Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991. Afmæli Sigfús Þorsteinsson Sigfús Þorsteinsson framkvæmda- stjóri, Nesvegi 6, Hauganesi, Eyja- firði, varð sjötugur í gær. Starfsferill Sigfús fæddist á Litlu-Hámundar- stöðum á Árskógsströnd og ólst þar upp. Hann var á tólfta árinu er fað- ir hans drukknaði og vann hann á búi móður sinnar til sextán ára ald- urs en var á síldarskipum næstu sumur. Rúmlega tvítugur flutti Sig- fús til Akureyrar þar sem hann stundaði akstur á Bifreiðastöð Ak- urey rar til 1946 og ók síðan flutn- ingabíl milli Akureyrar og Reykja- víkur. Sigfús keypti jörðina Rauðuvík á Árskógsströnd 1949 ásamt vini sín- um, Adolf Gíslasyni, og flutti hann þangað. Sigfús hafði þar smábátaút- gerð, auk þess sem hann sló fyrir bændur á Árskógsströnd og í Arn- ameshreppi. Þá átti hann gamlan vörubíl og stundaði því akstur sem tilféll. Svanlaugur, bróðir Sigfúsar, keypti hlut Adolfs í jörðinni 1953 og juku þeir bræður ræktun og keyptu næstu jörð, Hillur, sem farið hafði í eyði um það leyti. Sigfús var spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Árskógs- strandar 1971-84 er hann hóf störf hjá Hjalta syni sínum á bíla- og véla- verkstæð: hans. Er Hjalti flutti til Hafnarfjarðar 1986 stofnaði Sigfús ásamt öðrum hlutafélag sem keypti verkstæðið og hafa þeir rekið það síðan en Sigfús hefur verið fram- kvæmdastjóri þess. Þau hjónin seldu Rauðuvík 1980 og hafa síðan búið við Nesveg á Hauganesi. Sigfús var í mörg ár framkvæmda- stjóri Ræktunarfélags Amarness- og Árskógshrepps, sat nokkur ár í hreppsnefnd Árskógshrepps, var fulltrúi í sýslunefnd Eyjafjarðar og hefur verið hreppstjóri fram á þenn- andag. Fjölskylda Sigfús kvæntist 4.10.1946 Eddu Jóhannesdóttur Jensen, f. 4.10.1928, húsfreyju, en hún er dóttir Jóhann- esar Hjaltasonar, skipstjóra á ísafirði, er fórst með Gissuri hvíta í október 1929, og Aðalheiðar Frið- riksdóttur frá Látrum í Aðalvík. Kjörfaðir Eddu, Freð Jensen, lést 12.12.1978. Börn Sigfúsar og Eddu eru Val- gerður Sólrún, f. 6.7.1946, húsmóðir í Hafnarflrði, gift Sveini Gunnlaugs- syni húsasmiði og eiga þau þrjú börn; Hjalti Örn, f. 21.12.1947, bif- vélavirki í Hafnarflrði, kvæntur Aðalheiði Helgadóttur og eiga þau tvö börn; Jóhannes, f. 13.12.1951, framkvæmdastjóri í Hafnarflrði, kvæntur Katrínu Steinsdóttur og eiga þau tvö börn; Brynjar Haukur, f. 27.6.1953, verkstjóri á Arskógs- sandi, kvæntur Svanhiidi Sigfús- dóttur og eiga þau eitt bam; Aðal- steinn Svanur, f. 10.3.1960, listmál- ari á Akureyri, kvæntur Sóldísi Stefánsdóttur og eiga þau eitt barn; Aðalheiður Ösk, f. 30.3.1962, sjúkra- liði í Reykjavík, gift JÓni Arasyni og eiga þau tvö börn. Þá eru langafa- börnSigfúsartvö. Systkini Sigfúsar: Þorsteinn Val- týr, f. 23.3.1890, d. 10.4.1970, útgerð- armaður í Rauðuvík og síðar á Ak- ureyri; Svanlaugur Björgvin, f. 1.9. 1901, d. 8.9.1965, b. í Rauðuvík; Marinó Steinn, f. 28.9.1903, d. 4.9. 1971, b. og oddviti að Engihlíð á Árskógsströnd; Friðrik, f. 15.8.1905, d. 6.8.1982, b. á Selá á Árskógs- strönd; Anna, f. 29.6.1909, húsfreyja að Litlu-Hámundarstöðum; Jóhann, f. 17.7.1911, sjómaður og smiður, nú í Reykjavík; Konráö, f. 26.3.1914, d. 8.10.1973, kaupmaður ogpípulagn- Sigfús Þorsteinsson. ingamaður, síðast í Reykjavlk; Svanhildur, f. 5.12.1916, húsmóðir á Akureyri; Guðmundur, f. 13.8.1926, d. 9.1.1978, verslunarmaður, var kvæntur Maríu Jónsdóttur og eign- uðust þau fimm börn. Foreldrar Sigfúsar voru Þorsteinn Þorsteinsson, f. 12.11.1874, d. 23.3. 1932, útvegsbóndi að Litlu-Hámund- arstöðum, og Valgerður Sigfúsdótt- ir, f. 12.3.1880, d. 23.5.1946, hús- freyja. Sigfús er að heiman um þessar mundir. Ólina Marta Steingrímsdóttir. Ólína Marta Steingríms- dóttir Ólína Marta Steingrímsdóttir, starfsmaður í íþróttahúsi, til heimil- is að Sigtúnum 25, Selfossi, er sextug ídag. Ólína fæddist í Höfðakoti á Skaga- strönd. Hún tekur á móti gestum aö heimili sínu laugardaginn 27.7. nk. frá klukkan 16.00. Guðlaugur Hjörleifsson, verkfræð- ingur og nú deildarstjóri hjá ís- lenska járnblendifélaginu hf., til heimilis að Hagamel 12, Skilmanna- hreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Guðlaugur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1950 og verkfræðiprófi frá St. Andrews-háskóla í Skotlandi 1954. Guðlaugur var verkfræðingur hjá KMW í Svíþjóð 1954-55, verkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1955-61, forstjóri Landssmiðjunnar í Reykjavík 1962-75, hefur starfað hjá Islenska járnblendifélaginu hf. frá 1975, sem staðarverkfræðingur að Grundartanga 1976-80 og hefur verið deildarstjóri viðhaldsdeildar félagsins frá 1979. Guðlaugur var stundakennari í Tækniskóla íslands 1970-75, sat í námsskrámefnd fyrir véltækni- deild TÍ1974 og var prófdómari fyr- ir TÍ1975-82. Hann var formaður Stéttarfélags verkfræðinga 1961-62, sat í ritnefnd tímarits verkfræðinga 1964-69, sat í stjórn vélaverkfræð- ingadeildar VFÍ1962-63, situr í hreppsnefnd Skilmannahrepps frá 1982 og í ýmsum nefndum á vegum hreppsins og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, var skipáður hrepp- stjóri Skilmannahrepps frá 1988 og í stjómum Skátafélags Reykjavíkur, Skátasambands Reykjavíkur og Bandalags íslenskra skáta á ýmsum tímum fram til 1982. Fjölskylda Guðlaugur kvæntist 23.7.1954 Höllu Gunnlaugsdóttur, f. 19.2.1932, húsmóöur, en hún er dóttir Gunn- laugs Bjamasonar, sjómanns í Ól- afsvík og síðar verkamanns í Reykjavík, er lést 1980, og eftirlif- andi konu hans, Guðríðar Sigur- geirsdóttur er dvelst nú á elhheimil- inu Grund, níutíu og eins árs. Dætur Guðlaugs og Höllu eru Soff- ía Bryndís Guðlaugsdóttir, f. 23.7. 1955, búsett í Reykjavík, gift Hauki Má Stefánssyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn, Lilju Björk, Guðlaug Öm og Þuríði Eddu; Hildur Guðlaugsdóttir, f. 10.4.1958, búsett á Seltjarnarnesi, gift Eyjólfi K. Kol- beins matreiðslumeistara og eiga þau tvö böm, Höhu Hjördísi og Eyj- ólf. Hálfsystir Guðlaugs, sammæðra, var Edda Kvaran, f. 21.8.1920, d. 21.2.1981, var gift Jóni Þórarinssyni tónskáldi og era börn þeirra Þórar- inn Jónsson iðnverkamaður, Ágúst Jónsson lögfræðingur og Rafn Jóns- son flugmaður. Foreldrar Guðlaugs: Hjörleifur Hjörleifsson, f. 18.5.1906, d. 20.4. 1979, fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og Soffia Guðlaugs- dóttir, f. 6.6.1898, d. 11.7.1948, leik- kona. Guðlaugur Hjörleifsson. Hjörleifur var sonur Hjörleifs Hjörleifssonar á Hálsi í Kjósar- hreppi en Soffia var dóttir Guðlaugs Guðmundssonar, sýslumanns og al- þingismanns frá Ásgarði í Gríms- nesi. Guðlaugur tekur á móti gestum í félagsheimilinu Fannahlíð 23.7. klukkan 16.00-18.00. Til hamineiu með OJ afmælið 23. júlí í ífmfey 7C ór>a Hafrafellstungu 1, Öxarfjarðar- • o ara hreDOi FriðrikMagnússon, Hálsi,Dalvik. ÞórðurValdemarsson, 40 df3 Þorvaldur Valdemarsson, HeiðbjörtPálsdóttir, Austurbergi 30, Reykjavík. Utanverðunesi, Ripurhreppi. Anna María Halldórsdóttir, Fikarhmdi«, Akureyri 7rt A yn Guðmundur Jónsson, tUala Grensásvegi24,Reykjavík. LýdíaB. Þórhallsdóttir, Sólveig JónaSkúladóttir, Ásvallagötu 42, Reykjavík. Bmnagerði 8, Husavik. Jenny D. Stefansdottir, _ _ , Jómseli 13, Reykjavík. 60 ara SjöfnÞórðardóttir, Heiðarbrún 3, Bolungarvík. Sigurður Jónsson, Sigurður Sigfússon, Herríðarhóh, Asahreppi. Seljabraut 24, Reykjavík. Sigrún M. Vilhjálmsdóttir, CA Awn ÓlöfHilmarsdóttir, al a Fífumóa2.Niarðvik. Bjami Guðmundsson, Klettahhð 8, HveragerðL RAUTTy^ RAUTT1 LJOS JgjjZ, LJOSf Andlát________________ Hörður Helgason Hörður Helgason sendiherra lést 9.7. sl. en útfor hans var gerð frá Dómkirkjunni 18.7. sl. Starfsferill Hörður fæddist á ísafirði 27.3.1923 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1943, BA-prófi í stjómmálavísindum frá Duke University í North Caro- lina í Bandaríkjunum 1947 og dvaldi við nám hjá SÞ í Lake Success 1948. Hörður var starfsmaður hjá toh- stjóranum í Reykjavík 1947-48, var ráðinn attaché í París í árslok 1948, skipaður sendiráösritari þar í febrú- ar 1951, skipaður aðstoðarfulltrúi í Efnahagssamvinnustofnun Evrópu 1949 og í ráði Atlantshafsbandalags- ins 1952, skipaður fyrsfi sendiráðs- ritari í París 1956 og sendiráðunaut- ur í ársbyrjun 1960, settur deildar- stjóri í varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins haustið 1960 og jafn- framt formaður varnarmálanefnd- ar, skipaður deildarstjóri í ársbyrj- un 1963, sendiráðunautur í Was- hington 1966, skipaður sendifuhtrúi 1972, skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins haustið 1973, veittur sendiherratitill 1976, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins 1979 og ritari utanríkismálanefndar frá sama tíma. Hann varð fastafulltrúi íslands hjá SÞ haustið 1983 og sendi- herra íslands í Danmörku vorið 1986, jafnframt því sem hann var sendiherra í í srael, á Ítalíu og í Tyrklandi. Hörður var sæmdur stórriddara- krossi fálkaorðunnar 1981 og var sæmdur fjölda erlendra nafnbóta. Fjölskylda Hörður kvæntist 16.8.1946 en eftir- lifandi kona hans er Sarah Ross Boynton Helgason, f. 20.5.1926, hús- freyja, dóttir Johns O’Hara Boyn- ton, f. 12.9.1899, d. 22.2.1983, dokt- ors í félagsfræði og prófessors í Flórída í Bandaríkjunum, og konu hans, Sörhu Boynton, f. Harris, f. 28.10.1907, húsfreyju. Börn Harðar og Söruh eru Sigrún, f. 28.10.1949, ráðgjafi í Danmörku; Helgi, f. 11.4.1951, guðfræðingur í Atlanta í Bandaríkjunum, kvæntur Joanne Harðarson; Sara, f. 12.9. 1952, kennari í Keflavík, gift Bjarna Ingimarssyni; Jóhanna, f. 4.11.1959, hjúkrunarfræðingur á Hvamms- tanga, gift Elíasi Jakobi Ingimars- syni; Katrín, f. 24.1.1963, dýralækn- ir við Dýraspítalann í Víðidal, gift Kristjáni Jónassyni jarðfræðingi. Systur Harðar: María, húsmóðir í Hörður Helgason. Reykjavík, og Fanney, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Harðar voru Helgi Guð- bjartsson, f. 6.10.1891, d. 15.7.1971, og Sigrún Júhusdóttir, f. 7.1.1892, d. 6.12.1968, húsmóðir. Helgi var sonur Guðbjarts Jóns- sonar, beykis á ísafirði, og konu hans, Kristínar MaríuÁsgeirsdótt- urhúsmóður. Sigrún var dóttir Júlíusar Símon- arsonar, verkamanns á ísafirði, og konu hans, Maríu Magnúsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.