Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Síða 8
28 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993. Iþróttir Michael Jordan til vinstri og Scottie Pippen höföu ástæðu til aö gantast á bekknum gegn Milwaukee á föstudags- kvöldið en á laugardeginum mátti liðið sætta sig við ósigur gegn Philadelphia 76’ers þrátt fyrir stórleik Jordans. Simamynd/Reuter Mullin og Hardaway í aðalhlutverkum - skoruöu helming stiga Golden State gegn Detroit Almsick settitvö heimsmet Þýska stúlkan Franziska Van Almsick setti nýtt heimsmet í 200 metra skriðsundi í stuttri braut á heimsbikarmóti sem fram fer þessa dagana í Peking í Kína. Almsick synti á 1:55,84 mínútu en týrra metið var tiu ára. Almsick setti heimsmet í 50 m skriðsundi í gær og synti á 53,33 sek. Hun bætti þarheimsmet sem hún setti á dögunum og hefur því sett þrjú heimsmet á firom dögum. -JKS Danirmæfa Argentínu Evrópumeistarar Dana í knatt- spymu munu maeta Argentínu- mönnum, sem eru nuverandi Suður-Ameríkiuneistarai', í Bu- enos Aires í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem meistarar frá þessum heimsálfum mætast í keppni um sérstakan bikar. Ric- hard Möller, þjálfari Dana, segir mikið atriði að Danir nái að tefla fram sínu sterkasta liði en Arg- entína hefur leikið 21 leik í röð án þess að bíða ósigur. -JKS Tveir þýskir íkeppnisbann Þýsku sundmennirair Simone Schober og Kristina Quaisser hafa verið dæmdir í sex mánaða keppnisbann af þýska sundsam- bandinu. Sundfólkið stóðst ekki lyfjapróf sem það gekkst undir í alþjóðlegu móti 1 Hildesheim í síöasta mánuðL Schober, 18 ára, og Quaisser, 24 ára, hafa átt sæti i þýska landsliðinu. -JKS Handknattleikur: Óvænttaphjá Þrír ieikir voru í 2. deild ís- landsmótsins í handknattieik i gær og urðu úrsiit þessi: IH - Breiðablik............21-20 KR-Grótta..................19-19 Ögri - Aíturelding..........5-37 Ármann - HKN.............frestað 2. deild karla Aftureld....l2 10 2 0 343-219 22 UBK........12 7 3 2 294-241 17 Grótta.....12 6 4 2 276-250 16 KR.........12 7 2 3 298-243 16 ÍH.........12 4 6 2 279-266 14 Ármann....ll 5 1 5 264-240 11 HKN........11 5 1 5 287-245 11 Fjölnir....12 3 0 9 266-310 6 Fylkir.....12 2 1 10 267-300 5 Ögri.......12 0 0 12 140-400 0 -JKS HKuppí 2. deild íslandsmótið í 3. og 4. deild í innanhússknattspymu fór fram í íþróttahúsinu Austurbergi í Breiðholti um helgina. HK úr Kópavogi, Magni á Grenivík, Val- ur á Reyðarfirði og Höttur á Eg- ilsstöðum unnu sér réttinn tíl að leika í 2. deild að ári. Liöin sem féilu ur 3. deild voru Þróttur, Nes., en liðið komst ekki á mótiö, Snæfell, Austri á Eskifirði og Ármann. Ejðgur lið unnu sér rétt tíl að leika í 3. deild að ári en þau eru Völstmgur, Hamar úr Hvera- gerði, Súlan frá Stöðvarfirði og Ægir úr Þorlákshöfh. -JKS Einhver afturkippur er í herbúð- um Chicago en þriðji ósigurinn í fiór- um leikjum varð staöreynd gegn Philadelphia 76’ers á laugardags- kvöldið. Þrátt fyrir góðan leik hjá Michael Jordan náðu aðrir leikmenn liðsins sér ekki á strik. Jordan skor- aði 30 stig í leiknum og Scottie Pip- pen 26 og hirti 12 fráköst. Hjá 76’ers skoraði Clarence Weatherspoon 23 stig og Hersey Hawkins 22. Þetta var þriðji sigur 76’ers í röð. Chris Mulhn og Tim Hardaway voru allt í öllu hjá Golden State sem vann góðan útisigur gegn Detroit. Þeir félagar tveir skoruðu 62 stig af 108 stigum Golden State. Golden State hefur unrnð 13 af síðustu 17 leikjum sínum í deildinni. Joe Dum- ars skoraði 32 stig fyrir Detroit og Terry Mills 26. Dallas heldur áfram að tapa og nú varð liðið að lúta í lægra haldi fyrir Utah Jazz. Dallas hefur leikið 26 leiki til þessa og unnið aðeins tvo. Jeff Malone skoraði 27 stig fyrir Utah og Karl Malone 24. Stórsigur New Jersey gegn Washington New Jersey tók Washington í bakarí- ið þar sem Rafael Addison var stiga- hæstur hjá New Jersey með 19 stig. Um tíma var staðan 36-15 fyrir New Jersey og eftirleikurinn því auðveld- ur. Þetta var stærsti sigur New Jers- ey á Washington síðan 1987. - Larry Lance gerði 21 stig fyrir Cle- veland gegn Miimesota, sem fagnar góðu gengi þessa dagana, 12 sigrar í 14 leikjum/ Brad Daugherty og Mark Price gerði 18 stig hvor. Christian Laettner og Doug West gerðu sín 20 stig hvor fyrir Minnesota. Lucas gerir góða hluti með San Antonio Undir stjóm John Lucas hefur San Antonio Spurs unnið fimm af síðustu 7 leikjum sínum. David Robinson skoraði 32 stig þegar San Antonio vann Portland og tók 10 fráköst og blokkaði sex skot. Rod Strickland skoraði 20 stig fýrir Portland. Orlando fékk skell á heimavelli gegn Indiana. Shaquflie O’Neal átti frábæran leik hjá Orlando, skoraði 30 stig, 20 fráköst og 8 blokkuð skot. Reggie Miller skoraði 16 stig fyrir Indiana. Úrslitá laugardagskvöldið: NewJersey-Washington....124- 79 76’ers - Chicago..........104- 91 Orlando - Indiana.........88-104 Cleveland - Minnesota.....116- 93 Detroit - Golden State....104-108 Dallas - Utah.............102-126 San Antonio - Portland....109- 93 Denver - Seattle..........95-107 Sacramento-Miami..........108- 94 -JKS atkvæði Eins og tíðkast hefur í NBA- deildinni vega atkvæði áhorfenda mikið þegar valin eru úrvalsflð austur- og vesturstrandarinnar. Stjömuleikurinn verður að þessu sinni íUtah 22. febrúar næstkom- andi. Áhorfendur greiða atkvæði á hverjum leik og í byrjun þessar- ar viku var birt hvernig staðan væri frjá austurstrandarflðinu. Þar hefur enginn annar en Mic- hael Jordan hjá Chigaco Bufls fengið flest atkvæði eða alis 175.681. Jeff Homachek, 76’ers, kemur næstur í röðinni hvað bakverði snertir með 55.832 at- kvæði. Scottie Pippen, Chigaco, hefur hlotið flest atkvæði í hópi fram- varða með 170.450 og Larry John- son, Charlotte Hornets, hefur hlotið 96.965 atkvæði. Shaquiile O’Neai hjá Orlando Magic er langhæstur miðheijanna með 116.407 atkvæði og Patrick Ewing, New York Knings, er kominn með 73.112 atkvæði. Á næstu dög- um verður birtur listi yfir þá leik- raenn sem hlotið haía flest at- kvæði hjá vesturstrandarliðinu. -JKS/SV Rodman kom Detroit afstað Detroit Pístons byrjaði keppnis- tlmabiflð illa og tapaði sjö af fyrstu níu leikjum sínum. Ástæð- an fyrir slæmu gengi var rekin tii Dennis Rodman sem gaf ekki kost sér vegna andstöðu við þjálf- ara liðsins. Rodman var ekki sátt- ur við þjálfun hans og sagðist ekki bytja að leika fyrr en þjálfar- inn yrði rekinn. Um síðir tókust sættir í máiinu og Rodman fór aö leika að nýju. Allt annað var að sjá til leiks liðs- ins við tilkomu Rodmans og nú hefur liðið unnið 16 leiki og tapað 13. Rodman hefur tekið langflest fráköst í deildinni, eða aö meöal- tali 22 í leik en næstur er Shaqu- ille O’Neal hjá Orlando Magic. -JKS/SV Phoenix kærir leikinn gegn Phoenix Suns hefur kært leik- inn gegn San Antonio Spurs sem fram fór í byijun vikunnar. San Antonio sigraði i leiknum og batt um leið enda á sigurgöngu Pho- enix sem ekki haföi tapað 14 leikj- um í röð. Ástæða kærunnar er atvik sem ótti. sér stað undir iok venjulegs leiktima. Þá afhenti útidómarinn leikmanni San An- tonio boltann til aö taka innkast en þegar leikmaðurin hefur feng- ið boltann tekur dómarinn undir körfunni eftir því að sex leik- menn frá San Antonio eru inni á veflinum. Eins og flestum er kunnugt um mega þeir aðeins vera fimm inni á. Undir venjulegum kringum- stæðum hefði átt að dæma tækni- víti en leikurinn fór engu að síöur út í ft-aralengingu en jafnt var eilir venjulegan leiktíma, 107-107. Phoenix tapaði siöan leiknum í framlengingu. David Stem, framkvæmdastjóri NBA, hefur kailað fulltrúa liðanna á sinn fund og mun í framhaldi takasér nokkurra daga umhugs- unarfrest um ákvörðunartöku í máflnu. Stern hefur alfariö eirrn völd i kærumálum sem þessum. -JKS/SV Jordan rauf stigamúrinn - skoraði sitt 20.000. stig 1NBA um helgina Michael Jordan náöi þeim merka áfanga á keppnisferli sínum í NBA á föstudagskvöldið að komast í hóp þeirra leikmanna sem skorað hafa tuttugu þúsund stig í deildinni. Jordan og félagar hans í Chicago sigmðu Milwaukee Bucks á heima- velh og skoraði Jordan 35 stig í leiknum. Scottie Pippen og Horace Grant skoruðu 16 stig hvor. Dennis Scott gerði sigurkörfu Orlando Magic gegn New York Knicks þegar hann skoraði þriggja stiga körfu 43 sekúndum fyrir leikslok. New York fékk möguleika til að skora en liðið missti boltann 10 sek. fyrir leikslok og Orlando hélt boltanum það sem eftir liföi leiksins. Scott skoraði 29 stig í leikn- um. Patrick Ewing gerði 21 stig fyr- ir New York og var í góðri gæslu Shaquille O’Neal allan tímann. Xavier McDaniel var stigahæstur hjá Boston Celtics sem sigraöi New Jersey Nets. George Parish tók 11 fráköst og var þar meö níundi leik- maðurinn í sögu NBA til aö 13.000 fráköstum frá upphafi. Derek Cole- man gerði 20 stig fyrir New Jersey Nets. Drazen Petrovic lék ekki með New Jersey vegna meiðsla í ökkla og munar um minna. Denver vann öruggan sigur á Houston en bæði liðin hafa ekki átt láni að fagna í deildinni. Reggie Wifliams og Chris Jackson skomðu sín 19 stig hvor fyrir Denver. Hake- em Olajuwon skoraði 18 stig fyrir Houston og tók 13 fráköst. Ricky Price gerði 20 stig fyrir Seattle þegar liðið sigraði Minne- sota í jöfnum leik. Doug West gerði 23 stig fyrir Minnesota og Christian Laettner 18. Detroit var stigi yfir gegn Atlanta þegar 2.30 mínútur vom eftir en átta stig í röð hjá Atlanta var og stór biti fyrir Detroit að ráða við. Duane Ferell skoraði 27 stig fyrir Atlanta og það sama gerði Joe Dumars fyrir Detroit. LA Lakers vann nauman sigur á Sacramento í Forum. James Wort- hy gerði 25 stig fyrir Lakers. Úrslit á föstudagskvöldið: Boston-NewJersey.......102- 88 Washington - 76’ers...117-119 Orlando-NewYork.........95- 94 Charlotte - LA Cflppers.115-101 Detroit-Atlanta........101- 92 Chicago - Milwaukee....120- 95 Minnesota-Seattle.......93- 98 Denver-Houston.........115- 90 LALakers-Sacramento....93- 90 -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.