Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Blaðsíða 1
Fimm listakonur sýna í Stúdíó Höfða Fimm listakonur, þær Anna María Harðardóttir, María Más- dóttir, Ragna Eyjólí'sdóttir, Ragn- heiður Helga Jónsdóttir og Soffía Sigurðardóttir, efna til samsýning- ar í Stúdíó Höfða í tilefni opnunar á vinnustofu þeirra að Borgartúni 19. Sýningin verður opnuð á morg- un, laugardaginn 2. nóvember, og á henni er að finna verk unnin með olíu, akrýl, pastel og vatnslitum og verk unnin í gler. Anna María Harðardóttir sýnir olíu og akrýlmálverk á striga. Þetta er fyrsta sýning Önnu Maríu, en hún er nýkomin tii landsins eftir MA nám og starfar sem art therap- isti á Barnadeild Landspítalans. María Másdóttir sýnir myndir unnar með olíu og pastel á pappír. Hún hefur haldið eina einkasýn- ingu og er þetta fimmta samsýning- in sem hún tekur þátt í. Anna Mar- ía hefur BFA gráðu frá Illinois í Bandaríkjunum. Ragna Eyjólfsdóttir sýnir akrýl- myndir á striga. Hún hefur haldið eina einkasýningu og þetta er fjórða samsýning hennar, en Ragna hefur BFA gráðu frá Illinois, Bandaríkjunum. Ragnheiður Helga Jónsdóttir sýnir akrýl- og vatnslitamyndir á pappír og striga. Þetta er fyrsta sýning Ragnheiðar en undanfarin ár hefur hún starfað við listskreyt- ingar. Soffía Sigurðardóttir sýnir akrýl- myndir á striga og glermuni. Þetta er önnur samsýning Soffíu en hún stundaði nám í Illinois og Minne- sota, Bandaríkjunum. Sýningin, sem er opin frá klukk- an 14-19, stendur til 10. nóvember. Listakonurnar fimm, Anna María, Maria, Ragna, Ragnheiður Helga og Soffía, opna á morgun, laugardag, sýningu í Stúdió Höfða í tilefni opnun- ar vinnustofu þeirra að Borgartúni 19. DV-mynd Hanna Laugardalshöllin: Vináttuhátíð '91 Aðstandendur verkefnisins Vin- átta ’91 efna til vináttuhátíðar í Laug- ardalshöll á morgun, laugardaginn 2. nóvember, klukkan 15-19. Hugmyndin er að halda skemmtun fyrir alla aldurshópa og er dagskráin skipulögð með tilliti til þess. Þeir skemmtikraftar sem koma fram eru Bubbi Morthens, Júpiters, Kuran Swing, Ole Kristiansen Band frá Grænlandi, Sororicide, Fjörkarlar, Strandamannakórinn, Neistar, Götuleikhúsið Auðhumla, dansarar frá Kramhúsinu, Lúðrasveit verka- lýðsins, Jón Rúnar Arason og fleiri. Kynnir á hátíðinni verður Edda Björgvinsdóttir. Dagskráin hefst á því að Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík og Flugbjörg- unarsveitin í Reykjavík sýna tæki sín og búnað fyrir utan Laugardals- höllina og þyrla Landhelgisgæslunn- ar kemur á staðinn og sýnt verður sig úr þyrlunni. Þá munu Lögreglan í Reykjavík og Bifhjólasamtök lýð- veldisins, Sniglarnir, verða á staðn- um. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Byrjað var að vinna að verkefninu Vinátta ’91 síðastliðið haust að frum- kvæði íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Unglingadeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur. Til- gangurinn er að auka tengsl, sam- skipti og samvinnu félaga, samtaka, stofnana og einstakhnga með sam- eiginlegum verkefnum og uppákom- um og að koma af stað umræðum um vináttu og aðra jákvæða hluti í samskiptum manna í stað þess að dvelja stöðugt við skuggahliðar eins og ofheldi eða vímuefnanotkun. Verkefnið hefur verið kynnt skól- um, dagvistarstofnunum, félagsmið- stöðvum og öðrum sem gætu nýtt það til forvarna og félögum og samtökum í einstökum bæjarhverfum og byggð- arlögum. Undirtektir hafa alls staðar verið góöar og ahmargir aðilar eru þegar farnir að vinna að verkefninu. Verndari Vináttu ’91 er forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir. Á Kjarvalsstöðum verða þrjár sýningar opnaðar á morgun, laugardag. Ein þeirra er með verkum Gunnars Arnar myndlistarmanns, önnur með Ijóðum Jóns úr Vör og sú þriðja með verkum eftir ívar Valgarðsson myndhöggvara. Á myndinni er Gunnar Örn með eitt verka sinna. DV-mynd Brynjar Gauti Það verða þrjár sýningar opnaðar á Kjarvalsstöðum á morgun, laugar- dag. í austurforsal verður opnuð klukk- an 17 sýning á ljóöum eftir Jón úr Vör sem er einn af brautryðjendum íslenskrar nútímaljóðlistar og á að baki langan og virkan skáldskapar- feril. Hann mótaði sér snemma sér- stæöan, persónulegan ljóðstíl, hljóð- látan, hógværan og áhrifaríkan í senn. Ljóðabók hans, Þorpið, sem út kom 1946, er tímamótaverk í ís- lenskri Ijóðagerð og fyrsta íslenska ljóðahókin sem geymir eingöngu óbundin Ijóð. Ljóðabækur Jóns úr Vör eru orðnar 12 að tölu. Ljóðasýningar Kjarvalsstaða, sem Kjarvalsstaðir: unnar eru í samvinnu við Ríkisút- varpið - rás 1, eru ný leið til að vekja athygli almennings á stöðu ljóðsins í dag, ennfremur sem hér skapast nýir möguleikar fyrir skáldin í rými sem í gegnum tíðina hefur verið helg- að myndlistinni. í austursal opnar Gunnar Örn sýn- ingu. Gunnar Öm er fæddur 1946 og hann er sjálfmenntaður myndlistar- maður. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann 1970 í Unuhúsi. Síöan þá hefur hann haldið 23 einkasýningar, þar af tvær í Kaupmannahöfn og tvær í New York. Hann hefur tekið þátt í samsýningum víða um heim. Gunnar Örn var fulltrúi íslands á Feneyja-tvíæringnum 1988. Verk eft- ir hann eru í eigu ýmissa safna, með- al annars Listasafns íslands, Gugg- enheim safnsins í New York, Saubu- safnsins í Tokyo og Moderna Museet í Stokkhólmi Þá verður klukkan 16 opnuð sýning á nýjum verkum eftir ívar Valgarðs- son myndhöggvara. Að þessu sinni býður listamaðurinn upp á installati- on-sýningu - sem sett er saman úr byggingarefni: hvítri málningu, málningardósum, heflaðri furu, krossvið, hnoðkítti, gangstéttarhell- um og einangrunarplasti. Þessu efni er á engan hátt umbreytt heldur er því raðað upp samkvæmt ákvörðun listamannsins. MS-félag íslands: Kórahátíð í Háskólabíói Kórahátíð MS-félags íslands verður haldin á morgun, laugardag, i Há- skólabíói klukkan 15 og er til styrktar húsbyggingarsjóði MS-félagsins. MS-félag íslands stendur fyrir mikilli kórahátíð í Háskólabíói á morgun, laugardaginn 2. nóvemb- er, klukkan 15.00. MS-félagið heldur þessa hátíð til að safna í húsbyggingarsjóð en fé- lagið fékk nýlega úthlutað lóð. í félaginu eru milli 500 og 600 manns en um 200 manns eru með sjúk- dóminn MS. Þáð verða sex kórar sem koma fram, tveir skólakórar, tveir karla- kórar og tveir blandaðir kórar. Skólakór Kársness kemur fram undir stjórn Þórunnar Björnsdótt- ur, Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar, Dómkórinn sem Marteinn H. Friðriksson stjómar, Kór Langholtskirkju und- ir stjórn Jóns Stefánssonar, Karla- kórinn Fóstbræður sem Ámi Harð- arson stjómar og Karlakór Reykja- víkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Kynnir á hátíðinni verður Baldvin Halldórsson. Miðar em seldir í Hljóðfæra- verslun Poul Bernburg, Tónastöð- inni, Óðinsgötu 7, og í Háskólabíói og kostar aðgöngumiðinn 2000 krónur. Allur ágóðinn rennur í húsbyggingarsjóð MS-félags ís- lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.