Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1992, Page 4
20
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1992.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7, sími 673577
I sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og
sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafík og ýms-
ir leirmunir. Opið alla daga frá kl. 12-18.
Árbæjarsafn
Opiö um helgar kl. 10-18.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74, sími 13644
Sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum
Asgríms Jónssonar stendur til 29. nóvember.
Safniö er opið um helgar kl. 13.30-16. Lokað
í desember og janúar.
Ásmundarsafn
Sigtúni, sími 32155
Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina
Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar.
Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný við-
bygging við Asmundarsafn. Safnið er opið
kl. 10-16 alla daga.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu
Opið alla virka daga frá kl. 10-16.
Gerðuberg
Kristinn E. Hrafnsson sýnir í Effinu í Menning-
armiðstöðinni Geröubergi. Á sýningunni eru
skúlptúrar og veggmyndir. Sýningin er opin
mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22, föstu-
daga kl. 10-16, laugardaga kl. 13-16 og
sunnudaga kl. 14-17. Sýningunni lýkur 8.
desember.
Café Milanó
Faxafeni 11
Ríkey Ingimundardóttir sýnir skúlptúra, grím-
ur, ollumálverk og postullnsverk. Ný sýning
byrjar um helgina.
Eldsmiðjan
Sesselja Björnsdóttir sýnir olíumálverk á ann-
ari og þriðju hæð Eldsmiðjunnar á horni
Bragagötu og Freyjugötu. Sýningin stendur
til 15. nóvember og er opin kl. 11.30-23.30.
FÍM-salurinn
v/Garöastraeti
Eyjólfur Einarsson sýnir vatnslita-
myndir frá laug. 14. nóv. Sýningin er
opin frá kl. 14-18 alla daga.
Fold, listmunasala
Austurstræti 3
Dagana 14.-22. nóvember verður kynning á
verkum listakonunnar Hafdísar Ólafsdóttur.
Opið er I Fold alla daga frá kl. 11-18 nema
sunnudaga frá kl. 14-18 meöan á kynning-
unni stendur ,Allar myndirnar eru til sölu.
Gamla Alafosshúsið
Mosfellsbæ
I gamla verksmiðjuhúsinu fást myndlistar-
menn við myndlist, leirlist og glerlist. Opið
alla laugardaga og aðra daga eftir samkomu-
lagi.
Gallerí Borg
v/Austurvöll, s. 24211
Opiö alla virka daga frá kl. 14-18.
Gallerí Ingólfsstræti
Bankastræti 7
Nú stendur yfir sýning á myndum, máluðum
á silki, eftir Guörúnu Arnalds. Einnig eru fjög-
ur myndverk, unnin úr bývaxi og litadufti á
striga, eftir Jón Sæmundsson. Sýningin er
opin alla daga frá kl. 14-18.
Gallerí List
Skipholti, sími 814020
Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn.
Opið daglega kl. 10.30-18.
Gallerí Port
Kolaportinu
Opið laugard. kl. 10-16 og sunnud. kl. 11-17.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9, sími 13470
Myndlistarkonan Elin Magnúsdóttir
sýnir í gallerí Sævars Karls. Mynd-
þema sýningarinnar er „Rómantik
og erótískir straumar milli okkar
mannanna".
Hafnarborg
Strandgötu 34
I aðalsal stendur yfir sýning á verkum úr safni
Hafnarborgar. i Sverrissal er sýning á mynd-
skreytingum í barnabækur. Myndir eftir Sig-
rúnu Eldjárn, Gylfa Gíslason og Tryggva Ól-
afsson. Sýningin stendur til 29. nóvember.
Opiö kl. 12-18 alla daga nema þriöjudaga.
Hlaðvarpinn
Katrin Bílddal sýnir 14 dúkristur í
Hlaðvarpanum. Sýningin er opin
virka daga kl. 14-17 og um helgar kl.
13- 16.
Hótel Lind
Friðrik Róbertsson sýnir olíu- og vatnslita-
myndir. Opiö á sama tíma og veitingasalurinn
kl. 8-22.
Lóuhreiður
Laugavegi 59
Steinvör Bragadóttir opnar á morgun mynd-
listarsýningu. Sýningin stendur yfir til 11. des-
ember og er opin alla virka daga kl. 9-18,
nema laugardaga kl. 10-16.
Menningarmiðstöðin
Gerðuberg
Þar stendur yfir sýningin „Orðlist Guðbergs
Bergssonar". Á sýningunni eru sýndar Ijóð-
myndir sem eru konkretljóð Guöbergs frá
SUM-árum, teikningar, Ijósmyndasögur,
blaðagreinar, kvikmyndir, munir og fleira. I
útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi er
m.a. bókasýning. Sýningin er opin mánudaga
til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16,
laugardaga kl. 13-16 og sunnudaga kl.
14- 17. Sýningunni lýkur 24. nóvember.
Nýhöfn
Hafnarstræti 18
Guömunda Andrésdóttir sýnir málverk. Mál-
verkin á sýningunni eru öll unnin með olíu á
þessu og sl. ári. Sýningin, sem er sölusýning,
stendur til 25. nóvember og er opin virka
daga nema mánudaga kl. 12-18 og frá kl.
14-18 um helgar.
Nýlistasafnið
Vatnsstig 3B
Þar stendur yfir safnsýning. Þeir sem
sýna eru Steingrímur Eyfiörð Krist-
mundsson, Þór Vigfússon og Níels
Hafstein. Sýningamar eru opnar dag-
lega kl. 14-18 til 22. nóvember.
73. málverka-
r •
synmg
Steingríms Th.
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Steingrímur St. Th. Sigurösson list-
málari, sem löngum hefur veriö
kenndur viö Roðgúl á Stokkseyri,
opnaði 73. málaverkasýningu sína í
gær í vinnustofu sinni aö Hallveigar-
stig 7 í Reykjavík. Hún verður opin
næstu 3 helgar, frá fostudegi fram á
sunnudag, og er tileinkuð Stokkseyri
og fólkinu þar en á suðurströndinni
þar bjó Steingrímur sín erfiðustu ár.
Yrkisefni hans eru sótt til sjávarins
frá Stokkseyri til Gaulverjabæjar.
Steingrímur St.Th. Sigurðsson list-
málari.
LÉTTLEIKITILVERUNNAR
Guðmunda Andrésdóttir
NÝHÖFN 31.10.-18.11.1992
Eitt af verkum Guðmundu á sýning-
unni.
Ljósmynda-
sýning á
Akranesi
í dag kl. 16 verður opnuð sýning á
ljósmyndum Helga Daníelssonar og
sonar hans, Friðþjófs Helgasonar.
Við sama tækifæri verður formlega
gefið út fyrsta bindi ritverksins
Akranes sem Jón Böðvarsson hefur
skráð.
Helgi var á árum áður fréttaritari
Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins á
Akranesi og tók hann þá mikið af
myndum sem nú eru orðnar mjög
góð heimild um menn og atburði á
Akranesi frá um 1960-1970. Friðþjóf-
ur hefur um langt skeið tekið nokkuð
óvenjulegar myndir á Akranesi.
Bjami Ragnar hefur búið í Portúgal
i yfir tvö ár.
Blekverk á
Laugavegi 22
Mánudaginn 16 nóvember opnaði
Bjami Ragnar myndlistamaður sýn-
ingu á Kafíi Laugaveg 22. Sýnd eru
24 verk sem öll eru unnin úr bleki
og eru flest verkin unnin í Portúgal.
Þar hefur myndlistamaðurinn búið
og starfað síðastliðin tvö og hálft ár.
Síðast sýndi Bjami hér á landi í júlí
s.l. í Gallerí 11 Skólavörðustíg. Sýn-
ingin á Kaffi Laugaveg 22 er opin á
opnunartíma kafBhússins og stend-
ur yfir í einn mánuð.
Léttleiki
tilverunnar
Sýning Guðmundu Andrésdóttur
stendur yfir í hstasalnum Nýhöfn,
Hafnarstræti 18. Þetta er fimmta
einkasýning Guðmundu en hún hef-
Á sýningunni eru Ijósmyndaverk
sem eru stækkuð í litljósrita.
Sólon í slandus:
Stækkaðar
ljósmyndir í
litljósrita
Núna stendur yfir sýning á nýjum
myndum Hrafnkels Sigurðssonar í
Sólon íslandus í Bankastræti 7 A.
Hrafnkell hlaut starfslaun úr
launasjóði myndlistarmanna 1992 og
lauk námi úr Nýlistadeild Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1987 og Jan
Van Eyck Akademie í Maastricht
1990. Hann hefur haldið einkasýning-
ar í Svíþjóð og í Hollandi og tekið
þátt í samsýningum heima og erlend-
is. Sýningin er opin alla daga frá kl.
9-20 til 15. desember.
Eyjólfur Ein-
arsson í
FÍM-salnum
Eyjólfur Einarsson Ustmálari
opnar sýningu á vatnslitamynd-
um í FIM-salnum á morgun kl.
14. Þetta er í fyrsta sinn sem Ey-
jólfiir sýnir eingöngu vatnslita-
myndir. Eyjólfur hefur haldiö
fjölda einkasýninga og tekiö þátt
í fjölmörgum samsýningum,
bæði heima og erlendis. Sýningin
er opin frá kl. 14-18 alla daga og
henni lýkur sunnudaginn 13. des-
ember.
ur tekið þátt í fjölda samsýninga hér
heima og erlendis. Salurinn er opinn
frá 12-18 á virkum dögum nema
mánudögum og milli kl. 14 og 18.
Gallerí Úmbra:
Landslag og
birta
Svissneski ljósmyndcumn Christ-
ian Mehr opnar sýningu í Gallerí
Úmbru, Amtmannsstíg 1, á morgun.
‘ Þar sýnir hann ljósmyndir sem hann
hefur tekið á íslandi undanfarin tvö
ár. Mehr læröi ljósmyndun í Bret-
landi og hefur starfað sem ljósmynd-
ari og blaðamaður og greinar og
myndir eftir hann birst í fjölda blaða
og tímarita, m.a. í National Ge-
ographic, Stem, TBIustré og Natur.
Aðalviðfangsefni hans eru umhverf-
ismál. í tilefni sýningarinnar kemur
út mappa með 15 myndum eftir
Christian Mehr, en hún verður til
sölu í GaUeri Úmbru. Sýningin
stendur til 9. desember.
Á sýningunni eru sjö andlitsmyndir
unnar með kolum á pappír.
Kjartan Óla-
soníG15
Nú stendur yfir sýning Kjartans
Ólasonar í Gallerí G15, Skólavörðu-
stíg 15. Verkin eru öll unnin á þessu
ári. Þetta er sjöunda einkasýning
Kjartans en auk þess hefur hann tek-
ið þátt í fjölda samsýninga heima og
erlendis. Sýningin er opin virka daga
frá 10-8 og laugardaga frá kl. 11-14.
Gallerí 11:
Olíumálverk
Þórdís Rögnvaldsdóttir mun opna
sýningu á morgun í Gallerí 11, Skóla-
vörðustíg 4 A. Þar sýnir hún olíumál-
verk og vatnslitamyndir sem ailar
eru unnar á þessu ári. Þórdís er fædd
árið 1951 á Siglufirði. Hún stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1968-1972 og 1988-1990. Þetta
er önnur einkasýning Þórdísar en
hin fyrri var í FÍM-salnum 1991. Sýn-
ingin stendur til 3. desember og er
opin alla daga frá kl. 14-18.
Sýningar
Kjarvalsstaðir
Þar opna tvær myndlistarsýningar 21. nóv-
ember. i austursal er sýning á verkum franska
mvndlistarmannsins Jean-Jaques Lebbel. Hin
MQkkaliaffjier.sk myndasögusýning.
v/Skólavörðustíg
35 manna sjónlistarspuni heldur
áfram til 30. nóvember. 35 málara
mála á staðnum, einn á dag.
Nesstofusafn
Neströö, Seltjarnarnesi
Nýtt lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og
tæki sem tengjast sögu læknisfræðinnar á is-
landi. Stofan er opin á sunnud., þriðjud.,
fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Að-
gangseyrir er kr. 200.
Norræna húsið
Guðrún Kristjánsdóttir sýnir í kjallara hússins.
Á sýningunni eru myndir unnar í olíu á striga
og einnig veggmyndir úr stáli. Sýningin stend-
ur til 15. nóvember og er opin daglega kl.
14-19.
Katel
Laugavegi 20b, sími 18610
(Klapparstígsmegin)
Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda lista-
menn, málverk, grafík og leinnunir.
Listhús í Laugardal
Engjateig 17, s. 680430
Gallerí Rými. Opið alla daga frá kl. 11 -18 og
sunnudaga 14-18.
Listasafn ASÍ
Hin árlega fréttaljósmyndsýning, World Press
Photo, stendur þar yfir. Nú er í fyrsta sinn
World Press Photo sýningin sýnd öll á Is-
landi. Vegna stærðar sýningarinnar hefur
henni verið skipt niður á tvo sýningarstaði,
Listasafn ASi og Kringluna. Sýningin er opin
alla sýningardaga í Listasafni ASl frá kl. 14-22
og stendur hún til 22. nóvember.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl.
11-18.
Listasafn íslands
Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Jóhann
Eyfells. Á sýningunni er úrval af verkum Jó-
hanns frá síðasta áratug og hún er sú stærsta
sem haldin hefur verið hér á landi á högg-
myndum hans. Sýningingunni lýkur sunnu-
daginn 15. nóvember og er opin alla daga
nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins
er opin á sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga 70
Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan er
opin á sama tíma.
Listinn
gallerí - innrömmun
Síöumúla 32, sími 679025
Uppsetningar eftir þekfcta íslenska málara.
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18
og sunnudaga kl. 14-18.
Listasafn Háskóia íslands
í Odda, sími 26806
Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum
verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl.
14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis.
Listhúsið Snegla
á homi Grettigötu og Klapparstigs
Hrafnhildur Sigurðardóttir textíllistakona
sýnir grafíkverk, unnin á silki með sáld-'
þrykki, ætingu og einþrykki. Sýningin stend-
ur til 30. nóv. og er opin kl. 12-18 virka
daga og kl. 10-14 á laugardögum.
Listmunahúsið,
Hafnarhúsinu
v/Trygg vagötu
Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum
ýmissa íslenskra málara þar sem Reykjavíkur-
höfn og nágrenni er mótífið. Sýrring þessi er
sett upp í samvinnu Hafnarstjórnar og List-
munahúss. Sýningin er haldin í tilefni af 75
ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Sýningin stend-
ur til 13. des. og er opin virka daga kl. 12-18,
um helgar frá kl. 14-18, lokað á mánudögum.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8, Hafnarfiröi, s.
654242
Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl.
14- 18.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, sími 54321
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15- 18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar
Hverfisgötu 59, sími 23218
Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmyndir,
málverk og ýmsir litlir hlutir. Opiö er á verslun-
artíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga
og föstudaga kl. 13-18 og á laugardögum
kl. 13-16.
Þjóðminjasafn íslands
Þjóðminjasafnið gengst fyrir sýnuingu á
óþekktum Ijósmyndum úr Ijósmyndasafni
feóganna Jóns Guðmundssonar (1870-
1944) og Guðmundar Jónssonar (1900-
1974) frá Ljárskógum. Sýningin er haldin í
Bogasal safnsins dagana 14.-22. nóv. Opið
laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 12-16.
Minjasafnið á Akureyri
Aðalstræti 58, sími 24162
Opið daglega kl. 11-17.
Vinnustofa Snorra
Álafossvegi 18a, Mosfellsbæ
16. júlí sl. opnaði Snorri Guðmundsson sýn-
ingu á Listaverki náttúrunnar sem eru högg-
myndir úr hrauni og öðrum náttúrulegum efn-
um. Hraunið, sem valið er í hvern grip, er allt
út síðasta Heklugosi. Sýningin er opin frá kl.
14-20.
Gallerí Slunkaríki
isafirði
A morgun, 14. nóv., mun Halldór Ásgeirsson
opna myndlistarsýningu. Á sýningunni eru
myndverk gerð úr bræddu hraungrýti. Sýning-
in stendur til 6. desember og er opin milli kl.
16- 18 fimmtudaga-sunnudaga.