Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1991, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1991. 35 Njarðvík (40) 97 Tmdastóll (43) 82 0-5, 7-17, 26-23, 34-36, (4043), 48- 49, 65-62, 78-69, 90-74, 97-82. Stig Njarðvíkur: Robinson 27, Jóhannes 17, Ástþór 12, Kristinn 12, Teitur 11, Friðrik 8, ísak T. 4, Agnar 2, Brynjar 2, Stefán 2. Stig Tindastóls: Haraldur 23, Jonas 22, Pétur G. 17, Einar 14, Bjöm 4, Hinrik 2. Vamarfráköst: Njarðvík 27, Tindastóll 20. Sóknarfráköst: Njarðvík 22, Tindastóll 14. Bolta tapað: Njarövík 19, Tinda- stóli 29. Bolta náð: Njarövík 19, Tinda- stóll 10. Stoðsendingar: Njarðvík 42, Tindastóll 12. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Otti Ólafsson, áttu stórleik. Áhorfendur: 299. Haukar (34) 87 Valur (57) 100 4-6, 14-23, 23-38, 32-50, (34-57), 45-65, 58-60, 71-91, 87-100. Stig Hauka: Rhods 23, Pétur 16, ívar 12, Jón Öm 10, Þorvaldur 8, Bragi 8, Reynir 4, Henning4, Hörð- ur 2. Stig Vais: Booker 37, Tómas 21, Magnús 20, Matthías 8, Ragnar Þór 7, Ari 5, Símon 2. Þriggja stiga körfur: Haukar 5, Valur 6. VUlur: Haukar 31, Valur 13. Fráköst: Haukar 25, Valur 25. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Kristinn Albertsson, dæmdu ágæt- lega. Áhorfendur: 100. Skallagr. (45) 79 Njarðvík (57) 104 8-12, 19-23, 25-31, 39-44, (45-57), 49- 64, 64-78, 71-91, 79-104. Stig Skallagríms: Birgir 25, Krúpatsjev 24, Elvar 10, Þórður J. 8, Hafsteinn 6, Guðmundur 2, Þórður H. 2, Jón 2. Stig Njarðvíkur: Robinson 27, Teitur 27, Jóhannes 15, ísak T. 12, Kristinn 12, Agnar 4, Ástþór 3, Friörik 2, Brynjar 2. Vítahittni: Skallagrímur 11/11, Njarðvík 35/32. VUlur: Skallagrímur 29, Njarð- vík 16. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Skarphéðinsson, slakir. Áhorfendur: 252. Tindastóll (38) 89 KR (33) 75 8-7, 20-19, 30-27, 32-33, (38-33), 46 40, 60-50, 67-54, 72-56, 89-75. Stig Tindastóls: Pétur G. 20, Jon- as 20, Valur 18, Einar 14, Haraldur 13, Bjöm 2, Hinrik 2. Stig KR: Guöni 20, Axel 17, Baer 16, Hermann 6, Óskar 5, Ólafur 3, Láms 2, Benedikt 2. Villur: TindastóU 23, KR 17. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kritján Möller, dæmdu ágætlega. Áhorfendur 430. - leikmaöur 11. umferöar Henning Henningsson er útnefndur besti leikmaður 11. um- ferðar úrvalsdeildarinnar i körfukanatt- leik sem lauk á föstudagskvöldiö, skoraöi 32 stig og þar af 9 af 13 stigum Hauka í framlengingu. Henning er 26 ára gamall bakvörður og fyrirllði Hafn- arfjarðarliðsins. Mikilvægur sigur Vals Valur vann þýðingarmikinn sigur á Haukum, 87-100, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hafnarfirði á laug- ardaginn. Fyrir leikinn vom liðin jöfn í 3.-4. sæti í B-riöli með 8 stig en baráttan um annað sætið í riðlin- um stendur á milli Grindavíkur, Vals og Hauka. Valsmenn komu ákveðnir til leiks og náöu strax forystu sem þeir höfðu allan leiktímann. Haukunum gekk afar Ula sókninni í fyrri háiileik, leik- menn hittu illa og náðu ekki að kom- ast í góð skotfæri. Þá áttu Hafnfirð- ingamir erfitt með að hemja skap sitt, létu það bitna á dómurum leiks- ins og í fjögur skipti í leiknum fengu þeir dæmdar á sig tæknivillur. Valur hafði 23 stiga forskot í leikhléi og þeir geröu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik. Án Jóns Arnars Ingvarssonar, sem var meiddur, náðu Haukamir ekki að saxa á þetta forskot Valsmanna fyrr en undir lok leiksins en þá fengu varamenn Hauka að spreyta sig með góðum árangri. Bandaríkjamaöurinn John Rhods var stigahæstur Haukanna en geröi mikið af mistökum og virkar þungur og luralegur. Pétur Ingvarsson sýndi hins vegar best tilþrif en varð að fara í baö þegar síðari hálfleikur var hálfnaður með 2 tæknivillur og þá sýndi Þorvaldur Henningsson góð tilþrif undir lokin. Þrír leikmenn Vals skám sig nokk- uð úr. Franc Booker, Magnús Matt- híasson og þjálfarinn Tómas Holton og skoruðu þeir bróðurpartinn af stigum hðsins. -GH Sjöttiíröð Emar Pálascn, DV, Borgamesi: Njarvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Japisdeildinni í köfu- knattleik. í gær heimsóttu þeir Skallagrím í Borgamesi og innbyrtu tvö stig eftir ömggan sigur, 79-104, og unnu sinn 6. sigur í röð. Heimamenn náðu að halda í viö Njarðvíkinga í fyrri hálfleik og mun- urinn var aldrei mikill. í upphafi síð- ari hálfeiks komu Njarðvíkingar sterkir til leiks og nýttu sér til hins ýtrasta mistök leikmanna Skalla- gríms og þegar upp var staðið var munurinn 24 stig. „Það var gott aö fá tvö stig úr þess- um leik. Við bjuggumst við Borgnes- ingum mun sterkari og við pössuðum okkur á aö vanmeta þá ekki. Það er enginn leikur unnin fyrirfram, síst gegn liðunum i neðri hlutanum," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN, við DV eftir leikinn. Rondey Robinson var yfirburða- maður í hði Njarðvíkinga og Teitur Örlygsson var góöur en liðsheildin þó aðah Njarðvíkurhðsins. Birgir Mikaelsson stóð upp úr í hði Skahagríms en aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik. „Njarvíkingar léku vel hér í kvöld en leikur okkar var köflóttur. Við vomm að narta í hælana á þeim í fyrri hálfleik en gerðum okkur seka um mistök sem þeir voru fljótir að nýta sér,“ sagði Birgir Mikaelsson, þjálfari Skahagríms, við DV eftir leikinn. Átakalítill sigur UMFG á Þórsurum Þór (31) 72 Grindavík (42) 85 1-0,1-9, 3-14, 7-24, 22-36, (31^2), 39-49, 47-55, 58-65, 66-73, 72:85. Stig Þórs: Konráð 21, Harge 17, Bjöm 14, Högni 10, Stefán 4, Helgi 4, Birgir 2. Stig Grindavíkur: Guðmundur 29, Hurst 28, Pálmar 15, Hjálmar 5, Rúnar 4, Bergur 4. Vítahittni: Þór 14/10, UMFG 24/14. Fráköst: Þór 37, UMFG 43. 3-stiga körfur: Þór 6, UMFG 3. Bolta tapað: Þór 14, UMFG 15. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Brynjar Þór Þorsteinsson, dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 100. Staðan Njarðvík....11 10 1 1004-855 20 KR..........10 7 3 927-845 14 TindastóU... 11 4 7 978-1015 8 Snæfell..... 9 3 6 707-827 6 Skallagr....10 2 8 811-952 4 B-riðilI: Keflavík....10 9 1 1033-829 18 Grindavík... 11 6 5 938-879 12 Valur.......10 5 5 926-905 10 Haukar......10 4 6 899-980 8 Þór.........10 1 9 828-964 2 Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Ekki er hægt að segja aö hinir 100 áhorfendur sem mættu á leik Þórs og UMFG á Akureyri í gærkvöldi hafi fengið mikið fyrir aurana sína. Þórsarar höfðu frá fyrstu mínútu á brattann aö sækja og þó munurinn á liöunum væri lengst af í síðari hálf- leik ekki mikill í stigum höfðu Grind- víkingamir leikinn í hendi sér og unnu, 85:72. Grindvíkingar mættu til leiks með nýjan bandarískan leikmann, Joe Hurst, og sá lofar sannarlega góðu. Hann skoraði 28 stig, hirti um 20 frá- köst, blokkeraði skot og á án efa eft- ir að gera stóra hluti með liðinu. Hann og Guðmundur Bragason báru Grindavíkurhðið uppi en óneitan- lega sýnist hðið hafa of htla breidd th að fara langleiðina að titlinum. Hjá Þór em erfiðir tímar. Liðið skoraði 1. stig leiksins, fékk síðan á sig 9 í röð og 7:24 án þess að nokkuð væri gert, ekki tekið leikhlé og engu breytt í leik hðsins. Á þessum kafla tapaðist leikurinn því hðið hafði enga burði th að vinna þetta aht upp. Breiddin í hðinu er engin og sumir leikmannanna reyndar ekki með byijendahlutina á hreinu. Konráð Óskarsson var besti maður hðsins og sá eini sem átti góðan leik. Joe Harge leikur sem leikstjómandi, langstærsti maður hðsins og það er einfaldlega ekki hans staða. Hann er ekki skotmaður af færi og tók t.d. fimm þriggja stiga skot án árangurs. Þaö er ljóst að ef ekki verður mikh breyting á leik hðsins verður staða þess innan langs tíma orðin enn al- varlegri en hún er í dag og er hðið þó í neðsta sæti Japis-dehdarinnar. íþróttir - leikmaöur 12. umferöar Pétur Guðmundsson er útnefndur besti leikmaöur 12. um- feröar úrvalsdeildarinnar í körfukanatt- leik sem lauk í gærkvöldi. Hann áttl mjög góöan leik meö Tindastóli þegar liðiö vann óvæntan sigur á KR. Pétur skoraöi 20 stig og var gríöarlega sterk- ur í vörn Tindastóls. Pétur er nýbyrjaö- ur að leika meö Tindastóll aftur eftir aö hafa dvaliö í Bandaríkjunum. Magnús Matthíasson var drjúgur f liði Vals, skoraði 20 stig og tók fjöldann allan af fráköstum. DV-mynd Brynjar Gauti Stólarnir fóru létt með KR - sigruðu með 14 stiga mun, 89-75 „Ég var mjög ánægður með leik um íeik Tindastólsmanna, sem okkar hér í kvöld. Vömin var sterk léku sinn besta leik á timabihnu. allantímannognúerstefhantekin „Stólamir léku mjög vel en við á úrslitakeppninasagði Valur áttum einn okkar slakasta leik í Ingimundarson, þjálfari og leik- vetur og þá gerði það gæíúmuninn maður Tindastóls, eftír að Tinda- að þeir hittu betur úr þriggja stíga stóh hafði sigrað KR; 89-75, á Sauð- skotunum," sagði Axel Nikulásson árkróki í gær, KR-ingur við DV eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var jafn og Pétur Guðmundsson var bestur í spennandi. Vamir beggja höa voru höi Tindastóls og þá áttu þeir góðan gríðarlega sterkar. KR-ingar náöu leik, Valur Ingimundarson, Ivan einu sinni að komast yfir, 32-33, en Jonas og Einar Einarsson. eftir það tóku Stólamir viö sér og Guöni Guðnason og Axel Niku- KR-ingar áttu ekkert svar við góð- lásson léku best KR-inga. Astþór gerði útslagið - þegar Njarðvík vann Tindastól, 97-82 Ægir Már Káiaaan, DV, Saðumesjum: „Ég er mjög ánægður með sigur- inn, þetta var fjögurra stiga leikur, og við erum búnir að leika mjög stíft undanfarið," sagði Friðrik Rúnars- son, þjálfari Njarövíkinga, eftir sigur á Tindastóh, 97-82, á fostudagskvöld. „Ég var ánægður með fyrri hálf- leikinn en ekki þann síöari. Við vor- um búnir að gefast upp undir lokin. Við þurfum einn góðan sigur til aö auka sjálfstraustið og vonandi fer þetta að ganga upp,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, sem ekki lék með vegna leikbanns. Vendipunktur leiksins var í síðari hálfleik þegar Ástþór Ingason skor- aði fjórar þriggja stiga körfur á þremur mínútum fyrir Njarðvík. Robinson, Jóhannes og Ástþór vom bestir hjá Njarðvík en Haraldur var mjög góður hjá Tindastóh en Jonas og Pétur geta miklu betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.