Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1992, Page 10
28
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1992.
Tíska
Heilræði til karlmanna:
Laerðu að strauja
Sokkarnir eiga aldrei aö vera
hlægilegri en þú sjálfur.
Þarftu að draga inn magann? Forö-
astu þröngar buxur
Beltið er passlegt ef þú notar þriðja
gat. Fyrsta og annað gat og beltið
er of lítið.
Ef þú ert langur í mittið forðastu
buxur sem eru háar í mittið.
Kannski liði þér betur þegar líður
á daginn ef þú keyptir þínar eigin
nærbuxur og vissir hvaða stærð
þú þarft.
Ef tennurnar eru í ólagi skiptir
ekki máli hverju þú klæðist.
Bindi eru löng og stutt, mjó og
breið. Hnýttu það á þig áður en þú
kaupir það.
Fötin gera þig ekki feitan. Fitan sér
um það.
Þarftu að hafa alla lyklana í vösun-
um?
Taktu eitthvað af lyklunum og
settu vasaklút í staðinn. Hann
kemur að notum.
Geymdu nafnspjöld í brjóstvasa
jakkans ef þú þarft að nota þau.
Er mamma alltaf að taka til hjá
þér? Reyndu þá að hengja fötin þín
almennilega upp.
Ertu ánægður með lyktina af ilm-
vatninu og svitakreminu? Ef svo
er gerðu ekki líkamsæfingar í poly-
ester.
Þú þarft ekki sjálfur að finna lykt-
ina af þínu ilmvatni eftir að þú
hefur sett það á þig.
Pressaðu aldrei gallabuxurnar. (Ef
brot eru í skálmunum notaðu þá
buxurnar í vinahópi eða heima þar
til þau eru horfin.)
Rúskinn og matur fara iila saman.
Sérstaklega þegar þeim lendir sam-
an.
Áttu gömul eftirlætisföt sem „gott
er aö druslast í“. Gefðu þau ein-
hverri hjálparstofnun, þú notar
þau hvort sem er aldrei.
Gamlir bíómiðar og skíðalyftumið-
ar eru ekki tískuskart.
Ertu vöðvalaus? Farðu þá ekki í
hlírabol.
Föt verja þig fyrir sólinni.
Hnepptu frakkanum ef hiti fer und-
ir frostmark. Okkur hinum er
sama um það sem hann hylur.
Alltaf líður manni best snyrtilegur og vel til hafður.
COMP.LETE
ESSENTIALS
AUTUMN 1992
Complete Essentials-Iistinn inniheldur
glæsileg, yönduð kven- og karlmannaföt
Silkiskyrtur eru heitari en þær líta
út fyrir. Ef þú svitnar mikið slepptu
silkiskyrtunni þegar mikilvæg
stefnumót eru annars vegar.
Notaðu skótré (plast) inn í skóna
þegar þeir eru ekki í notkun.
Taktu sólgleraugun niður innan-
dyra nema þú eigir von á glóandi
eldhnetti inn um gluggann.
Farðu í klippingu viku áöur en
stóri dagurinn rennur upp.
Hefurðu reynt að ná tannkremi úr
silkibindi? Burstaðu tennurnar á
nærfótunum eða nakinn.
Ef þú þarft að sitja mjög lengi taktu
þá veskið úr rassvasanum nema
þú vitir af kírópraktor í nágrenn-
inu.
Ert þú einn af þeim sem telur að
blaseijakki eigi alls staðar við?
Hugsaðu þig um aftur.
Ef þú telur þig verða að eiga bláan
blaser keyptu þá þann dýrasta.
>
Þunnar, sleipar skóreimar þarf að
hnýta tvisvar.
Stórir hringir eru töff - í biómynd
eftir Scorsese.
Varaðu þig á útsölutilboðum. Þegar
heim kemur skiptir meira máli
hvemig þú lítur út í fötunum held-
ur en hvað þau kostuðu.
Ef þú þarft að merkja fótin þín (fyr-
ir þvottahús t.d.) passaðu að það
sjáist ekki.
Plokkaðu burt nefhárin. Bæði þau
sem stingast úr nösunum og þau
sem skreyta nefið.
Ef þú er eldri en fertugt þurfa eyr-
un líka reglulega klippingu.
Feröu oft í fínar veislur þar sem
smókings er krafist? Keyptu einn
almennilegan í stað þess að leigja
hann í hvert skipti.
Hugsaðu um hvað konur kaupa oft
nýja kjóla við slik tækifæri.
Nudd slakar á. Afslappaður maður
lítur betur út í fótunum sínum.
Hvitar gallabuxur ganga líka í vet-
ur. Hvítir leðurskór eru aldrei í
tísku.
Breitt bindi fer best ef það nær niö-
ur fyrir streng (belti). Venjuleg
breidd fer best ef hún nær niður
að streng (belti). Mjóum beltum
má stinga inn á milli 3ju og 4 tölu.
Éina skiptið sem ekki er betra að
fara einn í innkaup er þegar þú
kaupir gleraugnaumgjörð.
Dökkblátt fer fleirum betur en kol-
svart.
Ekki toga og slíta lausa þræði.
Klipptu þá burt.
Eyddu ekki peningum í rándýrt
ilmvatn ef þú reykir.
Keyptu alltaf skó síðdegis.
„Skór aðlaga sig fætinum," eru
kerlingabækur. Skór eiga að passa
vel áður en þeir eru borgaðir.
Keyptu ekki sportfót ef þú stundar
ekkert sport nema sófann heima. —•
Notaðu rakakrem eins oft og konur
eða í hvert skipti og þú þværð þér
í framan.
Að losa eða taka burt bindið gerir
þig ekki fijálslegan í klæðaburði.
Þú lítur aðeins út fyrir að vera full-
ur.
Notaðu aldrei belti og axlabönd
saman.
Það er ekkert að því að kaupa pels,
svo framarlega sem hann er handa
einhveijum sem fer tii kvenlæknis.
Ekki hengja peysumar upp á
herðatré. Konan í lífi þínu tekur
þær bara og notar þær með gam-
mosíum.
Járnherðatré henta fötum í hreins-
un í stuttan tíma. Notaðu þau aldr-
ei fyrir fötin þín heima.
Það er gaman að klæðast vel.
Reyndu að skemmta þér.
Þýtt og staðfært JJ.