Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992.
Fréttir
Merkjá rauf skarð í veginn við brúna á Fljótshllðarvegi:
Rétt slapp yf ir með
„Maður er ekkert að gera sér rellu
út af aurskriðunum,“ sagði Jón
Þóröarson, bóndi að Eyvindarmúla
i Fljótshlið.
konu og barn
„Gilið héma fyrir ofan var fullt
þegar verst lét,“ sagði Jón Smári
Lárusson vegagerðarmaður við DV í
gær þar sem hann var að vinna við
lagfæringu á Fljótshlíðarvegi við
Merkjá rétt innan við Hlíðarendakot
í gær. Sprænan í hlíðinni fyrir ofan
varð að beljandi á á mánudag. Þá fór
vegurinn í sundur við brúarsporðinn
þar sem Jón Smári og vinnufélagar
hans vora að keyra í við brúna yfir
Merkjá:
„Sonurinn frá Eyvindarmúla rétt
slapp framhjá. Það var hann sem lét
okkur vita þegar vegurinn fór í sund-
ur við brúna,“ sagði húsfreyjan að
Hlíðarendakoti. „Hann var með konu
og barn í bílnum og sagðist hreinlega
hafa komist yfir á bílnum á malbik-
inu. Það sást ekkert þarna í svarta
myrkri. Það var settur sandur þama
Síðasti bíll sem ók veginn áður en hann rofnaði við brúna yfir Merkjá nánast „slapp yfir á malbikinu" einu saman. Myrkur var og sá ökumaðurinn ekki vel
að áin var búin að grafa sig undir veginn. Verið var að aka grjóti í skarðið í gær. Á myndinni er bíll frá vegagerðinni. DV-myndir BG
við brúna þegar hún var gerð í hitti-
fyrra en ekkert grjót,“ sagði hús-
freyjan.
Verið var að aka grjóti í skarðið
við brúna í gær þar sem vegurinn fór
í sundur. Ekki kom til þess að bæir
einangruðust í Fljótshlíð því hægt
var að aka frá veginum eftir heim-
keyrslunni að Múlakoti og síðan eftir
vegarspotta fyrir brúna og upp á
þjóðveg aftur.
Aurskriöa féll í hlíðinni rétt vestan
viö bæinn Eyvindarmúla sem stend-
ur austarlega í Fljótshlíð. Jón Þórð-
arson bóndi sagði að mörg ár væru
liðin frá því að skriður féllu með
svipuðum hætti og nú hefur gerst.
Fjárhúsin að Eyvindarmúla standa
þétt undir hlíðinni.
„Maður er ekkert að gera sér rellu
út af þessu. Þetta er fljótt að gróa
aftur,“ sagði Jón.
-ÓTT
í bflnum
í dag mælir Dagfari_______________
Steingrímur fór ekki
Sendiherra Bandaríkjanna, Mr.
Charles Cobb, er senn á förum vest-
ur um haf. Mr. Cobb sendiherra er
afar geðþekkur maður og einn af
fáum diplómötum sem hér hafa
dvalið með þeim árangri að íslend-
mgar hafa dáðst að honum og virt.
Mr. Charles Cobb er hressilegur í
tali, hreinskiptinn og heiðarlegur.
Skýringin er sjálfsagt sú að maður-
inn er boðflenna í sendiráðinu og
ekki tamið sér edikettur utanríkis-
þjónustunnar, sem þurrkar burtu
persónuleika þeirra manna sem
þar dveljast langdvölum.
Mr. Cobb hefur staldrað stutt við.
Sendiherrastaðan hér á landi er
hans eina starf í utanríkisþjón-
ustunni og nú er hann farinn aftur
vestur um haf til að hjálpa vini sín-
um, George Bush, aö verða forseti
á nýjan leik. Enda segir Mr. Cobb
að hann hafi margt lært af íslensk-
um stjórnmálum og stjóramála-
mönnum og allt ætti þaö að geta
komið Bush að góðum notum.
Sendiherrann segir frá því að hann
hafi veriö vinur allra íslenskra
sljómmálamanna og meiri vinur
sumra en annarra. Nefnir hann því
til sönnunar að „forsætisráðherra
hefur dvalið á heimili mínu í
Flórída í eina viku, svo og utanrík-
isráðherrann og Steingrímur Her-
mannsson. Þorsteinn Pálssson
sjávarútvegsráðherra hefur dvalið
í skíðaskálanum okkar í Banda-
ríkjunum".
Þess skal getið til áréttingar að
Mr. Cobb hefur aðeins dvalið á ís-
landi í tvö ár, svo honum hefur
ekki gefist ráðrúm til aö bjóða fleiri
ráðherrum íslenskum á einka-
heimili sín, sumarbústaði og skíða-
skála fyrir vestan, en hann hefur
hins vegar notað tímann hér heima
og segir:
„Þegar við klifum Heklu báðum
við Þorstein Pálsson og Ingibjörgu
Rafnar að klífa hana með okkur og
það gerðu þau. Þegar við höfum
rennt fyrir lax, höfum við iðulega
gert það í félagi við stjómmálafor-
ingja, leiðandi menn úr viöskipta-
lífinu og svo framvegis.“
Hér kemur það fram að Mr. Cobb
hefur nýtt tíma sinn vel, þrátt fyrir
stutt stopp og milli þess sem ís-
lensku stjómmálaforingjarnir
dvöldu fyrir vestan í híbýlum
sendiherrans veiddu þeir með hon-
um lax og klifu flöll og voru honum
ánægjulegt kompaní. islenskum
kjósendum fmnst áreiðanlega
notalegt til þess að vita aö þegar
ráðherramir eru á sífelldum ferða-
lögum í útlöndum eigi þeir sér at-
hvarf í sumarbústöðum banda-
ríska sendiherrans og Þorsteinn
Pálsson gat meira að segja gert hlé
á fundarsetum sínum í Bandaríkj-
unum til að komast á skíði, þökk
sé Mr. Cobb og skíðaskálanum
hans.
Eitthvað er Steingrímur Her-
mannsson að hafa móral út af þess-
um vinskap og Steingrímur sér til-
efni til að skrifa athugasemd í
Mogga og koma þvi að að hann
hafi aldrei þegið boð sendiherrans
um að dvelja á heimilum hans.
Steingrímur telur það ekki við
hæfi að þiggja slík boð frá sendi-
manni erlends ríkis.
Steingrími er vorkunn. Hann
þarf sífellt að stíga í vinstri eða
hægri og vera bæði með og móti
Bandaríkjamönnum meðan hinir
ráðherramir geta verið heilshugar
með Bandaríkjunum og þurfa þess
vegna ekki að hafa móralskar
áhyggjur af því þótt þeir dvelji í
sumarbústöðum og skíðaskálum
ambassadorsins fyrir ekki neitt.
Og svo vill maðurinn endilega
bjóða. íslenskir ráðherrar geta
auðvitað ekki veriö þekktir fyrir
að aíþakka svona góð boð, enda er
góð vinátta milli íslands og Banda-
ríkjanna og svo er þetta algjörlega
frítt og ráðherramir fá sína dag-
peninga á meðan þeir dvelja í sum-
arbústöðunum og konurnar líka og
Mr. Cobb er vinur Bush forseta og
Bush er vinur íslands. íslenskir
ráðherrar geta ekki verið þekktir
fyrir að móðga vini Bush.
Steingrímur Hermannsson hefur
ekki þegið heimboð sendiherrans.
Það er hans vandamál. Steingrím-
ur á eftir að sjá eftir því, enda
hrökklaðist hann úr stjórninni
meðan allir heimilisgestir Mr.
Cobb eru við völd á íslandi.
Mr. Charles Cobb hefur reynst
íslendingum vel. Hans verður sárt
saknað af núverandi ráðherrum.
Vonandi skipar Bush Bandaríkja-
forseti nýjan sendiherra sem bæði
á sumarbústaði og skíðaskála.
Dagfari