Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 30: QKTÓBER 1991. Tíska 27 Sýningarhópurinn hennar Rósmarý í sportfatnaði í stærðum 46, 48, 50 og 52. Stórar stelpur - sætar stelpur Tískan og tískusýningar taka ætíð mið af konum sem eru yfir 1,80 cm á hæð og rétt rúm fimmtíu kíló. Hæstlaunaðu fyrirsætur heimsins eru eru hinar mestu þvengjalengjur en eru líka sárafáar. Konur eru mis- jafnar að hæð og breidd og sama er að segja um karla. Sumar konur eru breiðari en meðalkonan sem allt snýst um og þær breiðu þurfa ekki síður að klæðast vel. „Ég veit það af eigin raun hve erf- itt var að fá fatnað í yflrstærðum hér á landi og því stofnaði ég verslun- ina,“ segir Rósmarý Bergmann, eig- andi verslunarinnar Stórar stelpur. Sjálf notar hún stórt númer og finnur því hvar skórir.n kreppir í fatavali Sýningarhópurinn á leið í samkvæmi i stærðum 46, 48, 50 og 52. Sparikjóll i stærð 48. Hjólabuxur og skyrta i stærð 48. þeirra breiðu. „Hér áður fyrr þurftu feitlagnar konur fá allt saumað eða versla í útlöndum til að fá föt við hæfi. Feitlagnar konur eru útivinn- andi og heimavinnandi, fara á mannamót og árshátíðir eins og aðr- ar. Þess vegna setti ég búðina á lagg- irnar og versla eingöngu með tísku- fatnað fyrir konur sem þurfa stærð 46 og yfir.“ Rósmarý er með eigin sýningarhóp sem hún hefur þjálfað upp með að- stoð fagfólks í tískugeiranum. „Þegar ég leitaði á sínum tíma til sýningar- samtaka til að fá aðstoð við tískusýn- ingar kom í ljós að þau höfðu aðeins á sínum snærum konur í venjulegum stærðum. Því kom ég upp sýningar- hóp sem sýnir föt fyrir konur sem nota stærð 46 og upp í 60,“ segir Rós- marý. Rósmarý selur fatnað fyrir stórar stelpur sem henta við öll tækifæri, sportfatnað, hversdagsfatnað og samkvæmisfatnað. Vandamálið viö hönnun fata í stórum númerum að sniðin þurfa að klæða af á réttum stöðum og draga fram á réttum stöð- um. „Margar konur í stórum númer- um hafa til dæmis góða fótleggi. Því er nauðsynlegt að draga þá fram en með glæsileik en draga úr öðru. í hönnun stórra númera er nauðsyn- legt að nota önnur snið á buxum. Hliöarsaumar virka fitandi þegar saumar að framan virka grennandi." Fötin flytur Rósmarý inn frá Dan- mörku, Sviss, Þýskalandi og Hol- landi. Hún selur einnig fatnað hann- aðan ai Gerði Pálmadóttur sem kennd var við Flóna. Viðskiptavinir hennar eru konur á öllum aldri, öll- um stéttum og stæröum. Margar feitlagnar konur eru ákaf- lega óframfærnar og liða oft á tíðum fyrir vaxtarlag sitt. Rósmarý býðuc þeim einkatíma í versluninni eftir lokun og geta þær í einrúmi fundið fatnað við hæfi. „Fyrir sumar er þetta mikið vandamál sem þeim finnst nánast óyfirstíganlegt. En ég hef þá skoðun að fólk eigi að sætta sig við það hvernig það er og njóta lífsins óháð ytra útliti. Suniar eru í megrun eða fara í megrun seinna meir en það er samt engin ástæða að láta sér líða illa á meðan og hugsa ekki um fatavalið." AFI/AMMA Allt fyrir minna barnabarnið ÞUMALÍNA Full búð af nýjum vörum Blússur frá kr. 3.900,- Kjólar frá kr. 7.900,- Chiki cllfeer TOFRAR Fennoy: írskir vaxbornir frakkar og jakkar írsku ullarpeysurnar ® FERMOY WTíf y|| WM H m j Tom Tailor - herrafatnaður Lee Cooper - gallafatnaður. Töfrar - Borgarkringlunni - s. 685911 %-'v G*sV a&e'"s iP'') t rniim f ítiniti Laugavegi 17 - sími 23560 Leðurlínan Tuttugu prósent afsláttur í fimm daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.