Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Qupperneq 5
20 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. 21 Messur Allrahcilagramessa Arbæjarkirkja: Gllðsþjónusta _kl 11. Bamastarf á sama tima. Kirkjubíllinn fer uin Arbæinn fyrir og eftir gurtsþjon- ustuna. Miöyikudagur: Fyrirbænaguðs- þjónusta i Árbæjarkirkju kl. 16.30. Sr. Guðntundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjubíllinn ekur. Kafflsala safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fimmtudagur: Bibliulestur í safnaðar- heimilinu kl. 20.30 og kvöldbænir í kirkj- unni að honum loknunt. Breiðlioltskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Organ- isti Þorvaldur Björnsson. Að messu lok- inni verður kafTisala og hlutaveíta Kven- félag Breiðholts til fjáröflunar fyrir eld- hús safnaðarheimilisins. Bænaguðs- þjónsta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Arna. Gunnar og Pálmi. Guðsþjónusta kl. 14. Allraheilagramessa. Látirma minnst. Einsöngur Reynir Guðsteinsson. Organ- isti Guðni Þ. Guömundsson. Pálmi Matt- lúasson. Basar kvenfélagsins efth- guðs- þjónustuna. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimihnu við Bjarnhólastig kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Prestsvígsla kl. 10.30. Bisk- up íslands. herra Ólafur Skulason. vígir cand. theol. Jón Hagbarð Knútsson til Raufarhafnarprestakalls í Þingeyjarpróf- astsdæmi. \'igsluvottar sr. Arngrimur Jónsson. sem lýsir vigslu. dr. Sigurbjörn Eínarsson prófessor. sr. Ragnheiður Erla Bjamadóttir og sr. Hjalti Guðmundsson. Altarisþjónustu annast sr. Hjalti Guð- mundsson dómkirkjuprestur. Kl. 11. Bamastarf i safnaðarheimilinu. Bára EI- íasdóttir. Siðdegismessa kl. 17. AOraheil- agramessa. Tónlag dagsins sungiö. Sr. Hjalti Guðmundsson. Miðvikudagur kl. 12.05: Hádegisbænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Mið- rikudagur kl. 13.30-16.30: Samvera aldr- aðra í safnaðarheimihnu. Tekiö í spil. Kaifiborð. söngur. spjall og helgistund. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 14. Kaffi eftir messuna. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Prestur Sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. F\Tirbænir í Fella- og Hólakirkju mánudag kl! 18. Prestarnir. Frikirkjan í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Nem endur úr Tónskóla Hafnarfjarðar flrija tónhst. Kaffisala kvenfélagsins verður í Góðtemplarahúsinu frá kl. 15. Einar Evj- ólfsson. Grafarvogssókn: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Félagsmiöstöðinni Fjörgyn. Umsjón: Valgerður, Katrin og Hans Þormar. Skólabílhnn leggur af stað frá Hamra- hverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Kl. 14. Allraheilagramessa. Sigrún Gisla- dóttir hjúkrunarfræðingur, sem starfar að málefnum aldraðra á vegum Reykja- víkurprófastsdæma, predikar. Safnaöar- félagiö býður eldri borgurum upp á kaffi og veitingar eftir messu. Vigfús Þór Ámason. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. 6 ára börn og eldri og foreldrar þeirra uppi. Yngri bömin niðri. Messa kl. 14. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arin- bjamarson. Fyrirbænir eftir messu og molasopi. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrir- bænir, altarisganga og léttur hádegis- verður. Þriðjudagur kl. 14.00: Biblíulest- ur og kirkjukaffi. Allir velkomnir. Prest- arnir. Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Börn úr Ytri- og Innri-Njarðvíkur- kirkju koma í heimsókn. Messa kl. 14. Altarisganga. Minnst látinna. Organisti Siguróli Geirsson. Kór kirkjunnar syng- ur. Sóknarnefnd. Hallgrimskirkja: Fræðslusamvera kl. 10. Messa og bamasamkoma kl. 11. Sr. Öm Bárður Jónsson predikar. Inga Rós Ing- ólfsdóttir leikur á selló. Minningar- og þakkarguðsþjónusta kl. 17. Inga Rós Ing- ólfsdóttir leikur á selló. Sr. Karl Sigur- bjömsson, sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Þriöjudagur: Fjrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíhinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðamar fyrir barnaguðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Amgrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallasókn: Messusalur Hjallasóknar Digranesskóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kristján Einar Þorvarðarson. Hraungerðiskirkja: Barnaguðsþjónusta fyrir skólaböm í Þingborgarskóla nk. mánudag kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Frið- fnmsson. Innri-Njarðvikurkirkja: Börn Úr sunnu- dagaskólanum em boðin í heimsókn til Grindavikur. Farið af stað með rútu kl. 10.30. Mætið stundvíslega. Kársnesprestakall: Fjölskylduguðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Léttir söngvar. Litli kór Kársnesskóla syngur ásamt kirkjukómum og börnum úr bamastarfi. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Keflavíkurkirkja: Allraheilagramessa - kirkjudagur aldraðra. Kl. 11.00. Sunnu- dagaskólinn. Munið skólabílinn. Kl. 14.00 Messa. Litanía Bjama Þorsteinssonar sungin. Hlíf Káradóttir syngur einsöng. Ella Magg sýnir í Gallerí List: Hvað verður um villidýrið? Elín Magtuísdótfir. eða Ella Magg. heldur nú sýningu í Gallerí List og lýkur sýningunni næstkomandi sunnudag. 3. nóvember. Ella Magg nam myndlist í tvo vetur við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík. forskólaárið. og einn vet- ur i nýlistadeildinni. en í millitíðinni fór hún til Enschede í Hollandi í lista- akademíuna AKI. Eftir það stundaöi Ella gjörninga um nokkurt skeið og vann með götuleikhúsinu Svörtu og sykurlausu. Árið 1984 fór hún aftur til Hollands í Gerrit Rietveldt Aka- demiuna í Amsterdam og lagði þar stund á leikbiiningagerð og sviðsetn- ingu. Þaðan útskrifaðist hún vorið 1987 með Diploma sem málari. Ella Magg hefur verið búsett hér á landi síðan og stundað myndlist. Aðal inntak þessarar 6. einkasýning- ar hennar er spurningin hvað verður um villidýrið sem í okkur býr, slepp- um við þvi lausu í Ástarleikjum? Er konan, Famme Fatal, forboöin ávöxt- ur eða þaö eftirsóknarverðasta af öllu? Ella hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. Efnisnotkun á sýningunni er blönd- uö tækni, olía á striga, akríl á striga og pappír og vatnslitir á pappír. Háskólabíó: Grænlenskt rokk íslenskir tónleikagestir fá tækifæri til að hlusta á eina fremstu rokk- hljómsveit Grænlands, Ole Krist- iansen Band, í Háskólabíói á morg- un, laugardaginn 2. nóvember, klukkan 21 og á Akureyri sunnudag- inn 3. nóvember. Ole Kristiansen er 26 ára, fæddur í Aasiaat á Norður-Grænlandi. Tón- list hefur átt hug hans allan frá barn- æsku og hann hefur tileinkað sér nýjustu tækni í hljóðritun og annast sjálfur eigin upptökur. Fyrsti geisla- diskur hans kom út árið 1989 og ber nafniö Isimiit Iikkamut (Frá auga til veggs). Bæði tónlist og textar Ole Kristiansen höfða mjög til Græn- lendinga enda hefur diskurinn selst í 8000 eintökum á Grænlandi sem 50.000 manns byggja. Tónlistarmynd- bandið Zoo Inuilla (Dýragarður fyrir fólk) hefur einnig átt sinn þátt í vin- sældum Ole. Það hefur verið sýnt um gjörvöll Bandaríkin í sjónvarpsstöð- um, í Kanada og á Norðurlöndunum, Spáni, Þýskalandi og Ástralíu. Hljómsveitin tók þátt í Hróaskeldu- hátíöinni í fyrra. Nýlega komst nýr diskur Ole í efsta sæti á grænlenska Grænlenski rokkarinn Ole Kristiansen heldur tonleika í Háskólabíói á morg- vinsældalistanum og á tveimur mán- un, laugardaginn 2. nóvember, og þá fá íslendingar að kynnast græn- uðum seldist geisladiskurinn í 6000 lensku rokki eins og það gerist best. eintökum. Dósla sýnir á Blönduósi Magnús Ólafsson, DV, Blönduósi: Hjördís Bergsdóttir, Dósla, er nú með málverkasýningu í Héraðsbóka- safni A-Húnavatnssýslu á Blönduósi. Á sýningunni eru 14 verk og eru þau öll til sölu. Þetta er íjórða einkasýn- ing Dóslu en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Dósla er kennari á Blönduósi og hefur búið þar á þriöja ár. „Mér finnst mjög gott að vinna hér að mín- um verkum og segja má að ég hafi byrjað fyrir alvöru að mála eftir að ég kom hingað,“ sagði hún í samtali við DV. „Það skerpir vitundina að koma í alveg nýtt umhverfi þar sem maður þekkir engan. Hér hef ég gott næði og get verið ein með sjálfri mér. Það er það sem ég þarf til að geta málað." Verk Dóslu eru fígúratíf. í verkun- um er mikið fjallað um fólk og hún spáir mikið í mannleg samskipti. Til dæmis heitir ein myndin Tveggja manna eintal en þar er hún að velta fyrir sér hvernig fólk talar saman, án þess þó að tala saman. Meðal þess sem verður gert á skátadeginum i Reykjavik á morgun er að grilla og verður vegleg grillveisla haldin i Hljómskálagarðinum. Skátar dansa í miðbænum Sú hefð hefur skapast undanfarin. ár að skátar í Reykjavík koma saman og skemmta sér ærlega eina dag- stund á haustin. Hefur þessi dagur verið nefndur skátadagurinn í Reykjavík. Að þessu sinni verður dagurinn haldinn á morgun, laugardaginn 2. nóvember, og hefst hann með setn- ingu á Lækjartorgi klukkan 11.30. Klukkan 12 hefst póstaleikur sem er fólginn í því að skátaflokkarriir glíma við fjölbreytt verkefni sem dreift verður um miðborgina. Skyndihjálp, tjöldun, trönubyggingar, athyglis- leikur og dans er meðal þess sem skátarnir munu fást við í póstaleikn- um. Grillveisla í Hljómskálagarðinum hefst klukkan 15 og þar munu skátar vafalaust taka hraustlega til matar síns eftir lýjandi póstleikinn. Klukkan 16 munu skátar svo fjöl- menna í Laugardalshöllina til að taka þátt í hápunkti átaks um vináttu ’91 en þar mun fara fram fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Sjá nánar um hana á forsíðu þessa blaðs. Gerðuberg: Grafíkmyndir Siguröar Guðmundssonar Verkið „Mynd“, skúlptúr eftir Sig- urð Guðmundsson, er nýuppsett á Torginu í Gerðubergi og einnig er sýning þar á grafíkmyndum eftir Sig- urð Guðmundsson. Þá er fjöldi ann- arra myndverka í eigu Reykjavíkur- borgar þar til sýningar. í Gerðubergi stendur einnig yfír sýningin Gagn og gaman og eru þar verk eftir börn og eru verkin unnin í listsmiðjunni Gagn og gaman. Edda Erlendsdóttir á EPTA-tónleikum Edda Erlendsdóttir píanóleikari heldur aðra píanótónleika vetrarins á vegum EPTA (Evrópusambands píanókennara) í Kirkjuhvoki, Garðabæ, á morgun, laugardaginn 2. nóvember, klukkan 17. Þessir tónleikar eru útgáfutónleik- ar í tilefni útgáfu geisladisks með leik Eddu, sem er að koma út. Á geisladisknum leikur Edda eingöngu píanóverk eftir C.P.E. Bach, en þetta er fyrsti diskurinn með verkum eftir þennan höfund, leikin á nútima píanó. Á fyrri hluta tónleikanna leik- ur Edda tvær sónötur og fantasíu eftir Bach, en á þeim síðari tuttugu valska op. 9a og sónötu í a-moll op. posth. 164 eftir Schubert. Edda Erlendsdóttir, sem fæddist í Reykjavík, lauk námi sínu við Tón- listarskólann í Reykjavík með ein- leikarapróf fárið 1973, en aðalkenn- ari hennar þar var Árni Kristjáns- son. Ári áður hafði hún lokið píanó- kennaraprófi. Edda hlaut styrk til náms við Tónlistarháskólann í Paris og lauk þaðan prófi 1978. Aðalkenn- ari hennar var Pierre Sancan, en auk hans hefur Edda notið leiðsagnar Marie Francoise Bucquet. Edda hef- ur haldið Ijölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum á íslandi, Frakklandi og ílestum Evrópulönd- um. Hún hefur farið tónleikaferðir til Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þá hefur Edda leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands, leikið íjölda upp- taka fyrir hljóðvarp og sjónvarp og leikiö inn á hljómplötu verk eftir Schubert, Schönberg og Alan Berg. Edda hefur verið virkur þátttakandi í kammertónlist og átti frumkvæði að kammertónleikum á Kirkjubæjar- klaustri síðastliðið sumar. Árið 1990 var Edda kosin fulltrúi fyrir Yehudi Menuhin stofnunina í París þar sem hún er búsett. Hún kennir við Tónlist- arháskólann í Lyon. Edda Erlendsdóttir píanóleikari heldur tónleika í Kirkjuhvoli, Garóabæ, á morgun, laugardag, klukkan 17. Katrín H. Ágústsdóttir í Hafnarborg: íslensk náttúra Katrín H. Ágústsdóttir opnar á morgun, laugardaginn 2. nóvember, klukkan 14 málverkasýningu í Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á sýningunni verða 40 olíumálverk og er myndefnið sótt í íslenska nátt- úru. Sýningin verður opin frá klukkan 12-18 alla daga vikunnar nema þriðjudaga fram til 17. nóvember. í Kaffistofu Hafnarborgar sýna þær Bryndís Björgvinsdóttir, ína Sóley Ragnarsdóttir og Rannveig Jónsdótt- ir. Sýningin verður opin frá klukkan 11-19 til mánaðamóta, en frá og með deginum í dag, 1. nóvember, breytist opnunartími Hafnarborgar og verð- ur þá opið í kaífistofu frá klukkan 11-18. Sýning stendur til 10. nóvem- ber. Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með kaffisölu í safnaðarheimilinu að lokinni messu sem hefst kl. 14 sunnu- daginn 3. nóvember. Allir velkomnir. Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík heldur dansleik laugardaginn 2. nóvemb- er í Domus Medica. Hljómsveitin Vanir menn leikur fyrir dansi. Húsið opnað kl. 22. Kvikmyndasýningar fyrir börn í Norræna húsinu Sunnudaginn 3. nóvember kl. 14 hefjast aftur kvikmyndasýningar fyrir börn og unglinga í fundarsal Norræna hússins. Hér er um að ræða kvikmyndir frá Norð- urlöndunum og eru þær sýndar ótextað- ar. Byrjað verður á að sýna tvær myndir frá Danmörku. Sú fyrri heitir „Guldhjert- ' et“ og er frá 1981 og seinni myndin heitir „Guld og gronne skove" og er gerð 1990. Aðgangur aö kvikmyndasýningunum er ókeypis og öllum heimill. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður nk. sunnudag kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir vel- komnir. Fyrirlestrar Fyrirlestur um grænlenska samtímatónlist Sunnudaginn 3. nóvember kl. 16 heldur Karsten Sommer fyrirlestur um græn- lenska samtímatónlist í fundarsal Nor- ræna hússins. Hann nefnir fyrirlesturinn „Om nyere musikudvikling í Gronland". KarSten Sommer er fæddur í Danmörku og hefur starfað sem fréttamaður en auk þess hefur hann fylgst náiö með þróun grænlenskrar tónlistar sl. 15 ár. Hann stofnaði ásamt fleiri plötuútgáfufyrir- tækið ULO árið 1976 og hefur verið fremstur á því sviði á Grænlandi. Sl. 5 ár hefur hann búiö og starfað í Sisimut. Sýriingar Art-Hún Stangarhyl7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, 1 sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Árbæjarsafn Opiö eftir samkomulagi. Upplýsingar í sima 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í oliu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Safnið er opið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. Fold, listmunasala Austurstræti 3, Nú stendur yfir kynning á verkum Kjart- ans Guðjónssonar. Á kynningunni eru liðlega tuttugu myndir. Einnig hanga uppi oliu-, vatnslita-, pastel- og grafík- myndir eftir þekkta íslenska listamenn. Fold er opið á laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 14-18. Látinna minnst. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. Kirkju- kaffi aldraðra eftir messu. Sr. Lárus Hall- dórsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Kl. 11. Óskastund barnanna. Söngur, sögur, fræðsla. Sr. Flóki Krist- insson og Jón Stefánsson organisti sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Jón Stefánsson. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju flytur kantötu nr. 131 eftir J.S. Bach, „Úr djúp- inu hrópa ég, Guð, til þín“. Einsöngvarar eru: Harpa Harðardóttir, Þóra Einars- dóttir, Björk Jónsdóttir, Þorgeir Andrés- son og Ragnar Davíðsson. Kammersveit Langholtskirkju leikur, konsertmeistari Júlíana Elín Kjartansdóttir. Molasopi að guðsþjónustu lokinni. Kl. 17 verða tón- leikar þar sem kantatan verður endur- tekin, ásamt kanötu nr. 21 „Ich hatte viel Bekúnunemis". Þessi tónlistarflutningur er á vegum minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttir. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Bama- starf á sama tíma. Sr. Sigrún Óskarsdótt- ir messar. Drengjakór Laugarneskirkju syngur. Konur úr mæðramorgnum bjóða upp á heitar vöffiur og kaffi eftir guðs- þjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Fullskipaður kór Laugar- neskirkju syngur Sanctus, In Paradisum eftir Gabriel Fauré. Eftir messu verða kaffiveitingar í safnaðarheimilinu og stutt dagskrá. Ath.: Rúta fer frá Hátúni 10 kl. 13.30 og frá Dalbraut 18-20 kl. 13.45. Hægt er að hringja í kirkjuna milli kl. 11 og 12, ef fólk þarf akstur til og frá kirkju, í síma 679422. Fimmtudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Neskirkja:Barnasamkoma kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14. Org- el- og kórstjóm Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. Munið kirkjubíl- inn. Miðvikudagur: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna. Guðsþjórtusta í Seljahlíð laugar- dag kl. 11. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur und- ir stjóm Sesselju Guðmuridsdóttur. Org- anisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Miðviku- dagur: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu. Samkoma kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða" undir stjóm Þorvalds Halldórssonar. Bobby Arrington syngur. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir predikar. Villingaholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarböm aðstoða við guðsþjón- ustuna. Barnaguðsþjónusta eftir al- mennu guðsþjónustuna. Barnaguðsþjón- usta fyrir skólaböm í Villingaholtsskóla nk. þriðjudag kl. 11. Bamaguðsþjónusta leikskólabarna í Villingaholtsskóla nk. þriðjudag kl. 15.30. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Börnum úr sunnudagaskólanum era boðið i heim- sókn til Grindavíkur. Farið af stað með rútu kl. 10.20. Mætið stundvíslega. Tilkyimiiigar Jólabasar Sólvangs verður haldinn laugardaginn 2. nóvemb- er kl. 14 í anddyri Sólvangs í Hafnar- firði. Fallegar jólagjafir og margt fleira. Allt handunnar vörar. Basar á Hrafnistu í Reykja- vík og Hafnarfirói Á Hrafnistu í Reykjavlk og Hafnarfirði er nú unnið af fullum krafti við undir- búning á sölu handavinnu. Hér er um að ræða árlega fjáröflun vistfólks. Hver vist- maður fær andvirði þeirra muna sem hann hefur unnið og seldir verða fyrir efniskostnaði. Þarna er um að ræða hvers konar handavinnu, trévörar, handmál- aðar silkislæður og fleira. Basarinn verð- ur opinn frá kl. 13.30-17 laugardaginn 2. nóvember og kl. 10-15 mánudaginn 4. nóvember á Hrafnistu Reykjavík og Hafnarfirði. Borgfirðingafélagið í Reykjavík verður með kaffisölu og skyndihapp- drætti í Sóknarsalnupi, Skipholti 50a, sunnudaginn 3. nóvember. Húsið opnaö kl. 14.30. Alþjóðlegi dansdagurinn Sunnudaginn 3. nóvember verður „al- þjóölegi dansdagurinn" og ætlar starfs- fólk og nemendur Dagný Bjarkar dans- kennara að halda daginn hátiðlegan og era allir velkomnir. Hátíðin fer fram að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. Dagskrá dagsins verður sem hér segir: Kl. 14 danstími ætlaður 4-6 ára bömum, kl. 15 danstími ætlaður öllu ungu fólki sem æfir sam- kvæmisdansa, kl. 16 danstími í djassi, funki og hip-hop, kl. 17 danstími fullorð- inna, samkvæmis- og gömlu dansarnir. Eins og áður sagði era allir velkomnir hvort sem era nemendur skólans eða gestir. Foreldrar og börn í dagsins önn Bemskan - íslandsdeild OMEP, Alþjóða- samtaka um uppeldi ungra barna, gengst fyrir málþingi í Háskólabíói (sal 4) laug- ardaginn 2. nóvember kl. 13. Heiti mál- þingsins er: Foreldrar og börn í dagsins önn. - .álþingið á sérstakt erindi til for- eldra og allra sem áhuga hafa á uppeldi barna. Fjallað verður um böm og bama- uppeldi frá ýmsum sjónarhomum. Mál- þingið er öllum opið. Þinggjald kr. 600. Félagið hefur gefið út í bókaformi fyrir- lestra frá síðasta málþingi og verður bók: in tíl sölu á málþinginu. Kolaportið stækkar um helgina Kolaportið stækkar nú um helgina og verða þá sölubásamir samtals 300 tals- ins, eða 150 hvorn dag, laugardag og sunnudag. Ástæðan fyrir þessari skipu- lagsbreytingu er tvíþætt, að mæta auk- inni eftirspum eftir söluplássi og að auka vöruúrvaUð og er gert ráð fyrir aö þetta skipulag verði reynt til jóla. Frægt var á sínum tíma þegar 30 myndlistarmenn tóku sig til og myndskreyttu veggi Kola- portsins en nú hafa tveir myndlistar- menn bæst í hópinn því nú í vikunni hafa þau Freydis Kristjánsdóttir og Hall- dór Baldursson verið að vinna 40 fm veggmynd í nýrri kaffistofu Kolaportsins og á það verk öragglega eftir að ylja gest- um Kolaportsins um helgina. Kolaportið er opið kl. 10-16 á laugardögum og kl. 11-17 á sunnudögum. Rósasýning í Blómavali Laugardaginn 2. nóvember opnar Blómaval íslenska rósasýningu sem mun standa um helgina. Rósabændur munu sýna blómann úr framleiðslu sinni, vera til viðtals og veita upplýsingar um blóm blómanna. Flestar koma rósimar frá Hveragerði, Mosfellsbæ og uppsveitum Ámessýslu. Þessir staðir hafa um árabil veriö í fararbroddi íslenskrar rósaræktar og verða fulltrúar þeirra að sjálfsögðu á staðnum. Gestir múnu kjósa fegursta rósaafbrigðið og hlýtur það sæmdarheit- ið „Rós ársins 1991“. Sýningin verður í Blómavali, Sigtúni 40, og verður opin frá kl. 9-22 á laugardag og sunnudag. Djass á Fógetanum Sunnudaginn 3. nóvember ætlar djass- hljómsveitin „Istanbul djass“ að leika tónlist frá Ijórða, fimmta og sjötta ára- tugnum á veitingahúsinu Fógetanum. Liðsmenn hljómsveitarinnar era: Krist- ján Guðmundsson, píanó, Páll Pálsson, bassi, og Steingrímur Guðmundsson, trommur. Tónlistarflutningurinn hefst k. 22 og aðgangur er ókeypis. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Basarinn verður að Hallveigarstöðum við Túngötu nk. sunnudag, 3. nóvember, kl. 14. Mikið úrval af fallegum og nytsöm- um munum að ógleymdum lukkupokum. Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar í Tónabæ sunnudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Á boðstólum verða kökur, handavinna, ullarvörur og fleira. Heitt kaffi og rjómavöfflur. Tekið verður á móti munum og kökum milli kl. 10 og 12 á sunnudagsmorgun í Tónabæ. Kvenfélagið Hringurinn heldur sinn árlega handavinnu- og köku- basar á morgun, sunnudaginn 3. nóvemb- er, kl. 14 í Fóstbræðraheimilinu við Lang- holtsveg. Margir fallegir munir til jóla- gjafa og góðar kökur. Ennfremur verða til sölu ný, mjög falleg jólakort félagsins. Allur ágóði rennur til barnaspítala Hringsins. Félag eldri borgara, Kópavogi Spilaö verður og dansað í kvöld, 1. nóv- ember, að Auðbrekku 25 kl. 20.30. Húsið öllum opið. Lok 3ja kvölda keppninnar. Ný umferðarljós Laugardaginn 2. nóvember kl. 14 verður kveikt á nýjum umferðarljósum á mótum Laugavegar og Höfðatúns. Hin nýju um- ferðarljós verða samstillt við umferðar- ljós á mótum Hverfisgötu og Rauðarár- stígs. Til að minna vegfarendur á hin væntanlegu umferðarljós verða þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nú hefur göngu- klúbburinn kvatt sumarið og gengur inn í veturinn. Nýlagað molakaffi og almælt tíðindi í Fannborg 4. Kvikmyndsýning MÍR „Sonurinn", sovésk kvikmynd frá árinu 1955, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag 3. nóv. kl. 16. í mynd- inni segir frá ungum manni og fjölskyldu hans á fyrstu erfiðleikaárum eftir styxj- öldina. Leikstjóri er Júrí Ozerov sem er í hópi kunnustu kvikmyndagerðar- manna Sovétríkjanna. Hann hóf nám í kvikmyndagerö að stríðinu loknu og „Sonurinn" var fjórða kvikmyndin sem hann leikstýrði. Kunnastur er Ozerov fyrir myndir sem fjalla um síðustu heimsstyijöld, einkum myndaflokkinn „Frelsunina" sem spannar atburði allt frá orrastunni miklu viö Kúrsk til lokaá- takanna um Berlinarborg vorið 1945. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. NÚ EINNIG I SUÐURVERI OPNUM 4. NÓVEMBER ALLA DAGA VIKUNNAR FRÁ MORGNITIL KVÖLDS NORÐURBRÚN2 og SUÐURVERI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.