Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Síða 3
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991 33 Hlaupagarpar Allir hlaupararnir viröast í fljótu bragði vera alveg eins. Einn þeirra er þó örlítiö frábrugðinn! Hvaöa hlaupari er þaö? Sendið svariö til: Barna-DV. Elsku amma! Viö vonum að þetta veröi birt. Viö erum hérna tvær systur og eigum við mikið vandamál aö stríöa. Þannig er aö mamma og pabbi skildu fyrir hálfu ári og mamma fékk sér nýjan mann. Eitt kvöldiö þegar mamma var aö vinna fram eftir bankaði hann á herbergið okkar (viö erum með sama herbergiö syst- urnar), gekk inn sallarólegur og lokaði hurðinni. Hann sett- ist á rúmiö hjá annarri okkar og síöan byrjaöi hann að káfa á henni. Hin ætlaði að reyna aö hlaupa út, en þá hafði hann læst. Þaö angaði vínlykt af honum, en okkur tókst aö koma honum út úr herberginu og læstum aö okkur. Hann hótaði öllu illu ef viö segðum frá. Síðan alltaf þegar mamma vinnur fram eftir reynir hann aö komast inn til okkar en viö höfum alltaf læst. Síðan mamma byrjaöi meö þessum karli er hún alltaf full um helgar. Elsku amma, hvaö getum viö gert? Ekki segja aö viö eigum að tala við mömmu, því þaö gengur ekki. Viltu vera svo góö að hjálpa okkur? Viö þökkum fyrir gott blaö. R og J Kæru systur! Auðvitaö tel ég best aö þiö talið um þetta við mömmu ykkar. Þið eigið að gera það, því þaö er líklegt aö mamma ykkar hafi ekki hugmynd um hátterni mannsins í ykkar garö. Þiö skuluð líka segja manninum aö þiö ætlið ekki aö þegja yfir þessu. Þiö skuluð líka segja honum að hann ætti að vita hvaöa refsingu hann á í vændum hætti hann ekki að leita á ykkur. Einnig vil ég benda ykkur á að snúa ykkur til þeirra í Rauðakrosshúsinu. Það er við Tjarnargötu 35 og síminn þar er 622260. Þar vinnur sérþjálfaö fólk sem hjálpar og aðstoðar unglinga í svipaðri aöstöðu og þið eruð. Ekki hika heldur hringið strax áður en eitthvað hörmulegt kemur fyrir. Bestu kveðjur með von um skjóta hjálp. Ykkar amma Brotnu rúðumar Bjössi þarf að setja nokkrar nýjar rúður í þetta háhýsi! Hvað þarf Bjössi margar nýjar rúður? Sendið svarið til: Barna-DV. Áslaug María Rafnsdóttir, Selbraut 18 á Seltjarnar- nesi, teiknaði þessa telpumynd! Hvað heitir telpan? Sendið svarið til: Barna-DV. Safnarar Ég safna myndum og plakötum með Scorpions, New Kids on the Block, Brian Adams og Madonnu. Einnig safna ég bréfsefnum. í staðinn get ég látið límmiða, glansmyndir og spil. Hermina K. Lárusdóttir, Stekkjarholti 13, 355 Ólafsvík. Reikningsþraut Ég safna barmmerkjum, límmiðum og merktum penn- um. Get látið eitthvað í staðinn sem okkur semur um. Þráinn Ó. Jónsson, Kambahrauni 33, 810 Hveragerði. Hvaða tölur þarf að setja inn í reikn- ingsdæmið til að allar útkomur verði réttar? Sendið lausnina til: Barna-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.