Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Blaðsíða 2
18 Ef þú vilt út að borða VEITiNGAHÚS - MEÐ VÍNI A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., sími 651693. Opiö 11.30-22.20 alla daga. American Style Skiphoiti 70, sími 686838. Opið 11-22 alla daga. Apríl Hafnarstræti 5, sími 11212. Opið 18-01 v.d., 18-03 fd. og Id. Argentína Barónsstígur 11a, simi 19555. Opið 18-23.30 v.d., 18-03 um helgar Asía Laugavegi 10, sími 626210. Opið 11.30- 22.30 v.d., 12.-22.30 sd., 12-23.30 fd. og Id. Askur Suðurlandsbraut 4, sími 38550. Opið 11-22 sd.-fimmtud., 11-23.30 fd. og Id. Askur Suðurlandsbraut 14, sími 681344. Opið 11-22 alla daga. Árberg Ármúla 21, sími 686022. Opið 07-18 sd.-fd., 07-15 Id. Ðorgarvirkið Þingholtsstræti 2-4, sími 13737 Opið 18-01 v.d., 18-03 fd. og Id BravÓ Nýbýlavegi 22, sími 46085. Opið 11.30- 21. Café Amsterdam Hafnarstræti 5, sími 13800. Opið 18-01 v.d., 18-03 fd. og Id. Café Mílanó Faxafeni 11, sími 678860. Opið 9-19 v.d., 9-18 ld., 13-18 sd. DUUS hÚS v/Fischersund, sími 14446. Fjörukráin Strandgötu 55, sími 651213. Opið 18-22 md., þd„ miðv.d., 12-14.30 og 1S-22 fimmtud., 12-14.30 og 18-23. fd. og Id. Fjöröurinn Strandgötu 30, sími 50249. Opið 11- 03 fd. og Id. Fógetinn, Aðalstræti 10, sími 16323. Opið 18-24.30 v.d., 18-02.30 fd. og Id. Furstinn Skipholti 37, sími 39570. Opið 17-01 v.d., 12-15 og 17-01 Id. og sd. Garðakráin Garðatorgi, sími 657676. Opið 20-01 miðv.d., fimmtud. og sd„ 20-03 fd. og Id. Lokað á md. og þrd. Gaukur á Stöng Tryggvagötu 22, sími 11556. Opið 11.30-14.30 og 18-01 v.d„ 11.30-14.30 og 18-03 fd. og Id. 18-03 sd. Grillið Hafnarstræti 9, sími 620680. Opið 12- 23.30 v.d„ 12-24.30 fd. og Id. Gullni haninn Laugavogi 178, sími 679967. Opið 11.30-14.30 og 18-22 v.d, 18-23 fd. og Id. Hafmeyjan Laugav. 34a, s. 13088. Op. 18-22. Hallargarðurinn, Húsi verslunarinnar, sími 678555. Opið 11.30-14.30 og 18-22 v.d., 18- 23.30 fd. og Id. Lokað á sd. Hard Rock Café Kringlunni, sími 689888. Opið 11.45-23.30 md.-ld., 12-23.30 sd. Hjá Kim Ármúla 34, sími 31381. Opið 11 -21.30 v.d., 12-22,30 ld„ 17-21.30 sd. Hornið Hafnarstræti 15, sími 13340. Opið 11- 23.30 alla daga. Hótel Borg Pósthússtræti 11, sími 11440. Opið 08-17 alla daga. HÓtel Holt Bergstaðastræti, sími 25700. Opið 12- 14.30 og 19-22.30 v.d„ 12-14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel ísland v/Ármúla, sími 687111. Opið 20-03 fd„ 19-03 Id. HÓtel Lind Rauðarárstíg 18, sími 623350. Opið 06.30-10.30 og 11.30-22 alla daga. Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflugvelli, simi 22322. Opið í Lóninu 0-18, í Blómasal 18.30-22. HÓtel Óðinsvé v/Óðinstorg, sími 25224. Opið 12-15 og 18-23 v.d„ 12-15 og 18-23.30 fd. og Id. HÓtei Saga Grillið, sími 25033, Súlnasalur, sími 20221. Skrúöur, sími 29900. Opið í Grillinu 19- 22.30 alla daga, í Súlnasal 19-03 ld„ í Skrúð 12-14 og 18-22 alla daga. Hrói höttur Hringbraut 119, sími 629291 Opið 11- 23 alla daga. Italía Laugavegi 11, sími 24630. Opið 11.30- 23.30 alla daga. Jónatan Livingston mávur. Tryggvagötu 4-6, sími 15520 Opið 12-14 og 17.30-23 v.d„ 17.30- 23.30 fd. og Id. Kabarett, Matkrá Austurstræti 4, sími 10292. Opið 11-22 alla daga. Kínahofið Nýbýlavegi 20, sími 45022. Opið 17- 21.45 v.d„ 17-22.45 fd„ Id. og sd. Kína-Húsið Lækjargötu 8, simi 11014. Opið 11.30- 14 og 17.30-22 v.d„ 17.30-23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd. Kringlukráin Kringlunni 4, simi 680878. Opið 12- 01 v.d„ 12-03 fd. og Id. L.A.-Café, Laugavegi 45, sími 626120. Opið 18- 01 v.d„ 18-03 fd. og Id. Lauga-ás, Suðurlandsbraut 2, sími 689509. Opið 11-22 alla daga. Lækjarbrekka Bankastræti 2, sími 14430. Opið 11.30- 14.30 og 18-23 alla daga. Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími 621988 Opið 11.30-23.30 alla daga. Mamma Rósa Hamraborg 11, sími 42166 Opið 11-14 og 17-22, md - fimmtud. 11-23.30 fd„ 12-23.30 ld„ 12-22 sd. Marinós pizza Laugavegi 28, sími 625540. Opið 11-23.30 md.-fimmtud„ 11-01.30 fd. og ld„ 13- 23.30 sd. Mongolian Barbecue Grensásv 7, s. 688311 Opið 11.30-14 og 18-22 v.d., 18-24 fd. og Id. Naustið Vesturgötu 6-8, sími 17759. Opið 12-14 og 18-01 v.d„ 12-14 og 18-03 fd. og Id. Ópera Lækjargötu 2, sími 29499. Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id Perlan Öskjuhlíð, sími 620200. Opið 19-24.30. Pétursklaustur Laugavegi 73, sími 23433. Opið 18-23.30 alla daga. Pisa Austurstræti 22, sími 12400. Opið 11.30- 23.30 v.d., 11.30-01 fd„ 18-01 ld„ 18-23.30 sd. Pizza Hut Hótel Esju, sími 680809 Opið 11.30- 22 v.d., 11.30-23. fd. og Id. Pizzahúsið Grensásvegi 10, sími 38833. Opið 11.30- 23.30 alla daga. 11.30-03 fd. og Id. f. með- tökumat. Pizzusmiðjan Smiðjuvegi 14 D, sími 72177 Opið 18-04 vd„ 12-05 fd. og Id. Potturinn og pannan Brautarhoiti 22, sími 11690. Opið 11.30-22 alla daga. Rauða Ijónið Eiðistorgi, sími 611414. Opið 18-01 vd„ 12-15 og 18-03 fd. og Id. Rauði sófinn Laugav. 126, slmi 16566,612095. Opið 11.30-14 og 18-24 v.d„ 18-24 Id. og sd. Seljakráin Hólmaseli 4, sími 670650. Opiö 18-23.30 v.d„ 18-01 fd. og Id. Setrið Sigtúni 38, sími 689000. Opiö 19-22.30. Sex baujan Eiöistorgi. sími 611414. Opiö 18-22 v.d„ 18-23. fd. og Id. Siam Skólavöröustíg 22, sími 28208. Opið 18-22 vd„ 18-22.30 fd. og Id. Lokað á md. Singapore Reykjavíkurvegi 68, sími 54999. Opiö 18-22 þd.-fimmtud., 1&-23. fd.-sd. Sjanghæ Laugavegi 28, sími 16513. Opið 1 í.30-23.30 alla daga. Staöið á öndinni Tryggvagötu 26, sími 629995 Opiö 11.30-01 v.d„ 16-01 sd„ 11.30-03 fd. og Id. Svarta pannan Hafnarstræti 17, sími 16480. Opiö 11-z3.30 alla daga. Tai Mahal, Tandori Hverfisgötu 56, sími 21o30 Opið 18-22.30 þd.-fimmtud. og sd„ 18-23.30 fd. og Id. Lokað á md. Torfan Amtmannsstíg 1, sími 13303. Opið 11.30- 15.00 og 17.30-23.30 md.-M, 17.30-23.30 Perlan jafnast að vísu ekki á við Jules Verne, en er samt einkar frambærileg matstofa, ein af hinum betri hér á landi. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús: Perlan er allt að því notaleg Perlan kom mér þægilega á óvart. Þaö var meira aö segja nokk- uð gott að borða þar, þótt slíkt sé fremur sjaldgæft í veitingasölum, sem byggja tilveru sína á útsýni. Ég man bara eftir einum góðum veitingasal í útsýnisturni, Jules Verne í Eiffelturninum. Perlan jafnast að vísu ekki á við Jules Verne, en er samt einkar frambæri- leg matstofa, ein af hinum betri hér á landi. Einstök og innhverf Hönnun veitingasalarins í Perl- unni er svo einstök í sinni röð, að gestir gera meira af því að horfa inn á við en út á við. Það er helzt á meðan hringekja borðanna fer hjá eldhúsveggnum, aö gestir gefa sér tíma til að líta yfir borgina. Þegar hún er komin framhjá, beinir fólk aftur augum að salnum sjálfum. Þannig má segja, að hönnunin sé innhverf fremur en úthverf. Veitingasalurinn er hvorki kuldalegur né tiltakanlega geim- skipslegur. Þótt hann sé rosalega víður, virðist hann ekki vera yfir- þyrmandi. Hann nýtur sín að vísu bezt, þegar hann er fullur af matar- gestum, sem varla verður oft, þegar nýjabrumið er farið. Bar og kaffihorni er skemmtilega komið fyrir uppi á eldhúsinu. Eini gallinn við þann hluta er, að lyftan margfræga nær ekki þangað upp, svo að hreyfihamlað fólk getur átt í erfiðleikum í stigunum. Veitingabúðin á hæðinni fyrir neðan veitingasalinn er hins vegar ekki eins vel heppnuð í hönnun. Afgreiðsluborðið er í hálfgerðum felum og borðin eru á tiltölulega mjórri ræmu við gluggana. Eini kuldalegi staðurinn í þessu húsi, sem líkist geimstöð að utan, er vetrargarðurinn á jarðhæðinni. Hann er afar gróðursnauður og óvistlegur, jafnvel þótt hann sé fullur af fólki í hanastéli. En úr því má auðvitað bæta með aukinni garðyrkju. Tindrandi glös og hnífar Borðbúnaður var tindrandi fínn í veitingasalnum, jafnt stál sem kristall. Dúkar voru óvenjulega fagrir og sama gilti um þurrkum- ar. Sódavatni var hellt í fínustu rauðvínsglös. Hins vegar var rauð- vínið afgreitt með því að hella því í glös, sem víkka út að ofan, rétt eins og eftirréttaskálar. Þessi ein- kennilegu og djúpskornu krist- alsglös voru feilnótan í umbúnaði borðhaldsins. Þjónusta var afar góð í Perlunni og minnti á Hótel Holt. Á báðum þessum stöðum er strangasta fag- mennska höfð í fyrirrúmi. Ég skal að vísu játa, að ég hef ekki sjálfur kynnzt, hvernig þjónustan í Perl- unni stendur sig, þegar salurinn er fullur af matargestum. Perlan er eitt dýrasta veitingahús landsins. Miðjuverð þriggja rétta máltíðar með kaffi, en án víns, er um 3.500 krónur. Það er mun hærra en í Holti og raunar hærra en á nokkrum öðrum stað, sem ég hef prófað á þessu hausti hér á landi, nema í Blómasal Hótels Loftleiða, sem er enn dýrari. Samt eru máls- verðir í Perlunni niðurgreiddir af notendum Hitaveitu Reykjavíkur. Frumlegt og misjafnt Eldhúsið í Perlunni er ekki bara betra en ég átti von á í útsýnis- tumi. Það er líka frumlegra. Mat- seðillinn var ekki safn gamal- kunnra rétta, sem flestir geta sætt sig við og auðvelt er aö elda, heldur kenndi þar ýmissa óvenjulegra rétta, sem spennandi var að prófa. Þar að auki er margt gert í eldhús- inu, sem aðrir flytja að, svo sem bakstur brauða og ísgerð að ítölsk- um hætti. Eins og tíðkast um veitingahús hér á landi, sem eru í betri flokki, en ekki á toppi gæðanna, eru kald- ir forréttir og eftirréttir bezti þátt- urinn, en misbrestir í heitu réttun- um, einkum aðalréttunum. Þetta þýðir, að forunnir réttir eru vand- aðir, en bilanir verða í elda- mennskunni í hita leiksins, þegar allir þurfa að fá heita matinn sinn í einu. Sá er aigengastur munurinn á góðum stöðum eins og Perlunni og úrvalsstöðum eins og Hótel Holti. Forréttirtaka aðalréttum fram Carpaccio nefndust örþunnt sneiddar nautalundir hráar, kryddaðar með basillaufum og furuhnetum. Þessar sneiðar voru fínar, mildar, meyrar og raunar hinar beztu, sem ég hef fengið af þessu tagi hér á landi. Rauðvínslegnir og hvítlauks- kryddaðir sniglar, ofnbakaðir í smjördeigskænum, bomir fram með búrgundarsósu voru sjálfir meyrir, en yfirgnæfðir í bragði af kryddi, einkum í sósunni. Þetta var heitur réttur og bar sömu einkenni óhóflegrar kryddunar og síðar varð vart í aðalréttum. Andakæfa með appelsínusósu var hins vegar frábær, nákvæm- lega í nýfrönskum stíl, finleg og bragðljúf, bezt í bænum. Kalkúna- froða með fullsterkri kraftsósu féll í skugga kæfunnar, en var samt fremur góð. Rjómasoðin skötubörð með afar vandaðri humarsósu voru mjög góð, hæfilega htið soðin og eftir því ljúf. Með fylgdi skemmtiiegt græn- meti með baunaspírum, sem hefðu mátt vera með minna sítrónu- bragði. En þetta var bezti aðalrétt- ur kvöldsins. Hreindýra-hryggsneiöar voru ekki merkilegur matur, að vísu meyrar undir tönn, en án nokkurs bragðs, sem minnt gæti á hreindýr. Léttsteiktur lambahryggvöðvi var meyr og góður, en borinn fram með yfirgnæfandi bragðsterkri krydd- jurtasósu. Glóðarsteiktur nauta- hryggvöðvi með grænpiparsteik var afar vel eldaður, en var greini- lega af of mögru og seigu nauti. Eftirréttir eru beztir Eftirréttimir bættu úr misgengi aöalréttanna, hver öðrum betri. Þar á meðal var ítölsk ostakaka, létt og fínleg. Einnig loftmikil og bragðmild súkkulaðifrauðterta með pistasíusósu. Ennfremur sérríterta með ís og ávöxtum, létt og ljúf. Og loks þrjár tegundir af ítalskt löguðum ís, sem var heilum flokki ofan við flestan þann ís, sem ég hef prófað annars staðar í bæn- um. Eftirréttirnir koma úr sama eld- húsi og ísar og tertur veitingabúð- arinnar á hæðinni fyrir neðan, svo að fólk getur prófað gæði þeirra án þess að þurfa að kosta til verði heillar máltíðar. Perlan býður fínustu Davidoff- vindla úr rakakassa. Vínlisti húss- ins er umfangsmikill og hefur að geyma nokkur frægðarvín auk ótal annarra vína í öllum verðflokkum, meðal annars frá Chile. Meðal frægðarvínanna eru Chablis Grand Cru 1989, sem er enn of ungt, Chate- au Lafíte Rotschild 1984 og Chateau Latour frá sama ári, sem eru orðin góð, en ekki af nógu góðum ár- gangi. Betri kaup eru i Chateau Troplong-Mondot frá 1978, frábær- um árgangi, sem nú er einmitt í toppformi. Að lokum er ekki annað eftir en að þakka notendum hitaveitunnar fyrir að niðurgreiða ofan í mig matinn. -J.Kr. FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Trúbadorinn, Laugavegi 73, sími 622631. Opið 11.30- 23.30 alla daga. Tveir vinir og annar í fríi. Laugavegi 45, sími 21255. Opið 12-15 og 18-01 v.d„ 12-15 og 18-03 fd. og Id. Veitingahúsið 22 Laugavegi 22, sími 13628. Opið 12-01 v.d„ 12-03 fd. og Id. Við Tjörnina Templarasundi 3, sími 18666. Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„ 18-23 Id. og sd. Viðeyjarstofa Viðey, sími 681045. Einungis opið f. hópa í vetur. Þrír Frakkar hjá Úlfari Ðaidursgötu 14, sími 23939. Opið 11-14.30 og 18-23.30 v.d„ 18-23.30 Id. og sd. Ölkjallarinn Pósthússtræti 17, simi 13344. Opið 12-15 og 18-01 v.d„ 12-15 og 18-03 fd. og Id. Ölver v/Álfheima, sími 686220. Opið 11.30- 14.30 og 18-01 v.d., 18-03 fd. og Id. AKUREYRI: Bautinn Hafnarstræti 92, sími 21818. Opið 09-22. Fiðlarinn Skipagötu 14, simi 27100. Opið 11.30- 14 og 18-21.30 v.d„ 18-22 fd. og Id. Greifinn Glerárgötu 20, sími 26690. Opið 11.30- 22.30 v.d„ 12-02 fd. og Id. HÓtel KEA Hafnarstræti 87-89, sími 22200. Opið 07.30-10.30 og 12-14 og 18-23.30 v.d„ nema Id. til 03. HÓtel Stefanía. Hafnarstræti 83-85, sími 11400. Opið 18-22 alla daga. Landið - vertshús Geisiagötu 7, sími 11617 Opið 18-21.30 alla daga, bar til 23.30. Sjallinn Geislagötu 14, sími 22970. Opið 19-03 fd. og ld„ kjallari 18-01 v.d„ 12-15 og 18-03 fd. og Id. Smiðjan Kaupvangsstræti 3, sími 21818. Opið 12-13 og 18.30-21.30 alla daga. Uppinn Ráðhústorgi 9, sími 24199 Opið 12-23.30 v.d„ 12-02.30 fd. og Id. VESTMANNAEYJAR: Bjössabar Bárustíg 11, sími 12950. Opið 11.30- 14 og 18-21 md.-fd„ 11.30-21 Id. og sd. Muninn Vestmannabraut 28, sími 11422 Opið 11.-14 og 18-21 v.d„ 18-22.30 fd. og Id. Höfðinn/Við félagarnir Heiðarv 1, s 12577. Opið 10-14 og 18-23.30 md.-miðv.d , 10-14 og 18-01 fimmtud., 10-03 fd. og ld„ 10-01 sd. Skútinn Kirkjuvegi 21, sími 11420. Opið 10-22. KEFLAVÍK: Edenborg Hafnargötu 30, simi 12000. Flughótelið Hafnargötu 57, sími 15222. Opið 11.30- 14 og 18-21.30 v.d„ 18-22 fd. og Id. Glóðin Hafnargötu 62, sími 11777. Opið 11.30- 21 v.d, 11.30-22.30 fd. og Id. K-17 Vesturbraut 17, sími 14999. Opið 22.03 fd. og Id. 19-03 sýningarkvöld. Langbest, pizzustaður Hafnargötu 62, sim 14777 Opið 11-22 alla daga. Ráin Hafnargata 19, sími 14601. Opið 12-15 og 18-23.30 md.-miðv.d„ 12-15 og 18-01 fimmtud. og sd„ 12-15 og 18-03 fd. og Id. Veitingahúsið við Bláa Lónið Svartsengi, sími 68283. SANDGERÐI: Veitingahúsið Vitinn, Hafnargötu 4. simi 37755. Opiö 0.30-23.30 v.d., 08.30-03 fd. og Id. SUÐURLAND: Gjáin Austurvegi 2, Selfossi, sími 22555. Opið 18-01 miðv.d., fimmtud. og sd„ 18-03 fd. og Id. Lokað á md. og þd. HÓtel Selfoss Eyravegi 2, Selfossi, sími 22500 Opið 12-14.30 og 18-22 alla daga. Hótel Örk, Nóagrill Breiðumörk 1, Hverag., s. 34700. Opið 11.30-14 og 18-22 alla daga. Kam-Bar, Breiðamörk 2c, Hverag., s. 34988. Veitingahúsið við Brúarsporðinn Eyrar- vegi 1. Seif., sími 22899. Opið 11.30-13.30 og 18-22 v.d., 11.30-13.30 og 18-23 fd. og Id. VEITINGAHÚS - ÁN VÍNS Arnargrill Arnarbakka 2, sími 77540. Opið 12-23.30 alla daga. Á næstu grösum Laugavegi 26, sími 28410. Opið 11.30-14 og 18-20 v.d. Lokað um helgar. Blásteinn Hraunbæ 102, s. 673311. Op. 10-22. Brauðstofan Gleymmérei Nóatúni 17, sími 15355. Opið 09-18 v.d„ 09-16 Id. Lokað á sd. Chick King Suðurveri, Stigahlíð 45-47, s. 38890. Opið 11-23.30 alla daga. Eikagrill Langholtsvegi 89, 39290. Opið 11.30- 22 alla daga. Eldsmiðjan Bragagötu 38 A, sími 14248. Opið 11.30- 23.30 alla daga. Fiskur og franskar Austurstræti 6, sími 626977. Opið 11-20 alla daga. Lokað á sd. Gafl-inn Dalshrauni 13, simi 54424. Opið 08-21. Hrói höttur Hjallahrauni 13, sími 652525. Opið 11-23 alla daga. Höfðakaffi Vagnhöfða 11, sími 686075. Opið 07.30-17 alla daga. Lokað á Id. Höfðagrill Bildshöfða 12, sími 672025. Opið 07-17 v.d„ 10-16 Id. Lokað á sd. Ingólfsbrunnur Aðalstræti 9, sími 13620. Opið 09-18 md.-fd. Lokað um helgar. Jarlinn Bústaðavegi 153, sími 688088. Opið 11 -23 alla daga, nætursala til 03. Jón bakan Nýbýlavegi 14, sími 642820 Opið 11.30- 23.30 v.d„ 11.30-02 fd. og Id. Kaffivagninn Grandagarði, sími 15932. Opið 04-23.30 alla daga, ekki matur á kvöldin. Kentucky Fried Chicken Hjallahrauni 15, sími 50828. Opið 11-22 alla daga. Lauga-ás Laugarásv. 1, s. 31620. Opið 11-22. LÚXUS kaffi Skipholti 50b, sími 813410. Opið 08-18 v.d„ 11-18 Id. Lokað á sd. Mokka-Expresso-Kaffi Skóiavörðust. 3a, s. 21174 Opið 09.30-23.30 md.-ld„ 14-23.30 sd. Múlakaffi v/Hallarmúla, simi 37737. Opið 07-23.30 v.d„ 08-23.30 sd. Nespizza, Austurströnd 8, Austurströnd 8, sími 612030. Opið 11.30-14 og 17-22 v.d„ 11.30- 23 fd. og Id. Norræna húsið Hringbraut, sími 21522. Opið 09-17 v.d„ 09-19 ld„ 12-19 sd. Næturgrillið heimsendingarþj., sími 77444. Opið 22-03 v.d„ 22-07 fd. og Id. óli prik Hamraborg 14, sími 40344. Opið 11 -22. Pítan Skipholti 50 C, sími 688150. Opið 11.30- 22. Smáréttir Lækjargötu 2, sími 13480. Smiðjukaffi Smiðjuvegi 14d, simi 72177. Opið 08-16.30 alla daga. Sundakaffi Sundahöfn, sími 36320. Opið 07-20.30 v.d„ 07-17 Id. Lokað á sd. TÍU dropar Laugavegi 27, - sími 19380. Opið 08-18 v.d„ 10-16 Id. Lokað á sd. Vogakaffi Smiðjuvegi 50, sími 38533. Opið 08-18 v.d. Lokað á Id. og sd. Veitinga- og vöruhús Nings Suðuriands- braut 6, sími 679899. Opið 11-14 og 17.30-20.30. Western Fried, Mosfellssveit v/Vestur- landsveg, sími 667373. Opið 10.30-22 alla daga. Winny’s Laugavegi 116, slmi 25171. Opið 11-20.30 alla daga. AKUREYRI: Crown Chicken Skipagötu 12. simi 21464. Opiö 11-21.30 alia daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.