Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1991, Side 4
4
.ififij 8SHM8TR3R Ofi H'jnACfUVfÁA
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1991.
Fréttir i>v
Separovic óskar eftir viöurkenmngu á sjálfstæði Króatíu frá íslendingum:
Þetta óþverrastríð er
ekki innanríkismál
- ekki tryggt aö aörir fylgi okkur, segir Jón Baldvin
Dr. Zvonimir Separovic utanríkisráðherra átti (und með Davíð Oddssyni
og Jóni Baldvini Hannibalssyni í Ráðherrabústaðnum á laugardag.
DV-mynd Hanna
„Ég er kominn hingað til lands til
þess að biðja ísland fyrst ríkja í heim-
inum að viðurkenna sjálfstæði Króa-
tíu. Það myndi ótvírætt hjálpa okkur
á alþjóðavettvangi. Júgóslavía er
andvana ríki og í raun stjórnað af
hernum. Þetta óþverrastríð er því
ekki innanríkismál Júgóslavíu og
verður ekki leyst sem slíkt,“ sagði
dr. Zvonimir Separovic, utanríkis-
ráðherra Króatíu, á blaöamanna-
fundi í Reykjavík á laugardaginn.
Zvonimir kom hingað til lands á
laugardagsmorgun og átti fund með
Jóni Baldvini Hannibalssyni utan-
ríkisráðherra og Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra. Um var að ræða
vinnufund í boði íslenska utanríkis-
ráðuneytisins. Engar ákvarðanir
voru teknar varðandi sjálfstæðisvið-
urkenningu á þessum fundi. Til tals
kom að Jón Baldvin færi til Júgóslav-
íu á næstunni í boði Króata til að
kynna sér stöðu mála þar. Boð þetta
er nú til athugunar í utanríkisráðu-
neytinu.
Á undanfórnum vikum hafa þeir
Jón Baldvin og dr. Zvonimir ræðst
við símleiðis og fundað í New York.
Segist Zvonimir vera Jóni Baldvini
mjög þakklátur fyrir þann stuðning
og þá samúð sem hann hafi látið í
ljós í sambandi við sjálfstæðisbaráttu
þjóðar sinnar.
Að sögn Jóns Baldvins er í grund-
vallaratriðum ekkert sem hindrar
það að ísland eða önnur ríki viður-
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Kári Arnór Kárason frá Húsavík
var kjörinn formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands en þingi samtak-
anna lauk á Illugastöðum í Fnjóska-
dal á laugardag. Þóra Hjaltadóttir,
sem gegnt hefur formennsku um 10
ára skeið, gaf ekki kost á sér til end-
urkjörs.
kenni sjálfstæði Króatíu og Slóveníu.
Virða beri sjálfsákvörðunarrétt
þjóða. Að undangenginni þjóðarat-
kvæöagreiðslu síðastliðið vor hafi
þessar þjóðir ákveðið að lýsa yfir
sjálfstæði. Ljóst sé því að Júgóslavía
sé liðiö undir lok sem ríkjasamband
og fráleitt að hægt verði að halda því
saman með hernaðarvaldi.
Jón Baldvin segir þó ekki sjálfgeflð
aö á þessari stundu sé viðurkenning
á sjálfstæði Króatíu vænlegasta leið-
in til að binda enda á það blóðbað sem
þar hefur átt sér stað. Þannig sé það
ekki tryggt þótt Ísland stígi þetta
skref að önnur ríki geri slíkt hið
sama. Hann segir það sína skoðun
að eölilegast sé að grannríkin, til
dæmis Austurríki, taki fyrstu skrefin
í þessa átt. Fyrst veröi þó að leyfa
Evrópubandalaginu að reyna til
þrautar friðarfrumkvæði sitt.
„Við viljum ekki gera neitt sem
spillir fyrir friðsamlegri pólitískri
lausn með ótímabæru frumkvæöi,"
sagöi Jón Baldvin eftir fund sinn með
dr. Zvonimir.
-kaa
Kjaramál settu svip sinn á þingið
og bar umræða um þau þess merki
að gerð nýrra kjarasamninga stend-
ur fyrir dyrum. Mikil óánægja er
innan raða fiskvinnslufólks á Norð-
urlandi sem hefur stofnað sín eigin
samtök. Samtökin hyggjast leggja
fram kröfugerð í komandi samning-
um.
Slökkviliðið í Reykjavik var kall-
að út að Grundarstíg um kvöld-
matarleytið á taugardag þar sem
eldur togaði i plaströrum i kjali-
ara gamta Verslunarskólans.
Ágætlega gekk að slökkva eid-
inn þrátt fyrir að reykurinn væri
mjög míkiti. Ekki tiggur -fyrir
hverjar skemmdirnar eru og
eldsupptök eru ókunn. RLR hefur
málið til meðferðar. DV-mynd S
Biskupstungnabraut:
Fimmslösuð-
ustibílveltu
- bílstjórinn dottaöi
Bílvelta varð á Biskupstungna-
braut við Ingólfsfjall aðfaranótt
sunnudags. Bílstjórinn og íjórir
farþegar voru aUir fluttir á
sjúkrahúsið á Selfossi en þrír
fengu fljótlega að fara heim.
Orsakir slyssins eru taldar vera
þær aö ökumaðurinn sofnaöi
undir stýri meö fyrrgreindum
afleiðingum. Bíllinn er talinn
gjörónýtur.
-GRS
Hrossið drapst
samstundis
Gylfi Krisjánsson, DV, Aknreyri:
Bifreið var ekið á hross á móts
við Brunnhól í Glæsibæjar-
hreppi, skammt norðan Akur-
eyrar, aðfaranótt laugardags.
Hrossið drapst samstundis við
áreksturinn. Bifreiöin skemmd-
ist það mikið að flytja varð hana
i burtu með kranabífreið. Hvorki
ökumann né fárþega hans sakaði.
Lögreglan á Akureyri:
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri:
Mjög annasamt var hjá lögregl-
unni á Akureyri um helgina, sér-
staklega aðfaranótt laugardags.
Segja menn, sem starfað hafa í lög-
reglunni þar í mörg ár, að þeir
muni ekki aðra eins annanótt.
Varðstjóri lögreglunnar sagöi að
mikil ölvun hefði verið í bænum,
bæði á skemmtistöðum og einnig i
miðbænum. Menn hafi verið illír
og erflðir viöureignar en engin al-
varleg slys uröu í þessum átökum.
Eítthvað var um að menn til-
kynntu að ráðist hefði verið á þá
en í gær átti eftir að reyna á hvort
þeim málum yrði fylgt eftir með
formlegum kærum.
Tvö minni háttar innbrot voru
framin. Maður vartekinn réttinda-
laus við akstur og í Furulundi var
bifreið ekiö á hús. Ökumaðurinn
ók síðan burt en skildi eftir sig gler-
brot og fleira úr bifreið sinni sem
talið er að muni leiða til þess að
ökutækið fmnist.
Fiskvinnslufólk á Norðurlandi:
Leggur fram sér kröf u-
gerð í næstu samningum
í dag mælir Dagfari
íslenskir heildsalar hafa hafiö
nýja sjálfstæöisbráttu. Þeir ætla að
bjarga landinu undan oki nýrra
Noregskonunga sem hér eru að
sölsa undir sig völdin og vinnuna
í krafti Gamla sáttmála. Heildsal-
arnir vilja kaupa Ríkisskip.
Nú spyr einhver hvernig heild-
salar geti bjargaö sjálfstæði íslands
með því að kaupa skipafélag af rík-
inu? Hvað kemur það sjálfstæðinu
við hvort Ríkisskip er rekið af rík-
inu eða heildsölum? Jú, skýringin
er sú, að ríkið vill selja og Eimskip
vill kaupa. Og það er ekki ríkiö sem
er hættulegt íslenska fullveldinu
heldur forstjórar og eigendur Eim-
skipafélagsins. Það eru þeir sem
eru að sölsa undir sig völdin. Tals-
menn stórkaupmanna fullyrða að
Eimskip hafi „slíkt tak á allri at-
vinnustarfsemi í landinu að annað
eins hafi ekki þekkst frá því aö
Noregskonungar ríktu hér á landi
í krafti Gamla sáttmála".
Þarna hafa menn það svart á
hvítu. Það er ekki Evrópubanda-
lagið og Ameríkanarnir sem eru
grafa undan sjálfstæðinu. Það eru
ekki neinir vondir útlendingar,
sem liggja í leyni og vilja eignast
landið. Það er Eimskipafélag ís-
lands, óskabarn þjóðarinnar, sem
Nýir Noregskongar
nú er að ná slíku heljartaki á þjóð-
inni og fullveldinu og atvinnulífmu
að jafnvel heilsalar hrökkva við.
Og hafa þó ekki alltaf verið í fram-
varðarsveitinni þegar sjálfstæðið
er annars vegar. Lengi voru heild-
salar uppnefndir sem afætur á
þjóðfélaginu, svindlarar og
aurapúkar, sem svifust einskis til
að græða og seldu jafnvel ömmur
sínar ef því var að skipta.
En þeir eru löngu hættir að hafa
áhuga á að græða og öðrum slíkum
veraldlegum málum. Sem er líka
eins gott, því Fjölnismenn eru
fallnir frá og Heimastjórnarflokk-
urinn er liðinn undir lok og alla-
ballar eru hættir við að hamast
gegn varnarliöinu og Nató, sem
lengi voru þó helstu óvinir íslenska
lýöveldisins. Heildsalar hafa nú
tekið við merkinu þar sem það féll
með Gamla sáttmála á sautjándu
öldinni og var ekki vonum fyrr að
baráttan væri endurvakin.
Noregskonungar eru að vísu
löngu hættir að ásælast ísland,
enda landið ekki til skiptanna þeg-
ar sjálft óskabarniö hefur snúiö sér
viö í gröfmni og ætlar að taka við
þar sem Noregskonungar skildu
við. Noregskonungar komu þó
hreint til dyranna og létu íslend-
inga skrifa undir afsalið með grát-
stafinn í kverkunum. Enginn hefur
heyrst gefa frá sér gráthljóð þótt
Eimskipafélagið hrifsaði til sín
völdin en kannske er það vegna
þess að enginn hefur tekið eftir
því. Það var í rauninni ekki fyrr
en ríkið vildi losa sig við Ríkisskip
sem heildsalarnir upplýstu um þau
hroðalegu launráð óskabarnsins að
svíkja landið.
Enginn vissi til þess fyrr en nú
að sjálfstæði íslands stæði og félli
með Ríkisskip en eftir á að hyggja
er þaö vel skiljanlegt að ríkissjóður
hafi tekið á sig milljaröa kostnað á
ári hveiju til aö viðhalda þessu
skipafyrirtæki sínu, ef fullveldið er
undir því komið. Nú ætla íslenskir
heildsalar að leggja á sig að borga
þennan milljarð upp á eigin spýtur
heldur en að leyfa Eimskip að gera
það. Máliö snýst nefnilega um þaö
að koma í veg fyrir að öll helstu
undirstöðuatvinnufyrirtæki lands-
manna eru rekin með tapi og allt
eru það máttarstólpar þjóðfélags-
ins og hornsteinar lýðveldisins og
eftir því sem Eimskip eignast fleiri
töp og fleiri vonlaus fyrirtæki
tryggja þeir sig í sessi sem menn-
irnir sem eiga landið. Það getur
enginn átt þetta land nema þeir
sem tapa mest. Þeir eru stærstir
og þeir eru áhrifamestir og þeir eru
máttarstólparnir og nýmóðins
Noregskonungar. Eimskip á ekki
að komast upp með þetta og það fer
vel á því að heildsalar rísi upp og
berjist gegn þessu ógurlega ofur-
valdi óskabarnsins. Það er búið að
gera nógu margt slæmt af sér þótt
ekki bætist það líka við að annast
skipaflutninga sem snúast um full-
veldið. Eimskip á ekki að skipta sér
af flutningum sem aörir geta séð
um. Ef heildsalamir eignast Ríkis-
skip er sjálfstæðinu borgið. Ef Eim-
skip kaupir Ríkisskip er eins gott
að flytja stjómarráðið niður í Hafn-
arstræti. Fullveldið veltur á því
hver verður nýr eigandi að Ríkis-
skip.
Dagfari