Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Qupperneq 8
34 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991. Sérstæð sakamál Afbrýðisemi eða hefnd? Sum sakamál eru þess eölis aö þau gleymast seint. Ýmist er þá eitthvað við þau sem greinir þau í meginatriðum frá öðrum eða sá seki finnst ekki. í síðara tilvikinu þarf þó ekki að vera að engan gruni hver hann er, eins og fram kemur af þessari frásögn sem hefst fyrir nær aldarfjórðung en nær allt fram til dagsins í dag og á ef til vill eftir að ná fram undir aldamótin eða lengur. Hamingjusöm og meó barni Það var kyrrt veður þennan vor- dag árið 1974 á Holmenkollenásn- um við Ósló. Aprílmánuður hafði verið góður og aðeins vantaði nokkra hlýindadaga til að birkitrén í garði hússins við Dagaliveien 25 laufguðust. Iranzohjónin og htla dóttir þeirra, Marie Louise, höfðu snætt morgunverð saman. Síðan hafði Enrique Iranzo flýtt sér til spánska sendiráðsins í Ósló en hann var fyrsti ritari þess. Eftir heima urðu Ánni Nielsen Iranzo, fædd í Dan- mörku, og Marie Louise. Rúmum fjórum árum áður hafði Anni gifst Enrique, manninum sem hún hafði beðið eftir í fjögur ár. Og nú var hún með barni en það yrði annað barn þeirra hjóna. Enrique Iranzo hafði kynnst Anni í Madrid ár'ið 1967 en þá var hún tuttugu og fjögurra ára en Enrique árinu eldri. Hann var þá nýbyrjaður að starfa í utanríkis- þjónustunni og þótti eftirsóknar- verður í augum margra kvenna því hann var myndarlegur og kominn af efnuöu, spánsku aðalsfólki. Þau urðu afar ástfangin og þar kom að þau ákváðu að ganga í hjónaband árið 1970 en áður en af því gæti orðið var Enrique sendur til starfa í spánska sendiráðinu í Managua í Nicaragua. Það liðu þvi enn fjögur ár þar til þau voru gefm saman. Brúðkaupið var haldið í Vejle í Danmörku og var Anni af ýmsum líkt við Öskubusku því hún hefði fengið „prinsinn" sinn. Hvaó sá Marie Louise? Að morgni 24. apríl 1974 var Marie Louise að leik í garðinum við hús foreldra sinna á Holmen- kollenásnum. Hún leit inn hjá hjónunum sem bjuggu í næsta húsi en þegar hún hafði verið hjá þeim um sinn sendu þau hana heim. Nokkru síðar kom hún aftur og sagði að mamma sín væri „rauð í framan“ og að hjá henni væri kona. Nágrönnunum fannst frásögnin eínkennileg. Þeir fóru að húsinu, hringdu bjöllunni en enginn svar- aði. Þar eð um heimili sendiráðs- fólks var að ræða vildu þau ekki fara inn um kjallaradyrnar, sem stóðu þó opnar, en þess í stað hringdu þau í sendiráðið. Hálftíma síðar kom Enrique Iranzo og opn- aði framdyrnar með lykli. Hann fór einn inn í húsið en þar mætti hon- um hræðileg sjón. Kona hans lá dáin á stofugólfmu. Hún var illa leikin, með höfuöáverka og blóðug. Þá voru áverkar á hálsi hennar eins og hún hefði verið kyrkt. Lögregla kom fljótlega á vettvang en þar eð Iranzo naut réttinda er- lendra sendimanna bar honum ekki að svara neinum spurningum lögreglunnar. Hann afsalaði sér hins vegar sendimannsforréttind- unum til að geta orðið lögreglunni að sem mestu liði. í ljós kom að á þeim tíma, sem morðið var framið, hafði hann óhagganlega fjarvistar- sönnun. Hann gat hins vegar ekki mikið sagt um fortíð konu sinnar þvi hann vissi ekki mikið um hana. Hann þóttist þó nokkuð viss um að hún hefði enga óvini átt. Erfið rannsókn Rannsóknarlögreglan í Ósló rannsakaði allt húsið við Dagali- veien 25. í garðinum fannst ekkert sem talist gat vísbending. í stofunni fundust hins vegar mannshár sem voru ekki af Anni. Þá fundust fmgrafor á borðplötu en þar eð gestir höfðu verið í húsinu kvöldið áður var alls ekki fullvíst að þau væru af morðingjanum. Ljóst var hins vegar að hann hafði farið inn á baðherbergi til að þvo af sér blóð áður en hann yfirgaf húsið. Enginn virtist í fyrstu hafa orðið var við neinar mannaferðir við húsiö þennan morgun og leið því nokkur tími þar til vísbending fékkst um hugsanlegt útlit morö- ingjans. Um þessar mundir höfðu Baskar á Spáni haft sig talsvert í frammi og unnið ýmis hryðjuverk. Þannig höfðu þeir fyrr um árið myrt for- sætisráðherrann, Carrero Blanco. Sú kenning fékk því byr undir báða vængi að um pólitískt hefndarmorð hefði verið að ræða. Og reyndar hefur hún aldrei verið afsönnuð þótt önnur skýring þyki nú líklegri. Er rannsóknarlögreglunni í Ósló tókst ekki að varpa neinu ljósi á hver morðinginn var komu spánskir rannsóknarlögreglumenn til norsku höfuðborgarinnar. En um sama leyti gaf sig fram vitni sem hafði sérkennilega sögu að segja. Svartklædda konan Vitnið, kona, skýrði svo frá að fáeinum dögum fyrir morðið hefði það séð dularfulla konu skammt frá húsi Iranzohjónanna. Hefði hún verið svartklædd, með sólgleraugu og andlitið að hluta huhð svo ómögulegt hefði verið að sjá fram- an í hana. Vart höfðu rannsóknarlögregl- unni borist þessar upplýsingar er annað vitni, einnig kona, sagðist hafa fundið pakka með blóðugum fotum í skógarrjóðri við Hövik- tangann í Bærum. Var þegar haldið þangað og þegar pakkinn fannst kom í ljós að í honum voru stígvél, stuttermabolur, miði frá Holmen- kollenbrautinni og teikning af þremur hestum. Þóttu fötin benda til að eigandinn hefði verið banda- rísk kona og var blóð á þeim. Nú tók málið alveg nýja stefnu. Þegar Iranzo var skýrt frá fundin- um varð hann orðlaus en sagði svo: „Minna. Minna Thompson frá Memphis í Tennessee." En Minna var hinum megin Atl- antshafsins. Eða var ekki svo? Sagan af Minnu Iranzo skýrði nú svo frá að árið 1969 hefði hann farið á sumarskóla í Þýskalandi til að auka við kunn- áttu sína í þýsku. Þar hefði hann kynnst ríksmannsdóttur frá Memphis, Minnu Thompson. Hefðu þau orðið góðir vinir. Minna varð svo ástfangin af Ir- anzo að hún heimsótti hann meðan hann vann í Nicaragua. Kom hún í nokkrar heimsóknir þangað þau fjögur ár sem hann starfaði þar. Var hegðan Minnu undarleg að sumra dómi því hún lét stundum sem hún væri lofuð syni aðals- mannsins frá Spáni. Hann var hins vegar heitbundinn Anni Nielsen sem beiö hans þar til dvöl hans í Nicaragua var lokið. Heimsótti Anni hann þangað einu sinni. Það var fyrst eftir að Iranzo var kvæntur Anni og þau höfðu eignast Marie Louise að Minna fékk fregn- ir af hjónabandinu. Hún hélt engu að síður áfram aö senda Iranzo ást- arbréf og aðeins viku fyrir morðið fékk hann eitt þeirra. Þar sagði: „Endirinn er nærri ef ég sé þig ekki fljótlega. Ég elska þig svo mik- ið. Minna.“ Sjö dagar í Osló Anni Nielsen og Enrique Iranzo með Marie Louise nýfædda. Húsið við Dagaliveien 25. Minna Thompson með lögfræðingi sínum í Memphis. n'ifí •gOMÓtfrXt ~ «$****■* Zy&toi X* Witffe Eyðublaö norska Thompson. útlendingaeftirlitsins með nafni Minnu Treadwell 20. apríl 1974 stóð 25 ára gömul bandarísk kona í móttökunni á Forbundsgistihúsinu í Ósló og fyllti út eyðublað ætlað útlendingum. Þar gerði hún þá grein fyrir ferðum sínum að hún væri- ferðamaður. Þetta var fyrsta heimsókn Minnu Treadwell Thompson til Noregs. Tveimur dögum fyrir morðið á Anni sást svo svartklædda konan nærri Dagaliveien 25. Og síðar kemur fram að morguninn sem morðið var framið gaf námsmaður sig á tal við bandaríska konu í Holmenkollenbrautinm á leið til Vettakollen. Var þetta tilviljun eða var hér um að ræða morðingja Anni? Og klukkan 11.38 sama morgun hitti sami námsmaöur sömu bandarísku konuna aftur í Holmenkollenbrautinni á leið frá Vettakollen til miðborgar Óslóar. Þá var liðinn hálftími frá morðinu, að mati réttarlækna sem reyndu að tímasetja það eins nákvæmlega og unnt var. Blóðugu fótin fundust ekki langt frá Henie-Onstadsafninu á Hövik- tanganum í Bærum en í móttök- unni þar fannst miði með nafni Minnu Thompson. Bendir margt til þess að hún hafl komið í það á morðdaginn. Starfsfólk Forbundsgistihússins gat svo skýrt frá því að 24. apríl, morðdaginn, hefði Minna Thomp- son beðið um aðstoð því hún hefði rifið sig í framan. Bar hún því við að hún hefði verið úti í skógi og rekið andlitið í grein. „Fuglinn er floginn“ Upp hlóðust þannig gögn sem bentu tii þess að Minna Treadwell Thompson, dóttir ríks manns í Memphis í Tennessee í Bandaríkj- unum, hefði myrt Anni Nielsen Ir- anzo. En þegar átti að handtaka hana var hún farin frá Noregi. Það- an hafði hún flogið 27. apríl eftir sjö daga dvöl í Ósló, fjóra fyrir morðið og þrjá eftir það. Við fyrstu yfirheyrslur skýrði Enrique Iranzo ekki frá kynnum sínum af Minnu Thompson. Það var ekki fyrr en fötm blóðugu fund- ust að hann nefndi hana. í fyrstu var talið að Iranzo hefði vitað um komu hennar en síðan staðfesti Minna að hann hefði ekki haft hug- mynd um að hún heföi verið í Ósló. Telja sumir að hún hafl ætlað sér að hitta hann en hætt við það af einhverjum ástæðum. Milli Noregs og Bandaríkjanna eru ekki gildi samningar um fram- sal afbrotamanna. Þess vegna gátu norsk yfirvöld ekki krafist þess að Minna Thompson yrði send til Óslóar til yfirheyrslu. Þau létu hins vegar ekki undir höfuð leggjast að lýsa yfir gruni vestra um að hún bæri ábyrgð á morði óléttrar eigin- konu Enriques Iranzo, fyrsta ritara spánska sendiráðsins í norsku höf- uðborginni. Foreldrar Minnu réðu þegar lög- fræðing og nokkru síðar féllst hún á að ræða við fulltrúa norsku rann- sóknarlögreglunnar vestra. Þar voru henni sýnd fótin sem fundust í skóginum en hún neitaði að kann- ast við þau. Þótti Minna koma nokkuð einkennilega fram við þetta tækifæri því hún var með á blaði öll þau svör sem hún vildi gefa. Minna Treadwell Thompson er nú eftirlýst í sautján löndum af Interpol, alþjóðalögreglunni sem hefur aðalstöðvar i París, vegna morðsins á Anni Nielsen Iranzo. En meðan hún heldur sig í Banda- ríkjunum er ekki hægt að handtaka hana. Það er ekki fyrr en árið 1999 sem málið fyrnist og hún getur aft- ur leyft sér að ferðast um heiminn. En jafnvel eftir þann tíma kann hún ekki að vera laus allra mála því margt bendir til þess að hún liggi undir grun til æviloka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.