Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1992, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1992, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992. Fréttir Samningur Flugleiða og ríkisins: Er okkur ekki fast- ur í hendi - segirEmarSigurðsson „Þaö hefur alla tíö veriö ljóst af hálfu FÍugleiöa að félagiö er tilbúiö til viðræðna um framkvæmd af- greiðslunnar á Keflavíkurflugvelli ef með því mætti finna aðra og hag- kvæmari leið. Þetta er félaginu ekki fast í hendi, Flugleiðir telja tvo kosti hagkvæmasta, alla vega frá sínum sjónarhóli, annars vegar að halda áfram óbreyttu fyrirkomulagi, félag- iö er jú stærsti afgreiðsluaðili á vell- inum, og hinn kosturinn er að opna þetta algjörlega," sagði Einar Sig- urðsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, þegar hann var spurður um vilja utanríkisráðuneytisins að af- nema einkarétt Flugleiða til fraktaf- greiðslu á Keflavíkurflugvelli. „í fyrra var niöurstaöa ríkisins að það væri hagkvæmast að hafa þetta með þessum hætti. Við sviðum ríkið ekki inn í neina samninga. Það eru ákvæði í samningnum um að það sé hægt að taka hann upp og endur- skoða fraktákvæðin. Það verður síð- an að koma í ljós í þeim viðræðum hvort vilji sé til að halda sér við önn- ur ákvæði samningsins. Það getur komið til greina að skoða aðrar leið- ir, til dæmis að hvert félag sjái um sína afgreiðslu," sagði Einar Sigurðs- son. Einar sagði vel hugsanlegt að Flug- leiðir seldu þessa þjónustu til þeirra sem vildu þó svo aðrir fengju mögu- leika á að afgreiða vélar. Einar sagði að skilningur þeirra á samningnum viö utanríkisráðuneyt- ið væri sá að ráðuneytinu væri heim- ilt að taka upp viðræður og breyta ákvæðinu um fraktafgreiðsluna. „Viö höfum ekki heyrt neitt um þetta frá ráðuneytinu. Viö erum til- búnir til viðræðna hvenær sem er. Okkur er fullljóst að í þessum samn- ingi er ákvæði á þessum nótum og það kemur okkur ekkert á óvart að ráðuneytiö vilji skoða alla mögu- leika. Við teljum að gera þurfl hag- kvæmnisútreikninga og ef það reyn- ist hagkvæmast að halda þessu óbreyttu þá verði það gert.“ -sme Sameinast GKS og Bíró Steinar? Sameiningarviðræður hafa staðið að undafómu milli húsgagnafram- leiðendanna Bírós hf. Steinars og Gamla kompanísins, Kristjáns Sig- geirssonar, GKS. „Menn sjá fram á tíma sem þeir telja að verði ekki betri. Þá er náttúr- lega skoðuð betri nýting á fastafjár- munurn," segir Rafn Rafnsson, fram- kvæmdastjóri hjá Bíró hf. Steinari. H[já fyrirtækinu starfa sextán manns. Aðspurður hvort sameining hefði í fór með sér fækkun starfsfólks sagði Rafn að engin niðurstaða væri komin úr viðræðunum. „Það sem er að gerast almennt í þjóðfélaginu er aö menn eru bara aö ræða saman. Við erum að skoða alls konar mál og ræöum við GKS eins og aöra.“ -IBS Gylfi Sveinsson, einn af forsvarsmönnum Víghólasamtakanna, bendir á það svæði þar sem fyrirhugað er að byggja kirkju. Svæðið vill hann og félagar hans vernda sem útivistarsvæði. DV-mynd JAK Harðar deilur um kirkjubyggingu í Kópavogi: Hluti sóknarbama á móti steypu og malbiki - sóknamefndarformaðurvísarallriþráhyggjuábug „Sóknamefndin er haldin þeirri þráhyggju að vilja bara þessa lóð undir kirkjuna og enga aðra. Það er alveg skelfilegt að menn skuli endi- lega vilja eyðileggja þetta svæði. Við erum á móti því að öll útivistarsvæði séu látin víkja fyrir steinsteypu og malbiki,“ segir Gylfi Sveinsson, einn af forsvarsmönnum Víghólasamtak- anna. Harðar deilur hafa sprottiö upp innan Digranessóknar í Kópavogi vegna fyrirhugaðrar kirkjubygging- ar á svokölluðu HeiðvaÚarsvæði í námunda við Víghól. Andstæðingar kirkjubyggingarinnar telja aö fram- kvæmdir nái inn á friðlýst útivistar- svæði en því neitar sóknamefndin. Kirkjubyggingin er nú í annað sinn í grenndarkynningu en vegna form- galla gat Skipulagsnefnd ríkisins ekki samþykkt bygginguna eins og hún var samþykkt frá Skipulags- nefnd Kópavogs. í upphafi var gert ráð fyrir að kirkjan yrði 700 fermetr- ar að stærð en síðar bættust á fjórða hundrað fermetrar viö eftir að kjall- ara var bætt við. Að sögn Gylfa fer sá hópur stækk- andi sem er andvígur kirkjubygging- unni. Til hðs við Víghólasamtökin hafi komið hundmð manna að und- amfómu. Hann segir sóknamefnd- ina starfa ólýðræðislega sem meðal annars hafi komið fram í því að hún hefur frestað aðalfundi fram á haust af ótta við að framkvæmdimar yrðu stöðvaðar. „Viö munum beijast með oddi og egg gegn því að þessi kirkja verði reist á þessum staö. Ef þörf reynist munum viö skjóta málinu til rnn- hverfisráöherra," segir Gylfi. í samtaU við DV vUdi séra Þorberg- ur Kristjánsson ekkert tjá sig um deUumar. Kvað hann óviðeigandi að sóknarpresturinn blandaði sér inn í þær á opinberum vettvangi. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknamefndarinnar, vísar gagnrýni Gylfa alfariö á bug. Hún segir fyrir- hugaða kirkju hvorki skyggja á út- sýni náttúruunnenda né valda nátt- úmröskun. Aðspurð segir hún gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist þegar í haust án þess að tíl klofnings komi í sókninni. „Útsýnið verður eftir sem áöur stórkostlegt og ef eitthvað er munu fleiri geta notið þess eftir að kirkjan hefur verið byggö. Við munum ekki skerða eitt einasta strá af friölýsta svæðinu vestan við kirkjustæðið. Hugsanlega mætti finna kirkjunni stað einhvers staöar í jaöri bæjarins en Víghólahæöin er kjörstaður að mörgu leyti. Þau sem andvíg þessu em hafa hótað okkur öUu Ulu og ég reikna með að þau standi við það. Tíminn og atburöarásin veröur hins vegar aö leiða það í ljós,“ segir Þor- björg. -kaa I dag mælir Dagfari Eigendur sem borga sér húsaleigu Watergatehöllin á Höfðabakka hefur misst allan sjarma. í stað þess að tróna þar á toppnum sem mannvirki reist á kostnaö Kanans er svo Ula komiö fyrir haUareig- endum að þeir þurfa aö borga húsa- leigu til eigenda sinna. Svona em nú hin veraldlegu auðæfi faUvölt. Jafnvel íslenskir aðalverktakar þurfa núorðið að leigja af eigendum sínum og hlýtur það að vera þung- ur kross aö bera að neyðast til að borga húsaleigu fyrir sjálfan sig. En þeir hafa breitt bak hjá íslensk- um aöalvertökum og hafa líka orð- ið fyrir þungum búsifjum gegnum tíðina. Nægir þar að nefna þegar þeir neyddust fil þess aö greiða eig- endum sínum einar 900 miljjónir skattfrjálst til þess eins að fylgja lögum og reglum. Þjóðsagan segir aö þegar tékkamir bámst bönkum hafi ávísanablöðin vart veriö læsi- leg sökum þeirra tára sem feUd vom vegna þeirrar óhamingju sem fylgir því að taka viö peningum. Eigendur íslenskra aðalverktaka eiga skUiö samúö allrar þjóðarinn- ar. Meöan hinn almenni Jón Jóns- son húseigandi hefur átt fuUt í fangi með að standa í skUum hafa þeir sem ráða verkefiiasjóði Kan- ans á Vellinum barist í bökkum viö að koma gróðanum í lóg. Það hlýtur að vera erfitt hlutskipti og ekki á aUra færi að standa undir slíku. En hefjur flugvaUarins lögðu samt á sig ómælt erfiði til aö sanka tíl sín peningum frá Kananum þó svo færi fyrir rest að þeir neyddust tU þess tárfeUandi að leysa þann gróða út í formi hundblautra ávís- ana. Margur hefur nú verið kross- aður fyrir minna af forseta nema þeir hjá Aðalverktökum hafi verið orðnir svo krossfestir fyrir að ekki hafi verið á bætandi. Ujósi punkturinn í þessu máU er hins vegar sá að við eignatUfærsl- una á Watergate á Höfðabakka kemur í Ijós að ríkissjóður fær að- eins 50 miUjónir í staö 100 miUjóna sem sjóöurinn hafði möguleika á að fá ef rétt hefði verið haldið á málum. Það er hins vegar vitað mál aö ríkissjóður hefði eytt þess- um peningum í tóma vitleysu eins og ríkissjóði er gjamt að gera. Á sínum tíma var Vilmundur heitinn Gylfason heldur á móti einokunar- aöstöðu íslenskra aöalvertaka svo ekki sé dýpra í árinni tekið. í Kjöl- fariö fylgdi svo Jón Baldvin Hanni- balsson núverandi utanríkisráð- herra EES og taldi hið íslenska Watergate hið versta mál. En síðan brá svo undarlega við að þegar JBH var sestm: í ráöherrastólinn þá taldi hann nauðsynlegt aö gefa Is- lenskum aðalverktökum fimm ára frest tU að aðlaga sig þeim beiska sannleika að samkeppni komi í stað ríkisvemdar. Þetta var drengskap- arbragð hjá ráðherra því auðviaö verða menn að fá sinn tíma til að ráöstafa þeim peningum sem hing- að til hafa legjð hist og her með fullri ábyrgð ríkisisn. TU að draga úr áhyggjum forráðamanna Is- lenskra aðalverktaka setti Jón Baldvin hins vegar vin sinn og flokksbróður í formannssæti verk- takanna. Mannvirkjasjóður NATO er hins vegar kominn í baklás og vUl fijálsa samkeppni um tilboð í verkefni KeflavíkurflugvalUar. En Jón Baldvin er búinn að lofa núver- andi eigendum íslenskra aöalverk- taka og þar með ríkinu að þeir sitji að sameiginlegri einokun að öUum framkvæmdum næstu fimm árin eða svo. Þetta er einstakt dreng- skaparbragð ráðherra íslands og EES sem gefur stærstu hluthöfum verktakanna tóm tU aö leysa út sína tékka í bönkunum nokkum veginnn ógrátandi. Það er svo athygUsvert að bók- fært verð Watergate er 420 mUljón- ir en fasteignamatið skuU aðeins vera Uðlega 260 mUljónir. Ekki dettur Dagfara í hug að þama kunni að vera maðkur í mysunni en nagar sig hins vegar í handar- bökin út af því að hafa ekki kunnað að telja fram tU skatts fram til þessa. En tíl að leiða hugann að öðm þá hlýtur það teljast Water- gatemál hið nýja að bændur norður við Mývatn egna nú hver annan upp með tílstyrk síns Stéttarfélags tílað höfða mál gegn Jónasi Krist- ánssyni ritstjóra vegna þess eins að hann leyfði sér að skrifa það sem hann hugsar. Þeir sem muna Wat- ergate í Washington mættu gjam- an leiða hugann að því hvemig komið væri fyrir okkur sem þjóð ef þagga skuU niöur í aUri gagnrýni eða hreinskilinni umræðu. Ef rit- stjóri DV, sem er frjálst og óháð dagblað, á yfir höfði sér málsókn vegna þess eins að láta í Ijós sitt áUt á ákveðnu máU á sama tíma og ráðherra í ríkisstjóm ákveður að slútta ekki hinu íslenska Water- gate heldur tekur þátt í því er fokið í sum skjól. En ekki öU. Við skulum fylgjast með framhaldinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.