Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1992, Síða 1
' ' ' ;
Vinur Errós í 35 ár
- segir Jean-Jaques Lebel sem sýnir að Kjarvalsstöðum
Jean-Jaques Lebel, sem opnar sýn-
ingu í austursal Kjarvalsstaöa á
morgun, gekk í myndlistarskóla með
Erró á sínum tíma í Frakklandi.
„Erró hefur verið mér sem bróðir í
35 ár og við framkvæmdum nokkra
gjörninga saman á sínum tíma. Þetta
er fyrsta sýning mín á íslandi en ég
hef oft verið hér. Til þess að skilja
vin minn Erró varð ég að reyna að
skiija menningu íslendinga," segir
Lebel
Verkin á þessari sýningu eru frá
árunum 1958-1963 og frá árunum
1982-1990. Á sýningunni eru um 30
verk, öll nema tvö frá sjöunda ára-
tugnum. „Mesta breytingin í list
minni eru fleiri þrívíddarverk í stað
t.d khppimynda og gerninga." Lebel
hefur verið talinn bæði fnnnlegur
og djarfur listamaður og hann var
. einn af upphafsmönnum geminga og
uppákoma í Evrópu á sjöunda ára-
tugnum og starfaði mikið með Flux-
ushreyfingunni. Hann er róttækur í
skoðunum og um 1968 sneri hann sér
svo til eingöngu að stjórnmálum og
var í fararbroddi myndlistarmanna
sem studdu 68 hreyfinguna í Frakk-
landi. Á síðustu árum hefur hann
aftur snúið sér að nýju að myndlist-
inni.
List var sem hver
önnur matvara
„Mikið af mínum listaverkum miða
að því að fólk geti tekið þátt í því að
upplifa hana í stað þess að láta mata
sig á henni eins og hveiju öðm sjón-
varpsefni. Fólkið verður að vera
hluti af því sem er að gerast í list-
inni. Á sjöunda áratugnum vom
gerningar mjög vinsælir og fólk mót-
mælti því harðlega að listin væri lok-
uð inni á söfnum. Gemingarnir
breiddust hratt út um allan heim.
Fólki fannst listin hafa staðnað og
orðin eins og hver önnur vara sem
seld er í matvömbúð. í raun og veru
þurftu listamenn að framleiða ná-
kvæmlega það sem sölumönnum og
safnafólki líkaði. Þeir voru sviptir
sköpunarfrelsinu. í þessari heim-
sókn til íslands ætlum við ekki að
framkvæma geminga en hver veit
nema það gerist síðar,“ segir Jean
Jaques Lebel að lokum. Sýningin er
opin daglega frá kl. 10- 28 og stendur
fram til 13. desember.
Myndir fyrir böm í Hafnarborg:
Úr fimm ís-
lenskum
bamabókum
Á morgun verður opnuð sýning í
Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar. Þar verða
sýndar myndir úr nýjum íslenskum
barnabókum eftir listamennina
Gylfa Gíslason, Sigrúnu Eldjám og
Tryggva Ólafsson. Myndimar eru
unnar úr fimm bókum og er efni
þeirra fjölbreytt: þjóðsögm:, gaman-
ljóð, saga af íslenskum krökkum,
sem fara til Afríku, og ljóð rnn litina.
Sigrún Eldjárn hefur myndskreytt
Heimskringlu og einnig Sól skín á
krakka. Gylfi Gíslason teiknaði Sál-
ina hans Jóns míns og Sögima af
Gýpu. Litrím er árangurinn af sam-
vinnu Tryggva Ólafssonar og Þórar-
ins Eldjáms. Á sýningunni er að
finna myndir úr þessum bókum.
Sýningin er sérstaklega sniðin fyrir
bömin og gefst þeim kostur á að
kynnast myndunum og textanum,
sem þær tengjast, á ýmsan hátt. Sýn-
ingin er opin aila daga nema þriðju-
daga og stendur fram til mánaða-
móta.
Jean-Jaques Lebel ásamt tveimur mjög frumlegum listaverkum sínum.
DV-mynd Brynjar Gauti
Spænsk ljóð
í Norræna
húsinu
Gylfi Gíslason og Sigrún Eldjárn eiga teikningar á sýningunni.
Um þessar mundir kemur út á ís-
lensku úrval spænskra ljóða 1900-
1992 í þýðingu Guðbergs Bergssonar.
Bókin nefnist Hið eilífa þroskar djúp-
in sín og er gefm út af Forlaginu.
Að því tilefni munu leikaramir Hjalti
Rögnvaldsson og Geirlaug Þorválds-
dóttir, ásamt Guðbergi Bergssyni,
lesa upp ljóð úr bókinni á síðdegis-
samkomu í Norræna húsinu laugar-
daginn 21. nóvember nk. Símon
ívarsson mim jafnframt leika á gítar
tónlist eftir spænskt tónskáld. Dag-
skráin hefst kl. 15.00.
Það eru mikil tíðindi þegar úrval
spænskra nútímaljóða kemur loks
fyir sjónir íslenskra ljóðaunnenda í
þýðingu þess manns sem unnið hefur
manna mest að þvi að kynna
spænskar bókmenntir á íslandi. Úr-
valið hefur að geyma um 170 ljóð eft-
ir 52 ljóðskáld. Því er skipt í fjóra
meginkafla sem markast af tíma-
skeiðum og ritar Guðbergm- Bergs-
son formála að hveijum kafla þar
sem hann gerir grein fyrir þvi tíma-
Spænsk Ijóð verða leikin og lesin í
Norræna húsinu kl. 15 á laugardag.
bili sem um ræðir. Hveiju skáldi
fylgir auk þess æviágrip og lýsing á
helstu einkennum þess eða viðhorf-
um á sviði ljóölistar.
Kráa-
r •
á Hressó
-sjábls. 18
Ljos-
mynda-
verká
Sóloni
íslandus
-sjábls. 20
Kórstarf í
Hamra-
hlíð
25 ára
-sjábls. 21
íþrótta-
viðburöirl
helgar-
innar
-sjábls. 23
Hvemig
verður
helgar-
veðrið?
- sjá bls. 24
Lifandi
tengdur
-sjábls. 22
Lucia di
Lammer-
moor
-sjábls. 21