Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Qupperneq 4
20
FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7, simi 673577
Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafik
og myndir. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir
tímar eftir samkomulagi.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74. sími 13644
Safn Ásgrims Jónssonar er opið á laugar-
dógum og sunnudögum kl. 13.30—16.00.
Hópar og einstaklingar, sem vilja koma á
öðrum timum, geta haft samband við safn-
vörð.
I vetur er sýning á aevintýra- og þjóðsagna-
myndum eftir Ásgrim Jónsson í safni hans
að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Nánari
upplýsingar veitir Þorgeir Ólafsson í síma
13644/621000.
Ásmundarsafn
Sigtúni, simi 32155
Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina
Bókmenntirnar í list Asmundar Sveinssonar.
Jafnframt hefur verið tekin i notkun ný við-
bygging við Asmundarsafn. Safnið er opið
frá kl. 10-16 alla daga.
FÍM-salurinn,
Garðastræti 6
Jón Benediktsson myndhöggvari
opnar sýningu á eirskúlptúrum á
morgun kl. 14. Sýningin er opin alla
daga kl. 14-18 og stendur hún til 13.
apríl.
Hafnarborg:
Kristín Þorkelsdóttir málar úti í náttúrunni.
Gallerí 11
Skólavörðustíg 4a
Á morgun kl. 15 opnar myndlista-
maðurinn Guðmundur Lúðviksson
(G.R. Lúðvíksson) sýningu. í fremri
sal eru 6 Elekt III verk en í innri sal,
sem er nýr salur, sýnir hann Sjón-
baug/Sjóndeildarhring. Sýningin
stendur til 9. apríl og er hún opin kl.
14-18 alla dagana.
Gallerí Borg
Pósthússtrætl 9, sími 24211
Opið alla daga vikunnar kl. 14-18.
Gallerí 15
Skólavöröustig 15. sími 11505
Ragnheiður Jónsdóttír sýnir grafik. Sýning-
in er opin daglega kl. 10-18 og laugardaga
kl. 10-14. Sýningin stendur til 5. apríl.
Gallerí List
Skipholti. sími 814020
Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn.
Opið daglega kl. 10.30-18.
Gallerí Port
Kolaportinu
Opið laugard. kl. 11-17 og sunnud. kl.
10-16.
Gallerí Sævars Karls
Bankastrætí 9, simi 13470
Sigurbjörg Stefánsdóttir sýnir teikningar.
Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum
og haldið eina einkasýningu i Danmörku.
Síðasta einkasýning hennar var í Ásmundar-
sal 1989. Sýningin stendur til 15. apríl.
Galleri Úmbra
Amtmannsstig 1, sími 28889
Leirlistarkonurnar Bryndis Jónsdóttir og
Guðný Magnúsdóttir eru með sýningu á
verkum slnum í Gallerí Úmbru. Sýningin er
sölusýning. Galleriið er opið þriðjudaga til
föstud. kl. 12-18 og laugard. kl. 10-14.
Hafnarborg
Strandgötu 34. simi 50080
Sýningu Kristínar Þorkelsdóttur lýk-
ur 31. mars. Sýningin, sem nefnist
Verund, er fimmta einkasýning
Kristínar á vatnslitamyndum. Á sýn-
ingunni eru á annað hundrað mynd-
ir. Sýningin er opin frá kl. 12-23 alla
daga nema mánudaginn 30. mars, þá
er hún opin til kl. 20. í Sverrissal
stendur yfir sýning á málverkum og
skúlptúrum í eigu safnsins. í kaffi-
stofu Hafnarborgar sýnir Hreinn
Steingrímsson teikningar og stendur
sýningin til 3. apríl.
Hótel Lind
Rauðarárstig 18
Jón Kb. Sigfússon sýnir málverk í veitinga-
sal Lindarinnar.
J. Hinriksson
Maritime Museum
Súðarvogi 4. sími 814677
Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið
frá kl. 13-17 þriðjud.-laugard.
Nýhöfn
Hafnarstræti 18
Sígurbjörn Jónsson opnar málverkasýningu
á morgun kl. 14-16. Á sýningunni eru mál-
verk, unnin með olíu á striga á sl. tveimur
árum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin
virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18
um helgar. Lokað á mánudögum. Henni lýk-
ur 15. april.
Nýlistasafnið
Vatnsstig 3b
Á morgun kl. 16 opnar fjöllistamaðurinn
Bjarni H. Þórarinsson „Sjónþing" i Nýlista-
safninu. Þingið verður hið fjórða „Sjón-
þing" sinnar tegundar. Yfirskrift þingsins er
„Visiakademia". Sjónþingið stendur yfir til
12. apríl og er opið alla daga kl. 14-18.
Norræna húsið
Hafdis Ólafsdóttir sýnir grafik. A sýningunni
eru u.þ.b. 60 tréristur og er viðfangsefnið
form og litir jökla, fjalla og eyja. Sýningin
er opin alla daga kl. 14-19 og lýkur 5. apríl.
Sýningu Kristínar Þorkelsdóttur í
Hafnarborg lýkur næstkomandi
þriðjudag. Af því tilefni munu Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópran og Sverrir
Guðjónsson kontratenor syngja
nokkur lög við undirleik Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur um
klukkan 16.00 á laugardag. Á sama
tíma á sunnudag munu ljóðskáldin
Vilborg Dagbjartsdóttir og Njörður
P. Njarðvík lesa úr verkum sínum.
Sýningin er opin frá klukkan 12.00
til 23.00 alla daga nema mánudaginn
30. mars, þá er hún opin til klukkan
20.00.
Sigríður Rósinkransdóttir myndlist-
arkona.
Vatnslitamynd-
ir í Keflavík
Sigríður Rósinkransdóttir opnar
sýningu á vatnslitamyndum laugar-
daginn 28. mars klukkan 16.00 að
Tjamargötu 12,3. hæð. Við opnunina
syngur Lilja Hafsteinsdóttir einsöng.
Undirleik annast Einar Öm Einars-
son.
Sigríður hefur stundað nám í Bað-
stofunni í Keflavík. Aðalkennari
hennar hefur verið Eiríkur Smith.
Sigríður hefur tekið þátt í samsýn-
ingum í Keflavík, Sandgerði og Dan-
mörku. Þetta er sjötta einkasýning
hennar.
Sýningin verður opin 28. mars kl.
16 til 20, 29. mars klukkan 14 til 20,
föstudag 3. apríl kl. 16 til 22, laugar-
dag 4. apríl kl. 14 til 20. Síðasti sýn-
ingardagur er sunnudagur 5. apríl
og er þá opið frá kl. 14 til 20.
Sýning á
teikning-
um Hreins
Hreinn Steingrímsson sýnir teikn-
ingar í kafíistofu Hafnarborgar,
Hafnarfirði, dagana 21. mars til 3.
apríl.
Sýningin er opin kl. 11-18 virka
daga og frá klukkan 12 til 18 um helg-
ar.
Hreinn er fæddur 1930. Hann er
sjálfmenntaður og hefur ekki sýnt
áður.
Hlíðarendi, Hvolsvelli:
Gussi opn-
ar sýningu
Gunnar Guðsteinn Gunnarsson,
Gussi, hstmálari sýnir verk sín nú í
veitingaskálanum Hliðarenda á
Hvolsvelli, Rangárvöllum.
Gunnar Guðsteinn er sjálfmennt-
aður myndlistarmaður, fæddur í
Reykjavík 1968 en býr nú og starfar
að Heylæk í Fljótshlíð. Efni málverk-
anna er sótt í áhrif frá íslenskri nátt-
úru.
Guðmundur Lúðviksson.
Gallerí 11:
Sjónbaugar
Guðmundur Lúðvíksson opnar
myndlistarsýningu í Gallerí 11,
Skólavörðustíg 4 A, laugardaginn 28.
mars klukkan 15.
í fremri sal eru 6 Elekt U1 verk en
í innri sal sem er ný salur í galleríinu
sýnir Guðmundur Sjónbaug/Sjón-
deildarhring. Sýningin stendur til 9.
apríl og er opin daglega frá klukkan
14 til 18.
Guðmundur lauk námi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands vorið
1991, frá Nýlistadeild.
FÍM-salurinn:
Tilraunir með form og efni
- Jón Benediktsson opnar sýningu
Jon Benediktsson myndhöggvari opnar sýningu á úr-
skúlptúr í FÍM salnum laugardaginn 28. mars klukkan 14.
Jón lærði höggmyndalist af Ásmundi Sveinssyni og er
hann annar tveggja abstraktmyndhöggvara sem fyrstur
hiaut menntun sína hér á landi. Þó var hann þaulkunnugur
þeim liststraumum sem flæddu yfir Evrópu eins og sjá má
á verkum hans.
„Verk Jóns breytast hægt á árunum 1950-1955 frá hálffig-
úratívum formum yfir í óhlutlæga list. Hann fjarlægðist
mótun og lífrænan formheim og tók til við að byggja upp
geómetrískar grindur. Þetta eru afar einfaldar myndir. A
næstu árum eða allt fram yfir 1960 gerði Jón margs konar
tilraunir með form og efni þar sem hann meðal annars
sauð saman skrúfur og skífur eða þá hann bræddi upp og
mýkti hinar geómatrísku grindur. Þessi tilraunastarfsemi
leiddi síðar af sér málmbræðsluverk listamannsins í upp-
hafi sjöunda áratugarins," segir Aðalsteinn Ingólfsson um
listamanninn.
Sýning Jóns er opin alla daga frá klukkan 14 til 18 og
henni lýkur þann 14. apríl.
Jón Benediktsson opnar sýningu í FÍM-salnum á
morgun. DV-mynd GVA
Sýningar
Katel
Laugavegi 20b, simi 18610
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda
listamenn, málverk, grafík og leirmunir.
Listasafn
Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-16.
Listinn
gallerí - innrömmun
Siðumúla 32, simi 679025
Uppsetningar eftir þekkta, íslenska málara.
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl.
10-18 og sunnudaga kl. 14-18.
Listasafn
Háskóla íslands
í Odda. sími 26806
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl.
14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7. sími 621000
Þar stendur yfir sýning á úrvali verka úr lista-
verkagjöf Finns Jónssonar listmálara og
Guðnýjar Elísdóttur konu hans til safnsins.
Á sýningunni eru 90 verk. Sýningunni lýkur
28. apríl. Listasafnið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 12-18. Kaffistofa safnsins
er opin á sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Laugarnesi, simi 32906
Farandsýningin Sigurjón Ólafsson - Dan-
mörk - ísland 1991 - stendur yfir í listasafn-
inu. Hér er um að ræða yfirlitssýningu. Sýn-
ingin er opin um helgar kl. 14-17.
Listhúsið Snegla
Grettisgötu 7, sími 620426
Þar eru listmunir til sýnis og sölu, unnir af
15 listakonum sem vinna í textíl, keramik
og skúlptúr. Opið mánudaga til föstudaga
kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14.
Menningarstofnun
Bandaríkjanna
Laugavegi 26
Guðbergur Auðunsson sýnir málverk. Þetta
er 14. einkasýning hans og sýnir hann m.a.
myndir sem hann vann í Bellingham í Was-
hingtonfylki er hann dvaldi Þar um skeið
árið 1990. Sýningin stendur til 5. april og
er opin um helgar kl. 14-17 og alla virka
daga kl. 11.30-17.45. «»
Mílanó
Faxafeni 11. sími 678860
Hans Christiansen sýnir vatnslitamyndir.
Þetta er 21. einkasýning listamannsins og
sýnir hann nú um 20 myndir. Flestar mynd-
anna eru nýjar og eru allar til sölu. Sýningin
er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga -
kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18.
Mokkakaffi
v/Skólavörðustíg, sími 21174
Bjarni Sigurbjörnsson sýnir kolateikningar.
Þetta er sölusýning sem stendur til loka
mars.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfirði, sími 52502
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Póst-
og símaminjasafnið
Austurgötu 11, sími 54321
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15- 18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu 59, simi 23218
Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmynd-
ír, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á
verslunartima þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga og föstudaga og á laugardög-
um kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið,
sími 28888
Á þriðju hæð stendur yfir sýning á tónlistar-
iðkun á Islandi í fyrri tíð, Söngllf i heimahús-
um, og á vaxmyndasafninu. I Bogasai er
sýning á óþekktum Ijósmyndum frá fyrstu
tugum aldarinnar. Safnið er opið þriðjud.,
fimmtud., laugard, og sunnudag kl. 12-16.
Sérstók leiösögn um safnið alla laugard. kl.
14.
Myndlistarsýning
í Spron, Álfabakka
Sýning á verkum eftir Mattheu Jónsdóttur
myndlistarkonu. Sýningin mun standa yfir
til 30. april nk. og verður opin frá kl. 9.15-16,
þ.e. á afgreiðslutíma útibúsins.
Grétar sýnir í Eden
Dagana 28. mars til 12. apríl sýnir Grétar
Þ. Hjaltason vatnslita- og pastelmyndir, 45
að tölu. Myndefnið er íslenskt landslag.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir
sýning á mannamyndum Hallgrims Einars-
sonar Ijósmyndara. Möppur með Ijósmynd-
um liggja frammi og einnig eru til sýnis
munir og áhöld af Ijósmyndastofu Hallgrims.
Slunkaríki á ísafirði
Þar stendur yfir sýning Studio Granda. Sýnt
er nýbyggt verk I Wiesbaden í Þýskalandi.
Sýningin er opin fimmtudag til sunnudags
í hverri viku frá kl. 16-18 og stendur til 5.
april.