Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1992, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992. Útlönd ; Sendiherra Sómalíu í Svíþjóö hefur verið rekinn úr landi vegna þess aö hann lét tjöldaframleiða vegabréf fyrir landa sína. Sendi- herrann er sakaöur um að hafa með þessu móti sniögengið sænska innflytjendalöggjöf. Einnig var sendiráöiö oröið mjög skuldugt og verður það lokað fyrstumsinn. TT Fjögurra ára oMti fær inngöngu í háskóla: Lærði að lesa eins árs og sagði fyrst Mozart Nicholas Macmahon er yngsti Bret- inn sem fær inngöngu í háskóla. Hann er fjögurra ára en yngsti há- • • QRmSSGNHF. P legrandraflagnaefni dfsldttUT tenglar, rofar o.fl. dfsláttur BOSCH Halogen kastarar og luktir Lýsum upp í skammdeginu - lýsum upp fyrir jólin! B_ R Æ Ð U R N I R DIORMSSONHF Lágmúla 8-9. Simi 38820 skólaneminn á undan honum var á tólfta ári. Nicholas hefur verið ofviti aUt frá því hann var í vöggu og varð læs á ensku eins árs. Skömmu síðar fór hann að tala og varð altalandi á öðru ári. Fyrsta orðið sem hann sagði var Mozart. Alexandra móðir hans er talar frönsku ásamt enskunni og er Nic- holas nú jafnfær í báðum málunum. Að öllum líkindum á þó ekki fyrir honum að liggja að verða málamaður því hann hefur þegar hafið nám í flðluleik vegna aðdáunar á Mozart allt frá því í vöggu. Venjuleg leikfóng hafa aldrei heill- að hann. Þegar hann kom fyrst á dagheimili sást að hann var á engan hátt venjuiegur. Viðfangsefnin þar þóttu honum bamaleg. Nicholas hefur fengið inngöngu í Brunel háskólann í Lundúnum. Þar hefur hann einkakennara í fiðluleik á kostnað skólans en foreldrar hans hafa ekki efni á að kosta nám hans. Reuter Nicholas MacMahon er fjögurra ára en hefur samt hafiö háskólanám. Hann varð læs áður en hann gat talað. Nú leggur hann stund á fiðluleik. Simamynd Reuter JOLAGJAFAHANDBOK 1992 ÁMORQUM mun hin árlega JólagjafahandbóK DV koma út í 12. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur orðiö æ ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. AUGLÝSiriGAR - SÍMI 632700 FAX 632727 ToHtennilegur sjúkdómurdrep- urþúsundirSvía Læknar í Svíþjóð leita logandi ljósi að aöferö til aö greina torkennilegan sjúkdóm á frumstigi. Árlega látast þúsundir Svía úr þessum sjúkdómi sem við fyrstu sýn minnir á flensu eða hastarlegt kvef. Reynslan sýnir aö sjúklingamir verða alvarlega veikir á skömmum tíma. Þeir fá háan hita, höfuöverk og blóðþrýstingur fellur. Síðan lætur sjúklingurinn lífið á öðrum eða þriðja degi ef ekkert er að gert. Talið er að þrjú til fjögur þúsund Svíar látist árlega af þessum sökum. Læknar villast jafnan á sjúkdómn- um og kvefi og því er oft um seinan að bjarga þeim sem sýkjast. Nú telja læknar í Kalmar sig hafa fundið að- ferð til að greina sjúkdóminn á frum- stigi og bjarga þannig 80% sjúkling- anna. TT Bömin börðu og grýttujólasvein Jólasveinn í Rotterdam í Hollandi varð að fá lögreglufylgd af bama- heimili eftir aö bömin þar tóku hon- i umóblíðlegameðgrjótkasti, höggum I og spörkum. Jólasveinninn rétt náði að heilsa bömunum í garði bama- heimilisins þegar gijótinu rigndi yfir hann og pústrar fylgdu á eftir. Reuter DV Þijúprósent Dana eru alltaf með höf uðverk Ðanskir læknar komu sarnan á ráðstefiiu um síðustu helgi tii að ræða nýjustu rannsóknir á því af hverju hluti þjóðarinnar er aUtaf með höfuðverk. Mönnum telst til að þijú prósent Dana þjá- ist af viðvarandi höfuðverk án þess að viðhlítandi skýring hafi fengist á því. Memi eru sammála um að þetta séu ekki mígrensjúklingar. Höf- uðverkurinn lýsir sér eins og hjá fólki sem finnur til í höfðinu vegna mikillar streitu eða svefn- leysis. Umræddir menn eru þó ekki óvenju stressaðir. Niðurstaðan var að verkurinn ; væri af líffræðilegum orsökum sem þó er ekki vitað hveijar eru. Borgundarhólm- ararviljameiri ríkisstyrki Amtsljómin á Borgundarhólmi er ósátt við að rikisstjórnin í Kaupmannahöfn vill ekki leggja meira af mörkum til að rétta við atvinnulíf á eyjunni. Borgundar- hólmarar hafa orðið illa úti í kreppu síðustu missera. Ráðherrar í Kaupmannahöfn segja að yfirvöld á Borgundar- hólmi verði að fá fiármagn frá einkaaðilum ef auka eigi atvinnu- starfsemina. Illa gengur að finna það fé enn sem komið er. Vatns-ogmatar- Iausirí16 daga Tveir menn frá Ghana og Níger- íu fundust í gámi í höfninni í AJgeciras á Spáni á dögunum. Þeir voru ólöglegir innflytjendur og höfðu verið í gámnum í 16 daga að mestu án matar og vatns. Menmrnir höfðu komið sér fyr- ir í gámnum um borð í skipi frá danska skipafélaginu Mærsk. Þeim hefur veriö snúið til síns heima. Kjarnorku- kafbátursökk íAtlantshafi fyrir22 árum Pranska sjónvarpið hefur það eftir aömírál í flota fyrrum Sovét- ríkjanna að kjarnorkukafbátur hafl sokkið ó Atlantshafmu vest- ur af Frakklandi árið 1970 eða fyrir 22 árum. Aðmírállinn sagði að báturinn heföi verið búinn kjarnorkueld- flaugum. Ekki kom fram hvað ollí slysinu en báturinn er á um 4.600 metra dýpi 800 kílómetra vestur af hafnarborginni Brest. Aðmírállínn sagði að rússnesk skip sigldu oft yfir slysstaðinn og leituðu eftir geislavirkni en hún hefði ekki komið fram enn. Bannviðtvö- földumogþre- földumdregur úrofbeldi Lögreglan i Silkiborg í Dan- mörku segir að ofbeldi á götum að næturlagi hafi minnkað að mun eftir aö samningar tókust við eigendur veitingahúsa aö þeir afgreiddu aðeins einfalda skammta af sterkum drykkjum. Um er að ræða fijálsa samn- inga. Lögreglan bað um aö tvö- faldir og þrefaldir væru teknir úr umferð og lofaði á móti að auka eftirlit á götunum. Nú er komin reynsla á þetta fy rirkomu- lag og lofar góðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.