kostnað til lokalagfæringa á bílnum
til þess að hann þyldi landslagið okk-
ar.
Það var Jón Hólm hjá fyrirtækinu
Stál og stansar sem framkvæmdi
breytinguna á bílnum, en það verk
vinnur hann undir vörumerkinu
Fjallabílar. Að sögn Ella Becker,
sölumanns hjá Glóbusi, vinnst
tvennt með því að gera breytingarn-
ar hér heima. í fyrsta lagi eru þær
gerðar fullkomlega eftir óskum
kaupenda og í öðru lagi er þá komin
full ábyrgð bæði á bíl og breytingu
hér heima.
Sigurður Björnsson, formaður
Flugbjörgunarsveitar V-Hún, sagði
sveitina spara sér um það bil. 300
þúsund krónur með því að láta fram-
kvæma breytingarnar hér, en í heild
nemur niðurfelling opinberra gjalda
af bíl sem þessum tæpri milljón
króna, því eins og Glóbus aíhenti
þeim bílinn kostar hann um 2,7 millj-
ónir króna en ella hefði hann átt að
kosta um 3,7 milljónir króna.
-JR
Hér taka Flugbjörgunarsveitarmenn úr Húnaþingi við nýja bílnum. Næstur bílnum er Gunnar Kristófersson formað-
ur bíladeildar, þá Sigurður Björnsson, formaður sveitarinnar, sem tekur við lyklunum úr hendi Ella Becker, sölu-
manns hjá Glóbus. Yst til hægri er Jón Hólm frá Stáli og stönsum sem gerði breytingarnar á bílnum hér heima.
Suzuki Swift
SPARNEYTINN
O G Ó D Ý R
R E K S T R I
• Framdrif / sídrif (4x4)
• Beinskiptur / sjálfskiptur
• Eyðsla frá 4 I. á 100 km.
Til afgreiðslu strax.
Verð frá 688.000,- kr.
$ SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100
35
Bílar
Lengsta
Ladaí
heimi?
Það þurfti þrjá bíla til að smíða
þennan eina sem við sjáum á mynd-
inni. Þetta er trúlega lengsta Lada í
heiminum. Þessi sérstæði lúxusbíll
var smíðaður af Ramsey Assal í Bo-
urnemouth í Suður-Englandi en þar
er hann verkstæðisformaður á bíla-
verkstæði.
Það var ekki nóg með smíða svona
sérstæðan sovéskan bíl því þegar
kom að því að skrá gripinn þá fékk
hann sérstætt númer. í Englandi, líkt
og í Bandaríkjunum og Svíþjóð, geta
menn keypt sér númeraplötur með
texta eftir eigin höfði. Og hvað var
betra hjá Ramsey Assal.en KGB 1?
Nú er spurningin hvað verður
næst? Lengdur Skódi eða kannski
Trabant með skráningunni STASI5?
NOTAÐIR
MMC Lancer GLX
Daihatsu Charade
sjálfsk., árg. '88, ekinn 26
þús. km, verð 720.000.
árg. '88, hvítur, ekinn 54
þús. km, verð 480.000.
Suzuki Fox árg. '88 Toyota Camry árg. '87
silfurgrár, ekinn 33 þús. km,
verð 750.000.
ekinn 72 þús. km, blár, verð
790.000.
TEGUND ÁRG. EKINN VERÐ
MMC Lancer 1500 GLX 1989 75.000 840.000
Ch. Monza SL/E, sjálfsk. 1988 30.000 790.000
Toyota Corolla, 5 dyra, sjálfsk. 1988 30.000 750.000
Opel Kadett station 1988 29.000 875.000
Citroén AX 14E 1988 59.000 480.000
MMC Pajero, stuttur, bensín 1988 67.000 1.480.000
Subaru 1800 GL station 1987 81.000 790.000
Ford Mercury Topas 1987 64.000 680.000
Opel Corsa, 5 dyra 1986 46.000 350.000
MMC Pajero, stuttur, disil 1984 144.000 690.000
Isuzu Trooper DLX turbo dísil 1988 92.000 1.700.000
Volvo 240 GL, sjálfsk. 1987 90.000 890.000
Ch. Monza Classic 1988 30.000 790.000
GMC Jimmy m/öllu 1988 23.000 m 2.050.000
Ch. Monza SL/E, beinsk. 1987 56.000 550.000
Mazda 323 LX, 3 d. 1987 45.000 495.000
Suzuki Swift, sjálfsk., 5 d. 1985 34.000 395.000
Opel Corsa GL 1984 79.000 260.000
MMC Tredia 1983 70.000 360.000
Volvo 244 GL, sjálfsk. 1982 170.000 390.000
Volvo 244 GL, sjálfsk. 1980 133.000 270.000
Opió laugardag frá kl. 13-17
Bein lína, símar 674300 og 687300
1U íés odftg
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 og 674300