Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1992, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1992. 5 Fréttir Lyfjanefnd ríkisins um halcion-svefhlyfiö: Ekki ástæða til að taka lyfið af skrá „Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta lyf. Við hér erum þeirrar skoð- unar að það sé ekki ástæða til þess að taka það af skrá. Við gerðum út- tekt á þessu og skrifuðum heilbrigð- isráðuneytinu og landlæknisemb- ættinu bréf þar sem ítrekað var hvemig nota skub lyfið, það er að ávísa því aöeins í skamman tíma og í htlum skömmtum,“ sagði Guðbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfjanefndar ríkisins, aðspurð um hvort hér væri tekið mið af varúðar- reglum þeim um lyf sem innihalda efnið triazolam, þar á meðai halcion, er gilda í löndum Evrópubandalags- ins. Guðbjörg sagði að varúðarreglur varðandi notkun á svefnlyfinu halci- on væru í sérlyijaskrá, sem innihéldi skrá yfir öli lyf sem væru hér á mark- aði. Lyfiö væri einungis skráð til notkunar gegn tímabundnu svefn- leysi og svo hefði ætíð verið. „Við höfum fengið upplýsingar beint frá framleiðanda og eins frá lyfjanefnd Evrópubandalagsins," sagði Guðbjörg. „Skráning á auka- verkunum hér á landi á að vera í höndum landlæknisembættisins en hún hefur ekki virkað. Við höfum ítrekað þörfina á að koma á stað virku skráningarkerfi. Þess ber þó að geta að við höfum aðgang að upp- lýsingum um aukaverkanir frá öðr- um löndum sem koma að góðu gagni. En varðandi þetta lyf þá skiptir höfuðmáh hvemig það er notað. Það sem það hefur haft fram yfir valíum og diazepam er hve verkunartíminn er stuttur. Fólk er ekki hálfsljótt eft- ir að hafa notað það. Helmingunar- tíminn á diazepami er 21-37 klukku- stundir en á halcion 2-3 klukku- stundir. Hér hafa aha tíð verið mjög strang- ar takmarkanir á því magni lyfja er innihalda benzodiazepin-sambönd sem má skrifa á einn lyfseðil fyrir einstakling. Ef lyfjafræðingur í apó- teki fær lyfseðil upp á meira magn en þær reglur, sem við höfum sett, kveða á um þá er honum skylt að breyta lyfseðlinum." -JSS Þessi lyfin fást hérlendis og innihalda efnið triazolam. DV-mynd BG LyQanefhd EB leyfir notkun umdeilds svefnlyfs: ítrekar reglur um smáa skammta í skamman tíma Lyfjanefnd Evrópubandalagsins hefur staðfest varúðarreglur þær sem settar hafa verið um notkun efn- isins tricizolam sem verður þar með áfram leyft innan bandaiagsins. Fimm lyf, sem innihalda það efni, eru á markaði hér á landi, þar á meðal svefnlyfið halcion. í varúðarreglunum er kveðið á um að hámarksskammtur af lyfinu sé ekki meiri en 0,25 mg. Einnig er bent á nauðsyn þess að nota það ekki leng- ur en 10 daga í senn. Lyfið hefur verið tekið af markaði í einu landi Evrópubandalagsins, Bretlandi. Fleiri lönd hafa bannað notkun þess, svo sem Finnland. Þá verður það tek- ið af skrá í Noregi í næsta mánuði. Lyfjanefnd Evrópubandalagsins tók notkunarleyfið á svefnlyfinu halcion í aðildarlöndum EB til end- urmats í framhaldi af umræðum um hugsanlega skaðsemi þess við lang- tímanotkun. Halcion hefur verið á markaði í ofangreindum löndum um nokkurra ára skeið. En þegar upp kom grunur um að lyfið gæti verið skaðlegt ákvað lyfjanefndin að láta fara fram umrætt endurmat. Hún lét því fara fram nákvæma upplýsinga- öflun í aðildarlöndunum og byggði síðan endurmatið á þeim. -JSS Mynd: Cherokee Laredo 1992 • Verö-kr. 2.554.000.- ÁrgerÖ 1992 komin tillandsins. Sérlega hagstætt verö. S JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, sími 42600 EINN BÍLLÁMÁNUÐI ÁSKRIFTAR- GETRAUN Á FULLRI FERÐ! ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI ! vvwvxw . . . OG SÍMINN ER 63 27 OO Sáning og uppskera er handunnin til að varð- veita öll næringarefni. Kælitæknivinnsla KYOLIC fer að hluta fram í vísindalega hönnuðum, ryðfríum stálkerjum. KYOLIC er látinn gangast undir ströngustu framleiðslukröfur sem þekkjast. Heiídsölubirgðir: LOGALAND heildverslun, sími 12804. Framleiðendur KY OLIC hafa yfir að ráða hátækni rannsókna- og tilraunastofum. Heimsráðstefna vísiiidanianiia um hollustu hvítlanks var haldin í Washington D.C., Bandaríkjunum, Á ráðstefnunni var, að undanskildnm hráhvítlauk, aðeins ein unnin hvítlauksafurð til umfjöllunar, nefni- lega KYOLIC hvítlaukurinn. Mikil athygli beindist að KYOLIC, enda var vísindalega staðfest að KYOLIC flB hefði meiri virkni en hráhvítlaukur. 2ja ára kælitæknivinnsla KYOLIC fjarlægir alla lykt en eykur og viðheldur öllum hinum frábæru eiginleikum. Ræktun og fram- leiðsla sem á engan sinn líka í veröldinni. I'f'j Hylki, hylki með lesitíni eða töflur Fljótandi, bæði með og án hylkja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.