Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Page 7
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1991,
37
Bflar
Svipmyndir frá bílkrossi:
Keppenda-
hópurinn
tvöfaldaðist
- frá fyrstu keppninni
Hér koma bílarnir, sem kepptu i opna flokknum, jeppagrindur sem við þekkjum betur úr torfærukeppnum, á fullri
siglingu.
Það fór eins og við spáðum eftir
fyrstu keppnina í rallíkrossi á nýju
brautinni í Kapelluhrauni sunnan
Hafnarfjarðar fyrr í sumar að fleiri
keppendur kæmu í þá næstu.
Keppendahópurinn tvöfaldaðist og
voru 53 bílar skráðir til keppni um
síðustu helgi en eftir því sem við
best vitum mættu 49 til leiks. Með
þessum mikla fjölda keppenda varð
keppnin of viðamikii og greinilegt að
næst verður að halda harða undan-
keppni þannig að það verði þeir bestu
sem berjist til sigurs í lokakeppni og
áhorfendur fái skemmtilega og
stanslausa keppni.
Þeir félagar í rallíkrossklúbbnum
voru búnir að endurbæta aðstöðuna
enn frekar frá fyrstu keppninni
þannig að áhorfendur njóta keppn-
innar betur en áður. Enn er þó eftir
að styrkja vegriðin í kröppustu
beygjunum því stálbitarnir, sem
reknir voru niður í hraunið, standast
ekki átökin þegar bílarnir skella á
þeim í mestu látunum. Það þarf
greinilega að steypa veggi á þessum
stöðum til að tryggja öryggi áhorf-
endanna. Öryggið var að vísu leyst í
þessari keppni í einni beygjunni með
stórum aftanívagni frá stuðningsað-
ila keppninnar í þetta skiptið, drátt-
arbílafyrirtæki GG, en hann skyggði
dálítið á malbiksbeygjuna í staðinn.
Mikið var um pústra og veltur í
keppninni á sunnudaginn og þar á
meðal varð Ámi Kópsson, sem sýnt
hafði mikil tilþrif í fyrstu keppninni,
að láta í minni pokann fyrir dekkja-
varnargarðinum sem sendi Heima-
sætuna á hvolf eftir óblíð faðmlög.
Fleiri keppendur sneru sínum bílum
upp í loft en gátu þó margir ekið af
stað aftur eftir að hafa verið settir
hjólin og þá með miklum olíureyk frá
vélinni. Enginn meiddist í þessum
pústrum og veltum og þar er að
þakka góðum öryggisbúnaði sem öll-
um er skylt að hafa.
Greint var frá úrslitum í keppninni
á íþróttasíðu á mánudaginn svo við
látum okkur nægja að birta hér
nokkrar svipmyndir til viðbótar úr
keppninni.
-JR
Miklu máli skipti að ná forskoti strax í upphafi fyrsta hrings og því var oft
hart barist í fyrstu beygjunni.
Porsche-bíllinn hennar Kristinar var kominn á mjórri dekk að aftan og
náði mikiu forskoti á keppinautana í upphafi en krafturinn er of mikill þann-
ig að hún missti bilinn út af í beygjum og varð að láta sér lynda þriðja sætið.
Þessi gamla bjalla hraktist út af
brautinni og hafnaði í dekkjavörn-
inni. Þar sat hún það sem eftir var
af keppninni en var loks dregin
burt. . .
. . . en strax eftir keppnina var byrj-
að að „byggja og bæta“ og sjálfsagt
sést voffinn gaivaskur í næstu
keppni.
Myndir DV Bilar JR
Árni Kópsson var svo óheppinn að krækja Heimasætunni í dekkjavörnina við innri brún brautarinnar og hér sést
hvar hann fer í loftköstum í rykkófi rétt fyrir framan Pepsígrindina.
Góður öryggisbúnaður sá til þess að Árni sat ómeiddur i sæti sínu og brautarverðir hlaupa honum til aðstoðar.
En Heimasætan varð að sitja af sér frekari keppni eftir óhappið.
mmm
Á sama stað og Árni velti valt þessi
Lada eftir faðmlög við Mözdu og hér
huga brautarverðirnir að ökumann-
inum sem hangir á hvolfi í öryggis-
beltunum inni í bílnum og veifar til
merkis um það að allt sé i lagi.
Hér skríður ökumaðurinn ómeiddur
út og síöan var beðið færis að snúa
bilnum á hjólin aftur.
11 Jiiffl tajjgÉg
... og hér ekur hann af stað aftur í
miklu reykjarkófi vegna þess að ol-
ían hafði stigið vélinni til höfuðs á
meðan hjólin sneru upp.