Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Side 1
46. TBL. LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991.
Leikjaboðið
í leikskólanum
Einu sinni var strákur sem hét Hannes. Hannes litli átti aö fara í leikskól-
ann, en vildi það ekki. En þegar Hannes var kominn í leikskólann fór hann
allt í einu að gráta. Hannes vildi vera hjá mömmu sinni.
Allt í einu komu margir krakkar til Hannesar og vildu leika sér við hann.
Þá varð Hannes glaður á ný. Krakkamir fóru í marga leiki, fóru að sippa
og marga eltingaleiki. En stundum var ekki gaman í leikskólanum. Stund-
um voru hinir strákarnir ekki góðir við Hannes. Hannes varð þé leiður.
Nú sá Hannes mömmu vera aö koma að sækja sig og þá varð hann glaður.
Arnór Jónsson,
Vesturfold 37, Reykjavík.
Frímínútur
Krakkarnir í 4.B.Á, voru í stærðfræðitíma. Nú byrjuðu frímínúturnar.
Krakkarnir þyrptust út. En ekki voru þetta skemmtilegar frímínútur! Óli
sparkaði í Didda, Gunna og Maggi voru í eltingaleik og Jóhann og Anna
voru í feluleik.
Nú var hringt inn. Börnin flýttu sér inn. Það var svolítið mikill ruðning-
ur, en allt fór vel að lokum. Krakkarnir héldu áfram að læra.
Sigurður Björn, (gleymdi heimilisfangi!),
900 Vestmannaeyjum.
Leikvöllurinn
Einu sinni voru Dóra og Siggi að koma á leikvöllinn. Þau sáu lítinn strák
grátandi. Það voru margir krakkar á leikvellinum. Siggi og Dóra hlupu til
htla stráksins og spurðu hann hvað væri að og hvað hann héti. Strákurinn
sagði þeim að hann héti Helgi og það væru strákar að stríða sér. Dóra og
Siggi spurðu Helga hvaða strákar það væru og Helgi sagði bara að þeir
væru ljótir!
Siggi og Dóra byrjuðu að leita að ljótu strákunum og fundu þá- Þau fóru
með þá heim til pabba síns og hann flengdi þá og talaði við mömmu þeirra.
Elísa Ólafsdóttir, 8 ára,
Lyngheiði 8, 810 Hveragerði.
Myndasagan
Ég sé þarna tvö börn í feluleik. Svo eru tvö börn í snú snú. Síðan eru tveir
krakkar í eltingaleik. Það er líka verið að hrekkja lítinn dreng og tvö börn
horfa á.
Svandís Aðalsteinsdóttir,
Vallargerði 3, Reyðarfirði.
Sigrún og Dísa voru vinkonur. Það var mjög gott veður en þær vissu ekk-
ert hvað þær ættu að gera. Þá fékk Sigrún góða hugmynd. Þær ætluðu að
hafa leikjaboð hjá Sigrúnu.
Sigrún og Dísa hringdu til hvorki fleiri né færri en níu krakka. Þegar
krakkarnir komu, fóru þau í eltingaleik, en Lára og Jói fóru að sippa og
Hanna að leika sér með bolta. Allt í einu datt Dísa og meiddi áig og fór að
gráta. Sigrún og Dóri reyndu nú að hugga hana.
Svo kallaði mamma Sigrúnar og spurði hvort þau vildu ekki fá kökur og
kakó. „Jú,“ sögðu krakkarnir og hlupu inn. Dísa tók nú gleði sína á ný því
kökurnar voru svo góðar.
Kristín Laufey Steinadóttir, 11 ára,
Engjavegi 61, 800 Selfossi.
Vinimir
Einu sinni voru krakkar sem hétu Jón, Sigga, Stefán, Erna, Gummi, Halla,
Binni, Birna, Lára, Anna og Maggi. Þau áttu öh heima í sömu blokkinni.
Á fyrstu hæð áttu Binni og Birna heima, á móti þeim áttu Lára og Erna
heima og fyrir ofan Binna og Birnu áttu Stefán og Sigga heima. Á móti
þeim áttu Gummi og Halla heima og fyrir ofan þau áttu Jón og Maggi
heima og á móti þeim átti Anna heima.
í garðinum var tré. Dag einn fóru Binni og Birna að spyrja eftir Láru og
Ernu. Binni sagðist fara upp með lyftunni að spyrja eftir Stefáni. Binni
spurði Stefán hvort hann vildi koma út að leika. „Ég þarf að passa litlu
systur mína.“ Binni sagði að það væri allt 1 lagi, hún gæti bara verið með.
Eftir smástund voru allir krakkamir í blokkinni komnir út. Þeir fóru í
ýmsa leiki. En svo lamdi Jón Binna og Binni fór að gráta og barði Jón.
Þeir fóru að rífast.
Svo kom Stefán og bað þá um að vera vinir. Þeir sættust og uröu góðir
vinir.
Lilja Sævarsaóttir,
Stekkjarholit 16, 300 Akranesi.
Hreinn og Helga
Hreinn og Helga era nýflutt í hverfi þar sem margir krakkar eiga heima.
Þau þekkja bara Kötu og Árna sem eiga heima á móti þeim. Þau fara út
að leika sér og þá koma fleiri og fleiri krakkar sem vilja líka leika með.
Óli og Þórir fara í eltingaleik, en Siggi fer að stríða Möggu og eltir hana í
kringum tréð. Kata er í kúlukasti, en æ,æ,æ, Stjáni hefur dottið á hausinn
og Hreinn og Helga fara að hugga hann. Þarna bætist svo enn ein stelpa
sem heitir Rósa í hópinn. Svo hlaupa allir krakkarnir heim að borða.
Elva Björk Einarsdóttir, 11 ára,
Áshamri 12, 900 Vestmannaeyjum.
Lísa í skólanum
Lísa er stelpa sem verður bráðum níu ára. Hún var í 4. bekk í skólanum.
Henni fannst gaman í skólanum. Þau voru 1 landafræði. Kennarinn hennar
Lísu heitir Svanhildur og er kölluð Svana.
Lísa átti að segja hvar Norður-Evrópa væri, en þá sat hún bara uppi í rúmi!
- Lísu hefur bara verið að dreyma!
Agnes Björk Guðmundsdóttir,
Vallholti 17, 690 Vopnafirði.
Einnig bárust ljómandi góðar sögur frá:
Telmu Björk Fjalarsdóttur, 7 ára, Þingeyrum, 541 Blönduósi,
Fannari Erni Hermanrissyni, 8 ára, Engihlíð 22, 355 Ólafsvík og
Helgu Björgu Hafþórsdóttur, Heiðarbrún 6, 810 Hveragerði.
/
Skrifaðu sögu um þessa mynd.
Sagan birtist síðan í 49. tbl.
og getur að sjálfsögðu unnið
til verðlauna. /
/
/
/
V