Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1991, Blaðsíða 1
 3C iiiiÍMM Nýlistasafnið: Rúrí og Hannu Siren sýna - listaverk sem ekki hafa verið sýnd áður Finnski listamaðurinn Hannu Siren og íslenska listakonan Rúrí opna sýningar á verkum sínum í Nýlistasafninu á morgun, laugardaginn 7. desember. Á sýningunum eru verk sem ekki hafa verið sýnd áður. DV-myndir Brynjar Gauti Listamennirnir Rúrí og Hannu Sir- en opna á morgun, laugardaginn 7. desember klukkan 16, sýningar á verkum sínum í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Hannu og Rúrí sýndu fyrst saman á Experimental Environment-sýn- ingunni á Korpúlfsstöðum 1980 en hafa síðan þá bæði skipulagt og tekið þátt í mörgum umhverfis- og útilista- sýningum erlendis, til dæmis Flyv- ende Beton í Kaupmannahöfn 1984, Big Scale 85 í Malmö 1985 og Con- crete í Helsinki 1986. Hannu Siren er fæddur í Finnlandi 1953. Hann stundaði hstnám við Aca- demia di Belle Arte í Flórens og tók þátt í sinni fyrstu samsýningu 1969. Hannu á verk á ýmsum söfnum, til dæmis Atenum í Helsinki, Listasafni Sara Hilden í Tampere, Ríkislista- safni Finnlands og borgarlistasöfn- um Helsinki, Kuopio, Lahti ogTamp- ere, sem og einkasöfnum. Hannu Siren hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margsinnis unnið til verðlauna fyrir verk sín í Finn- landi. Einnig var gert Evrópufrí- merki af verki hans, Stopa, árið 1987. Hannu er yfirkennari í skúlptúr við listaakademíuna í Helsinki en hann hefur undanfamar vikur dval- ið hér á landi sem gestakennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Verkin, sem hann sýnir nú í Nýlista- safninu, eru unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu og hefur listamaður- inn notið aðstoöar fyrirtækjanna BM Vallá og Glerborgar við útfærslu þeirra. Hannu sýnir í boði Nýlistasafnsins og mun sendiherra Finnlands, Ha- kon Branders, opna sýninguna. Rúri hefur tekið þátt í um 70 sam- sýningum víða um heim síðan 1974, en þetta er fimmtánda einkasýning hennar. Verk eftir Rúrí eru á ýmsum söfn- um, til dæmis Listasafni íslands, Nýiistasafninu, Sonja Henies-Niels Onstads Kunstsenter í Noregi og Museum of Modem Art í New York, ennfremur í einkasöfnum í Evrópu. Rúrí hafa verið veittar viðurkenn- ingar fyrir verk sín í Bandaríkjun- um, Þýskalandi og Svíþjóð. Verk hennar á sýningunni, sem ber yflr- skriftina Mjöt, era unnin að mestu leyti á hðandi ári og hafa ekki verið sýnd áður. Sýningin í Nýhstasafninu stendur th 22. desember og er opin alla daga frá klukkan 14-18. Púlsinn: Bandaríski básúnuleikarinn Frank Lacy spilar Það verður mikið um að vera á Púlsinum í kvöld og annað kvöðld en bæði kvöldin byrja með tónleikum hins frábæra bandaríska básúnu- leikara, Franks Lacy, og hljómsveit- ar Tómasar R. Einarssonar og heíjast tónleikamir stundvíslega klukkan 21.30 og standa til 24, en þá taka Vin- ir Dóra og gestir við og leika th 3. Frank Lacy er íslenskum djass- unnendum að góðu kunnur en hann kom th íslands í mars síðasthðnum og hljóðritaði geisladiskinn íslands- fór með hijómsveit Tómasar R. Ein- arssonar. Þótt Frank Lacy hafi auk þess að spha á básúnu bæði sungið og leikið á flygilhom á Íslandsíor, er básúnan hans höfuöhljóðfæri og í gagnrýnendakosningu DownBeat í ágúst síðastliðnum var hann kosinn annar efnhegasti básúnuleikari djassheimsins. Hljómsveit Tómasar skipa auk hans þeir Sigurður Flosason saxó- fónleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Einar V. Scheving' trommuleikari, en Tómas leikur á kontrabassa. Upp úr miðnætti taka svo Vinir Dóra og gestir við og upphefst þá mögnuö blússtemmning sem ríkt hefur undanfarnar helgar á Púlsin- um, krydduð með velvöldum Stones-lögum. Von er á góðum gest- um á sviðið, en það er ætlun Dóra aö reyna að fá Frank Lacy th að syngja og leika að minnsta kosti einn blús með Vin'um Dóra. Vini Dóra þessa helgi skipa, auk Dóra, Andrea Gylfadóttir, Ásgeir Óskarsson, Guðmundur Pétursson og Tómas Tómasson. Fuhtrúi fjölmiðlablúsara þessa helgi verður Svanhhdur Þorsteins- dóttir frá útvarpsstöðinni FM en fuh- trúi Stjörnunnar skoraði á FM sem síðan ætlar að skora á Aðalstöðina. Á sunnudagskvöldið heldur svo Geiri Sæm og Tunghð útgáfutónleika á Púlsinum. Geiri er nýbúinn að senda frá sér plötuna Jörö. Hljóm- sveitina Tunglið skipa Bjami Bragi Kjartansson bassaleikari, Sigm-ður Gröndal gítarleikari, Sigfús Óttars- son trommuleikari, Einar Rúnarsson á hljómborð og Halli Gulh á slagverk. Básúnuleikarinn Frank Lacy. Hljómsveitin ÞÓRGÍSL verður með tónleika í Norræna húsinu á sunnudag og þá verður einnig Ijóðalestur. Listasafn íslands: Á rauðum hjólbörum í Ljstasafhi íslands verður á sunnudaginn klukkan 15.30 flutt dagskrá meö ljóöaþýöingum Árna Ibsen og Sverris Hólmarssonar á verkum Ezra Pound, Wihiam Car- los Wilhams og T.S. ElhoL Dagskráin ber heitið Á rauðum hjólbörum um Eyðhandið og er samvinnuverkefni nokkurra að- ila. Lesarar á dagskránni verða Viðar Eggertsson, Ámi Ibsen og Amór Benónýsson. Reynir Jón- asson leikur tónlist. Sem iyrr segir hefst dagskráin klukkan 15.30 en miðasala verður á sama stað og verður opnuð klukkan 13.30. Norræna húsið: Tónleikarog ljóðalestur Það verða haldnir tónleikar í Nor- ræna húsinu á sunnudaginn klukk- an 21 og einnig verður ljóðalestur. Hljómsveitin ÞÓRGÍSL flytur lög af nýrri hljómplötu Gísla Helgason- ar, Heimur handa þér, sem er nýlega komin út. Þórir Baldursson útsetti öh lögin en flest era þau eftir Gísla. í hljómsveitinni era'Gísh Helgason sem leikur á blokkflautur, Þórir Baldursson á hljómborð, Herdís Hahvarðsdóttir á bassa, Pétur Grét- arsson á trommur og Tryggvi Hubner á gítar. Þá munu þau Friðrik Guðni Þór- leifsson og Steinunn Jóhannesdóttir leikkona lesa upp úr nýrri ljóðabók Friðriks Guðna en hún heitir Kór stundaglasanna. Það er fimmta ljóða- bók höfundar en hann er einna þekktastur fyrir afskipti sín af tón- hst. Kráarýni: Krámeð stóruK - sjábls. 18 Styrktar- tónleikar fyrirFinn Eydal norðan og sunnan heiða -■ sjábls. 19 Aðventu- tónleikar í Hallgríms- kirkju - sjábls. 20 Messur: Annar sunnu- dagurí aðventu - sjábls. 21 Leik- brúðuland frumsýnir nýtt leikrit - sjábls. 21 Gönguferð a Keili - sjábls.23 Umfjollun umkvik- 1 • r mynair 1 1 r r i r biohusmn - sjábls.23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.