Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 1
Ijaldsvæði lokuð um Helgina sem nú gengur í garö, hvítasunnuhelgina, vilja flestir komast út úr bænum og tjalda einhvers staðar úti í náttúrunni, hvort heldur tii að njóta náttúr- unnar eða einhvers annars. Áf þvi tíieM var DV beðið að iáta þess getið að tjaldsvæðin í Húsa- felli og i Þórsmörk, sem eru á meðal vinsæiustu tjaldsvæða iandsins, yrðu iokuð þessa helgi. í Þórsmörk er sú skýring gefin að gróður á svæðinu sé skammt á veg kominn og þoli þvi ekki það mikla hnjask sem af útilegum hljótist. Samkvæmt upplýsingum frá ferðaþjónustunni á Húsafelli verður tialdsvæðið þar ekki opn- að fyrr en eftir hvítasunnuhelg- ina en svo hefur einnig verið undanfarin ár. Krýsuvík: Vormót Hraunbúa Vormót Hraimhúa, sem haldiö verður í Krýsuvik um helgina, hefst í dag og stendur fram til mánudags. Skátar, stúlkur sem drengir, eru velkomnir á þetta 52. vormót og er mótsgjaldið 2.500 kr. Innifalið í veröinu er m.a. barm- merki, kakó og kex á kvöldin, söngbók og mótsblaðiö Labbi. Mótið verður í höndum reyndra og vinsælla skátaforingja. Hægt að hringja í mótsstjórann, Pétur Sigurðsson, félagsforingja Hraunbúa, í sima 651207 (v. 613333) um nánari upplýslnga. Mótsvæðið veröur opnað kl. 18 í dag, 5. júní, og um kvöldið fer mótsetningin fram kl. 22. Árbæjarsafn: Sumarstarf- semin hafin Sumarstarfseroi Árbæjarsafns- ins er hafin og verður margt at- hyglisvert í boði í sumar fyrir gesti safnsins. Opið er í sumar frá kl. 10-18 alla daga nema mánu- daga. Hvem sunnudag, kl. 13.30 til 17, verður sérstök dagskrá i boði. Nánari upplýsingar mn dag- skrá safnsins er hægt að fá í sima 814412. Aögangseyrir í sumar er 300 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn yngri en 16 ára, eldri borgara og öryrkja. RÍJV: Happódagar Frá og með 6. júní verða svo- kallaöir Happódagar því þá hefj- ast Happóleikir í Sjónvarpinu. Undirbúningurinn að jþessum nýja Happó-leik, sem heitír nú Happó, einn, tveir og þrír, hefur staðið yfir i sex mánuði. Pjöl- margar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölskylduleik bæði til aö auka spennuna og vinningsmöguleikana. Nú verður dregiö út vikulega, á laugardög- um rétt fyrir kvöldfréttir kl. 20 í beinni útsendingu f rOdssjón- varpinu. Verö Happómiðans hef- ur lækkað í 200 kr, Sölustaöir Happó eru söluturnar og bensín- stöðvar um Íand allt. Fyrst um sinn veröur hægt að kaupa Happómiða ailt til kl. 17 á laugar- dögum. Ágóði af sölu Happó rennur til Háskóla íslands. listahátíð í fullum gangi Forsetí íslands, frú Vigdis Finn- bogadóttir, setti listahátíð um síð- ustu helgi eins og kunnugt er og nú um helgina verður margt í boði fyrir uimendur lista og menningar. Á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 18 verður fluttur einleik- urinn Fritjof Fomlesen frá Noregi. Um flutning sér Lars Vik, einn þekktastí gamanleikari Norðmanna. Einleikurinn verður einnig fluttur á morgun, laugardag, á Hótel Borg kl. 18. Leikstjóri og höfundur er Lars Vik. í tílefni af ári söngsins flytur Sin- fóníuhljómsveit íslands verkið Mess- ías, eftir Georg Friedrich Hándel, í kvöld kl. 20 í Háskólabíói. Hér er um aö ræða eitt af vinsælustu og þekkt- ustu kórverkum sögunnar. Frá Svíþjóð koma tvær sýningar, Draumleikur Augusts Strindbergs og Hamlet-en-stand-up. Þess má geta að Lars Rudolfsson fékk Stóru gagnrýn- endaverðlaunin sænsku 1990 fyrir leikstjóm sína á uppfærslu Draum- leiksins. Hamlet-en-stand-up er gam- ansorgleikur í fimm þáttum og það er sami leikarinn, Roger Westberg, sem er í öllum hlutverkunum. Draumleikur verður sýndur á Stóra sviði Þjóleikhússins í kvöld og annað kvöld kl. 20. Hamlet verður sýnt á Litla sviöi Borgarleikhússins á morgun og á mánudaginn kl. 20. Einn af merkustu pianóleikurum samtímans, Shura Cherkassky, leik- ur í Háskólabíói á morgun kl. 14.30. Shura er jafn spennandi konsert- píanistí og þegar hann lék hér á tón- leikum fyrir tæpum 30 árum. Á laugardaginn verður þónokkuð um myndlistarsýningar. í Norræna húsinu verða verk listamannanna Hansen Lohmans og Hjörleifs Sig- urðssonar sýnd. Þá verða verk Hjör- leifs einnig sýnd í FÍM salnum. í Nýhöfn sýnir Kristján Davíösson og í Listasafni ASÍ verða kynnt verk sænska myndlistarmannsins Bjöms Höggmyndasýning i Kringlunni er á meðal þess sem i boði er á Listahátíð í ár. DV-mynd ÞÖK Brusewitz. Þá stendur Arkitektafé- lag íslands fyrir sýningu í Ásmund- arsal, á laugardaginn, sem fjallar um hönnun í starfi arkitekta. Tónleikar veröa svo í Háskólabíói á sunnudaginn kl. 17 en þá flytur Sinfóníuhljómsveit æskunnar sjö- undu sinfóníu Gustavs Mahlers und- ir stjóm Pauls Zukofskys. -KMH Hvítasunnumót Fáks Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík er sjötugt um þessar mundir og af því tilefni veröur margt að gerast á félagssvæði Fáks aö Víðivöllum næstu daga. Fákur hefur um árabil haldið svonefndar hvítasunnukappreiöar en í ár verða þær meö breyttu sniði því aö félagið efnir nú til stórmóts með þátttöku allra sinna bestu knapa og hesta og fulltrúa hestamannafé- laga af öllu landinu. Stórmótið verður að umfangi sambærilegt við fjórðungsmót. Forkeppni stendur dagana 1.-3. júní en sjálft mótíð hefst í dag, fóstudag, meö dómum á B flokks gæðingum, bömum og auk þess veröa undanrásir kapp- reiða. Laugardaginn 6. júní verða dæmdir A flokks gæðingar og ungl- ingar og auk þess veröur yfirhts- sýning kynbótahrossa úr Kjalar- nesþinghá og töltkeppni. Á mánu- daginn lýkur mótínu með úrslitum allra greina og verölaunaafhend- ingu kynbótahrossa. Þaö verður margt að gerast i hestamennskunni á næstu dögum í tilefni sjötugsafmælis Fáks. í vikunni vom kynbótahross metin og dæmd á Víðivöllum. Úr- val þessara hrossa verður sýnt á yfirhtssýningunni á laugardaginn og þau allra bestu veröa verðlaun- uð á mánudaginn. Auk stórmóts Fáks verða haldin nokkur mót úti á landi. Léttféti á Sauðárkróki heldur félagsmót á Króknum á annan í hvítasunnu og félagsmót Svaöa veröur í Hofsósi laugardaginn 6. júní. Þá verður' Funi í Eyjafirði með félagsmót sitt á Melgerðismelum á morgun og annan í hvítasunnu. Loks verður firmakeppni Glófaxa á Vopnafirði haldin á Skógar- bakka. Þá má geta sýningu kynbóta- hrossa á Melgerðismelum í Eyja- firði laugardaginn 6. júní. Kynbóta- hrossadómarar dæmdu í vikunni kynbótahross á Norðurlandi eystra og verður úrval þessara hrossa sýnt á Melgerðismelum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.