Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991.’ T 5 Fréttir Skuldastaða okkar hef ur batnað mjög - segir Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi fjárstaöa okkar hefur lengi veriö nei- kvæð en á því varð loks breyting á síðasta ári og það er um verulegan bata að ræða. Breytingin á veltufé varð 35 milljónir og það er stefnt að því sama í ár. Þróunin á þessu ári er þó ekki eins hagstæð, fyrst og fremst vegna hækkunar vaxta.“ Blönduós er einn fárra staða utan höfuðborgarsvæðisins sem hefur sýnt fólksfjölgun undanfarin ár um- fram landsmeðaltal. Þar voru íbúar árið 1980 alls 934 en á þessu ári eru þeir orðnir 1084. En á Ofeigur von á að sú þróun haldi áfram? „Það er ljóst að ef ríkisvaldið ætlar að halda því fram að atvinnumál komi sér ekki við, eins og manni sýn- ist, og ef verðbólga og vextir ætla að æða upp þá er illt í efni. En ef sveitar- félögin neyðast til að taka sömu stefnu þá er alveg ljóst að fólkið fer. Þó stöndum við á Blönduósi að mörgu leyti vel að vígi, staðsetning okkar er góð, við erum með ódýra hitaveitu og hátt þjónustustig. En það er samt ástæða til að viðhafa viðvörunartón," sagði Ófeigur. Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi. DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum með aUar framkvæmdir í lágmarki á þessu ári og erum með því að reyna að rétta af fjárhag bæj- arins. Skuidir miðað við íbúafjölda eru of miklar hér en skuldastaðan hefur samt sem áður batnað mjög,“ segir Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Ófeigur segir að á yfirstandandi ári hafi verið lftils háttar framkvæmdir við gangstéttalagningu í bænum, unnið hafi verið að endurbótum á hitaveitu bæjarins, unnið við útivist- arhverfi bæjarins í Vatnahverfi, við hafnarvog, vinna við sal íþróttamið- stöðvar hefjist í haust, þá hefur verið unnið við endurbætur á tjaldsvæði bæjárins. Allt eru þetta að sögn Ófeigs framkvæmdir sem brýnt var að vinna við. „Lausafjárstaða bæjarins hefur batnað á síðasta ári og verður svo á þessu ári ef verðbólgan æðir ekki af stað en fjármagnskostnaður skiptir skuldsett bæjarfélag eins og okkur að sjálfsögðu verulegu máli. Veltu- Lausnin fyrir lagerinn LÉniR OG LIPRIR BV-LYFTARAR RAFMAGNSLYFTARAR Margargerðir Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. HANDTJAKKAR re •, | Eigum ávallt fyrirliggjandi ] hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 HANDLYFTARAR Átaksverkefni Vestur-Húnvetninga: Þetta er spennandi og hef ur tekist allvel - segir Karl Sigurgeirsson, verkefnisstjóri á Hvammstanga Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mér finnst þetta spennandi starf og ég held að ég geti sagt að það hafi tekist allvel. Að mínu mati er þetta og á að vera hugmyndavaki og til þess ætlað að aðstoða fólk, sem hefur hugmyndir, við að koma þeim á framfæri," segir Karl Sigurgeirsson en hann er verkefnisstjóri Átaks- verkefnis Vestur-Húnvetninga sem verið hefur starfandi frá miðju ári 1989. Óhætt er að segja að með tilkomu átaksverkefnisins hafi ýmislegt áunnist í atvinnulífinu í Vestur- Húnavatnssýslu en starfstíma þess átti að ljúka nú á miðju ári. Ákveðiö hefur verið að halda starfmu áfram að minnsta kosti út árið, enda unnið að ýmsú um þessar mundir. Átaksverkefnið hefur stuðlað að ýmsum verkefnum í atvinnulífmu. Má í því sambandi nefna stofnun Karl Sigurgeirsson á skrifstofu sinni á Hvammstanga. DV-mynd gk fjarvinnslustofunnar Orðtaks hf. á Hvammstanga og í fréttabréfi átaks- verkefnisins er einnig getið um bú- vélamiðlun, hópverkefni ullar- bænda, stofnun þróunarverkefnis í ullarvinnslu, verkefni hrossabænda um útflutning hrossa og söfnun og sölu á broddmjólk undir heitinu „Húnvetnskar búkonur". Verkefnis- hópur vinnur að skoðun á umslaga- framleiðslu, þá hefur átaksverkefnið staðið að útimarkaði á Hvamms- tanga og svo má nefna fjáröflun fyrir Tónhstarskóla Vestur-Húnvetninga. Þá hefur átaksverkefnið tekið þátt í þróunarstarfi Vatnafangs hf. sem er hlutafélag í eigu veiðibænda og fleiri hagsmunaaðila, svo eitthvað sé nefnt. „Við reynum að vinna allt starf í verkefnahópum og fá jákvætt fólk til að vinna með þeim sem hefur fengið þá hugmynd sem verið er að vinna að í það og það skiptið,“ segir Karl Sigurgeirsson. „Það að fá fleiri aðila inn ætti frekar að tryggja að ekki sé veriö að fara út í eitthvað sem ekki er grundvöllur fyrir og álit fleiri að- ila kemur fram. Fólk verður að hafa hugmyndir um það sem mótar lífsafkomu þess. Það er til fjármagn sem hægt er að sækj- ast eftir til að vinna slíkar hugmynd- ir. Meginverkefni mitt er að stuðla að því að fólk komi fram með þessar hugmyndir og virkja fólk til hópsam- starfs," sagöi Karl. Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð:80 cm. Hentugt hjálpartæki við allskonar störf. Sparið bakið, stillið vinnuhæðina. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN Siratzsm< v«f> BÍLDSHÖFÐA 16SÍMI6724 44 TELEFAX6725 80 RAUT) M RAUTl \ r LJÓS Sór r LJÓSl ylUMFERÐAR WrAð / Akureyri: Norrænt þing um umferðarlækningar Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Norrænt þing um umferðarlækn- ingar verður haldið á Akureyri dag- ana 7.-9. ágúst en þingið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki, skipuleggjend- um umferðar, flugmála- og sighnga- félögum, áhugamannafélögum, björgunarsveitum, sjúkraflutninga- mönnum, faraldsfræðingum, vís- indamönnum og öhum sem áhuga hafa á umferðarmálum. Á þinginu verður fjallað um slys á og utan vega á vélknúnum farartækj- um, s.s. bílum, vélhjólum, vélsleðum og fjórhjólum. Auk þess hafa Norð- urlandabúar áhyggjur af slysum á sjó og vötnum en þau tengjast bæði starfi og leik. Samgöngur í lofti með litlum flugvélum eru lífsspursmál fyrir byggð í dreifbýli. Þess vegna er þýðingarmikið að ræða öryggi um- ferðar í lofti. DANBERG Verslanir - Fyrirtæki - Stofnanir Frihopress- sorpböggunarvélar Raunvcrulcgir kostir: • Frihopress er sérstök, alhliða samþjöppun. • Hægt er að þjappa saman nær öllum efnum. • Hæð vinnuaðstöðu er þægileg. • Hleðsla er ofan frá. • Stjómun er þægileg og örugg. • Auðvelt er að binda baggana eft- ir samþjöppun., • Opnast auðveldlega og er með þægilegri körfulæsingu. • Lágmarks viðgerðarþörf; varla neinir slitfletir. • Rafmagns þrýstipumpa. • Hönnun öll úr stáli. • Margviðurkennd; notuð um allan heim. • Miklu magni breytt í smábagga. • Þeir sem nota Frihopress stuðla því að verulega miklu átaki í um- hverfisvernd. Sk.úlagata 61, P.O.Box 3232 123 Reykjavík, lceland Tel.: 354-1-626470, Fax: 354-1-626471

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.