Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Síða 8
28 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Iþróttir Knattspyrna: frá AC Milan? Franski knattspymumaðurinn Jean-Plerre Papin sagði í sjón- varpsviötaii í Frakklandi í gær að svo kynni að íara að hann sneri aftur til Frakklands og hætti að leika fyrir ítalska stór- liðiö AC Milan. Papin kom til Milan á síðasta ári og hefur átt í erflðleikum með að tryggja sér fast sæti í liði þess. Papin sagði að eina franska liðið, sera hefði haft samband við sig, væri Paris Saint Germain. „Ef staðan verður sú sama í lok keppnistímabilsins og hún er nú hjá Milan er best fyrir alla að ég fari frá félaginu." Og hann bætti því við að ef hann hefði grunað að sex erlendir leikmenn myndu keppa um stöður í liði Milan hefði hann aldrei farið þangað. *SR Knattspyrna: Platt braggast David Platt, leikmaður Juvent- us og enska landsliðsins, er á góðum batavegi eftir aö hafa átt við þrálát meiðsli að stríða síðan i nóvember. í gær gekkst Platt undir rann- sókn og var útkoman það góð að ætla má að hann verði kominn á fuila ferð með Juventus eftir 10 daga. En það eru ekki einungis forráðamenn Juventus sem kæt- ast við þessi tíöindi heldur einnig Graham Taylor, landshðsþjálfari Englendinga. -SK Frjálsaríþróttir: brenndist illa Einn þekktasti íþróttamaður Kúbu, fxjálsíþróttakonan Ana Fidelia Quirot, er illa haldin vegna brunasára sem hún hlaut er kviknaði í heimili hennar um helgina. Quirot vann bronsverðlaun á síðustu ólympíuieikum í 800 metra hlaupi kvenna og hafnaði í öðru sæti á heimsrneistaramót- inu í Tokyo 1991 í sömu grein. Brunasár þekja 38% af líkama hlaupakonunnar sem er ófrísk og komin sjö mánuði á leið. Læknar unnu höröum höndum viö aö bjarga lifi Quirots og barnsins og voru taldar góðar lí kur á því i gær að það tækist. -SK Skautahlaup: „Kossinn“á nýju heimsmeti Norski skautahlauparinn Jo- hann-Olav Koss setti um helgina nýtt heimsmet í 5000 metra skautahlaupi á Evrópumótinu í skautahlaupi sem frarn fór i Hol- landi. Norski „Kossinn" hljópá 6.38,77 mín. en hann átti sjálfur eldra heimsmetið sem var 6.41,73 mín. -SK Knattspyrna: Sammer heim Þýski knattspymumaðurinn Matthias Sammer er á heimleið eftir stutta dvöl hjá italska liðinu Inter Milan. Sammer mun leika með Borussia Dortmund. Sammer átti í basli með að vinna sér fast sæti hjá Inter og einnig með að læra ítölskuna. Samkomulag félaganna liggur fyrir ogbaraeftir að skrifa undir. -SK DV Frjálsaríþróttir: Krabbe léttist Þýska ffjálsiþróttakonan Katr- in Krabbe vonast eftir því að verða leyst úr keppnisbanni í næsta mánuði þegar áfrýjun hennar verður tekin fyrir í heimalandi hennar en þýska frjálsíþróttasambandið dæmdi liana sem kunnugt er í keppnis- bann vegna lyfjanotkunar sem aldrei hefur verið söimuð. Krabbe æflr nú aðeins tvisvar í viku og hefur lést um 5 kiló. „Alltaf þegar ég minnka við mig æfingar grennist ég og þá fyrst á fótunum. Ég vonast til að losna úr banninu 1 næsta mánuði en er ekki bjartsýn á að ég verði komin í fulla æflngu fyrir HM í Stuttgart," sagöi Krabbe í gær, -SK Knattspyma: Sameinastlið á Austurlandi? Forvitnileg grein birtist í síð- asta tölublaði Snæfells sem Ung- menna- og íþróttasamband Aust- urlands, UÍA, gefur út. Þar ritar Guðmundur Bjamason grein um stöðu austfirskrar knattspyrnu. Guömundur veltir því fyrir sér hvernig standi á því að staða Austfirðinga í mfL karla sé ekki betri en raun ber vitni. Á einum stað segir í grein Guðmundar: „Aftur á móti teldi ég forvitnilegt að kanna þann möguleika aö þrjú áðurnefhd félög (Austri, Valur og Þróttur) sameinuðust og þá væri e.tv. raunhæfur möguleiki að búa til lið sem gæti staðið sig í 1. deild." -SK Sund: Nýttheimsmet hjá Sievinen ífjórsundi Finnski sundmaðurinn Jani Sievinen setti um helgina nýtt heimsmet i 200 metra fjórsundi. Metiö setti Sievinen á finnska meistaramótinu en hann synti á 1.56,84 mín. Hann átti sjálfur eldra heimsmetið í greininni en það var 1.57,19 mín. Sievinen setti metið í 25 metra langri laug. -SK Rallakstur: Áhorfandi lést Jean Meunier, 73 ára gamali franskur áhugamaður um rall- akstur, lét lifið um helgina er hann var að fylgjast með Monte Carlo rallinu. Landi hans, rallökumaðurinn Jean-Pierre Ballet, ók á Meunier, sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu. Þar lést hann hálftíma síð- ar úr hjartaáfaili. Áhorfendur eru oft ótrúlega nærri keppnisbíl- um á alþjóðlegum rallkeppnum og undarlegt að slys skuli ekki vera algengari en raun ber vitni. -SK Knattspyma: Dapurt afmæli hjá Kanchelskis Úkraínumaðurinn í liði Manch- ester United, Andrei Kanchelsk- is, lék ekki með United er liðið sigraði Brighton f bikarkeppn- inni á laugardag. Kanchelskis eyddi laugardegin- um, en þá varð hann 24 ára gam- all, á sjúkrahúsi við hlið konu sinnar sem var komin sjö mánuði á leið er barn þeirra dó á fóstu- daginn. -SK Broddi Kristjánsson stóð sig best af leikmönnum íslenska liðsins á Evrópumóti b-þjóða i Austurríki og tapaði ekki leik á mótinu. Evrópukeppni b-þjóða í badminton: Broddi góður og sigraði alla Síslenska landsliöið í badminton hafnaði í 11. sæti á Evrópumóti b-þjóða sem lauk í Austurríki um helgina. íslenska liðið lék sex leiki á mótinu, sigraði í tveimur þeirra en fjórir leikir töpuðust. íslenska Uðið sigraði Ungverja 5-2 og Belga 6-1. Leikimir gegn Frökk- um og Búlgörum töpuðust báðir naumlega, 3-4. Einnig töpuðust leik- irnir gegn Svisslendingum og Walesbúum, báðir 2-5. Broddi stóð upp úr í íslenska liðinu á mótinu og sigraði i öllum leikjum sínum og er það mjög góður árangur. „Áttum von á betri árangri“ „Fyrir mótið gerðum við okkur vonir um nokkuð betri árangur og við eygðum möguleika á sigrum gegn Frökkum og Búlgörum. Broddi stóð sig frábærlega á mótinu en kvenna- liöið var óheppið og lagðist allt kvennaliðið í flensu. I slíku ástandi á kvennaliðið ekki möguleika gegn andstæðingum sínum," sagði Sigríð- ur M. Jónsdóttir, formaður Badmin- tonsambands íslands, í samtali við DV í gær. -SK Afmælismót Júdósambands íslands: Enginn ógnar Bjarna Bjami Friöriksson vann tvöfaldan sigur að venju Bjarni Friðriksson, júdókappi í Ármanni, er enn ósigrandi í júdóinu. Það sýndi Bjami um helgina en þá sigraði hann á afmælismóti Júdósambands íslands í -95 kg flokki og opnum flokki. Ármenningar voru sig- ursælir á mótinu en keppt var í karlaflokki og meðal karla 21 árs og yngri. Hér koma úrslitin, fyrst í karlaflokki: Höskuldur Einarsson, Armanni, sigraði í -60 kg flokki og Baldur Stefáns- son, KA, í -65 kg flokki. ívar Þorsteinsson, Ár- manni, vann sigur í -71 kg flokki og Freyr Gauti Sigmundsson, KA, í -78 kg flokki. Rögnvaldur Guðmundsson bar sigur úr býtum í -86 kg flokki, Bjami í -95 kg flokki og opnum flokki og Sigurð- ur Bergmann, UMFG, í +95 kg flokki. Hjá körlum undir 21 árs sigraði Rúnar Snæland, KA, í -60 kg flokki, Hauk- ur Garðarsson, Þrótti, í -65 kg flokki, Ari Sigfús- son, Ármanni, í -78 kg flokki og Jón Gunnar Björgvinsson, Ármanni, í -86 kg flokki. Keppendur á mótinu voru 50 og komu þeir frá 5 félögum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.