Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Blaðsíða 10
vwwwwwv 10 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992. LISTASAFN ASÍ Grensásvegi 16A FRÉTTAUÓSMYNDASÝNING OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 14.00 til 22.00. SÍÐASTI SYNINGARDAGUR 27. JANÚAR. 1 ÁSKRIFTARSÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA = / GRyCNIúSSJ 99-6270 — talandi dæmi um þjónustu Utlönd Siglingafræðingar magna deiluna um Airbus A-320: Vitað um skekkju í mælitækjunum Deilan um öryggi flugvéla af gerö- inni Airbus A-320 magnaðist enn í gær vegna fullyrðinga siglingafræð- inga um að flugáhafnir hefðu uppgöt- vað skekkjur í tækjum sem mæla hæð flugvélanna og fjarlægö frá áfangastað. Flugslysið í austurhluta Frakk- lands á mánudag þegar 87 manns fórust var þriðja slysið sem vélar af þessari gerð hafa lent í frá því þær komu á markaðinn 1987. Rannsókn á fyrri flugslysunum tveimur komst að því aö mistökum flugmanna hefði verið um að kenna en ekki tæknibil- un. Rannsókn stendur nú yfir á or- sökum slyssins á mánudag. Franska sjónvarpsstöðin Antenne 2 sagði í gær frá skýrslum sem tækni- nefnd verkalýðsfélags sighngafræð- inga hefði skrifað um tö atvik þar sem áhafnir Airbus A-320 flugvéla sem lentu í Strasborg og Mulhouse fyrir fjórum mánuöum hefðu til- kynnt um truflanir í fjarlægðarmæl- ingatækjum vélanna. Flugkennari sagði í viðtali við sjón- varpsstöðina að tækninefndin hefði bent á að tækin gætu læst og að rang- ar upplýsingar um hæð flugvélarinn- ar og fjarlægð frá áfangastað gæti komið fram í gölluðum tækjum. Hann sagði að sérstaklega hefði verið fjallaö um atvikin við Strasborg og Mulhouse en hið sama hefði gerst víðar. Framleiðendur flugvélarinnar vildu ekki tjá sig um fréttina en þeir höfðu áður beðist undan því að geta sér til um ástæður slyssins og sögð- ust vilja bíða eftir niðurstöðum rann- sóknarinnar. Pierre-Henri Gourgeon, flugmála- stjóri Frakklands, sagði að niður- stöður frumrannsóknar á flugritum vélarinnar hefðu ekki gefið ástæðu til að stöðva flug annarra A-320 véla. Þessi átta ára gamli snáði, Romain Duclos, var einn hinna níu sem kom- ust lifs af úr flugslysinu í Frakklandi á mánudag. Hér er hann með foreldr- um sínum á sjúkrahúsinu í Strasborg. Símamynd Reuter Hann sagði að rannsókn á upptök- einnig til þess að slæmt veöur hefði um á samtölum flugmannanna benti ekki orsakað slysið. Reuter AUKABLAÐ BÍLAR 1992 Miðvikudaginn 29. janúar mun aukablað um bíla fylga DV. í þessu aukablaði verður Qaliað um nýja fólksbíia af árgerð 1992 sem bíiaumboðin koma tii með að bjóða upp á. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukabiaði, vinsamlega hafi samband við auglýsinqadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er fimmtudaginn 23. janúar. ATH.! Póstfaxnúmer okkar er 62-66-84. auglýsingar Þverholti 11 - 105 Reykjavík Vissu um hættuna af halcion í tvo áratugi Komið hefur í ljós að framleiðend- ur svefnlyfsins halcion vissu að það gat haft slæmar sálrænar aukaverk- anir löngu áður en upplýsingar um ókosti lyfsins voru gerðar opinberar. Er talið að framleiðandinn, Upjohn í Bandaríkjunum, hafi legið á vitn- eskju um aukaverkanirnar í tvo ára- tugi. Upplýsingar um þetta komu fram við réttarhöld í Utha í Bandaríkjun- um. Framleiðandi lyfsins, sem er mest selda svefnlyf í heimi, var kærður vegna þess að kona að nafni Ilo Gnmdberg myrti móður sína í æðiskasti. Hún notaði svefnlyfið árum saman og vilja lögmenn kon- unnar rekja morðið til aukaverkana lyfsins. Fólk, sem tekið heflu- halcion um nokkurn tíma, kvartar undan þung- lyndi, ofsjónum og ofsóknaræði. Við réttarhöldin í Bandaríkjunum varð lyfjafyrirtækið að leggja fram upp- lýsingar um aukaverkanir halcion. Þessar upplýsingar áttu að vera leynilegar en hafa lekið út. Þegar er búið að banna sölu á halci- on í Bretlandi og í Bandaríkjunum stendur yfir opinber rannsókn á lyf- inu og er jafnvel búist við að það verði bannað þar líka. Upphaflega voru gerðar tilraumr með halcion á fóngum í Bandaríkjun- um árið 1972 og leiddu þær í ljós að hluti fanganna truflaðist á geði. Engu að síður var ákveðið að hefja sölu á lyfinu. Robert Gates, forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, segir að svo mjög hafi dregið úr vopna- ft-amleiðslu í lýðveldunum, sem áður mynduöu Sovétríkin, aö engin hætta steðji að Bandaríkjunum úr austri í fyrirsjáanlegrl framtíð. Gates sagöi að á hinn bóginn magnaöist meö hvetjum degi hætt- an á hryðjuverkastarfsemi hópa sem sprottið hafa upp eftir að Sov- étríkin liðuðust í sundur. Þessir hópar geti valdið ólgu í Austur- Evrópu og viðar en séu ekki líkleg- ir til að beina spjótum sínum að BandaríKjamönnum. Rcutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.