Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1992, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1992. Fréttir Skoðanakönnun D V um fylgi flokkanna: Alþýðubandalag enn í sókn Alþýðubandalagið hefur haldið áfram að bæta viö sig fylgi. Kvenna- hstinn hefur bætt við sig síðan DV gerði skoðanakönnun í desember. Alþýðuflokkurinn tapar. Fylgi Framsóknar hefur minnkað aftur. Sjálfstæðisflokkurinn stendur 1 stað. Þetta eru niðurstöður skoöanakönn- unar DV, sem gerð var nú um helg- ina, og kosningaspár sem reiknuö hefur verið út af könnuninni. Alþýðuflokkurinn fengi sam- kvæmt kosningaspánni nú 9,1 pró- sent fylgi, sem er 0,6 prósentustigum minna en fylgið var í desemberkönn- un DV. Þetta er 6,4 prósentustigum minna en kosningafylgi Alþýðu- flokksins var í fyrra. Skekkjumörk eru 1,3 prósentustig hjá Alþýðu- flokknum. Framsókn fengi nú 26,7 prósent, sem er 2 prósentustigum minna en í desember en 7,8 prósentustigum meira en var í kosningunum. Skekkjumörk hjá Framsókn eru 1,8- prósentustig í plús eða mínus. Sjálfstæðisflokkurinn fengi nú 31,9 prósent, sem er 0,1 prósetustigi undir desemberfylgi flokksins og 6,7 pró- sentustigum minna en kosningafylgi flokksins. Skekkjumörk hjá Sjálf- stæðisflokknum eru 2,6 prósentustig. Alþýðubandalagið fengi nú 23,6 prósent, sem er 2,7 prósentustigum meira en í desemberkönnun DV og 9,2 prósentustigum meira en í kosn- ingunum. Skekkjumörk eru 2,1 pró- sentustig. Kvennalistinn fengi nú 8,8 prósent, sem er 2,2 prósetustigum meira en í desemberkönnuninni og 0,5 prósent- utigum meira en var í kosningunum í fyrra. Aðrir hstar komast ekki á blað í þetta sinn. Þessi kosningaspá hefur verið fundin með hjálp stærðfræðinga. Hún byggist á reynslu af DV-könn- unum. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt mihi kynja og jafnt mihi höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaða hsta mundir þú kjósa ef þing- kosningar færu fram núna? Breytingar á þingsætum Af öllu úrtakinu í skoðanakönnun DV fær Alþýöuflokkurinn 5 prósent. Framsóknarflokkurinn fær 14,8 pró- sent. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur 23 prósent úrtaksins. Alþýðubandalag- ið fær 12,5 prósent. Kvennahstinn fær 5,2 prósent. Óákveðnir eru 33 prósent, og 6,5 prósent vildu ekki svara. Alþýðuflokkurinn hlýtur því 8,3 prósent þeirra, sem afstöðu taka, áður en kosningaspáin er reiknuð. Framsóknarflokkurinn hlýtur 24,5 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn fær 38 prósent. Alþýðubandalagið hlýtur 20,7 prósent úrtaksins. Kvennahst- inn fær 8,5 prósent úrtaksins. Ef þingsætunum 63 er skipt í hlut- falli við fylgi flokkanna samkvæmt kosningaspánni, fær Alþýðuflokkur- inn 5 þingmenn, Framsókn 17, Sjálf- stæðisflokkurinn 21, Alþýðubanda- lagið 15 og Kvennahstinn 5. -HH Fylgi stjórnarflokkanna hefur minnkað mikið frá þvi i kosningunum síðastliðið vor. Ummælifólks: Allir f lokkar duglausir „Það er enginn stjómmálaflokkur á Islandi sem stendur upp úr og sem eitthvert vit er í. Flokkamir em allir duglausir og ráðalausir,“ sagði karl í Reykjavík. „Ég hef kosið Alþýðuflokkinn til þessa en það verður bið á því að ég geri það aftur. Ég sætti mig ekki við niðurskurð Sighvats Björgvinssonar í heilbrigðismálunum," sagði karl á Reykjanesi. „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn og mun gera áfram en ég vil ekki hafa Davíð í forystu," sagði karl á Austur- landi. „ÖU póhtík á íslandi er orðin svo rotin og ógeðsleg aö ég er hætt að hafa póhtíska skoðun," sagði kona á Norðurlandi. „Ég kaus sjálfstæðismenn í síðustu kosningum. En ég er kominn yfir á framsóknarvænginn núna,“ sagði karl á Vestfjörðum. „Það er kominn tími til á íslandi að kjósa einstaka menn en ekki flokka," sagöi karlmaður í Reykja- vík. -JGH Bandormur Borgarspítalans: Sjúklingar fluttir til og öldrunardeild lokuð áfram „Hluti af tihögum okkar gengur út á það að færa til sjúkhnga. 19 sjúkhngar af Hvítabandinu munu flytjast yfir á Heijsuvemdarstöð og Grensásdehd. Einnig er inni í myndinni að sjúkhngar af Heilsu- vemdarstöð fari á GrensásdeUd og Hvítabandssjúklingar þangað. Það má líkju þessu við „bandorm" rík- isstjómarinnar því þetta hefur keðjuverkandi áhrif,“ segir Jó- hannes Pálmasson, framkvæmda- stjóri Borgarspítalans. Spítalanum var gert aö skera niður um 200 mihjónir króna og telur Jóhannes að með tUlögum yfirstjómarinnar náist að spara 198,5 miUjónir króna. Með lækkuðum launakostn- aöi er gert ráð fyrir um 56 miUjón króna sparnaði og meö ýmsum tíl- færslum á starfsemi og breytingum á rekstarfyrirkomulagi er gert ráð fyrir spamaöi upp á 92 milljónir króna. „Það verður ef tíl vill fækkun á rúmum fyrir sjúkhnga í endurhæf- ingu. Nú em 60 sjúkrarúm á Grens- ási, bæði fyrir langlegu- og endur- hæfingarsjúklinga en deildin hefur ekki verið fuUnýtt því hún hefur aðeins verið rekin sem 5 daga deUd. Með því að færa til ættum við að geta haft deUdina í fuUum rekstri. Síðan verður flutt starfsemi á Hvítabandið sem er í leiguhúsnæði í Templarahöllinni. Þar em tU húsa bæði göngudeUd og dagdeUd geð- deUdar. Viö spömm um 35 miUjón- ir með þessum aðgerðum. Þá verða tUfærslur í starfsemi Amarholts sem einnig er hluti geð- deUdar, þar veröur dregið saman. Ætlunin er að B-6 verði lokuð áfram, að minnsta kosti til 1. sept- ember og 30 rúma legudeUd í Foss- vegi veröur breytt í fimm daga deUd. Þetta á að spara um 25 millj- ónir króna,“ segir Jóhannes. Hann segir ennfremur að aðrar spamaðaraðgerðir svo sem betri nýting á búnaði spítalans, mark- viss skipulagning rannsókna og fleira spari um 21,9 mUljónir króna. Spítahnn gerir einnig ráð fyrir að hafa tekjur af sjúkraþjálfun og rannsóknir á göngudeildarsjúkl- ingum muni skUa um 28,5 mUljón- um króna í aðra hönd. -J.Mar Fylgi þingflokkanna —- miðað við síðustu kosningar — Aiþýöufl. Sjálfstæðlsfl. Kvennallstl Framsóknarfl. ' Alþýðubl. Þ-listi Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar (í %): Kosn. Sept. Des. Nú Alþýðufiokkur 15,5 10,9 10,7 9,1 Framsóknarflokkur 18,9 25,8 28,7 26,7 Sjálfstæðisflokkur 38,6 34,8 32,0 31,9 Alþýðubandalag 14,4 17,1 20,9 23,6 Kvennalisti 8,3 9,5 6,5 8,8 Þ-listinn 1,8 1,5 0,8 - Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrsiit skoðanakönnunarinnar verða niðurstöður þessar. Til samanburðar er staðan i þinginu nú. Kosn. Sept. Des. Nú Alþýðuflokkur 10 7 7 5 Framsóknarflokkur 13 17 18 17 SjáHstæðísflokkur 26 22 21 21 Alþýðubandalag 9 11 13 15 Kvennalisti 5 6 4 5 Háskólinn má ekki verða undirmálsskóli - segirháskólarektor „Fremsta skylda Háskólans er að tryggja að sú kennsla, sem hann veit- ir, sé sambærileg að gæðum viö kennslu erlendra háskóla. Spamað- araðgeröir mega því ekki draga svo úr kennslu að Háskólinn verði undir- málsskóh. Hann hefur meiri skyldur við þá nemendur sem þegar hafa veriö innritaðir með fyrirheiti um kennslu en þá sem sækja um skóla- vist. Takmörkun á fjölda nemenda eða niðurfelhng á kennslu kemur því helst tU greina á fyrsta misseri," sagði Sveinbjöm Bjömsson, há- skólarektor við brautskráningu kandídata á laugardag. Háskólanum er gert að spara á núlh 10 og 12 prósent af rekstrar- kostnaði sínum á þessu ári. „Þótt heimUd tU innheimtu skrán- ingargjalda yrði nýtt að fuhu vantar enn tíl rekstrar fjárhæð sem er um tvöfalt hærri en kostnaður við kennslu ahra nýnema á fyrsta miss- eri. Þeim niðurskurði veröur aldrei náð með almennri hagræðingu. Af þessum sökum ályktaði háskólaráð að Háskólinn gæti ekki tryggt neinum nýnemum kennslu að hausti effjárlög yrðu með þeim hætti sem að var stefnt. Alþingi sinnti þessari viðvörun í engu og þar við situr enn.“ -J.Mar Ölvaður ók á staur BUl skemmdist mikið og tveir slös- leikur á að ökumaðurinn hafi veriö uöust er bUl rann í hálku og lenti á undir áhrifum áfengis en hann var staur á Kringlumýrarbraut á móts með tvo farþega í bUnum. viðBústaðavegarbrúumfjögurleytið -ELA aðfaranótt laugardagsins. Grunur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.