Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Blaðsíða 1
„Opið hús" Háskóla íslands:
Ungt fólk hvatt til dáða
„Inni í Þjóðarbókhlöðunni skipu-
leggjum við nokkurs konar torg-
menningu, þar sem eru breiðgötur
og hliðargötur. Þar fer fram kynn-
ing á sérskólum og námsleiðum
innan Háskólans. Við enda breið-
götunnar verður komið upp stóru
sviði. Á því munu koma fram Há-
skólakórinn, fulltrúar frá Leiklist-
arskóla íslands, Tónlistarskólan-
um og fleiri listaskólum og
skemmta gestum. Myndlista- og
handíðaskólinn setur upp högg-
myndasýningu og verða verk nem-
enda til sýnis vítt og breitt í Þjóðar-
bókhlöðunni," segir Ásta Ragnars-
dóttir, námsráögjafi við Háskóla
íslands.
„Auk þessa munu Ólafur G. Ein-
arsson menntamálaráðherra og
Sveinbjörn Bjömsson háskólarekt-
or flytja ávörp í upphafi kynning-
arinnar. Bömin gleymast heldur
ekki því Háskólabíó mun bjóða upp
á kvikmyndasýningu á milli klukk-
an 13.00 og 15.00 og loks má geta
þess að Félagsstofnun stúdenta
verður með veitingasölu."
Hið árlega „opna hús“ Háskóla
íslands verður haldið öðru sinni í
Þjóðarbókhlööunni sunnudaginn
29. mars og hefst það klukkan 13.00
og stendur til klukkan 19.00. Kynnt
verður starfsemi Háskóla íslands
og námsleiðir sem í boði eru eftir
eða upp úr miðjum framhalds-
Háskóli Islands og sérskólarnir í landinu standa fyrir „opnu húsi“ í Þjóð-
arbókhlöðunni á sunnudag. Meginmarkmiö „opins húss“ er að drga
úr vonleysi og hvetja ungt fólk til dáða undir yfirskriftinni „Nýir tímar,
nýjar lausnir". DV-mynd GVA
skóla. Um er að ræða kynningu á
öllum námsleiðum Háskólans auk
þess sem 20 sérskólar munu kynna
starfsemi sína. Verður leitast við
að gefa heildarmynd af námsfram-
boði hér á landi og erlendis.
„Þetta verður hvort tveggja í
senn, náms- og starfskynning.
Launþegasamtökin ASÍ, BSRB,
BHMR og KÍ munu kynna samtök
sín og Menningar- og fræðslusam-
tök alþýðu verða með kynningu á
fullorðinsfræðslu. Þátttaka at-
vinnulífsins í „opnu húsi“ er mjög
ánægjuleg. Við höíðum samband
við fjölda fyrirtækja og báðum þau
um fjárhagsstuðning. Mörg þeirra
tóku vel í þessa beiðni. Básarnir
eru því að hluta til eymamerktir
fyrirtækjunum, til að mynda verð-
ur fjölmiðlabásinn merktur DV en
Frjáls fjölmiðlun lagði til fé til að
koma honum upp. Það verður því
ekki annað sagt en hin ýmsu fyrir-
tæki og stofnanir hafi gerst velunn-
arar íslensks námsfólks og ís-
lenskrar menntunar með fjárfram-
lögum,“ segir Ásta.
Fulltrúar atvinnuveganna munu
sitja fyrir svörum. Auk þess verða
ýmsar stofnanir námsmanna
kynntar, eins og Lánasjóðurinn,
Námsráðgjöf, Samband íslenskra
námsmanna erlendis og Háskóla-
bókasafn.
Nýhöfn:
Sigurbjöm
Jónsson sýn-
ir olíuverk
Sigurbjöm Jónsson opnar mál-
verkasýningu í Listasalnum Ný-
höfn, Hafnarstræti 18, laugardag-
innn 28. mars kL 14-16. Á sýning-
unni eru málverk unnin með olíu
á striga á síðastliðnum tveimur
árum,
Sigurbjöm er fæddur 1958 á Ak-
ureyri. Hann lauk námi frá grafík-
deild Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1982. Framhaldsnám stund-
aði liann við Parsons School of
Design f New York 1983-1985 og síð-
an eitt ár við New York Studio
SchooL Þetta er þriðja einkasýning
Sigurbjöms á íslandi.
Sýning Sigurbjöms er sölusýning
og er opin virka daga frá kl. 12-18
og frá 14-18 um helgar. Lokað á
mánudögum. Henni lýkur 15. apríl.
Kolaportiö:
Kolaportið mun eöia til sérs-
taks safnaradags í Kolaportinu
næstkomandi sunnudag. Koma
þá safnarar víða að á landinu
saman í Kolaportinu og sýna,
selja og skipta á safngripum sín-
um.
Sérstakt svæði verður ætlað
söfnurunum þar sem þeir verða
allir saman í hóp en auk þess
verður einnig venjulegt markaös-
torg í Kolaportinu þennan dag i
öðrum hlutum hússins.
Leikfélag Akureyrar:
Frumsýning íslands-
klukkunnar í kvöld
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
íslandsklukkan eftir Halldór Lax-
ness verður frumsýnd hjá Leikfélagi
Akureyrar í kvöld. Sunna Borg er
leikstjóri og hefur samið nýja leik-
gerð sem hún byggir á eldri leikgerð-
um og skáldsögunni. Leikmynda- og
búningateiknari er Sigurjón Jó-
hannsson, búningameistari Frey-
gerður Magnúsdóttir, Jón Hlöðver
Áskelsson hefur samið tónlist við
verkið og ljósahönnuður er Ingvar
Björnsson.
Tvær meginforsendur liggja að
baki vali Leikfélags Akureyrar á að
sýna íslandsklukkuna nú. í fyrsta
lagi er um afmæhsverkefni L.A. að
ræða en félagiö verður 75 ára í næsta
mánuði, og í öðru lagi verður Halldór
Laxness, höfundur íslandsklukk-
unnar, níræður í næsta mánuði.
Hin ástsæla skáldsaga íslands-
klukkan, sem leikritið byggist á, hef-
ur átt greiðan aðgang aö hjörtum
íslendinga síðan hún kom út lýðveld-
isárið. Sagan styðst við sögulega at-
burði á 17. og 18. öld og endurspeglar
aldarfarið á íslandi í svartasta mið-
aldamyrkrinu eftir siðaskiptin.
Efnið er annars vegar píslarsaga
hins ódrepandi karls Jóns Hregg-
viðssonar sem leitar réttlætis en sú
leit verður bæði löng og erfið. Hins
vegar er ástarsaga þeirrar ójarð-
Elva Ósk Ólafsdóttir fer meö hlut-
verk Snæfríðar íslandssólar og
Hallmar Sigurðsson sem leikur Arn-
as Arnæus.
mynd PÁP
nesku og stoltu Snæfríðar íslandssól-
ar og hugsjónamannsins Arnasar
Arnæusar, en fyrirmynd hans er
Ámi Magnússon, prófessor í Kaup-
mannahöfn. Leikstjórinn leggur með
leikgerð sinni höfuðáherslu á ástar-
sögu þeirra síðamefndu.
Aðalleikarar íslandsklukku Leik-
félags Akureyrar eru Elva Ósk Ólafs-
dóttir sem leikur Snæfríði íslands-
sól, Hallmar Sigurðsson sem leikur
Arnas Amæus og Þráinn Karlsson
sem leikur Jón Hreggviðsson. For-
eldrar Hallmars, sem leikur Arnas
Arnæus, koma einnig við sögu, en
Sigurður Hallmarsson, faðir hans,
leikur Eydalin lögmann föður Snæ-
fríðar og Jón Þeófílusson, og Herdís
Birgisdóttir, móöir Hallmars, leikur
móður Jóns Hreggviðssonar.
í helstu hlutverkum öðrum eru
Felix Bergsson (Magnús í Bræðra-
tungu og böðullinn), Valgeir Skag-
fiörð (Sigurður dómkirkjuprestur),
Jón Stefán Kristjánsson (Jón
Grinvicensis og séra Þorsteinn),
Gestur Einar Jónasson (Jón Mar-
teinsson), Sigurveig Jónsdóttir
(Metta, kona Amæusar), Guðlaug
Hermannsdóttir, Aðalsteinn Berg-
dal, Marinó Þorsteinsson, Ami Valur
Viggósson, Þórdís Amljótsdóttir,
Eggert Kaaber, Ingrid Jónsdóttir og
Agnes Þorleifsdóttir (8 ára).
Alls em 26 hlutverk í leikgerð
Sunnu Borg af skáldsögunni auk
„statista" svo mannmargt verður á
hinu litla sviði leikhússins á Akur-
eyri, og leikmynd, búningar, lýsing
og tónlist veröa tilkomumikil.
Kvikmyndir:
Frankie
og
Johnnie
- sjábls. 22
Myndlist:
Jón
Bene-
diktsson
í FÍM-
salnum
- sjábls. 20
Veitingahús:
Grillið
áSögu
- sjá bls. 18
Skemmtanir:
Tyrk-
neskur
djass
- sjábls. 19
Leiklist:
Sonur
skóarans
og dóttir
bakarans
- sjábls. 21
Tónleikar:
Söng-
hátíð
i Mos-
fellsbæ
- sjabls. 21