Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1992, Blaðsíða 8
28 MÁNUDÁGUR 15. JÚNÍ 1992. Stóra-Hofs hryssur og ungfotar vöktu athygli Iþróttir aæaiii V 1 'TéPHSí?.®'1 Kolfinnur frá Kvíarhóli er hæst dæmdi stóðhestur ársins. Knapi er Vignir Siggeirsson. DV-mynd E.J. Hæst dæmdi stóðhestur í ár á Vindheimamelum - Kolfinnur frá Kvíarhóli fékk 8,27 í einkunn á kynbótasýningunni Svipaður fjöldu hryssna fékk 7,50 eða meir á Vindheimamelum og á öðrum kynbótahrossasýningum í sumar, rétt rúmlega 50,0%. Það sem gerði þessa sýningu frábrugðna öðr- um var sá mikh fjöldi hryssna sem fékk yfir 8,00, því sex hryssur náðu þvi takmarki. Stóðhestarnir sýndust ekki vel utan Kolfinnur frá Kvíar- hóh, sem fékk 8,27 í aöaleinkunn og er því hæst dæmdi stóðhestur lands- ins. FuUdæmdir voru níu stóðhestar. Kolfinnur fékk yfir 8,27 en fjórir voru á milU 7,75 og 8,00 í einkunn, allir fimm vetra. Kolfinnur frá KvíarhóU stóð lang- esftur allra stóðhestanna með 8,00 fyrir byggingu, 8,54 fyrir hæfileika og 8,27 í aðaleinkunn. Hann var eini sex vetra stóðhesturinn sem fékk yfir 7,75 í flokki sex vetra hesta og er undan Þætti frá Kirkjubæ og Kol- finnu frá Kröggólfsstöðum. Hann er í eigu Gunnars Baldurssonar. Fjórir fimm vetra stóðhestar fengu á milU 7,75 og 8,00. Burkni frá Borg- arhóU stóð efstur meö 7,70 fyrir bygg- ingu, 8,24 fyrir hæfileika og 7,97 í aöaleinkunn. Hann er undan Kol- finni frá Kjamholtum og Glóð frá BorgarhóU og er í eigu Stefáns Jóns- sonar. Eyfirðingur frá Akureyri fékk 7,75 fyrir byggingu, 8,02 fyrir hæfileika og 7,88 í aðaleinkunn. Eyfirðingur er imdan Garði frá Litla-Garði og Vöku frá Hömrmn og er í eigu Jóhanns F. Stefánssonar. Vörður frá Enni fékk 8,35 fyrir byggingu, 7,22 fyrir hæfileika og 7,78 aðaleinkunn. Vörður er undan Þyt og Tinnu frá Enni og er 1 eigu Hrs. Skag. Blakkur frá Flugumýri fékk 7,82 fyrir byggingu, 7,68 fyrir hæfileika og 7,75 í aðaleinkunn. Hann er undan Náttfara frá Ytra-Dalsgerði og Fjöður frá Flugumýri og er í eigu Jóns Ingi- marssonar. Kolskör frá Gunnars- holti langefst Sex sex vetra hryssur fengu yfir 8,00 í aðaleinkunn og þykir það nokkuð góður árangur því einungis var full- dæmd 71 hryssa. Kolskör frá Gunn- arsholti stóð langefst með 8,05 fyrir byggingu, 8,44 fyrir hæfileika og 8,24 í aðaleinkunn. Kolskör er undan Kolfinni frá Kjamholtum og Glóð frá Gunnarsholti og er í eigu Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur. Sylvía frá Syðstu-Grund fékk 8,02 fyrir byggingu, 8,17 fyrir hæfileika og 8,09 í aðaleinkunn. Sylvía er und- an Fáfni frá Fagranesi og Perlu frá Syðstu-Grund og er í eigu Bjama Bragasonar. Eldey frá Garði fékk 7,97 fyrir byggingu, 8,11 fyrir hæfileika og 8,04 í aðaleinkunn. Hún er undan Her- vari frá Sauðárkróki og Golu frá Garði og í eigu Sigurjóns Bjömsson- ar. Rispa frá Flugumýri stóð efst fimm vetra hryssna með 7,79 í aðaleink- imn. Hún fékk 7,75 fyrir byggingu, 7,84 fyrir hæfileika, er undan Fáfni frá Fagranesi og Rimmu frá Flug- mýri og er í eigu Sigurðar Ingimars- sonar. Vordís frá Aðalbóh fékk hæstu einkunn fjögurra vetra hryssna, 7,45. Hún fékk 7,05 fyrir byggingu og 7,85 fyrir hæfileika. Vordís er undan Sörla frá Sauðárkróki og Freistingar frá Bárðartjöm og er í eigu Höskuld- ar Þráinssonar. -E.J. Gunnar fékk hæstueiitkunn Gæðingakeppni og kappreiðar hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ vora haldin síðastliö- inn föstudag og laugardag. Sýndir vom sautján gæöíngar í A-flokki og 22 gæðingar í B-flokki. Færri keppendur voru í ungknapa- keppnipni. Margir siyallir gæðingar og knapar eru í Herði og var þeim alsniöllustu raðað í efstu sætin í hverjum flokki. í A-flokki gæðinga stóð efst Lyíting Kristjáns Þorgeirssonar, sem Sigurður Sigurðarson sýndi og fékk 8,56 í einkunn. í B-flokki stóð efstur Muni, sem Sveinbjörn S. Ragnarsson á og sýndi og fékk 8,78 í einkunn. Trausti Þ. Guð- mundsson sýndi Muna á helstu stórmótum hér áður fyrr, en Sveinbjöm hefur sýnt hann und- anfariö og ferst þaö vel úr hendi. I bamaflokki sigraði Guðmar Þ. Pétursson á Mekki meö 8,95 i einkunn og i unglingaflokki sigr- aði Gunnar Þorsteinsson á Periu og fékk 9,08 í einkunn. Gunnar hefur tekið forystu allra knapa landsins með þessari einkunn sem er sú hæsta á þcssu ári til þessa. Haidnar voru opnar kappreiðar. í 150 metra skeiði sigraði, Hólmi, Vilbergs Skúlasonar og Svans Guðmundssonar, sem Svanur sat á 15,78 sek. í 250 metra skeiði sigr- aði Eddi Sveins Steinarssonar á 24,67 sek. Knapi Sigurður Sigurð- arson. í 250 metra stökki sigraði Vaskur, sem Björgvin Jónsson sat á 20,07 sek. -E.J. BrúnnogTrausti Auk kynbótasýningar héldu Geysismenn gæðingakeppni sína og kappreiöar um helgina. í A- flokki gæöinga sigraði Brúnn Páls Guðbrandssonar, sem Krist- inn Guönason sýndi, og fékk 8,47 í einkunn. í B-flokki sigr aði Trausti Franz- isku Laack, sem Jochum M. Ul- riksson sýndi, og fékk 8,56. i unglingaflokki sigraði Erlend- ur Ingvarsson á Stjama og fékk 8,24. I barnaflokki sigraði Elvar Þormarsson á Degi með 8,55 í ein- kunn. Þá voru kappreiðar, í 250 metra skeiði sigraði Fáni, Heklu Krist- insdóttur, sem Kristmn Guðna- son sat á 26,3 sek. í 150 metra skeiöi sigraði Áki, sem Þorkell Þorkelsson á og sat á 15,5 sek. í 300 metra stökki sigr- aði Höldur, sem Þorvaldur Á. Þorvaldsson á og sat, á 24,5 sek. -E.J. Fjórar fimm vetra hryssur frá Stóra-Hofi og tveir ungir stóðhestar vöktu mikla athygh á héraðssýning- unni á Hellu um helgina. Þijár hrysssnanna eru undan Stíg frá Kjartansstöðum en ein undan Her- vari frá Sauðárkróki. Tvær hryssn- anna fengu yfir 8,00 en hinar tvær vora nálægt. Fjögurra vetra stóð- hestur, Hrannar frá Kýrholti, fékk 8,18 í aðaleinkunn sem er næsthæsta einkunn fjögurra vetra hests frá landnámi og Stígandi frá Hvolsvelh, fimm vetra, fékk.8,04 í aðaleinkunn. Aö sögn Jóns Vilmundarsonar eins, dómendanna, kom óþarflega mikið af iha byggðum hrossum í dóm. Slik hross hafi áöur flotið með en nú væra skilin í ræktuninni orðin skarpari og dómar meira afgerandi og því verði slík hross undir. Dæmdir voru 40 stóðhestar og fengu 27 fuhnaðardóm. Tveir þeirra fengu yfir 8,00 en sjö á milh 7,75 og 8,00. Þrír sex vetra hestar fengu á milli 7,75 og 8,00. Litfari frá Helgadal fékk 7,70 fyrir byggingu, 8,19 fyrir hæfileika og 7,94 í aðaleinkunn. Lit- fari fékk hæstu hæfileikaeinkunn stóðhests á mótinu. Engar upplýs- ingar vora í skrá um ættir Litfara. Fengur frá Ási, undan Örvari og Glettu frá Ási, fékk 8,23 fyrir bygg- ingu, 7,60 fyrir hæfileika og 7,91 í aðaleinkunn. Eigandi Fengs er Guð- mundur Þ. Hafsteinsson. Dofri frá Höfn, undan Flosa frá Brunnum og Hrefnu frá Höfn, fékk 7,80 fyrir byggingu, 8,01 fyrir hæfi- leika og 7,91 í aöaleinkunn. Dofri er í eigu Guðmundar Jónssonar. Ungu folarnir stóðu undir nafni Það vora fyrst og fremst tveir ung- ir folar sem vöktu athygh á mótinu. Stígandi frá Hvolsvelh, fimm vetra gamah undan Byl og Stjömunótt frá Kolkósi, fékk 8,20 fyrir byggingu, 7,87 fyrir hæfileika og 8,04 í aðaleinkunn. Eigandi Stíganda er Sæmundur Hol- geirsson. Annar fimm vetra stóðhestur: Vák- ur frá Brattholti, undan Gassa frá Vorsabæ og Perlu frá Kjartansstöð- um, var nálægt 8,00. Hann fékk 7,80 fyrir byggingu, 8,17 fyrir hæfileika og 7,99 í aðaleikunn. Vákur er í eigu Magnúsar T. Svavarssonar og Gunn- ars Ágústssonar. Hann fékk næst hæstu hæfileika einkunn allra stóð- hestanna á sýningunni 8,17, þar af 9,00 fyrir tölt. Þokki frá Gljúfri, undan Hrafni frá Holtsmúla og Drottningu frá Lax- holti, fékk 7,88 fyrir byggingu, 7,83 fyrir hæfileika og 7,85 í aðaleinkunn. Hann er í eigu Jóns H. Stefánssonar. Stjama stóðhestanna var óumdeil- anlega fiögurra vetra stóðhestur, Hrannar frá Kýrholti, sem fékk 8,18 í aöaleinkunn. Hrannar er undan Ófeigi frá Flugumýri og Stjömu frá Kýrholti og fékk 8,05 fyrir byggingu og 8,31 fyrir hæfileika. Hrannar er í eigu Viðars Jónssonar. Dæmdar vom 143 hryssur, þar af 132 fuhdæmdar. Rúmlega 50% fengu 7,50 eða meira. Þrjár hryssur fengu 8,00 eða meira. í flokki sex vetra hryssna fékk Brúða frá Guhbera- stöðum 7,80 fyrir byggingu, 8,40 fyrir hæfileika og 8,10 í aðaleinkunn. Brúða er undan Snarfara og Urði frá Guhberastöðum og er í eigu Guðrún- ar H. Þórisdóttur. Það vora fyrst og fremst fimm vetra hryssumar sem vöktu athygli. Morgunstjama og Minning frá Stóra Hofi fengu yfir 8,00 og tvær aðrar hryssur frá Stóra Hofi vora nálægt 8,00. Morgunstjama, undan Stíg frá Kjartansstöðum og Gæfu frá Stóra- Hofi, fékk 8,13 fyrir byggingu og 8,20 fyrir hæfileika og 8,16 í aðaleinkunn. Minning undan Hervari frá Sauð- árkróki og Gígju frá Stóra Hofi fékk 7,88 fyrir byggingu, 8,31 fyrir hæfi- leika og 8,09 í aöaleinkunn. Rögg frá Neistastöðum stóð efst fjögurra vetra hryssnanna. Hún er undan Gassa og Glóð frá Vorsabæ, í eigu Magnúsar T. Savarssonar, og fékk 7,78 fyrir byggingu, 7,87 fyrir hæfileikaog7,82íaðaleinkunn. -E.J. Hrannar frá Kýrholti vaktl feikna athygli á kynbótasýningu á Hellu um helg- ina. Knapi er Þórður Þorgeirsson. DV-mynd E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.