Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Page 3
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR1993 23 Bikarúrslit kvenna 1 körfuknattleik: ÍBK meistari í fjórða sinn Keflavík er bikarmeistari kvenna í körfuknattleik 1993, eftir sigur á KR, 58-54, á laugardaginn. Keflavík náði góðri byrjun og komst í 5-0 í upphafi leiksins, en KR náði að komast inn í leikinn og jafna, 5-5. Jafnraeði var með liðun- um í fyrri hálfleiknum en skömmu fyrir leikhié náði ÍBK fimm stiga forskoti á ný og var staðan 32-27 í hálfleik. Keflavík jók forskotið í upphafi seinni hálfleiks og náði KR aldrei að jafna þann mun og urðu þær að játa sig sigraðar, 58-54. Leikurinn var ágætlega leikinn hjá báðum liðum. Nokkurrar taugaveiklunar gætti í upphafi leiksins en bæði lið náðu að taka sig saman í andlitinu um miðjan háifleikinn. Sigur Keflavíkur var sanngjam þegar upp var staðið og þær sýndu það í þessum leik að þær eru með besta kvennalið landsins í dag. Olga öflug í sókninni Guðlaug Sveinsdóttir, Elínborg Herbertsdóttir og Olga Færseth voru bestu leikmenn Keflavíkur- liðsins. Guðlaug og Elinborg léku sérstaklega vel í vöminni, Guðlaug stai boltanum sjö sinnum og Elin- borg hirti 12 fráköst. Olga var öflug í sókninni og skoraði 18 stig. Guðbjörg Norðfjörð og Anna Gunnarsdóttir vom bestar í liði KR. Anna skoraði 11 stig og var mjög sterk í vamarleiknum. Guð- björg var allt í öllu, skoraði 18 stig og lék mjög vel í vöminni. Leifur Garðarsson og Brynjar Þór Þorsteinsson dæmdu leikhm og komust vel frá sínu. -ih Iþróttir „Stefndum að sigri“ „Ég hef tapað þremur síðustu bik- arleikjum í röð í fótboltanum og körfunni svo það kom ekkert annað til greina en að vinna núna,“ sagði Olga Færseth, stigahæsti leikmaður Keflavíkur, í samtaii við DV. „Þær stóðu í okkur í fyrri hálfleik en í leikhléinu rifjuðum við upp bikarleikinn frá í fyrra og vorum staðráðnar í að láta hann ekki end- urtaka sig,“ sagði Olga. Sigurður Ingimundarson „Þetta var skemmtilegur leikur eins og bikarúrslitaleikir em oftast nær. Bikarúrslit ráðast oft af stemningunni. Okkur tókst að ná góðu forskoti í seinni hálfleik og héldum haus eftir það,“ sagði Sig- urður Ingimundarson, þjálfari ÍBK. Guðbjörg Norðfjörð „Við vorum loksins að spila eins og við eigum að gera, þannig að við náðum að hanga í þeim allan leik- inn. Það reiknuðu allir með því að þær myndu sigra svo við erum í sjálfu sér ekkert óánægðar og ósk- mn þeim til hamingju með sigur- inn,“ sagði Guðbjörg Norðíjörð, besti leikmaður KR. Stefán Arnarson „Ég er svekktur með að hafa tapað. Við höfum stefnt markvisst að þessum leik alveg frá því í 8-liða úrslitunum. Ég ætlaði mér að kom- ast alla leið. Ég notaði alla leik- mennina í fyrri hálfleik og við lent- um því ekki í villuvandræðum en eftir slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks náöum við þeim ekki,“ sagöi Stefán Amarsson, þjálfari KR. -ih Björg Hafsteinsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, hampaði bikarnum kampakát eftir bikarúrslitaleik við fyrrum félaga sína i KR á laugardag. DV-mynd GS Kristín Arnþórsdóttir, fyrirliði Vals, með sigurlaunin eftir sigur Vals gegn Stjörnunni í mögnuðum úrslitaleik. DV-mynd GS Bikarúrslitaleikur kvenna: Valur meistari í háspennuleik Valiu- og Sijaman áttust við í úrslitiun bikarkeppni kvenna í gærkvöldi og fór Valur með sigur af hólmi, 25-23, í tvíframlengdum leik. Jafnt var í leikslok, 19-19, og 21-21 eftir fyrri framlenginguna. Leikurinn var jafn og spennandi, einhver mesti spennuleikur í bik- arúrslitum um árabil. Fyrri hálf- leikur var jafn og hálfleikstölur 10-8 fyrir Val. í síðari hálfleik tóku Sljömustúlkur Irenu Skorobogaty- iktt úr umferð en þá losnaði um Guðrúnu Kristjánsdóttur og Hönnu Katrínu Frederiksen, sem skomðu grimmt. Stjaman var yfir, 18-19, þegar ein mínúta var til leiksloka en Guðrún jafnaði þegar hálf mínúta var eftir. Á lokasek- únduniun fékk Stjaman tækifæri á að tryggja sér sigurinn en náðu ekki skoti á markið. Jafnt var með liðunum í fyrri framlengingunni og framlengja þurfti því aftur til að úrslit fengjust. Valur náði imdir- tökunum með góðri vöm og ákveðnum sóknarleik. Þær Guð- rún og Hanna Katrín skomðu mik- ilvæg mörk undir lok leiksins og tryggði Val bikarmeistaratitilinn. Liðsheildin var sterk hjá Val og áttu þær Hanna Katrín og Guðrún mjög góðan leik, Amheiður Hregg- viðsdóttir, markvörður Vals, varði alls 10/1 skot. í Uði Stjömunnar áttu þær Ragnheiður Stephensem, Una Steinsdóttir og Guðný Gunn- steinsdóttir góðan leik. Nina Getsko markvörður varði alls 13 skot. Ágætir dómarar leiksins vom Kristján Þór Sveinsson og Þorlákur Kjartanssson. Mörk Vals: Hanna Katrín 9/6, Guð- rún 6, Sigurbjörg 3, Kristín 3, Írína 3 og Eivor 1. Mörk Stjömunnar: Una 8/4, Ragnheiður 7/5, Guðný 4, Sigrún 2, Ingibjörg A. 1 og Margrét „StórkosUeg barátta" „Leikir á móti Stjömunni hafa alltaf verið erfiðir, við náðum að stöðva hraðaupphlaup þeirra og náðum upp frábærri vöm og stór- kostlegri baráttu og sigurinn vannst á grimmdinni," sagði Krist- ín Amþórsdóttir, fyrirhði Vals, sem lagði skóna á hilluna í bili eft- ir leikinn vegna þungunar. „Þetta var mjög erfiður leikur og erfiðast fannst mér að spila fram- lengingamar. Þetta var sigur liös- heildarinnar, allir spiluðu vel,“ sagði Írína, þjálfari Vals. „Urrrr... við brenndum af mik- ilvægum dauðafærum undir lokin og þetta var mínútuspursmál. Þær vom sterkari í lokin,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjöm- unnar. „Þetta var jafn leikur og við nýttum ekki færin í lokin þegar mest lá á,“ sagði Magnús Teitsson, þjálfari Stjömunnar. -HS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.