Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1992, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1992. Iþróttir unglinga Pollamót KSí og Eimskips í knattspymu 6. flokks; Fram og Fylkir íslandsmeistarar - úrslitakeppnin haldin í annað sinn að Laugarvatni Þaö var mikiö um að vera að Laugarvatni um nýliðna helgi því þar fór fram úrslitakepjpni polla- móts Eimskips og KSI í knatt- spymu 6. flokks, hið 10. í röðinni. Það voru Framarar sem sigruðu í flokki A-hða, unnu ÍR í úrslitaleik, 2-1. Fylkismenn sigruðu í flokki B-Uða, unnu ÍBK í úrslitaleik, 2-0. Sigurganga Fylkis er svohtið sér- stök. Strákamir era nefnilega Reykjavíkurmeistarar, SheU- meistarar og svo núna poUameist- arar. Knattspyman, sem krakkamir sýndu að þessu sinni, var nyög góð Umsjón: Halldór Halldórsson og greinflegt að um miklar fram- farir er að ræða í þessum aldurs- flokki frá því í fyrra. Eggert Magnússon, formaður KSI, kvaðst mjög ánægður með mótshaldið: „ÚrsUtakeppnin hefur verið stór- kostleg. Það vekur miklu meiri samkennd fólks að vera saman, með krökkunum, á laugardag og sunnudag og það á svona stað og svo leikur veðrið við okkur. Við getum svo sannarlega ekki kvart- að,“ sagöi Eggert. Hér á eftir fara úrsUt leikja. Leikið um sæti - A-lið 1.-2. sæti: Fram - ÍR.........2-1 Það var ljóst á leik strákanna að tílskipun þjálfara var að halda hreinu í lengstu lög. Bæði Uðin léku af skynsemi og vörðust mjög vel öUu tilraunum andstæðinganna til að skora. Framarar sóttu þó öUu meira og þegar nokkuð var Uðið á fyrri hálfleik náðu þeir forystu þeg- ar Guðmundur Stephensen skoraði laglegt mark eftir stífa sókn að marki ÍR. í upphafi síðari hálfleiks komust Framarar í 2-0 með marki Jóns Eggerts Stefánssonar. Skömmu seinna náðu ÍR-ingar að minnka muninn í 2-1, Kristján Karlsson stýrði boltanum í netið eftir fast skot Sigurbjöms Sigurös- sonar. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en vöm Fram var fóst fyrir. ÚrsUt leiksins veröa að teljast réttlát. 3.-4. sæti: Víkingur - Grótta.1-0 Mark Víkings gerði Haraldur Óm- arsson. 5.-6. sæti: ÍBK - KA...........1-0 Mark ÍBK skoraði Magnús Sverrir Þorsteinsson, fékk góða sendingu frá Georg Sigurðssyni. 7.-6. sæti: Valur, Rvk. - Huginn ..4-0 Mörk Vals: Ami Gunnarsson 2, Róbert ÓU Skúlason 2. Leikur um sæti - B-lið ÍBK-Fylkir.....................0-2 Mikið var barist á báða bóga í þess- um leik og spennan mikU. Ekkert mark var þó skorað í fyrri hálfleik. En um miðjan síðari hálfleik náöi Fylkir forystu, Þorlákur Hilmars- son skoraði upp úr homspymu. Skömmu síðar bættu Fylkisstrák- amir við öðm marki, Þórir Björn Sigurðarson átti fast skot sem markvörður ÍBK réð ekki við. Bæði Uð reyndu ávaflt að leika góðan fótbolta og tókst oft mjög vel. 3.-4. sæti: Valur - Þróttur, R.0-1 Mark Þróttar skoraði GísU Gunn- arsson með fostu skoti. Hann gerði 11 mörk með B-Uðinu á SheU-mót- inu í Eyjum. 5.-6. sæti: KR - Þór, A .......2-0 Mörk KR gerðu þeir Ófeigur Vict- orsson og Grétar Sigurðsson. 7.-8. sæti: UBK - Þróttur, N...5-3 Mörk UBK: Guðni Freyr Sigurðs- son 3, ívar Öm Ámason 1, Ragnar H. Gunnarsson 1. - Mörk Þróttar, N.: Helgi Freyr Ólason 2 og Þorlák- ur Ágústsson 1. Einstaklingsverðlaun A-LIÐ: Besti markvörður: Aðalgeir Jóns- son, ÍBK. Besti leikmaður: Kristján PáU Pálsson, Fram. Markahæsti leikmaðurinn: Guö- laugur Hauksson, ÍR, skoraði 6 mörk. Prúðasta A-Uðið var KA. B-LIÐ: Besti markvörður: HaUdór Ás- mundsson, ÍBK. Besti leikmaðurinn: Bjarki Smárason, Fylki. Markahæstu leikmennimir: Hörður Sveinsson, ÍBK, Máni Gunnarsson, KR og Guðni Sigurðs- son, UBK, allir með 5 mörk. Knattþrautir I. Bjami Þór Scheving...Gróttu 2. Bergur Benediktsson.......KA (AthygU vekur að Bergur er mark- vörður). Bjuggumst ekki við sigri Bjarki Smárason, fyrirUði B-Uðs FyUtis, var að vonum ánægður með sigurinn: „Við bjuggumst ekkert frekar við að sigra en okkur tókst það og ég er æðislega ánægöur.Langerfiðasti leikurinn var gegn ÍBK. Þeir em nyög góðir,“ sagði Bjarki. Ánægður með sigurinn Guðmimdur Stephensen, fyrirUöi A-Uðs Fram, kvaðst mjög ánægður með sigurinn í A-Uðinu: „Ég reiknaði ekki neitt sérstak- lega með að við ynnum en ég held að sigur okkar hafi verið réttlátur. ÍR-ingar em með gott Uð en við vorum samt betri en þeir í þessum leik,“ sagði Guðmundur. -Hson Erlendur Jónsson skipstjóri afhendir Bjarka Smárasyni, fyrirliða B-liðs Fylkis, hinn eftirsótta bikar. DV-myndir Hson Pollameistarar Fram i A-liöi. Fremri röö frá vinstri: Matthfas Jochum Matthiasson, Hjalti Jónsson, Guðmund- ur Stephensen, fyrirliði, Skarphéðinn Arnar Njálsson, Óðinn Gautason og Jakob Jón Sveinsson. Aftari röð frá vinstri: Albert Ársælsson, Slgurjón Þórðarson, Kristinn Páll Pálsson, Pálmi Viðar Snorrason, Jón Stefáns- son, Stefán Eggertsson liðsstjóri og Steinar Guðgeirsson þjálfari. andi og lauk með sigrl ÍBK, 1-0, eftir framlenglngu. Myndin er af fyrirtið- um þessara liða, til vinsti er Magnús Sverrir Þorsteinsson, fyririiði ÍBK, og tll hægri er fyrlrliði KA, öm Hauksson. Fylkir varö pollameistari i B-liði: Fremri röð frá vinstri: Tryggvi Aki Pétursson, Eiríkur Sveinsson, Bjarki Smárason, fyrirliði, Jón Óskar Agnarsson og Ásbjöm Elmar Ásbjörnsson. Aftari röð frá vlnstri: Þorgrímur Helgi Hilmarsson, Andri Már Óttarsson, Ólafur Ingi Skúlason, Jónas Guðmannsson, Þórir Björn Sigurðarson og Brynjar Harðarson. Aftan til eru þeir Hllmar Viktorsson liðsstjóri og til hægri er Smári Björgvinsson þjálfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.