Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1992, Blaðsíða 4
40 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992. Bflar __________________DV Til umhugsunar fyrir ökumenn mestu ferðahelgi ársins: Hugsið um hraða bíls- ins í metrum á sekúndu Yílrleitt hugsa menn um ökuhrað- ann í kílómetrum á klukkustund en öðru hvoru, einkum þegar umferð ■ ermikileinsogumverslunarmanna- helgi, er hollt að hugsa hraðann í metrum á sekúndu. það er ekki held- ur erfitt að umreikna hraðann á þennan hátt því að í einum kílómetra eru 1.000 metrar og það eru 3.600 sek- úndur í einni klukkustund. 80 kíló- metra hraði á klukkustund eru því 80.000 metrar deildt með 3.600 sem gefur okkur 22,22 metra á sekúndu. Ef ökumaðurinn lítur í fjórar sek- úndur af veginum á áttatíu kílómetra hraða, til þess að stilla útvarpiö eða bara horfa á eitthvað út um hliðar- gluggann, sem vakið hefur athygli einhvers í bílnum, þá hefur bíllinn á sama tíma rúllað „blindandi“ rétt tæpa níutíu metra eftir veginum. Þegar umferðarsérfræðingar fjalla mn umferð og ökuhraða tala þeir jafnt um km/klst. og m/sek. Þegar hins vegar er verið að fjalla á vís- indalegan hátt um hemlun og heml- imarvegalengdir þá er yfirleitt að- eins rætt um metra á sekúndu. Hraðaminnkun er metin eftir því hve marga metra á sekúndu hún er á hverri sekúndu. þetta hefur í för með sér merkilega formúlu, m/s2, sem þýðir í raun að hraðinn minnkar sem nemur 8 m/s á hverri sekúndu á meðan hemlun stendur. Þetta er að sjálfsögðu hægt að reikna yfir í kíló- metra á klukkustimd sem svarar til 28,8 km/klst. á hverri sekúndu. Óvarkámi getur kostað sitt Ef við ímyndum okkur bílalest sem ekur á 60 kílómetra hraöa á klukku- stund eða sem nemur 16,6 m/s. Við lítum nánar á tvo bíla, A, sem ekur fremstur og B, sem ekur um það bil fjórum bíilengdum á eftir honum, —eða sem svarar 16 metrum. Á sömu stundu og ökumaður bfis B lítur út um hliðargluggann þá stíg- ur ökumaður A á hemlana, því að eitthvað birtist á veginum fyrir fram- an. Ökumaður A stígur jafnt á heml- ana þannig að hann dregur til þess að gera rólega úr ferðinni en snögg- hemlar ekki. Hemlunarvegalengd A verður því 25 metar á um 3 sekúnd- um, sem þýðir hraðaminnkun sem nemur 5,5 metrum á hverri sekúndu (5,5m/2) Ökumaður B lítur af veginum í eina sekúndu en það iíður hélf sekúnda til viðbótar þar til hann bregður rétt við og stígur á hemlana. Gefum okk- ur að B hemli á nákvæmlega sama hátt og A, sem á fyrstu sekúndunni eftir að hann steig á hemlana hefur ekið 13,8 metra og á næstu hálfu sek- úndu 5 metra tii viðbótar en B hefur á sama tíma ekið 25 metra (16,6 + 8,4). Bilið á milli bílanna hefur nú styst niður í 9,8 metra og það er þá sem ökumaður B stígur á hemlana. Ökumanni A tekst að stöðva sinn bíl eftir 6,2 metra til viðbótar, en öku- maður B hefur því 9,8 + 6,2 eða 16 metra til að stöðva sinn bfi á í stað 25 metra sem hann hefði þurft og það þýðir aftanákeyrslu. B hefði tekist að stöðva sinn bíl ef aðstæður hefðu verið fullkomnar. Yfirborð vegarins hefði verið svo gott að 90% af heildarþyngd bfisins hefði nýst sem hemlunarkraftur. Reyndin er hins vegar sú að þessar aðstæður eru nánast aldrei fyrir hendi og líklegra að á þessum til þess að gera hæga hraða heföi B ekið á eftir A og aðeins haft þrjár bfilengdir á mifii bílanna sem hefði þýtt að hann hefði eftir sem áður vantað 4 metra til að ná að stöðva bílinn í tíma. Það er því mikil ástæða til að undir- strika það að bfistjórar hafi augun á veginum og gott bil á milli bíla. Enn verra í bleytu og hálku Þetta dæmi um A og B hefði litið enn verr út í bleytu og á hálum vegi. Þá hefði ökumaður B sennilega stigið of harkalega á hemlana og hjólin læst sem hefði þýtt miklu lengri stöðvunarvegalengd. Ef A tækist á hálum vegi að stöðva sinn bíl á 60 metrum þá gæti bíll B með læst fram- hjól runnið 90 metra sem hefði þýtt að B hefði rekist á A af þó nokkru afli. Sekúndur sem skipta máli Um þessa helgi verða langar bíla- lestir um þjóðvegi landsins. Allt of algengt er að sjá bfiana þeysa á 90 kílómetra hraða með 20 metra milli- bili eftir þjóðveginum í nágrenni Reykjavíkur. Ef við miðum við út- reikninginn hér að framan þá sjá allir í hvaða hættu ökumenn eru að setja sjálfa sig og aöra með slíkum akstri. Ef dregið er úr hraðanum þannig að millibilið fer upp í um 50 metra þá er búið að auka öryggið verulega en tíminn, sem fer í það að aka austur fyrir fjall eða upp í Borg- arfjörð, eykst aðeins um nokkrar sekúndur og það eru sekúndur sem geta skipt sköpum ef eitthvað kemur upp á. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ökumaður, sem er virkilega með hugann við aksturinn, nær fullu við- bragði á um hálfri sekúndu en ef hann eða hún er með hugann við eitthvað annað þá geta liðið allt að tvær sekúndur þar tfi fullu viðbragði er náð og á sama tíma er bfilinn bú- inn að fara ansi marga metra. Það er þvi vel við hæfi að hafa það í huga að meta aksturshraðann í metrum á sekúndu næst þegar lagt er í ökuferð. -JR Byggt á BT Bilen Of stutt bil á millí bíla í hröðum þjóðvegaakstri getur auðveldlega orsakað slys ef full aðgát er ekki viðhöfð. Einn- ar sekúndu andvaraleysi getur reynst dýrkeypt. Hvernig væri því að lengja aðeins bilið á milli bíla á þessari miklu ferðahelgi og auka þannig öryggi allra I umferðinni? Skop...... Geymsluásf. Sáhefuralífc ErÞettaást?. Twerhaettul^ Húemlger^í Hófuðstaí Nálagarðt EJdrtkonu Hugsuni4 HvirflJbyJ Mataraef T, Að fang, 11 BesUv^p HvaðwlÉÍ SS5 Skop......... Geynisluást...- SáheluraUt5*1 Erþettaást?... Tvaer haettuleg Hvemlgerhaei Höfuðstaðurs Nálagarðurtnr Eldrlkonur. J Hugsun i orð| HvirfllbYlur .| Matarzeðl se| Að fanga Qát| Bestlvinurp Hvaðvetetil Hellsubóttó| ; ; Grisinnse|| | Skllningaj| Hvemig igd Pehúerug Hvaðvit® Krosstó^ BjörgurM Maðurgll Það s ..HúsA WtnisS I W«reS LausíÉstl SV-oP \uást ^^irafltsem ^íítót?... Sáf, Oítr íSSStt; Xu8s:“y..*úfich..~- HeflsubóW* Gósinn^ Hvernlfl*® Bjórflun Þa&se Vttnts Lausu “ðWía r°t*nn?ástashnrri*rt't' \’r Vflnn ^rd *36 i *— EITTHVAD FYRIR ALLA! NYTT HEFTI Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 91-63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.