Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
Ferðir
Spánn er þaö land sem mest veröur
í sviðsljósinu þetta árið vegna ýmissa
viðburða sem þar verða haldnir. Eins
og kemur fram á síðunni hér að
framan eru 500 ár liðin frá því Kól-
umbus fann Ameríku og Spánn teng-
ist þeim landafundum órjúfanlegum
böndum þó svo Kólumbus sjálfur
hafi verið ítalskur. Höfuðborg Spán-
ar, Madrid, er menningarborg Evr-
ópu í ár og í Barcelona verða ólymp-
íuleikamir haldnir. Síðast en ekki
síst verður heimssýningin EXPO ’92
í spænsku borginni Sevilla frá 20.
apríl til 12. október (sama dag kom
Kólumbus til Ameríku).
Þó íslenskir ferðalangar velji ekki
að fara beint til Sevilla á heimssýn-
inguna geta þeir með góðu móti
heimsótt borgina frá sólarstöðunum
við Miðjarðarhafið. Sem dæmi má
nefna er innan viö tveggja tíma akst-
ur frá Costa del Sol til Sevilla og rétt
rúmar tvær klukkustundir tekur að
aka frá sólarströnd Portúgals, Al-
garve, til Sevilla. Einnig eru hrað-
brautir beinar frá París, Frankfurt
og Róm.
Meira en sandur
og sól
Okkur íslendingum hættir til að
líta á Spán sem sólarlandið þar sem
lítið annað þrífst en sjór og sandur.
Sannleikurinn er nú sá að Spánn er
og var eitt mesta menningarríki Evr-
ópu og Sevilla var aðalborgin í aldir.
Sevilla er í Andalúsíu í suðvestur-
hluta Spánar. Borgin er í árdal og
um hana rennur áin Guadalquivir
sem átti það til að flæða yfir bakka
sína og valda töluverðum skaða áður
en tæknin kom til sögunnar.
Sevilla er borg gleði og fjörs. í
dymbilvikunni er mikil hátíð sem er
fylgt eftir með annarri gleðihátíð,
Feria, á annan í páskum sem nú er Gamli borgarhlutinn er völundarhús þröngra stræta sem hlykkjast eins og slöngur í átt aö torgunum.
Santa Cruz sem áður var gyðinga-
hverfi en síðar hverfi aðalsfólks. Öllu
er vel viðhaldið í Santa Cruz og þar
eru kaffihús, barir og veitingahús
innan um sögufræga staði.
Dómkirkjan í Sevilla er gífurlegt
mannvirki og tahn þriðja stærsta
dómkirkja heims á eftir Péturskirkj-
unni í Róm og Pálskirkjunni í Lon-
don. Kirkjan er reist á grunni mosku
og hófst bygging hennar árið 1401.
Það eina sem eftir er af moskunni
er kallturninn, Giralda. Hann setur
svip á umhverfi sitt þar sem hann
gnæfir yfir því hann er nærri 100
metra hár og eftir þvi breiður. Til
samanburðar má geta þess að Hall-
grfmskirkjutum er 75 metra hár.
Síbreytileg borg
Þar sem márískum miðaldabrag
sleppir taka við breiðstræti sem lögð
voru fyrir Spænsk-Amerísku sýning-
una 1929. Nú hefur borgin tekið á sig
enn breyttari mynd sem fylgja óneit-
aniega jafnmiklu fyrirtæki og heims-
sýning er. Á eiði í ánni Guadalquivir
hefur verið byggt sýningarsvæði sem
tekur yfir 215 hektara og þar taka
mannvirki um 500.000 fermetra. Yfir
hundrað ríki munu kynna það helsta
í menningu, sögu, vísindum, hönnun
og húsagerðarlist. Undirbúningur
hefur staðið yfir í fimm ár og er þetta
mesta framkvæmd í Evrópu til þessa
að undanskildum göngunum undir
Ermarsund. Búist er viö að tuttugu
milljónir manna leggi leið sína til
Sevilla á þessum sex mánuöum sem
sýningin stendur og þó íslendingar
eigi ekki sýningarskála eins og til
stóð er ekki úr vegi fyrir þá í heim-
sókn á Spáni að gera sér ferð á þenn-
an viðburð. íslenskar ferðaskrifstof-
ur útvega allar nauðsynlegar upplýs-
ingar um heimssýninguna.
Til stuðnings fróðleiksfúsum ferða-
löngum er bent á leiösöguritið
Sevilla á Spáni og heimssýningin:
Borg dansa, gleði og hátíða
opnunardagur heimssýningarinnar.
Feria stendur yfir í heila viku og er
mikið um dýrðir. Þátttakendur klæð-
ast litskrúðugum fötum, leika sí-
gaunatónlist og dansa flamenco en
Sevilla er heimaborg flamencodans-
ins. Auk þess er haldið víðfrægt
nautaat og borgin er yfirfull af gest-
um og gangandi meðan þessar tvær
annars gjörólíku hátíðir eru haldnar.
Götukaffihúsin og barimir, bodegas,
eru yfirfull af kátu og skemmtilegu
fólki.
Sögufræg borg
Sevilla á sér langa sögu. Eftir
landnám Kólumbusar í Nýja heimin-
um reis vegur hennar hátt og þaðan
lagði hann í nokkrar sínar ferðir.
Aðrir sæfarar, listamenn og andans
jöfrar hafa tengst þessari borg í gegn-
um aldimar '
Elsti hlutí borgarinnar er ákaflega
skipulagslaus, eiginlega völundar-
hús þröngra gatna sem tengdar eru
saman með litlum torgum. Márar
réðu þar ríkjum í fimm hundmð ár
og ber húsagerðin vitni um áhrif
þeirra. Eitt frægasta mannvirki þess
tíma er Alcazár höllin sem byrjað var
að byggja árið 1181. Alcazár er ákaf-
lega falleg bygging í líkingu við Al-
hambra í Granada og þykir gefa
henni lítið eftir í fegurð.
Austur af Alcazár er Barrio de
Madrid og merkisborgir Spánar eftir
Jónas Kristjánsson. Þar er kafli um
Sevilla og getið um helstu sögustaði,
hvar best sé að gista og ekki síst
hvar gott er að borða. í bókinni er
líka fiallað um Madrid, Barcelona og
ýmsar aðrar borgir á Spáni sem vert
er að heimsækja.
-JJ
Það er gott aö boröa á Spáni og á heimssýningarsvæð-
inu verða 200 veitingastaðir af öllum tegundum. Eins
eru góðir veitingastaðir i miðborg Sevilla.
Klaustrið Cartuja sem sýningarsvæðiö dregur nafn sitt
af. Þar mun Spánarkonungur hafa móttöku fyrir gesti
sina en auk þess er klaustrið opið almenningi.
i