Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1992, Side 13
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992.
13
DV
Sviðsljós
í miðið má sjá Guðmund I. Björnsson og við hlið hans stendur eiginkona
hans, Þorbjörg K. Kjartansdóttir, meinatæknir og lyfjafræðingur. Lengst til
vinstri er Matthías Á. Mathiesen, þingmaður og fyrrum ráðherra, og lengst
til hægri er Gísli Halldórsson arkitekt.
Jón Sigurðsson í Rammagerðinni
afhendir Guðmundi steinstyttuna frá
Rotary Austurbæjar.
DV-myndir S
Guðmundur I.
Bjömsson fimmtugur
Guðmundur I. Björnsson, aðstoð- félagsins í Síðumúla 35 á afmælisdag- tímamótum og fékk hann margar
arpóst- og símamálastjóri varð fimm- inn milli kl. 17 og 19. góðar gjafir, m.a. steinstyttu frá Rót-
tugur þann 23. júní. Af því tilefni tók Var það mikill fjöldi manns sem ary Austurbæjar
hannámótigestumísalTannlækna- samgladdist Guðmundi á þessum
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum;
Rúmlega 50 ára gömul sprengju-
flugvél frá síðari heimsstyrjöldinni,
af gerðinni B-24 Liberator, lenti ný-
lega á Keflavíkurflugvelli. Vélin
flaug frá Kanada og í 11000 feta hæð
yfir Grænlandi drapst á einum af
fjórum hreyflum vélarinnar. Hún
lenti samt heilu og höldnu á Kefla-
víkurflugvelli eftir 8 stunda flug.
Flugvélin er í eigu Confederate Air
Force sem rekur nokkum fjölda
gamalla herflugvéla af ýmsum gerð-
um fyrir flugsýningaatriði í Banda-
ríkjunum og víðar. Flugvélin heitir
Diamond Lil og reksturinn er alfarið
í höndum sjálfboðaliða.
Flugvélin milhlenti hér á leið til
Bretlands í 6 vikna sýningarferðalag
sem er hður í hátíðahöldum í tilefni
af hálfrar aldar afmæh bandaríska
flughersins á Bretlandi.
Margir skoðuðu flugvélina á Keflavikurflugvelli. DV-mynd Ægir Már
Alls voru smíðaðar rúmlega 18 langdrægu vélar vom notaðar á öll-
þúsund B-24 Liberator-sprengjuflug- um vígstöðvum í heimsstyijöldinni
vélar á árunum 1939-1945. Þessar og reyndust mjög vel.
Fræg strídsvél í heimsókn
Menning
Píanótónleikar í Sigurjónssafni
Á þriðjudagsköldið vom tónleikar í Siguijónssafni.
Pavol Kovac, píanóleikari frá Slóvakíu, lék þar einleik
á hljóðfæri sitt. Á efnisskránni voru verk eftir Beet-
hoven, Smetana, Suchon, Chopin og Liszt. Þetta var
upphaf Sumartónleika Listasafns Siguijóns Ólafsson-
ar að þessu sinni. Tónleikahald í Siguijónssafni er
orðinn ómissandi þáttur í sumarstemmningu höfuð-
borgarinnar og er ekki annað aö sjá en að það verði
jafnmyndarlegt í sumar og undangengin sumur, ef
dæma má af tónleikaskrá þeirri sem lá frammi.
Áheyrendur voru færri en stundum áður á þessum
fyrstu tónfeikum, en það stendur áreiðanlega til bóta.
Og ekki kom það niður á tónlistinni. Kovac er dugleg-
ur spilari og kom flestu vel til skila, þótt ekki hefði
hann stálfmgraða snerpu á við þá sem bestir teljast í
píanóleik. Verkin, sem hann lék, vom öll verðug við-
fangsefni þótt misjöfn verði að teljast að gæðum. Són-
ata nr. 27 eftir Beethoven er ófgandi af orku, átökum
og syngandi lagrænu, sem öllu er saman slungið í
órjúfandi vef knýjandi rökfestu oghrífur áheyrandann
og sleppir ekki fyrr en allt er afstaðið. Það er umhugs-
unarefni hvemig Beethoven tekst að semja svo
ástríðuþrungna rómantík, sem meira að segja spilast
„con sentimento ed espressione", án þess að verða
nokkum tíma væminn. Svarið liggur án efa í bygging-
arlist hans.
Onnur verk hurfu nokkuð í skuggann af þessu stór-
virki. „Þrír skáldlegir polkar" eftir Smetana eru lagleg-
ar tónsmíðar undir greinilegum áhrifum frá Schu-
mann. Konsertetýðan „Við sjávarströnd" er ekki eins
vel heppnað verk og hljómar full uppblásið. E. Suchon
er tónskáld, fætt upp úr aldamótum, sem ekki heyrast
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
oft verk efdr hér á landi. „Metamorfosis IV“ er tónalt
verk, undir skýmm áhrifum frá Debussy og einnig
Liszt og hljómaði heldur yfirborðskennt. Svipað mátti
segja um Polonesu nr. 2 eftir Liszt. Það er um þetta
verk eins og sum fleiri eftir þennan fræga píanóleik-
ara, að svo virðist sem hann hafi nálgast samningu
þess utan frá, ef svo má segja, byrjað á því að finna
verkinu búning og ytri svip og orðið síðan svo hrifinn
af hinum glæsilega hljómi slaghörpunnar og eigin
fingrafimi við útfærsluna aö kjaminn gleymdist. En
kjamalaus glæsileiki getur stundum hljómaö spenn-
andi í eyrum, einkum ef þess er gætt að hafa hann í
litlum skömmtum og á því lifir Liszt.
HAGKAUP
- allt í eintti ferd
HLBOÐ
VIKUNNAR
565 g-
AÐUB
299,-
ÁÐUR
159,-