Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1992, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992.
Spumingin
Hefur þú horft á sjónvarps-
útsendingar frá Alþingi?
Ómar Pálmason lögregluþjónn: Því
er fljótsvarað, nei, það er ekki gæfu-
legt það sem þeir eru að aðhafast þar.
Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir skrif-
stofumaður: Nei, ég hef ekki horft á
þær.
Hulda Gísladóttir nemi: Nei, ég hef
ekki áhuga á því.
Sigríður Ásmundsdóttir nemi: Nei,
ég hef ekki gert það.
Einar Indriðason bilstjóri: Nei, það
geri ég helst ekki.
Þorvaldur Finnbogason nemi: Nei,
ég var í prófum og hef haft lítinn tíma
til þess.
Lesendur dv
Hagf ræðingar og
atvinnuvegirnir
„Vandi atvinnuveganna er ofstjórnun og hömlur."
Einar Vilhjálmsson skrifar:
Á greinargóðan hátt hefur Þorvald-
ur Gylfason lýst því í Morgunblaðinu
hve gagnslaus menntun sovéskra
hagfræðinga reyndist þjóðfélagi
þeirra. Menntun þeirra taldi hann
einskis virði. Efnahagshrun Sovét-
ríkjanna skýrir hann með því að ráð
þeirra hafi brugðist.
Þessi lýsing hans á jafnvel við okk-
ar þjóðfélag þar sem gera má ráð
fyrir að Þorvaldur og hans starfs-
bræður hafi með haldlausri menntun
skilað svipuðum árangri. Ólíkt
stjömufræðingum, sem spá fyrir um
tunglmyrkva, skapa spár þessara
lærðu manna svartnætti í efnahags-
málum þjóðarinnar með óæskilegum
afskiptum af atvinnuvegunum. Hag-
fræði er sagnfræði, ekki leiðsögn. Líf
og starf þjóðarinnar skapar hagsög-
una. Hagfræðingar skrá hana.
Sú lýsing sem Þorvaldur gefur af
starfsbræöram sínum í Sovétríkjun-
um á jafnvel við hann og aðra hag-
fræðinga, hvar sem er í heiminum.
Afskipti þeirra af atvinnuvegunum
virðast alls staðar vera til tjóns eða
þjóna annarlegum hagsmunum.
Kröflur, álver, sæstrengur og EES
era ráð ráðleysingja. En vandi at-
vinnuveganna er ofstjómun og
hömlur sem skrifstofuveldi reynslu-
K.T. skrifar:
Á síðustu misserum hefur ekki far-
ið fram hjá fólki hvemig fjöldi frétta-
manna hefur í störfum sínum reynt
að beita áhrifum sínum í pólitískum
tilgangi. Fréttamenn eru þungbrýnd-
ir er þeir elta atvinnulausa konu í
og úr verslun (þar sem hún borgar
virðisaukaskatt af öllu sem hún
kaupir) og þeir era sárhneykslaðir
þegar rætt er um að þeirra fjölmiðlar
greiði skatt eins og aðrir.
Einkum gera fréttamenn sér þó
mikinn mat úr hvers kyns leiðind-
um. Jákvæðar fréttir eiga síður upp
á pallborðið þar. Nýlega var t.d. löng
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Það er gott framtak Stöðvarmanna
að hafa aukarásina Sýn opna al-
menningi frá Alþingi meðan það er
að störfum. Ekki gat nú Ríkisútvarp-
ið borið gæfu til að verða fyrri til
eins og þó hefði mátt ætla. En sama
er hvaðan gott kemur.
lausra skólapilta leggur á allar grein-
ar þjóðlífsins.
Þegar hlýtt er á umræðuna um EES
vaknar spurningin um merkingu
orðanna „landráð" og „drottins-
svik“. Vill ekki einhver góður lög-
spekingur skýra þessi orð? Hug-
myndir einkavæöingarmanna snú-
ast ekki um stofnun nýrra atvinnu-
fyrirtækja heldur að láta gefa sér
frétt um afleiðingar þess að togari
og kvóti var seldur frá Flateyri aust-
ur á land. Mikið var spurt hvort fólk
væri ekki skelkað og fréttamaðurinn
hætti ekki fyrr en hann gat fengið
menn til að telja að sá kostur sem
kæmi í staðinn væri hvergi nærri
góður.
Látum það vera. En það sem frétta-
maðurinn og fréttastofa hans minnt-
ist ekki á var það að kvótinn var
seldur sem þýðir einnig að kvótinn
var keyptur. Skip, kvóti og stóraukin
atvinna bættust við í byggðarlagi fyr-
ir austan. Þegar illa horfði í því
byggðarlagi skorti ekki fréttamenn-
í gærkvöldi (15. des.) sem endranær
horfði ég á þinghaldið í beinni sjón-
varpssendingu. - Þar kom það ber-
lega í ljós að þingmenn stjómarand-
stöðunnar misnota herfilega skipu-
lag þingskapanna. Þá fyrst tók stein-
inn úr þegar þingkona Kvennalist-
ans hóf flutning 2 klst. langloku um
arðbær fyrirtæki í eigu ríkis og bæja.
Fyrirtæki, sem ríki og bæjarfélög
ættu hins vegar að selja, era leikhús,
kirkjur, íþróttahús, íþróttaveflir, sin-
fónían, Ráðherrabústaðurinn og
Rúgbrauðsgerðin. Markmið Háskóla
íslands er ekki að efla þjóðarhag,
segir Þorsteinn Gylfason. Það
markmið virðist hafa náðst hér að
nokkru.
ina en núna vildi enginn segja frá
hinum jákvæðu umskiptum. Frekar
en venjulega.
Ég minnist þess einnig að ekki stóð
á Stöð 2 að sjónvarpa frá fjölmörgum
blaðamannafundum formanns Al-
þýðubandalagsins þar sem hann full-
yrti margsinnis aö norska krónan
styrktist dag frá degi og myndi ekki
falla. Nokkrum dögum síöar féll
norska krónan mjög eins og menn
vita. Ekki datt þeim hjá Stöð 2 þó í
hug að rifja upp margítrekaðar full-
yrðingar formannsins eða spyrja
hann hveiju þetta sætti!
miðnættiö og var enn að þegar ég
lokaði fyrir um tvöleytið. Sýnilegt er
að stjómarandstaðan hyggst beita
málþófi til þess að koma í veg fyrir
afgreiðslu EES-málsins.
Utanríkisráðherra hefur verið bor-
ið á brýn að sitja þögufl undir mál-
skrafi þingmanna stjórnarandstöð-
unnar. Líklega er þetta rétt ákvörð-
un. Hins vegar brá svo við í gær-
kvöldi að Jón Baldvin tók sig til og
flutti einhverja snjöllustu þingræðu
sem ég hef lengi heyrt. Þetta var um
leiö ádrepa á nokkra stjórnarand-
stöðuþingmenn, þ.á m. formann
Framsóknarflokks og Alþýðubanda-
lags. Það fór ekki á milfl mála aö
utanríkisráðherra negldi þessa tvo
þingmenn svo gjörsamlega að þeir
áttu engrar undankomu auðið.
Kunningi minn sagði við mig fyrir
nokkram dögum „Nú er slæmt að
vera ekki krati því þeir eiga líklega
bestu ráðherrana og ræðuskörung-
ana á þingi í dag.“ Ekki veit ég gjörla
hvort svo er. Víst er utanríkisráð-
herra sá mælskasti á þingi í dag að
mínu mati. Auk þess flugskarpur og
hefur haldbær rök á hraðbergi í
hverju máli er hann snertir. Og hvað
sem öðra líður kemur beint sjónvarp
frá Alþingi þessa dagana hreyfingu
á blóðiö í þeim sem vflja fylgjast með
málum á þessum örlagaríka vett-
vangi þjóðlífs okkar.
Liðsmenn
Moskvuklöguðu
Guðrún Sigurðardóttir skrifar:
Fyrir margt löngu komst ég að
því að þeir menn sem tekið höfðu
trú á kommúnismann höfðu jafn-
framt ánetjast sérkennilegum
: þankagangi, næsta ólíkum venju-
legra manna. Ýmsir vfldu ekki
trúa þessú. En sjá; nú þarf ekki
fleiri vitnanna við.,
Sannanir blasa við í bókinni um
liðsmenn Moskvu. Dæmi: Ungur
maður sem dvelst í A-Þýskalandi
skrifar kunningja sínum og segir
honum að hann hyggist fara úr
landi. Þá skiptir engum togum að
þeir félagi Sigurbjarnarson, fé-
lagi Vigfússon og félagi Gutt-
ormsson klaga unga manninn
samstundis fyrir yfirvöldunum
og reyna aö hefta fór mannsins
sem ekkert hafði brotið af sér
annað en að reyna að komast til
íslands. Þarf frekari dæmi?
Hvareruallir
Nanna hringdi:
Ég er ein þeirra sem sé ekkert
annað en spaugilegt við þjóðfé-
lagið þessa dagana. Næturfundír
Alþingis, meðlagsmálin og
óskilafeðumir, hverjir skuli
borga þjóöarbrúsann (ekki ég,
ekki ég o.s.frv.). Þetta er ein óper-
etta í mínum augum. Hvar eru
nú allir grínararnir - eða revíu-
höfundarnir?
Sefasýkigagn-
vartEES
Kristján Sigurðsson skrifar:
Margir era orðnir afar leiðir á
innhringingum í Þjóðarsálina,
kvöldsögur, lesendadálka og
hvert sem er til að tjá sig um land-
sölu, afsal sjálfstæöis og svo skít-
kast t þingmenn þá sem styðja
EES-samninginn. Eina sýnilega
úrræðið sem við íslendingar höf-
um til að ná fram bættum við
skiptakjörum. Það hlýtur því aö
vera í lagi að leggja inn nokkrar
línur til andsvara. Þetta þvarg á
Alþingi í stjórnarandstööunni
gegn EES er orðin hrein harm-
saga í þingræðisferli okkar ís-
lendinga. Mál er að linni.
Tætingsliðið
mættíÞjóð-
Margrét Kristjánsdóttir hringdi:
Enn nálgast jólin og enn mætir
tætingslið í lörfunum í Þjóð-
minjasafniö til að gleðja blessuð
börnin sem safnað er saman af
barna- og dagheimilum borgar-
innar. Ég hef fyrir satt aö sum
börnin veröi dauðskelkuð þegar
þeím er sagt aö þetta séu íslensk-
ir jólasveinar. Sem vonlegt er.
Hvaö skyldu nú sltattgreiðendur
þurfa að borga mikið aöstand-
endum þessarar árlegu uppá-
komu? Hvenær byijar svo fróð-
leikstuggan í útvarpsstöðvunum
um uppruna jólanna og siðvenjur
til forna?
Afstaðautanrík-
isráðherra
Regína Thorarensen skrifar:
Þaö er inörgiun ráðgáta hvers
vegna utanríkisráðherra ann
ekki þjóðinni þess að fá að kjósa
um hvort hún víll ganga að EES-
samkomulaginu eða ekki. Hvað
skyldi ráðherrann hræöast?
Hann hefur sagt að þjóðin sé svo
heimsk að hún geti ekki kosið um
hvað sé rétt og hvaö rangt. En
hvers vegna skyldi ráðherranum
vera það svo mikið kappsmál yf-
að efast um aö ráöherrann hafi
heilsu í þetta stapp allt saman,
Við þessu væri fróðlegt að fá svar
svo menn viti hið sanna.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Bréfritari telur hann með
þeim snjöllustu á þingi.
Hlutdrægar fréttir
Þinghaldið beint inn í stof u