Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 1
Fmmsýning í Borgarleikhúsinu:
Sögur úr sveitinni
- Platanov og Vanja frændi eftir Tsjékov
Laugardaginn 24. október frum-
sýnir Leikfélag Reykjavíkur á Litla
sviði Borgarleikhússins Sögur úr
sveitinni, tvö leikrit eftir Anton
Tsjékov í leikstjórn Kjartans Ragn-
arssonar.
Platanov er æskuverk Tsjékov,
skrifað þegar hann er tvítugur stúd-
ent en Vanja frændi er samið 1895
þegar höfundurinn er þrítugur og
hefur náð fullum þroska sem skáld.
Leikritin tvö eru skyld um margt en
þó ólík. Kjartan steypir þeim í eina
leiksýningu í tveim hlutum. Sviðs-
myndin er í grunn sú sama í báðum
og sami 10 manna leikhópurinn leik-
ur í báðum leikritunum.
Verkin verða frumsýnd sama dag,
Platanov verður sýndur klukkan 17
en Vanja frændi klukkan 20:30.
Áhorfendur geta gert annað hvort,
séð aöra sýninguna eða báðar.
Axel H. Jóhannesson gerði leik-
myndina, Stefanía Adolfsdóttir
hannaði búninga en Ögmundur Þór
Jóhannesson sér um lýsingu. Egill
Ólafsson samdi tónhst við bæði verk-
in en hann er einn af leikhópnum.
Aðrir leikendur eru Ari Matthíasson,
Erla Ruth Harðardóttir, Guðmundur
Ólafsson, Guðrún Gísladóttir, Helga
Braga Jónsdóttir, Pétur Einarsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir, Theodór
Júlíusson og Þröstur Leó Gunnars-
son.
Leikendur í verkinu Platanov eftir Tsjékov sem frumsýnt er i Borgarleikhúsinu á laugardaginn.
Frá æfingu Óperusmiðjunnar fyrir galakonsertinn sem haldinn verður í
Borgarleikhúsinu. DV-mynd GVA
Borgarleikhúsið:
Galakonsert
Óperusmiðjunnar
Laugardaginn 24. oktober klukkan
14 heldur Óperusmiðjan galakonsert
í Borgarleikhúsinu. Þar verður með-
al annars flutt óperudagskrá úr
verkum meistaranna Puccini, Verdi,
Bellini, Bizet auk þess sem flutt verð-
ur óperettu-söngleikja og leikhús-
tónhst.
Fram koma margir af fremstu ein-
söngvurum landins auk kór Óperu-
smiðjunar sem hefur nú tekið til
starfa að nýju undir stjórn Ferenc
Utassy. Galakonsertinn er fyrsta
verk þriðja starfsárs Óperusmiðj-
unnar. Leikstjórn Galakonsertsins
verður í 'höndum Hahdórs E. Lax-
ness. Fimmtán einsöngvarar og 7
hlj óðfæraleikarar koma fram á sýn-
ingunni.
ðperan verður í leikstjórn Hávars
Sigurjónssonar og undir hljómsveit-
arstjóm Magnúsar Blöndal Jóhanns-
sonar. Stjóm Óperusmiðjunnar
skipa; Jóhanna V. Þórhahsdóttir
formaöur, Anna Rögnvaldsdóttir,
Esther H. Guðmundsdóttir, Jóhanna
G. Linnet og Ragnar Davíösson en
framkvæmdastjóri er Bergur Ólafs-
son.
Forsala aögöngumiðja á galakon-
sertinn er þegar hafin í Japis, Braut-
arholti. Næsta verkefni Óperusmiðj-
unanr er óperan Amahl og nætur-
gestimir eftir Menotti sem frumsýnd
verður í Langholtskirkju 6. desember
næstkomandi.
Nemendaleikhúsið:
ClaraS
Nemendaleikhús Leikhstarskóla
íslands hefur hafið sitt 14. starfsár
óg fyrsta verkefnið, er kemur fyrir
almenningssjónir, er verkið Clara S
eftir Elfriede Jelinek. Verkið er
fmmsýnt í kvöld klukkan 20.30 í
Lindarbæ. Clöm S er leikstýrt af
Óskari Jónassyni og er í þýðingu
Jórunnar Sigurðardóttur. Finnur
Amar Amarsson annaðist leikmynd
og búninga en Egih Ingibergsson sér
um lýsingu.
Clara S gerist á millistríðsárunum
í höh Gabriel d’Annunzios á Norður-
ítahu, en hann var fægt ítalskt skáld,
sem var upphafsmaður fasismans og
mikfll vinur Mússolinis. Foringinn,
eins og hann var kallaður, var vell-
auðugur og lifði í allsnægtum í höll
sinni. Hann var þekktur fyrir að
defla út fé tfl hstamanna og hjálpa
þeim að koma sér á framfæri.
Margir misgóöir hstamenn leituðu
ásjár hans en í staðinn þurftu þeir
iðulega að selja líkama sinn. Schu-
mann hjónin, ásamt dóttur sinni,
Clöm, eru líka komin til að leita ásjár
foringjans. Clara hefur af mörgum
verið tahn einhver mesti píanósnfll-
ingur sem uppi hefur verið. í leikrit-
inu er blandað saman siðsemi 19.
aldarinnar og siðspilhngu mifli-
stríðsáranna og myndast því tog-
streita þarna á milli.
Höfundur verksins, Elfrede Jelin-
ek, er austurrísk. Hún hefur hlotið
margs konar verðlaun fyrir leikhús-
verk sín og hún nýtur mikfllar hylh
í þýskumælandi löndum. Önnur sýn-
ing á Clöru S verður sunnudaginn
25. október klukkan 20.30.
Úr einu atriða leikritsins Clöru S
sem sýnt er á vegum Nemendaleik-
hússins f Lindarbæ.
DV-mynd ÞÖK
Kráa-
rýnir
fer á
Fóget-
ann
-sjábls. 18
Rokk-
tónleik-
ar SÁÁ
-sjábls. 19
Úra- og
klukku-
sýning
-sjábls. 21
Systra-
gervi
- sjá bls. 22
íþrótta-
við-
burðir
helgar-
innar
- sjá bls. 23
Hvemig
verður
helgar-
veðrið?
-sjábls. 24