Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1991, Síða 16
16 DUNDURUTSALA - FRABÆRT VERÐ UxM Joggingetm bleikl XSSMLXL Vnð ki 1 960 Sinrwpsg 1,01^ XS-SM-LXL Fjðlubl nnnepsg XS S M-L-XL Vwð k. 2880 Ath. elnnlg Barnagallar frá 2.490. Herragallarí yfirstærðum kr. 4.490. Úrval af bolum og stuttbuxum of Iceland VERSLUN SKIPHOLTI 37 SlMAR 31515 OPIÐ VIRKA DAGA 9-18, laugardaga 10-16 Tannlæknastofa á Grænlandi til sölu Eina tannlæknastofa Grænlands i einkaeign er til sölu. Stofan, sem er i Godtháb/Nuuk, er í mjög góðu ásigkomulagi, með tækj- um sem svara til kröfu nútimans. Á stofunni eru 2 stólar og aðstaða fyrir tannsmíðar. Fyrirtækið, sem er gamalt og gróið. fellur ekki undir hið opinbera og þ.a.l. er gjaldskráin frjáls. * Viðskiptahópurinn er stór en þó langt frá fullnýttur sem gefur möguleika á auknum tekjum. Áhugasömum kaupendum er bent á að hafa samband við: Lögfræðingur/Advokat: Henrik Dichman Advokatfirma, Kierkegaard & Malby Amaliegade 4, Postboks 3004 DK 1021 Kobenhavn K Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgöUuð GRAM tæki með góðum afslætti. GÓÐIR SKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA /ponix HÁTÚNI REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 BROOK CROMPTON RAFMÓTORAR Eigum alltaf til á lager 2, 4 og 6 póla mótora 0,25-37 kw. Einnig með flangs, bremsu og tveggja hraða. VliÞuisen Suðurlandsbraut 10. S. 686499. [Of)- íjl C'.p A ? < l 'JV'J/ •> MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1991. Meiming H ver er sinnar gæfu smiður Nýtt íslenskt leikrit, Gleðispilið eftir Kjartan Ragn- arsson, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn var og leikstýrir Kjartan verkinu sjálfur. Það er byggt á sagnfræðilegum grunni, en reyndar er farið allfrjálslega með efniviðinn og bæði persónum og atvikum bætt inn eftir þörfum. Margar persónurnar eru þó sannsögulegar og at- burðarásin fylgir aö hluta til raunverulegum atburð- um. En fyrst og fremst er Gleðispilið sjálfstætt leikrit sem byggist á eigin forsendum. Leiklist Auður Eydal Þegar upp er staðið er aðeins spurt hvort sýningin í heild gangi upp og hvernig einstakir efnisþættir, per- sónusaga og atburðir falla saman innan verksins sjálfs. Leikritið er byggt upp af mörgum stuttum atriðum og skiptingar eru hraðar. Þar hjálpar útsjónarsöm hönnun leikmyndar mikið til. En efniviöurinn er margþættur og atriöin eru töluvert misvæg þannig að efnisleg framvinda er sveiflukennd þó aö alltaf sé nóg fyrir augað að sjá. Sérstaklega fannst mér þess gæta í seinni hlutanum. Kjartan Ragnarsson er ótrúlega fjölhæfur og afkasta- mikill í leikhúsinu, eins og mörg og ólík verk hans á undanförnum árum sýna best. I Gleðispilinu, sem er metnaðarfullt og vel unnið leikrit, fannst mér þó örla á því aö það hefði mátt fara yfir textann, þétta hann og hnitmiða í nokkrum atriðum sem virkuðu meira sem uppfylling og báru illa viðamikla úfærslu. Á frumsýningunni fannst mér líka vanta meiri hita í hugsjónir og ástríður verksins. Það kraumaði ekkert undir köldu og stílhreinu yfirborðinu. Meginyrkisefni verksins er lífshlaup Sigurðar Pét- urssonar leikritaskálds (1759-1827), en í baksýn eru þær stórkostlegu hræringar og þjóðfélagsbyltingar, sem áttu sér stað í Evrópu á þeim tíma sem hann var uppi. A íslandi herjuðu náttúruhamfarir svo lá við land- auðn og í verkinu er því lýst hvernig yfirvöld gátu ráöskast með fólk aö vild ef því var að skipta. Alda frelsis og jafnréttis berst um alla álfuna, en valdastétt- irnar berjast hatrammlega gegn hvers kyns breyting- um sem ógnað geta tilveru þeirra. Og byltingin étur börnin sín. Þetta er bakgrunnur’verksins og skirskotunin til samtímans er ljós. En dramað í verkinu snýst um ævi listamannsins og frelsi hans til að tjá sig. Það fjallar líka um vinátt- una og ástina, og um baráttu fyrir réttlæti. Efnisþættirnir vindast saman á ýmsa vegu, en þegar upp er staðiö gefur höfundur ekki mikla von því að í raun hafa allir tapað baráttunni. í Gleðispili er fylgst með ferh Sigurðar allt frá því að hann er léttlyndur og hugumstór stúdent í Kaup- mannahöfn þar til hann löngu seinna býr í Reykjavík, rúinn bæöi heilsu og hugsjónum. Embættisferillinn hefur klúðrast og hann flýr á náöir flöskunnar. Sigurður hefur verið nefndur faðir íslenskrar leikrit- unar. Hann skrifaði tvö leikrit á íslensku, Hrólf og Narfa, fyrir Herranótt en beinskeytt ádeilan í Narfa hitti svo vel í mark að yfirvöld bönnuöu sýningar langa hríö. Kjartan rammar verkið inn, lætur það hefjast og enda þar sem verið er að að æfa Narfa. Þá er Sigurður orðinn gamall og býr í horninu hjá vini sínum, Geir Vídalín biskupi. En umhyggja biskups er reyndar ansi þungbær og líkari hlekkjum en nokkru öðru. Vinátta þeirra Sigurðar og Geirs Vídalín, gengur eins og rauöur þráður í gegnum allt verkið, vinátta sem snýst upp í andhverfu sína áður en yfir lýkur. Ánnar veigamikill efnisþáttur er samband Sigurðar við Ragnheiöi Valdemarsdóttur sem ratað haföi í mikl- ar raunir heima á íslandi í móöuharðindunum. Hún hafði misst alla sína nánustu utan eitt stúlkubarn og lenti með þessa dóttur sína á vergangi. Barninu var síðan komið fyrir hjá dönskum hjónum sem fluttu það með sér til Danmerkur. Sigurður er í upphafi fullur eldmóðs og ætlar sér að hjálpa Ragnheiði til að fá dóttur sína aftur en baráttan viö kerfið verður honum ofviða og hann svíkur bæði hana og sjálfan sig. Kjartan er glöggur á úrlausnir leikhússins og þaul- kunnugur möguleikum þess. í verkinu er fiallað um dökka tíma í sögunni og meinleg örlög manna. Valda- stéttin fær illa útreið og hugsjónahetjumar eru ósköp breyskar og örlög þeirra fyrirséð. En það er enginn drungi yfir sýningunni sem er mikið leikhús og fiör- ugt sjónarspil. Áður var minnst á leikmynd Grétars Reynissonar sem oft gleður augað með hreinum formum en styður fyrst og fremst framvindu verksins. Vegna fiölda at- riöa og tíðra skiptinga þarf á augabragði að vera hægt að skipta um umhverfi og lausnir Grétars bera form- skyni listamannsins vitni um leið og þær eru gerðar af hugkvæmni og með það fyrir augum að trufla sem minnst framgang verksins. Búningar eru verk Stefaníu Adolfsdóttur sem hefur unnið vandað og gott verk. Hönnunin byggist á sögu- legum fyrirmyndum og hefur tekist mjög vel. Litaval byggist á því að höföingjar eru í svörtum og rauðum litum en lágstéttir í gráum. Þegar svo bætist við mark- viss og „sterk“ beiting ljósa (Páll Ragnarsson) verður útkoman oft mögnuð. Leikendur skila mjög jöfnum og góðum leik. Óvenju- lega skemmtilegri og vandaðri túlkun er skilaö í hverju aukahlutverkinu á fætur öðru og mikil rækt lögð við þessa fínvinnslu í „litlu“ hlutverkunum. Þau verða líka mörg hver harla stór fyrir vikiö. Þórarinn Eyfiörð hefur jákvæða útgeislun og er þétt- ur fyrir og ákveðinn sem Rasmus Kristján Rask. Erl- ingur Gíslason þarf ekki mikið aö segja til að sýna þá stefnu sem líf framfarasinnans, Skúla fógeta, tók. Borðhaldiö var alveg ljómandi atriði þó aö Helgi Skúla- son fyndi sig ekki almennilega í hálfvandræðalegu hlutverki Jóns Eiríkssonar. Sama má reyndar segja um Arnar Jónsson sem fann ekki réttan samhljóm viö hin í hlutverki Ólafs Steph- ensen. Ragnheiður Steindórsdóttir var sýnu nær því í hlutverki Sigríöar konu biskups. Pálmi Gestsson náði ágætum tökum í hlutverki Torkelsens, sem þjónar höfðingjunum af sannri innlif- un en vaknar svo upp og þarf eins og aðrir að takast á við vonbrigði lífsins. Túlkun Pálma var sterkt inn- legg í heildarmyndina og hlutverkið mjög vel unnið. Sigurð Skúlason hef.ég sjaldan séð leika betur en í hlutverki þrjótsins, Hollenstæns. Mér fannst að vísu óþarfa áhersla á þjösnaskap og ofbeldi þessa brott- hlaupna íslendings sem þóttist vera hollenskur þegar hann sneri aftur heim eftir skuggalegan feril í útlönd- um. En Hollenstæn varð engu að síður lifandi og ljós og sjálfum sér samkvæmur í meðförum Sigurðar. Örn Árnason vel í hlutverki Geirs Vídalíns, sérstak- lega í fyrsta hluta verksins. En hann átti erfiðara upp- dráttar í síðari hlutanum þegar persónan þróast að mestu leyti utan sviðs og náði ekki þeim valdsmanns- lega þunga sem þurfti til að gera biskupinn sannfær- andi. En í fyrsta hlutanum var Örn sem sagt í essinu sínu sem skólasveinninn Geir. Það má reyndar segja bæði um hlutverk biskups og Ragnheiðar aö það liggur við að höfundur (og leik- stjóri) fari offari í því að kæla þessar persónur niður, þannig að það vantar stórlega inn í tilfinningaskalann hjá þeim. Þetta byggist að nokkru leyti á því hvernig hlutverkin eru skrifuð, en þó fremur á leikstjórninni. Mér fannst veigamikill þverbrestur í einum megin- þætti verksins þar sem var samband þeirra Siguröar og Ragnheiðar. Uppgjöf hans, blekkingar og svik skipta minna máli af því að Ragnheiður er svo ótrúlega yfir- veguð og róleg yfir þessu öllu saman. Aðeins einu sinni fær örvænting hennar útrás, en síöan kemur hún böndum á tilfinningamar og verður aftur stillileg og prúö þrátt fyrir brostnar vonir og hina sárustu niður- lægingu. í hlutverki Ragnheiðar er Ólafia Hrönn Jónsdóttir og leikur afburöavel á þeim forsendum sem settar eru upp. Návist hennar á sviðinu er sterk og hver hreyfing og svipbrigði þaulunnið. Ólafia á ekki langan leikferil að baki enda ung að árum en engu að síður má binda við hana bjartar vonir því að svona leikur sést ekki nema hjá þroskuðum listamönnum. Sigurður Sigurjónsson leikur nafna sinn Pétursson og þarf ekki að fiölyrða um það að hann leikur hlut- verkið af sjaldgæfri innlifun og þrótti. Samleikur þeirra Arnar Árnasonar og hans í fyrri hluta verksins var einkar skemmtilegur og lýsti vel sambandi þeirra félaga. Sigurður heldur sínu striki og vex fremur en hitt eftir því sem á verkið líður. Það er alveg sama hvar gripið er niður og skoðuð túlkun hans sem spann- ar megnið af einni mannsævi, hann leikur léttilega allan skalann. Einstök frammistaða. Atburðarásin og persónusköpunin veltir upp spurn- ingum um það að hve miklu leyti menn ráði sinni eig- in auðnu (eða annarra) og Kjartan gefur engin endan- leg svör um það. Og víst er um það að ekki tókst Sig- urði Péturssyni að framkalla neinar stökkbreytingar á viðhorfum manna. Hans örlög urðu þau að tala fyrir daufum eyrum á sinni tíð en seint og um síöir náðu þó orð hans til okkar því að verk hans lifa. Þjóðleikhúsið sýnir á stóra svióinu: GLEÐISPiLIÐ - eóa FAÐIR VORRAR DRAMATÍSKU LISTAR Höfundur og leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Stefania Adolfsdóttir Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Páll Ragnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.