Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1991, Blaðsíða 8
MÁNtÍDÁGÍJR V. itífcsfe^BÉR Íés/l ; 36 Iþróttir Sport- stúfar SDönsku Mðin Kolding og Helsingör unnu nauma heimasigra í 8 liöa úrslitum Evrópu- mótanna i handknattleik um helgina. Kolding vann Nimes frá Frakklandi, 25-23, t Evrópu- keppni meistaraliða og Helsingör vann Proleter Zrenjanin frá Júgóslavíu, 18-15, í IHF-bikam- um. Hæpíð er að þessir sigrar dugi dönsku liðunum til að kom- ast í undanúrslit. M unnu Danir tvo sigra á Finnum i landsleikjum um heigina, 26-17, og 21-19, og sigruðu einnig Litháen, 28-15. Erik Veje Rassmussen skoraði níu mörk fyrír Dani í síðari leikn- um við Fintia. Tveir útisigrar hjá Hattarmönnum Höttur frá Egilsstöðum vann tvo góða útisigra í 1. deild karla í körfu- knattleik um heigina. Höttur vann Reyni í Sandgerði, 86-87, á fóstudagskvöldið og síðan Víkvexja í Reykjavík, 63-97, á laugardaginn. Á Akranesi vann ÍA öruggan sigur á Keilufélagi Reykjavíkur, 79-53. Staðan í 1. deild er þarrnig: IR 8 8 0 757-561 16 Höttur 10 7 3 722-664 14 ÍAi+o 9 6 3 693-657 12 UBK 9 5 4 816-664 10 Víkveiji 9 3 6 585-732 6 Reynlr 9 3 6 751-752 6 7 2 5 447-473 4 KFR„ 9 lii 8 432- 700 2 Tapogsigur hjá meisturunum Meistarar Chieago Bulls máttu sætta sig við tap gegn Philadelp- hia 76ers í bandarísku NBA- deödinni í körfuknattleik um helgina. Þeir unnu reyndar iíka, sigruöu Charlotte Homets. Úrslit leikja í um helgina: Boston - NY Knicks......103-92 Indiana - Milwaukee....126-106 NJ Nets - LA Lakers......89-98 Orlando - Phoenix......105-122 76ers - Portland.......105-102 Washington-Detroit......94 -105 SASpurs-UtabJazz........92-93 Chicago - Charlotte.....114-96 Denver - LA Clippers....100-102 Seattle-Minnesota.......96-94 Atianta - NYKnícks.....128-137 Cleveland-Washington....99-97 Indíana - Portland.........112-115 Miami - Phoenix........108-109 Orlando - Charlotte.....95-109 76ers - Chicago........103-100 Houston - Utah Jazz...... 91-96 Seattle-DaJlas.........104-101 Golden St, - Sacramento.....l24~120 LA Clippers - Minnesota ....101-87 Sú sænska bætti eígið heimsmet Louise Karisson frá Svíþjóð bætti eigið heimsmet í 100 metra íjórsundi á Evrópu- mótinu i 25 metra laug 1 Gelsenk- irchen í Þýskalandi í gær. Hun synti vegalengdina á 1:06,61 min. Pinninn Jani Sievinen setti Evr- ópumet i 50 metra baksundi þegar hann synti ó 25,18 sekúndum, og hollenska stúlkan De Bruijn setti Evrópumet i 50 metra flugsundi, 27,25 sekúndur. Þýska kvenna- sveitin náöi besta tíma ársins í 4x50 metra fjórsundi. synti á tím- anum 1:53,79 mínútum. Þá synti þýska stúlkan Sandra Voelker á besta tíma ársins í 50 metra bak- sundi, 28,68 sekúndum. Hermann í Sfjörnuna Hermann Arason úr Hvöt á Blönduósi leik- ur meö Stjörnunni í 2. deildinni í knatt- spymu næsta sumar. Hermann hefur verið sterkasti leikmaður Hvatar undanfarin ár og lék eitt ár meö Þrótti, Reykjavík, í 2. deild. Iriðill: 2. riðill: 3. riðill: Ítalía England Spánn Skotland Pólland Danmörk Portúgal Holland írland Sviss Noregur Norður-írland Malta Tyrkland Albanía Eistland San Marínó Litháen Lettland 4. riðill: 5. riðill: 6. riðill: Belgía Sovétríkin Frakkland Tékkóslóvakía Júgóslavía Austurríki Rúmenía Ungverjaland Búlgaría Wales Grlkkland Svíþjóð Kýpur ÍSLAND Finnland Færeyjar Lúxemborg Israel „Þetta eru geysi- leg vonbrigði" - sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, um HM-dráttinn „Þetta eru geysileg vonbrigði og meira að segja Sepp Blatter, aðalrit- ari FIFA, sagði þegar nafn íslands var dregið að það væri merkilegt hve oft ísland og Sovétríkin lentu sam- an,“ sagði Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, í samtali við DV í gær- kvöldi en hann og Guðmundur Pét- ursson, varaformaður KSÍ, voru í Forum-höUinni í Madison Square Garden í New York í gær þegar dreg- ið var í riðla fyrir undankeppni HM í knattspyrnu. Liðum Evrópu er skipt í sex riðla og eru sex lið í þeim öllum nema sjö í einum. Tvö efstu liöin í hverjum riðli komast í úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum 1994. Þjóðveijar fara beint í hana sem heimsmeistarar. Riðlaskiptingin í Evrópu sést hér efst á síðunni. Útlitið var alls ekki slæmt „Þegar okkar nafn kom upp var búið að draga Sovétríkin og Lúxemborg í riðiliim og síðan bættist Grikkland við þannig að útlitið var alls ekki slæmt. En þá bættust Ungveijaland og Júgóslavía í hópirm þannig að það þyngdist á okkur brúnin. Þetta er þó ekki eini slæmi riðillinn í keppninni og ef horft er á möguleikana gegn þessum þjóðum gæti þetta veriö allt í lagi. Grikkir eru ekki óyfirstíganleg hindrun og Lúxemborg eigum viö aö klára,“ sagði Eggert. Fyrsti leikurinn strax í vor? Viðræður um leikdaga fara fram fljótlega efdr áramót og Eggert sagði að þaö kæmi sterklega til greina að reyna að spila fyrsta leikinn strax í vor en leikjunum 10 í riðlinum á að verða lokið í desember 1993. Þaö yrði þá við Grikkiand, Lúxemborg eða Ungverjaland, því Júgóslavar og Sovétmenn spila í úrslitum Evrópu- keppninnar í sumar. Mestir möguleikar gegn Lúxemborg og Grikkjum „Það hefði verið hægt fá það betra og þetta verður erfitt. Raunhæfir möguleikar á að komast áfram eru ekki miklir og við stefnum á að fá nógu mörg stig til að hækka um styrkleikaflokk," sagði Ásgeir Elías- son landsliðsþjálfari við DV í gær- kvöldi. „Við eigum að vera með betra hö en Lúxemborg en hinar fjórar þjóð- imar eiga að vera sterkari en við. Ég tel að við eigum einna mesta möguleika á aö standa okkur gegn Grikkjum, annars veröum við fyrst og fremst að standa okkur á heima- velli og taka þar sem flest stig. Vonandi verður hægt aö ná hag- stæðum samningum um leikdaga og það besta yrði að fá sem flesta leiki á haustin. Óskastaðan væri að fá fjóra leiki hvort haust og eirm hvort sumar. Annars er óvissa í þessu með Sovétríkin og Júgóslavíu þar sem þessi tvö ríki virðast vera að liðast í sundur og við gætum allt í einu stað- ið uppi í flögurra liða riðli!" sagði Ásgeir. Auðvelt fyrir Sovétríkin og Júgóslavíu, segir Vogts Bertie Vogts, þjálfari heimsmeistara- liðs Þýskalands, sagði eftir dráttinn að 5. riðill ætti að vera auðveldur fyrir Sovétríkin og Júgóslavíu. „Að vísu er mikil óvissa ríkjandi í innan- ríkismálum beggja þjóða en lið Ung- veijalands, Grikklands, íslands og Lúxemborgar eru ekki sterk,“ sagði Vogts. Hann óskaði einnig Hollendingum og Englendingum til hamingju með farseðlana til Bandaríkjanna, þeirra riðill væri svo auðveldur að engin spuming væri um úrslit. Brasilía og Úrúgvæ í sama riðlinum Dregið var í riðla fyrir allar heimsálf- ur í gær og fyrir utan Evrópu beind- ist mesta athyglin að Suður-Amer- íku. Þar leika Argentína, Kólombía, Paragvæ og Perú í A-riðli en Brasil- ía, Úrúgvæ, Ekvador, Bólivía og Ve- nesúela í B-riðli. Tvö lið komast áfram úr B-riðh og eitt úr A-riðli auk þess sem lið númer tvö í A-riðli leik- ur aukaleiki við hð af öðrum svæð- um. -VS Riöill Islands í undankeppni HM - Vrenl Schneider frá Sviss, sem hér er á lleygiferð í Sanfa Caterina á ífaliu i gær, sigraði þar i stórsvlg! kvenna i heimsbikarnum. Hún er nú með örugga forystu i stigakeppni kvenna. Katja Seizínger frá Þýska- landi sigraði i bruni kvenna á sama stað á laugardag. Kariarnir kepptu í Val D’lsere i Frakklandi og þar vann Marc Girardeili frá Lúxemborg risastórsvig í gaar en A.J. Kitt frá Bandarikjunum vann sigur í bruni á iaugardag. VS/Simamynd Reuter Góður endasprettur Víkinga - unnu HK og Völsungur sigraði KA í 1. deild kvenna í blaki „Þetta var miklu auðveldara en ég átti von á. Reyndar gengu uppgjaf- irnar mjög vel hjá okkur og liðið vann vel í heild en samt átti ég von á meiri mótspymu," sagöi Jóhanna Guöjónsdóttir, fyrirliði Völsunga, í samtali viö DV eför sigur á KA, 3-1, í 1. deild kvenna í blaki á Húsavík á fóstudagskvöldið. Heimaliðið varð að lúta í lægra haldi í þriðju hrinu en engu að síður má segja að sigurinn hafi verið nokk- uð auðveldur og má merkja það af niðurstöðum hrinanna, 15-8, 15-3, 11-15 og 15-8. Styrkur frá Júgóslavíu KA-stúlkur hafa fengið til liðs við sig júgóslavneska stúlku, Jasna Popovic. Hún leikur á kantinum og styrkir liöið töluvert en á þó eftir aö komast betur irm í liöið. „Þetta er greinilega kröftug stelpa en það er eins og hún hafi ekki spilað í einhvern tíma. Ég held hún eigi eftir að koma til og þá verða þær erfiðari viðureignar," sagði Jóhaima um hinn nýja leikmann KA. HK - Vfkingur: 1-3 Bæði lið hófu leikinn mjög vel en fljótlega náðu Víkingsstúlkur yfir- höndinni. Vöm beggja liða var mjög góð en valkyijumar úr Hæðargarði bjuggu yfir meiri breidd og fiöl- breyttari sókn. Víkingar unnu í fyrstu hrinu, 15-11, og vora á góðri leið með að rúlla yfir andstæðingana í annarri hrinu (14-2) en þá tóku HK-ingar við sér og tókst að krækja í nokkur stig af kærulausum mótheijunum með góðum uppgjöfum. Víkingar unnu þó, 15-10, en urðu að sætta sig við tap í næstu hrinu, 7-15. Munaði þar mestu um ágætar uppgjafir HK- stúlkna og góða leiksfióm Mirku Marikovu, uppspilara. íslands- og bikarmeisturum Vík- ings tókst að hrista af sér slenið sem hafði tekið völdin af leikgleðinni í þriðju hrinu. Þær gerðu síðan út um leikinn með nokkuð ömggum en engan veginn fyrirhafnarlausum 15-6-sigri í fiórðu hrinunni. Elva Rut Helgadóttir var best HK- stúlkna og átti stórgóðan leik, bæði í sókn og vöm. Gunnar Ámason og Vilborg Ein- arsdóttir dæmdu leikinn af röggsemi. -gje

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.