Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 2
28 LAUGARDAGUR 17, ÁQÍIST 1991. Ljóð Bama-DV er frábært blað. Þegar það kemur fer ég af stað að leysa þrautir og lesa það. Og svo fer ég í bað. Sumar Nú er sumar og alltaf lumar þú á einhverri frétt. Tíu kíló eru létt. Fyrirgefðu, ég get ekki meir. Kata og Sandra. Hæ, safnarar! Ég á áreiðanlega 150 plaköt og úrklippur sem ég vil gjarn- an losna við! Svo ég nefni eitthvað þá er það: Sálin hans Jóns míns, Madonna, Bon Jovi, New Kids on the Block og Guns and Roses. í staðinn vildi ég fá allt með Roxette, Jason Donovan, Kylie Minogue, Michael J. Fox, Tom Cru- ise og ef þið eigið eitthvað með Bítlunum þá vil ég gjarnan fá það. Ef eitthvað af þessu heillar ykkur þá endilega haf- ið samband við mig í síma 93-12979 eða skrifið: Bergrós Ólafsdóttir, Vallholti 21, 300 Akranesi. Kæru safnarar! Ég þigg allt sem tengist Jason Donovan og Kyhe Mi- nogue, t.d. plaköt, úrklippur, límmiða, viðtöl .og fleira. í staðinn get ég látið plaköt með Eðvarð Þór Eðvarðssyni, Alfreð Gísalsyni og Héðni Gilssyni, Pétri Ormslev, A-ha, Prince og Síðan skein sól. Vonandi getið þið skipt við mig! Auður Hermannsdóttir, Háaieitisbraut 49, 108 Reykjavík. Hæ, safnarar! Ég safna spilum, bréfsefnum, barmmerkjum, lyklakipp- um og póstkortum. í staðinn get ég látið spil, bréfsefni, límmiða, glansmyndir, bíómiða, servíettur, minnisblöð, veggmyndir og úrklippur með frægu fólki og hljómsveit- um. Sandra Halldórsdóttir, Krummahólum 8 (4-A), 111 Reykjavík. Ég safna öllu með Söndru, Jason Donovan, Kylie Mi- nogue og Bart Simpson og hans fiölskyldu. í staðinn læt ég ýmislegt með Werner, Rokklingunum, Stefáni og Eyfa og fleirum. Kristín Lárusdóttir, Melabraut 21, 540 Blönduósi. Kæru safnarar! Ég safna öllu með Bart Simpson, Spaugstofumönnum og Turtles. í staðinn læt ég plaköt með Juliu Roberts, Pet Shop Boys, New Kids on the Block og límmiða. Sigurþór Guðmundsson, Hóli, Svínadai, 301 Akranes. Þessa fallegu mynd teiknaði Unnur Ósk Einars- dóttir, Selvogsgötu 20, Hafnarfirði. - Mamma, mamma, strákarnir í skólanum eru aht- af að stríða mér og segja að ég sé eins og varúlfur! - Þegiðu, Nonni, og greiddu þér í framan! - Já, kona góð, þér þurfið á gleraugum að halda! sagði læknirinn við rosknu konuna. - Af hverju segið þér þaö án þess að skoða í mér augun? - Vegna þess að þér komuð inn um gluggann! - Hvað eru heimsálfurnar margar, Pétur? - Þær eru sjö! - Teldu þær þá upp, sagði kennarinn. - Ein, tvær, þrjár.... Sigrún Birna Sigurðardóttir, Rauðahjaha 1, Kópavogi. Fanney, 5 ára, Stóragerði 3 á Hvolsvelli, sendi okkur þessa fallegu mynd!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.