Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1992, Page 9
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992.
9
Utlönd
Rabin hefur stjómarmyndunarviðræður í ísrael:
Biðlar til heittrúaðra
Yitzhak Rabin, leiðtogi Verka-
mannaflokksins og sigurvegari
kosninganna í ísrael á þriðjudag,
hefur þegar byrjað aö þreifa fyrir sér
í stjómarmyndunarviðræðum.
Verkamannaflokkurinn og stjóm-
arandstaðan vann 62 þingsæti á móti
58 sætum Likudbandalagsins og
bandamanna þess. Rabin hefur hins
vegar neitað samstarfi við fimm
þingmenn frá öfgasinnuðum vinstri
flokkum en biðlar nú í staðinn til
tveggja flokka heittrúaöra gyðinga
sem hingað til hafa talist í bandalagi
við Likud. Rabin hefur áætlað að það
muni taka hann þijár til fimm vikur
að mynda starfhæfa samstarfsstjóm.
Rabin, sem er 70 ára, fyrram for-
sætisráðherra, vamarmálaráðherra
og sendiherra í Bandaríkjunum,
sagðist eftir kosningamar mundu
standa við gefin loforð um hröðun
viðræðnanna um frið í Miðaustur-
löndum og lausn á vandamálum Pa-
lestínumanna á herteknu svæðun-
um.
„Það verður forgangsverkefni að
byggja upp sjálfræði og sjálfstjóm
fyrir Palestínumenn á hemumdu
svæðunum,“ sagði Rabin í gær. Hann
gaf þó vinstri bandamönnum sínum
sterkt til kynna að ekki þýddi að
þrýsta á um ríki Palestínumanna á
vesturbakkanum og Gazasvæðinu
eða algjöra stöðvim ísraelskra inn-
flytjenda á þessi svæði.
Rabin hefur sagst ætla að bæta
samskipti ísraels við Bandaríkin en
í stjómartíð Yitzhak Shamir, fyrrum
forsætisráöherra, höfðu þau versnað
verulega. Keuter
inustænraen
nwKKrll Slnlll
Gatið á ósonlaginu yfir Suður-
pólnum var stærra í fyira en
nokkru sinni íyrr, að sögn
japanskra vísindamanna í morgun.
Rúmiega fjórum sinnum stærri
htuti ósonlagsins eyöilagðist í
fyrra en fyrir tiu árum og alls var
gatið á ósonlaginu þrettán sinn-
um stærra og tvisvar sinnum
dýpra. Japanimir sögðu aö eyð-
ing ósonlagsins væri umtalsverð
alls staðar í heiminum, að hita-
beltinuimdanskildu. Reuter
Rabin, leiðtogi Verkamannaflokksins, biðlar nú til heittrúaðra gyðinga í von
um að geta myndað starfhæfa stjóm. Símamynd Reuter
Tóbaksframleiðendur
gerðir ábyrgir fyrir
skaðsemi reykinga
Hæstiréttur Bandaríkjanna
ákvað í tímamótaúrskurði í gær að
reykingamenn gætu stefnt tóbaks-
framleiðendum fyrir heilsutjón af
völdum reykinga.
AIls veittu sjö dómarar úrskurð-
inum atkvæði sitt en einungis 2
vora á móti. Hæstiréttur hafnaði
þeim rökum tóbaksframleiðenda
að lög síðan 1965 og 1969 um skaö-
semi reykinga firrðu þá ábyrgð af
heilsutjóni reykingamanna.
Um 50 ákærur á hendur tóbaks-
framleiðendum, þar sem krafist er
milljóna í skaðabætur, bíða nú þeg-
ar úrskurðar dómstóla. Um 400
þúsund Bandaríkjamenn deyja ár-
lega af völdum sjúkdóma sem rekja
má til reykinga.
Heilbrigðisyfirvöld hafa fagnað
úrskurðinvun sem mikilvægum
áfanga í baráthmni gegn tóbaks-
vánni.
Reuter
■
«i*is
FYRSTA SINN A ÍSLANDI - BEINT FRA BANDARIKJUNUM - HINN EINI SANNI BIGFOOT
BI6F00T
Gfobus
25.6. 20.00 Leiknisvöllur Reykjavík 29.6. 20.00 Fótboltavöllur Selfossi
26.6. 20.00 Leiknisvöllur Reykjavík 1.7. 20.00 Fótboltavöllur Fellabæ
27.6. 20.00 Leiknisvöllur Reykjavík
v
Aðgangseyrir: Fullorðnir 1.000 kr. Börn 6-12 ára 500 kr.
+ 200 kr. sæti
Færeyskir lög-
menn fyrir rétt
Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum:
Atli Dam, lögmaður Færeyja, og
tveir fyrrverandi lögmenn, þeir Jóg-
van Sundstein og Pauh Ellefsen, hafa
verið kvaddir fyrir rétt í ágúst. Þeir
eiga að bera vitni í málinu gegn út:
gerðarmanninum Finnboga Christ-
iansen sem hefur verið ákærður fyr-
ir að svíkja ábyrgöir út úr landssjóði
Færeyja vegna smíði togarans
Heygadrangs.
Aður en lögmennimir koma fyrir
réttinn munu þeir fara í yfirheyrslu
hjá lögreglunni vegna málsins.
SAMSTARFSTILBOÐ
TIL EINKASKÓLA 0G ÁHUGAMANNAFÉLAGA
Skólamálaráð Reykjavíkur auglýsir eftir aðilum, er starfa á sviði fræðslu og lista fyrir 6-15 ára börn, sem áhuga
hafa á auknu samstarfi við grunnskóla Reykjavíkur.
Til greina kemur að bjóða aðstöðu í grunnskólum borgarinnar.
Starfsemi þessi fari fram á tímabilinu jan.-maí og sept.-des. frá kl. 08-17.
Aðilar, sem óska eftir slíku samstarfi, hafi samband við Skólaskrifstofu Reykjavíkur, kennslumáladeild, í síma
28544 fyrir 15. júlí nk.