Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Qupperneq 4
Eí-
42
Ferdir
Istanbul leiðir sam-
an Evrópu og Asíu
- vingjamlegir íbúar og spennandi borg sem skilur eftir sterkar og góðar minningar
Vingjamlegt fólk, framandi og
mjög spennandi mannlíf, mikil og
talsvert hávaðasöm umferð í um-
fangsmikilli borg eni einkenni Ist-
anbul. Þegar litið er yfir borgina eru •
tumar á moskum íslama og hallir frá
miðaldatímanum ríkjandi, sérstak-
lega í gamla borgarkjamanum.
Þama mætast Asía og Evrópa, þó
svo að ferðamaöur verði þess ekki
áþreifanlega var að hann er kominn
í aðra heimsálfu þegar hann fer yfir
brúna yfir Bosporus, eða Sæviöar-
sund, sem skiptir borginni. Hins veg-
ar er gamla Istanbul í evrópska borg-
arhlutanum með mun austurlensk-
'ara yfirbragði en Asíuhlutinn með
moskum og „bazörum". Þetta kemur
í ljós þegar borgin er könnuð nánar.
Asíuhlutinn er því í raun mun vest-
rænni.
Bænir eða diskótek
Ógleymanlegt er að (ara út að skemmta sér með Tyrkjum. Þeir dansa og
syngja við borð sin eftir lifandi tónlist og drekka áfengi i hófi.
Götusalar eru mismunandi ágengir. Stundum hópast þeir að ferðamönnum:
einn burstar skóna, annar selur teppi og sá þriðji bíður í biðröð eftir að
komast að hinum vestræna ferðamanni.
Þegar mannlífið í Istanbul er skoð-
að koma í ljós miklar andstæður.
Þetta er hægt að rekjátil trúarbragð-
anna. Langflestir Tyrkir eru íslamar
en mikill minnihluti íbúanna tekur
trúna nyög alvarlega. Þeir sem gera
það ekki klæðast og haga sér að
miklu leyti að vestrænum hætti.
íbúar sem eru strangtrúaðir, sér-
staklega þó kvenfólkið, bera slæður
og klæðast kuflum. Karlar í strang-
trúarhópum skera sig minna úr.
Þessar andstæður geta til dæmis
endurspeglast við sólarupprás þegar
kallað er til bæna. Þá er ekki útilok-
að að sjá strangtrúaða á leið til
mosku þar sem þeir kijúpa á mottum
og snúa sér í átt að Mekka. Á sama
tíma er hægt að sjá þá sem ekki taka
trúna mjög alvarlega á leið heim af
diskóteki - „vestræna fólkið".
Á daginn mætast svo konur á leið
til vinnu í gallabuxum eða „bisness-
drögtum“ kynsystrum sínum í kufl-
unum með slæðumar. En allir eru
vingjamlegir þegar á þá er yrt -
Tyrkir eru yfirleitt mjög þægilegt
fólk, svo ekki sé fastar að orði kveð-
ið. Hver sem ástæðan er halda marg-
ir íslendingar og aðrir Vestur-
landabúar að Tyrkir séu fólk sem ber
að varast eða toftryggja. Þetta er
mikill misskilningur.
Gott að gera góð kaup
Það er eins mismunandi og hægt
er að hugsa sér að versla í Istanbul.
Verð og gæði er á alla vegu en það
er þó auðvelt að gera góð kaup. Þama
er hægt að finna verslunarsamstæð-
ur sem eru ivöfalt stærri en Kringl-
an, með hliðstæð vömgæði en á tals-
vert lægra verði.
Þama er líka hægt að finna stakar
verslanir í finni klassa þar sem vömr
em einnig á föstu verði (fixed price)
og þar gengur ekki að prútta sem
annars er svo algengt í Tyrklandi.
Prúttið viðgengst mjög víða í Istan-
bul.
Hagstætt er að kaupa leður- og rú-
skinnsvörur í Istanbul, að ógleymd-
um gullvörum, teppum og minjagrip-
um, en rétt er að gera ráð fyrir að
það taki að minnsta kosti helmingi
lengri tíma að kaupa hvem hlut en
maður á að venjast í vestrænum
löndum. Það fer timi í prúttið. Versl-
unareigendur em misjafnlega snögg-
ir að fallast á það verð sem kaupand-
inn gerir sig ánægðan með eða hann
að fallast á boð þeirra þegar byijað
er að prútta. Prúttið er alveg sérstak-
ur kapítuli þegar verslað er og það
þýðir ekkert að vera að flýta sér við
innkaupin.
Ferðamaðurinn getur líka allt eins
átt von á að vera boðið upp á tesopa
þegar viðskiptin eru innsigluð. Kurt-
eisi og vinsemd er allsráðandi. Versl-
unareigendur vilja gjarnan vita
hvaðan ferðamaðurinn er. Fólkið er
laust við alla streitu og gefur sér tíma
til að tala við viðskiptavinina. Búðar-
ferðimar verða að þessu leyti til þess
að maður kynnist landi og þjóð betur
en ella.
Götulífið í Istanbul er mjög fjöl-
skrúðugt. Raunar er það svo spenn-
andi og framandi fyrir íslendinga að
maður finnur hjá sér hvöt til að taka
myndir af því sem fyrir augu ber á
örfárra mínútna fresti.
Verslunareigendur standa gjarnan
fyrir utan verslun sína með teglasið
sitt, handverksmenn sjást mjög víða
við vinnu sína, götusalar, sem em
mismunandi ágengir, era mjög áber-
andi og skóburstarar bjóða þjónustu
sína á nær hveiju götuhomi. Þegar
farið er að ræða um verð fyrir þjón-
Bláa moskan við Bosporussund er
minnisvarði um íslam. Þar fara
ferðamenn úr skónum við inngang-
inn og fá lánaða sloppa eða kufla
séu þeir ekki í viðeigandi klæðnaði.
ustuna bera burstararnir sig gjarnan
illa, segjast eiga tugi bama heima og
konan bíði áhyggjufull eftir því að
heimilisfaðirinn komi heim eftir
langan vinnudag. Það er auðvitað
prúttað á götunni sem annars staðar.
Fyrir íslending, sem er óvanur
fijálslegum götusölum, er það mikil
upplifun að sjá jafnvel fjóra til fimm
sÚka hópast um mann og bjóða húf-
ur, hatta, teppi, skóburstun, krydd-
vörur, sokka, boli, skyrtur og guð
má vita hvað til sölu. Stundum koma
þeir allir að manni í einu og bíða
jafnvel í biðröð eftir að komast að.
Grand Bazar
og Bláa moskan
Grand Bazar í gamla evrópska
borgarhlutanum er staður sem allir
ferðamenn ættu að skoða. Þar em
Rétt er að taka sér góðan tima þeg-
ar verið er að kaupa tyrknesk teppi
sem mjkið úrval er af. Prúttið við-
gengst i hvivetna. Þegar komist er
að samkomulagi er viðskiptavinin-
um gjarnan boðið upp á te.
um 4 þúsund verslanir og veitinga-
hús í 65 þröngum göngugötum og
rangölum undir mikilli hvelfingu.
Þetta er paradís fyrir þá sem finnst
gaman að skoða og kaupa minjagripi
og margt fleira. Þarna eru ótrúleg-
ustu hlutir til og verö er hagstætt,
einkum ef ferðamaðurinn er í
prúttstuði. Það er öraggt að sá ferða-
maður, sem leggur leið sína í Grand
Bazar, kemur ekki þaðan án þess að
hafa keypt sér eitthvað sem hann
verður mjög ánægður með.
Topkapi-hallimar hafa oft verið
nefndar efst á lista yfir þær fjöl-
mörgu byggingar og staði sem
áhugavert er að skoða í Istanbul.
Byggingar hallanna hófust á 15. öld
og vom aðsetur margra soldána og
hirða þeirra þangað til á 19. öldinni.
í höllunum em um fimm þúsund
herbergi og salir. Mörgum hafa þótt
þeir vera komnir á vit ævintýranna
þegar þeir skoða það sem þarna ber
fyrir augu.
Hina svipmiklu Bláu mosku er
einnig vert að skoða. Hún er minnis-
varði íslams. Þegar farið er inn verða
menn að fara úr skónum og skilja
þá eftir við innganginn. Finnist vörð-
unum viðkomandi ekki vera í viðeig-
andi klæðnaði lána þeir honum slopp
til að fara í.
Mjög spennandi borg
Hinn almenni Tyrki talar yfirleitt
ekki ensku. Á hinn bóginn tala lang-
flestir starfsmenn hótela ensku. í
mjög mörgum verslunum er enskan
heldur ekkert vandamál. Leigubíl-
stjórar tala hins vegar fæstir ensku.
Því er nauðsynlegt að hafa meðferðis
heimilisfang eða nafn á þeim stað
sem maður ætlar að láta keyra sig á
til að sýna bílstjóranum. Leigubílar
era ódýrir en það má gera ráð fyrir
að þurfa að ferðast með þeim í allt
að eina klukkustund í borginni því
vegalengdimar geta verið miklar í
svo stórri borg. íbúar Istanbul em
yfir 6 milljónir.
Að fara út aö skemmta sér með
Tyrkjum er ógleymanlegt enda em
þeir mjög gestrisnir. Þegar farið er á
krár er gjarnan boðið upp á lifandi
tónlist. Þar lifir fólkið sig inn í tón-
listina, syngur, dansar og skemmtir
sér. Áfengi er drukkið í hófi. Tyrkir
hafa stjóm á víninu, þeir láta það
ekki stjóma sér - þeir skemmta sér
þeim mun meira.
Istanbul er borg sem er mjög
spennandi að skoða. Það er mikil
upplifun og góð tilfinning að kynnast
afar vingjarnlegu fólki í framandi og
spennandi umhverfi. Istanbul skilur
eftir sig mjög sterkar og góðar minn-
ingar. -ÓTT
68 55
mmu