Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1992, Page 5
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992.
5
Fréttir
Minni og hugsun sjö-
tugra og eldri kannað
„TUgangurinn með þessari rann-
sókn er að kanna áhrif aldurs á
taugakerfið. Við athugum minni og
hugsun allra sem náð hafa sjötugs-
aldri á tveim svæðum, í Skagafirði
og á Snæfellsnesi," sagði Grétar Guð-
mundsson, sem er sérfræðingur í
taugalækningum á Landspítalan-
um.
Hópur sérfræðinga stendur fyrir
rannsókn sem verið er að vinna á
öldruðum á ofangreindum svæðum.
Rannsóknin beinist að því að athuga
minni og hugsun gamla fólksins.
Hópurinn, sem stendur á bak við
rannsóknina, hefur einnig unnið að
svipuðum athugunum á öldruðum
sem komið hafa á Landspítalann.
„Rannsóknin fer þannig fram að
stöðluð próf eru lögð fyrir fóikið
heima hjá því eða á viðkomandi heil-
brigðisstofnunum, eftir því sem við-
komandi vill. Því er einnig í sjálfs-
vald sett hvort það tekur þátt eða
ekki. Við förum einungis fram á að
gera þessa athugun hjá öllum sem
hafa náð sjötíu ára aldri.“
Grétar sagði að undirbúningur að
þessari rannsókn hefði farið af stað
síðastliðið haust. í júlí hefðu prófan-
imar svo hafist. Gert væri ráð fyrir
að úrvinnsla gagna hæfist í haust.
„Það þarf að vega og meta þessi
próf og bera þau saman innbyrðis,
þannig að það fer þó nokkur tími í
að lesa úr lausnunum. Þessi svæði
voru valin vegna þess að einhveijir
í rannsóknarhópnum þekkja til á
þeim. Prófunum er nú lokið á Snæ-
fellsnesi og þar var þátttaka rúm 72
prósent. í Skagafirði er rannsóknin
vel á veg komin.“
Grétar sagði að tilgangurinn með
Lögreglan í Reykjavik lenti í eltinga-
leik við hross á götum borgarinnar
síðastliðið mánudagskvöld. Hrossið
hafði sloppið frá eiganda sínum.
Eltingaleikurinn hófst á Miklubraut
og endaði við Grímsbæ á Bústaða-
vegi. Hér eru lögreglumenn búnir
að handsama hrossið. Ungir vegfar-
endur fylgjast kappsfullir með.
Hrossinu var síðan komið til réttra
aðila. DV-mynd S
Ófærttil Neskaup-
staðarum tíma
Hjörvar Siguijónssan, DV, Neskaupstað:
Ekki var hægt að komast til eða frá
Neskaupstað akandi í gær þar sem
brúnni yfir Norðfjarðará var lokað
vegna viðgerðar Vegagerðarinnar á
Reyðarfirði.
Vegagerðin lét leggja veg með fjór-
um rörum á stokkum yfir ána en
Vegagerðarmenn hafa greinilega
ekki gert ráð fyrir því sem gerðist á
þriðjudag og aðfaranótt miðviku-
dagsins. Þá fór að rigna og flæddi áin
yfir hluta vegarins - skörð komu í
hann og varð hann ófær svo að bílar
þurftu frá að hverfa. Þegar síðast
fréttist var verið að koma þessum
samgöngumálum í lag.
athuguninni væri að sjá hvert and-
legt ástand fólks á aldrinum sjötugt
og upp úr væri. Hún ætti að gefa
nokkra mynd af því hvemig ástandið
væri í þjóðfélaginu í heild. Þá væri
einnig hægt að finna út hvort ein-
hveijir á þessum aldri þyrftu á ein-
hvers konar aðstoð að halda, sem
gæti verið af ýmiss konar tagi. Ef
talin væri þörf á slíku yrði viðkom-
andi einstakhngum boðið upp á slíka
aðstoð. Niðurstöðurnar ættu einnig
að geta komið að gagni þeim sem
skipulegðu heilbrigðismálin í heild
sinni.
-JSS
Orkuríkt
ekta rjómasúkkulaði
dásamlegar rúsínur
Ijúffengar hnetur
karamella
stökkt kex
ómótstæðilegt...
• • • góður göngutúr, fallegt umhverfi, djúp laut, skemmtilegur ferðafélagi,
Picnic með hnetum, rúsínum, hnausþykkum súkkulaðihjúp og stökku kexi.
Heildsölubirgðir og dreifing Nói-Síríus, Barónsstíg 2, Reykjavík, pósthólf 5074