Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Blaðsíða 1
Litlir krakkar Óli, Bettý, Doddi og Siggi eru systkini. Þau eru alltaf aö rífast. Bettý og Siggi eru að rífast um þaö hver eigi flottasta bílinn. Óli og Doddi eru aö rífast um þaö hver eigi allar bökurnar. Mamma og pabbi ráða ekkert viö þau. Þaö er búið aö líða þúsund sinnum yfir mömmu þeirra! Kolbeinn Friðriksson, Böggvisbraut 9, 620 Dalvík. Sagan af henni Gunnu Það var einu sinni kona og hún hét Gunna. Hún átti heima í venjulegri borg í einbýlishúsi. Gunna átti mjög fallegan garö. í honum voru rólur, tré og kartöflugarður. Einn daginn vildi Gunna fá læk og gosbrunn í garðinn. Svo komu barna- börnin hennar Gunnu í heimsókn með mömmu sinni og pabba. Krakkarn- ir fóru út í rólurnar en mamma þeirra og pabbi fóru inn og fengu kaffi. Síðan fóru þau heim til sín. Unnur Ósk Einarsdóttir, Selvogsgötu 20, 220 Hafnarfirði. Yið tjömina Einu sinni var tjörn sem hét Tjarnarbakki. Það var fullt af blómum við tjörnina og þar voru margar endur. Við fórum oft að gefa þeim brauð á sunnudögum. Það fannst okkur mjög gaman. Sandra Þóroddsdóttir, 8 ára, Raufarseli 13, 109 Reykjavík. Mamma og Magga Einu sinni var pabbi hennar Möggu ekki heima um nótt. Þá fékk Magga 'að sofa inni hjá mömmu. Það fannst henni gaman. Magga var með bangs- ann sinn sem hét Bangsímon. Um morguninn vaknaði Magga löngu á und- an mömmu sinni! Eygló Traustadóttir, 8 ára, Rauðhólum, 690 Vopnafirði. Karen Ösp á sjúkrahúsi Það var einu sinni stelpa sem var 10 ára og hún hét Karen Ösp. Hún var á sjúkrahúsi því hún var með hettusótt. Hún var ein á stofu númer 11. Það fannst henni leiðinlegt. Svo kom hjúkrunarkonan inn og sagði við hana: „Það er að koma stelpa. Hún er 9 ára og heitir líka Karen eins og þú!“ Nú glaðnaði yfir Karenu Ösp því nú var hún ekki ein lengur. Það var kom- ið með hina Karenu en hún var enn sofandi eftir skurðaðgerð. Loks vakn- aði hún og spurði hvað hin stelpan héti. Hjúkrunarkonan sagði: „Hún heit- ir Karen Ösp og er 10 ára!“ Svo fóru þær að tala saman lengi, lengi þangað til hjúkrunarkonan kom og sagði þeim að fara að sofa. Næst þegar hjúkrunarkona leit inn til þeirra voru þær báðar steinsofandi! Heiðdís Dröfn Bjarkadóttir, Þórunnarstræti 133, 600 Akureyri. ÓUUtU Einu sinni var strákur sem hét Óli. Hann fór oft út að tjörn og gaf öndun- um brauð. Hundurinn hans fór alltaf með honum. Einn daginn sá Óli frosk. Froskurinn var mjög fallegur. Hann stökk svo fallega og synti svo fallega. Óli heimsótti froskinn eiginlega á hverjum degi. Einn daginn var froskurinn dáinn. Óli kallaði þá á pabba sinn og sagði honum allt um froskinn. Þá sagði pabbi Óla að jarða froskinn og muna síðan alltaf eftir honum. Sunna Ólafsdóttir, 8 ára, Stekkjartröð 11B, 700 Egilsstöðum. Lísa litla Einu sinni var stelpa sem hét Lísa. Hún var góð stelpa. Einn daginn sagði mamma: „Þú færð að fara til ömmu og afa 1 Reykjavík.“ En daginn eftir var Lísa orðin mikið veik og fór til læknis. Þá sagði læknirinn: „Þú verður að fara á sjúkrahús“. Þá fór mamma heim og sótti bangsa og fleira dót fyrir Lísu. En Lísa beið á meðan í hvítu rúmi. Svo kom mamma með bangsann en síðan fór hún heim. Lísa varð ein eftir. En í rúminu við hliðina á Lísu var átta ára telpa sem hét Rósa. Hún spurði hvað Lísa héti og hvað hún væri gömul og hvar hún ætti heima. Lísa svaraði og sagðist heita Lísa Þorsteinsdóttir og vera fjögurra ára að verða fimm. Hún ætti heima á Garðarshóli 17 á ísafirði. „Ég heiti Rósa og er átta ára og á heima að Seljalandsvegi 73 á ísafirði,“ sagði Rósa. Nú leið heil vika og þá áttu þær báðar að fá að fara heim til sín. Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri og úti er ævintýri! Sigríður G. Guðjónsdóttir, Seljalandsvegi 67, 400 ísafirði. Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 36. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaun. / / / / / e, / / / / / / / //0\V /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.