Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Blaðsíða 8
8 KIMM.TUPAGUR 23. JANÚAR 1992. LífsstOl DV kannar verð í matvöruverslunum: Álagning verslana er ædi misjöfn Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum; Bónusi, Skútuvogi, Rarðarkaupi, Hafnarfirði, Hagkaupi, Eiðistorgi, Miklagarði vestur í bæ og Kjötstöð- inni í Glæsibæ. Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjatali en hinar samanburðar- verslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er græn- meti í Bónusi vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Að þessu sinni var kannað verð á sveppum, gulri papriku, gulrótum, rófum, mandarínum, banönum, gúrkum, Royal búðingsdufti, nauta- hakki, Cameliu dömubindum, norm- al, 20 stk, Melroses te, 20 pokum, og Ora maísbaunum, 430 grömmum. Miklu munar að þessu sinni á hæsta og lægsta verði á sveppum, eða 90%, en til samanburðar var munur- inn 14% í desember á hæsta og lægsta verði. Sveppir voru á lægsta verðinu í Hagkaupi á 349 en verðið í Bónusi og Fjarðarkaupi var 357. Sveppir kostuðu 398 í Miklagarði og 679 í Kjötstöðinni. Munurinn á hæsta og lægsta verði á gulri papriku er heil 126% sem er ansi mikill munur. Gul paprika var á lægsta verðinu í Bón- usi á 221. Verðið var 315 í Fjarðar- kaupi, 489 í Miklagarði og 499 í Hag- kaupi en hún fékkst ekki í Kjötstöð- inni að þessu sinni. Aðeins 13% munur er á hæsta og lægsta verði á gulrótum og reyndar er sjaldgæft að miklu muni á þessari tegund grænmetis. Gulrætur voru á hagstæðasta verðinu í Bónusi á 128, verðið var 137 í Kjötstöðinni, 145 í Hagkaupi og Miklagarði og 147 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði á rófum er aftur á móti meiri, eða 74 af hundraði. Rófur voru á sama verðinu í Fjarðarkaupi, Miklagarði og Hagkaupi á 59. Lægst var verðið hins vegar í Bónusi, 42 krónur, og hæst í Kjötstöðinn, 73 krónur kílóið. Það er 72% munur á hæsta og lægsta verði á mandarínum sam- kvæmt könnuninni. Eini staðurinn, þar sem kílóverðið er undir 100 krón- um, er Bónus en þar var verðið 98 krónur. Mandarínur kostuðu 129 í Kjötstöðinni, 148 í Miklagárði, 159 í Hagkaupi og 169 í Fíarðarkaupi. Ban- anar eru einnig misdýrir eftir versl- unum. Lægsta verðið er 88 krónur í Munur á hæsta og lægsta verði á pakkavöru er allt að helmingur og hlýtur það að vera að mestu leyti vegna mismunandi álagningar verslana. Bónusi en síöan kemur Fjarðarkaup, 118, Mikligarður og Hagkaup, 125, og Kjötstöðin, 149. Munur á hæsta og lægsta verði er 69 af hundraði. Munur á hæsta og lægsta verði á gúrkum reyndist vera 63%. Lægsta verðið var að finna í Bónusi, 307, en á eftir fylgdi Fjarðarkaup með 325, Kjötstöðin með 369, Hagkaup með 498 og Mikligarður með 499. Furðu mik- ill munur er á hæsta og lægsta verði á Royal búðingsdufti, eða 50%, sem er mikið fyrir vöru af því tagi. Lægsta verðið, 56 krónur, er í Bónusi, næst kemur Fjarðarkaup með 59, Hag- kaup og Mikhgarður eru með sama verðið, 66 krónur, og Kjötstöðin 84 krónur. Nautahakk er á 659 krónur í Bón- usi, 695 í Kjötstööinni, 724 í Fjaröar- kaupi og Hagkaupi og 739 krónur kílóið í Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta verði er ekki svo mikill eða 12%. Verð á Cameliu dömubindum (normal, 20 stk.) er nokkuð misjafnt DV-mynd BG Litlar verö- breytingar Hæsta og lægsta verð Nautahakk Agúrkur Royal búðingur Dömubindi 90 j--------I 210 í könnun verðþróunar á ávöxtum og grænmeti bregöur nú svo við að verðbreytingar eru í minni kantin- um. í öllum tilfellum er svipað eða sama meðalverð og í síðustu könnun á þessum tegundum sem á súluritinu sjást. Bananar eru á nákvæmlega sama meðalverði nú og í miðjum desemb- ermánuði á síðasta ári. Þar áður hafði meðalverðið komist niður í 110 krónur í nóvember en er nú 121 króna. Meðalverð á mandarínum viröist vera á hægri niðurleið en verðlækkunin hefur hægt nokkuð á sér og stendur nú í 141 krónu. Einu verulegu sveiflumar á meðal- verði em á sveppum. Meðalverðið komst töluvert yfir 500 krónur í nóv- ember síðasthðnum, datt niður í 428 í desember og er þaö sama í könnun- inni nú. Meðalverð á rófum var um og undir 70 krónum kílóið í október á síðasta ári en lækkaöi um 10 krón- ur í nóvember. Það hefur haldist nokkuð stöðugt síðan og er nú 58 krónur. Meðalverð á gulrótum var lengi vel á uppleið en virðist hafa náð há- marki um áramótin. Það er nú aftur á niðurleiö og er nú 140 krónur. Meðalverð á gulri papriku hefur tek- iö nokkrum sveiflum á undanfómum mánuðum. Lægst var verðið í miöj- um október, um 350 krónur, komst upp í rúmar 400 krónur í nóvember en hefur lækkað aftur. Það er nú 381 króna. Gul paprika fékkst í 4 af fimm samanburðarverslununum og var úthtiðfyrstaflokks. -ÍS mihi verslana. Lægsta veröið var í Bónusi, 149 krónur, en á eftir fylgdu Hagkaup, 163, Fjarðarkaup, 179, Kjötstöðin, 199, og Mikhgarður, 207. Munur á hæsta og lægsta verði á þessari vöru er 39%. Heildsöluverðið hlýtur aö vera það sama eða svipað til verslana svo það er ljóst að álagn- ingin er æði misjöfn. Sömu sögu er að segja af Melroses tei. Munur á hæsta og lægsta verði er 51 af hundraði sem hlýtur að vera nær eingöngu munur á álagningu. Lægsta verðið var í Bónusi, 77, en á eftir komu Fjarðarkaup, 79, Hag- kaup, 93, Mikligarður, 95, og Kjöt- stöðin, 116. Það munar 34% á hæsta og lægsta verði á maísbaunum frá Ora í 430 gramma dósum. Þær kosta 95 í Bónusi, 101 í Fjarðarkaupi og Hagkaupi, 124 í Kjötstöðinni og 127 í Miklagarði. -ÍS Sértilboð og afsláttur: lifrarkæfa í Bónusverslununum á höfuð- borgarsvæðinu er í gangi sértíl- boðsverð á Toro kjúklingasúpu, sem seld er á 47 krónur, St’Ives sjampói og næringu, 2x472 ml, á 387, Nemh heimihsplastpokum, 3 rúllum saman, á 179 og 3 ham- borgurum sem kosta aðeins 176 krónur. í Kjötstöðinni í Glæsibæ voru nokkur sértilboð x gangi í kjöt- borðinu. Þar skal fyrst telja heita lifrarkæfu, sem er á 195 krónur bakkinn, nýja sviðasultu á 1.198 krónur kílóið og lúxus svikinn héra sem er á 445 krónur kílóið. Harðfiskur frá ísafirði er einnig á sértilboði í versluninni. í Miklagarði vestur i bæ var kókómjólkin vinsæla í % 1 um- búðum seld á 35 króna sértUboði, Hreinol uppþvottalögur í tveggja lítra brúsum kostar aðeins 199, Hy Top salemispappír, 4 rúllur saman í pakka, kostar 119 og allar bragðtegundir af Maarud parti- snakki í stærri pokunum (250 g) eru á 199 krónur. í Hagkaupi á Eiðístorgi voru nokkur sértilboð í kjötborðinu. Þar skal helst nefna nautalundir, sem eru á kílóverðinu 2.169, nautafihet, sem kostar 1.540 kíló- iö, og nautagúhas á 1.042. Flnn krisp hrökkbrauðið vinsæla í 200 gramma pökkum kostar aðeins 79 i Hagkaupi. í Fiarðarkaupi er vert að geta þess að á fimmtudögum er alltaf grænmetismarkaður í gangi með Iágu verði á mörgum tegundum. Á mánudögum stendur til að hafa afsláttarhom þar sem upp veröur Stillt fjórum vörutegundum á af- sláttarverði sem gildir í einn dag. A sértilboðstorgi Fjarðarkaups er Nuses súkkulaðiáltígg á 135 krón- ur, 400 grömm, ýmist hreint eða með heshlmetum. Crown maís- baunir í dós era á sprengitilboðs- verðinu 49 krónur, 340 gramma dós. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.