Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Blaðsíða 2
20 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992. Tíska Vetrarlitimir í förðun: Rauðar varir og sterklituð augu Vetrarlitimir í snyrtivörum vekja alltaf forvitni og flestum finnst gaman að bæta við sig nýjum litum eftir árstíðum. í haust og vetur ber mikið á dökkum varalitum í rauðu og bleiku. DV fékk Ingibjörgu Dal- berg á snyrtistofunni Mæju til að farða tvær konur í nýju litunum. Ingibjörg notar nær eingöngu Estée Laufler snyrtivörur á sinni stofu og eru báðar fyrirsætumar farðaðar með þeim litum. Ingibjörg hefur unnið til íslandsmeistaratitla í förðun og Norðurlandameistara- titil í hugarflugsfórðun (Fantasy Make Up) Fyrst settist í stólinn hjá Ingi- björgu Hjördís Benjamínsdóttir. Hjördís er 41 árs verslunarmaður og fjögurra bama móðir. Ingibjörg notar sérstakan farða til að bera kringum augun. Farðinn er fljótandi og settar eru þijár doppur umhverfis augun, ein við nefrót, önnur undir augað fyrir miðju og sú þriðja við enda aug- ans. Dregið er létt úr farðanum og hann látinn hylja bauga og línur. Ingibjörg leggur áherslu á aö meikið sé valið með tilliti til húðlit- ar, ekki of dökkt eða of ljóst. Best sé að bera hann við kjálkann því þar sést hann best með tilliti til húðhts á hálsi og andliti. Ekki er nóg að prófa litinn á handarbakinu því það er oft öðmvísi á htinn. Farðinn á andlitinu á að deyfast út niður eftir hálsi. Munið eftir að bera farðann undir kjálkana. Ingi- björg segir að sá staður vilji oft gleymast. Hjördís er ljós yfirlitum og farðinn því ljós af gerðinni Demi-Matt. Augun skipta máli Eftir að farðinn hefur verið bor- inn á er tekið til við að mála aug- un. Hjördís er máluð með grábláu og gylltu sem eru nýju vetrarlitim- ir frá Estée Lauder. Fyrst er gyhti liturinn settur yfir allt augnlokið og að augabrúnum. Grái liturinn er í tveimur og tónum og sá dekkri er notaður til að móta svokallaða glóbuslínu sem er við augntóftim- ar. Ingibjörg segir að nú sé málun glóbuslínunnar í tísku. „Glóbus- línan kemur og fer í tískunni og nú er hún vinsæl," segir Ingibjörg. Hjördís hefur mógrá augu og fil að draga fram gráa litinn notar Ingibjörg dökkgráan eyhner th að undirstrika lögun augnanna og gráan blýant neðan á augnlok og fyrir neðan augað. Að lokum er sett næring á augnhárin og eftir smábið eru þau máluð með dökk- brúnum maskara. Háar auga- brúnir í tísku Augabrúnimar er formaðar með blýanti. Til þess að ná háum auga- brúnum eins og nú em í tísku er liturinn settur efst á brúnina og hún ýkt aðeins ofan frá. Ekki er htað með einu striki heldur með mörgum litlum og léttum strikum. Á kinnar er settur kinnalitur en mjög htið svo hann verði ekki áber- andi. Til að deyfa áhrif hans á kinn- ar enn frekar er sett aðeins sitt hvorum megin á nefið, á ennið og hökuna. Ingibjörg segir að kinna- liturinn sé til þess að konan hti hraustlega út, eins og eftir létta göngu. Varimar mótaðar Flestar konur vilja ekki vera Hjördis Benjamínsdóttir áður. Edda Björg Sigmarsdóttir áður. áberandi málaðar á daginn. Um leið og maður hikar aðeins og hugs- ar að nú sé komið nóg á að hætta. „Yfirleitt sér maður sjálfur hvenær farið er yfir strikið í fórðuninni,“ segir Ingibjörg. Til þess að móta varimar er not- aður blýantur. Ingibjörg gerir fyrst fimm punkta og dregur hnuna svo á milh þeirra. Punktarnir em efst á bogunum 'báðum megin, fyrir miðju á neðri vör og á munnvik. Dragið línuna eins utarlega með vömnum og mögulegt er án þess að fara út fyrir. Línan er dregin með Deep Red blýanti og hturinn er AU Day Taffeta frá Estée Laud- er. Varaliturinn er penslaður á og alveg upp að hnunni en ekki yfir hana. Engar varir em eins báðum meg- in frekar en augu og augabrúnir. Ingibjörg ráðleggur konum að reyna ekki að laga skekkjuna með blýanti og varaht. „Enginn sér muninn og það fyrsta sem fólki dettur í hug er að konan hafi málað út fyrir,“ segir hún. Dag- og kvöldförðun Hjördís er máluð dagíörðun og það eina sem hún þarf að gera th að breyta henni í kvöldfórðun er að nota meiri augnskugga og sterk- an varaht. Ingibjörg segir að konur með bláleita húð verði að forðast varaliti með rauðbláum blæ. Næst tók Ingibjörg th við að farða Eddu Björg Sigmarsdóttur. Edda Ingibjörg setur sérstakan farða í kringum augun. Fyrst eru gerðar þrjár doppur og siðan er dregið úr farðanum. er 20 ára gömul og við forðun á henni gilda önnur lögmál. „Ungar konur geta leyft sér að faröa sig meira og í sterkari htum en þær eldri,“ segir Ingibjörg. Hún hreins- ar húðina fyrst og ber fitulaust dagkrem á andhtið en minnst á höku, enni og nef. Eddu hentar önnur tegund af farða frá Esteé Lauder eða Lucidity. Um tíma var mikið um að yngri stúlkur notuðu mjög ljósa hti og jafnvel ljósari en þeirra eigin húðht. „Það gengur ahs ekki fyrir konur sem eru eldri en 25 ára. Þær verða einfaldlega of draugalegar með mjög ljóst meik,“ segir Ingibjörg. Allar línur upp á við Förðun Eddu er að mestu leyti eins og fórðun Hjördísar. Ingibjörg notar aldrei svamp því hún segir að hann dragi jafnmikið af farðan- um til sín og fari á andlitið. Meikið er mjög dýrt og gott að svampur erónauðsynlegur. „íleikhúsförðun myndi ég helst nota svamp," segir hún. Edda fær aðra hti í nýju haustht- unum frá Estée Lauder, það er brúnt og bleikt. Það á aldrei að nota bleika liti nálægt augunum sjálfum því þá virka hvarmarnir rauðir, segir Ingibjörg og setur hann fyrir ofan augnlok. Hún notar tvö afbrigði af brúna htnum á augnlokið og þann dekkri th að draga fram glóbuslínuna. Næring er líka sett á augnahár Eddu en þá virka augnhárin þéttari eftir að þau hafa verið máluð. Edda þolir vel svart og fær þvi svartan eyliner á augnlokin. Ingibjörg dregur lit- inn upp þvi þá sýnist Edda glað- legri. „Ahar línur, sem eru dregnar niður, gera mann þungbúinn," seg- ir Ingibjörg. Edda er máluð með svörtum maskara og síðan er augabrúnun- um lyft með því að hta þær aðeins að ofan. Að lokum er varirnar málaðar. Fyrst er dregin lína og síðan er htnum, Ah Day Circus Pink, penslað á varirnar að hnun- um. „Konur eldri en þrítugt verða að huga vel að fórðuninni. Þegar öhu er á botninn hvolft er mottóið að minna gerir meira,“ segir Ingibjörg Dalberg. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.