Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1992, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992.
Fréttir
Reykvískir unglingar sem þurfa félagslegan stuðning:
t
Sendir í 11 daga óbyggða
ferð um Strandirnar
„Við drógum ekki dul á að þessi
ferð yrði erfið, bæði líkamlega og
andlega. Á daginn gengum við en á
kvöldin pældum við í lífinu og tilver-
unni. Ég þekki þess dæmi að svona
ferðir hafi markað þáttaskil í lífi
unglinga," sagði Björn Vilhjálmsson,
starfsmaður Iþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkurborgar.
Á vegum ráðsins og félagsmið-
stöðva Reykjavíkurborgar var efnt
til ellefu daga gönguferðar með átta
unglinga norður á Strandir. Ferðin
hófst þann 7. ágúst og lauk á mánu-
dagskvöld. Þetta var fyrsta ferðin á
vegum félagsmiðstöðvanna enslíkar
feröir hafa tíðkast um nokkurt skeið
á vegum Unglingaheimilis ríkisins
og ÍTR.
Sumir unglinganna, sem hér um
ræðir, hafa átt í félagslegum erfið-
leikum. Þetta eru kraftmiklir krakk-
ar sem fá í þessum ferðum ótrúlega
mikla reynslu. Bjöm sagði að leið-
angurinn hefði í upphafi farið norður
á Hólmavík og þaðan í Trékyllisvík.
Síðan var farið með trillu til Dranga-
víkur. Þaðan var gengið á sjö dögum
norður 1 Homvík. Gengnir voru
rúmir 100 km yfir fiöll og vegleysur
með vistir og alian útbúnað á bak-
inu.
- átta sig á staðreyndum lifsins, segir Bjöm Vilhjálmsson
„Þetta voru krakkar á aldrinum 13
til 15 ára sem þurfa á stuðningi að
halda og að átta sig á staðreyndum
lífsins. Það er engin spuming að
krakkamir hafa gott af svona ferð-
um. Þama þurfa þeir að vera í nánu
samstarfi við aðra og taka tillit til
annarra - og leysa þau vandamál
sem upp kunna að koma. Reynsla
okkar af hálendishóp ÍTR og Ungl-
ingaheimihs ríkisins er mjög góð en
fyrst var farið í óbyggðir með ungl-
inga á vegum þessara aðila árið
1983,“ sagði Bjöm. „í svona ferðum
kynnast krakkamir nýjum hliðum á
sjálfum sér og þama uppgötva þeir
oft nýja og áður óþekkta hæfileika.
Þama gefst svigrúm til að hugsa
rnálin."
Ferðin var undirbúin á þann hátt
aö félagsmiðstöðvamar sendu nöfn
hugsanlegra þátttakanda til umsjón-
armanna hálendishópsins. Eftir aö
búið var að velja hópinn fóra Bjöm
og fleiri með hann í tvær stuttar ferð-
ir. „Þetta eru unglingar sem yfirleitt
em ekki í miklum tengslum við
íþróttir eða skipulagt tómstunda-
starf. En árangurinn er ótvíræður.
Það höfum við séð í hálendishópnum
og ég vona að hið sama gerist hér,“
sagði Björn. -ask Gönguferðin var bæði löng og ströng en krakkarnir lærðu lika heilmikið á henni.
DV-mynd BJ
Þorsteinn Pálsson um fíkniefnavandann:
Draga þarf úr öðru til að bæta aðstöðuna
„Lögreglustjóri hefur upplýst mig
v :um að fiöldi lögreglumanna, sem
starfa að rannsóknum í fíkniefna-
málum, sé hlutfallslega jafnmikill
hér og í höfuöborgum annarra Norð-
urlanda. Það er svo alltaf spuming
hvort nauðsynlegt sé að bæta aðra
aðstöðu. Við núverandi fiárhagsað-
stæður gerist það ekki með öðm
móti en að draga úr öðrum verkefn-
um,“ sagði Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra í samtali við DV.
Ummæh ýmissa yfirmanna í lög-
reglunni vom borin undir ráðherra
en eftir þeim hefur verið haft að til
að mæta aukinni hörku og auknu
fiármagni í kringum fíkniefnaneyslu
þurfi aukið fiármagn til löggæslu.
Þorsteinn segir þaö rétt aö miklir
fiármunir séu í umferö hvað varðar
söluandvirði fíkniefna. „Hitt er
miklu óhugnanlegra að þessi fikni-
efni geta eyðilagt líf nfiög margra.
Það er miklu nær að horfa á við-
fangsefnið út frá því sjónarmiði,"
sagði dómsmálaráðherra.
„Síöustu atburðir sýna að lögregl-
an býr yfir miklum styrk til að tak-
ast á við svona erfitt verkefni. Það
fer ekki á milli máia. Lögreglumenn-
imir leystu þetta erfiða og vanda-
sama verkefhi frábærlega vel af
hendi. Þeir sýndu mikið öryggi og
hugrekki," sagði Þorsteinn Pálsson
ennfremur. -bjb
I dag mælir Dagfari
Gjaf ir eru yður færðar
Það horfir ekki vænlega í atvinnu-
málum íslendinga á næstunni.
Áfram er spáð kreppu í efnahags-
málum, niðurskurði í þorskveiðum
og vaxandi atvinnuleysi. Ríkis-
stjómin hefur ákveðið að verja
auknu fé í rannsóknarsjóði til að
stuðla aö nýjum atvinnutækifær-
um og ætlar auk þess aö senda fá-
tækum útgerðarmönnum styrki til
að þeir geti haldið úti taprekstri í
sjávarútvegi. Verður þá svo komið
fyrir tveim aöalundirstöðuat-
vinnugreinum íslendinga, land-
búnaði og fiskveiðum, að báöar era
þær komnar á ríkisjötuna og flokk-
ast undir félagsleg velferðarmál.
Þetta er auðvitaö ekki glæsileg
staða þegar þjóðin þarf að borga
með sér til að halda vinnunni.
En íslendingum er ekki fisjað
saman og meðan ríkissfiómin ætl-
ar aö styrkja útgerðina, ætlar
Reykjavíkurborg að styrkja listina
og þá einkum hina alþjóðlegu hhð
hennar. Frá því hefúr verið skýrt
nýlega aö Reykjavíkurborg hyggist
reisa alþjóðlegt hstasafn á rústum
gömlu Korpúlfsstaðanna. Þess er
skemmst að minnast að borgin
reisti Perluna vegna hins hstræna
útsýnis og borgin byggði ráðhúsið
vegna hins hstræna úthts en bæði
þessi hús þykja mikið augnayndi,
eftir því hvort horft er á þau eða
úr þeim.
Næsta hstræna framlagiö er sem
sagt ráðgert á Korpúlfsstööum og
endurbygging bæjarhússins á að
kosta einn og hálfan milijarð
króna, sem borginni finnst ekki
mikið eftir að hafa fiármagnað
baeði ráöhús og Perlu fyrir helm-
ingi meira fé.
Ástæðan fyrir þessu myndarlega
og rausnarlega framtaki Reykja-
víkurborgar er gjöf hstamannsins
Errós, sem fyrir nokkrum árum
afhenti Reykjavikurborg ótöluleg-
an fiölda af hstaverkum, sem hsta-
maðurinn var í vandræðum með.
Erró ku hafa þann háttinn á í list
sinni að verksmiðjuframleiöa mál-
verkin með þeim hætti að bafa
ódýran vinnukraft á sínum snær-
um til að khppa og líma og mála
þaö sem listamaðurinn sjáifur nær
ekki að afkasta. Þetta er nútíma
færibandaaðferð í listgreininni og
nýstárleg að því leyti að hstamað-
urinn þarf þá ekki sjálfur að vinna
að sínum hstaverkum.
Það gefur augaleið að list, sem
unnin er af slíkri hagræðingu og
hagkvæmni, er afkastamikil og fyr-
ir vikið hrannast hstaverkin upp
og era í rauninni fyrir, ef þau selj-
ast ekki. Þegar framboðið tfiá Erró
var orðið meira en eftirspumin var
ekki annaö ráð en að losa sig við
framleiðsluna og þá var það þjóðr-
áð að snúa sér til forráðamanna
Reykjavíkurborgar, sem kunna að
meta fabrikeraöa list og gjafinhdi
Errós.
Erró bjó við það vandamál að
hafa ofiramleitt, eins og bændum-
ir, sem sifia uppi meö óseljanlegar
birgðir af kjöti og nfiólk en ifióta
þess þó umfram listamanninn að
fá offramleiðsluna bætta frá ríkinu.
Erró verður hins vegar að bera
kostnaöinn sjálfur af því fram-
leiðslumagni sem ekki fást kaup-
endur að og það getur verið dýrt
spaug fyrir fátækan hstamann.
Gjöfin frá Erró var ókeypis og
slíkur rausnarskapur kemur sér
vel, nema þegar svo iha stendur á
að gjafimar era svo fyrirferðar-
miklar að það verður að byggja
utan um þær hús. Einhvers staðar
verður að geyma þessa dýrgripi
sem ekki ganga út og Reykavíkur-
borg er svo heppin að eiga Korp-
úlfsstaði, sem era kjörið safnhús
þegar búið er að gera Korpúlfsstaði
upp. Nú hefur sem sagt'borgarráö
samþykkt mótatkvæðalaust að
veija einum og hálfum mihjarði í
viðhald á Korpúlfsstöðum og slær
þannig margar flugur í einu höggi.
I fyrsta lagi að hýsa ómetanleg og
óseljanleg listaverk eftir Erró. í
öðra lagi að reisa alþjóðlegt hsta-
safn th aö hæna útlendinga upp í
Mosfellssveit og svo í þriðja lagi að
styrkja þá nýju atvinnugrein í
borginni sem felst í því að byggja
sýningarhús fyrir þá peninga sem
borgin á afgangs.
Þegar aht er í skralh í fram-
leiðsluatvinnugreinunum er um aö
gera að efla hstina og menninguna
og byggja nógu stór og vegleg hús
fyrir listaverkin, sem okkur hafa
hlotnast frá hstamönnum sem hafa
þá praktísku gjafmhdi th að bera
að losa sig við þá framleiðslu sem
ekki gengur út.
Dagfari