Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1993, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1993, Side 3
MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1993. 23 íþróttir Katja Seizinger (rá Þýskalandi fagnar sigrinum í risastórsvigi i Morioka i gær. Símamynd/Reuter Lokagrein HM á skíðum aflýst: Noregur og Þýskaland fengu síðustu gullin Heimsmeistaramótinu á skíðum í Morioka í Japan lauk eins og það hófst - með þýskum sigri og frestun! Katja Seizinger frá Þýskalandi sigr- aði í risastórsvigi kvenna í gærmorg- im og síðan þurfti að fella niður síð- astu grein mótsins, risastórsvig karla, vegna veðurs. Sylvia Eder frá Austurríki varð önnur í risastórsviginu og Astrid Loedemel frá Noregi þriðja. Kjetil Andre Ámodt frá Noregi sigraði í svigi karla á laugardaginn og hreppti sín önnur gullverðlaun á mótinu en hann fékk ennfremur silf- ur í alpatvíkeppni. Marc Girardelli frá Lúxemborg varð annar og Thom- as Stangassinger frá Austurríki þriðji. Amodt ætlaði sér þriðja gullið í risastórsviginu en veðrið sá til þess að sá draumur rættist ekkL Ef veðurvættimir eru undanskildir voru Norðmenn ókrýndir sigurveg- arar mótsins en þeir höfðu ekki feng- ið gullverðlaun á HM í 39 ár þar til í Morioka. Verðlaunapeningamir deildust þannig, gull, silfúr og brons: Noregur................3 3 1 Þýskaland..............2 0 1 Austurríki.............13 4 Frakkland..............l 0 0 Sviss..................10 0 Kanada.................1 0 0 Bandaríkin.............0 2 1 Lúxemborg..............0 1 1 Svíþjóð................0 0 1 -VS Papin drjúgur - gerði eina mark Milan sem lék sinn 55. leik í röð án taps AC Milan heldur níu stiga forskoti í ítölsku 1. deildinni í knattspymu eft- ir leiki helgarinnar. Milan heimsótti Atalanta sem státar af besta árangri alla liða á heimavelli, hefur hlotið 18 stig af 20 mögulegum og er það betra en Milan getur státað af. Liðin skildu jöfn, 1-1. Jean-Pierre Papin, sem hef- ur verið mjög dijúgur í liði Milan að undanfomu, skoraði fyrir AC Milan þegar fjórar mínútur vom eftir af leiknmn en skömmu síðar jafnaði Maurizio Ganz metin fyrir Atalanta. Áður en mörkin litu dágsins ljós varði Rossi markvörður Milan víta- spymu, sína aðra á hálfum mánuði. Varamaðurinn bjargaði Juventus Varamaðurinn Fabrizio Ravanelli tryggði Juventus bæði stigin þegar hðið vann Genoa á heimavelli, 1-0. Lazio gengur ekki vel þessa dag- ana. Liðið varð að láta í minni pok- ann fyrir spræku Uði Cagliari á heimavelli, 1-2. Diego Fuser kom Lazio yfir en Massimiliano Cappioli og Vittorio Pusceddu tryggðu Cagli- ari sigurinn. Parma og Torino skildu jöfii, 2-2. Svíinn Thomas Brolin og Melli gerðu mörk Parma en Sergio og Mussi mörk Torino. Pagliuca varði víti Buso og Serena tryggðu Sampdoria sigur á Udinese en í stöðunni, 1-0, varði Gianluga Pagliuca markvörður Sampdoria og ítalska landsliðsins. Úrslit leikja á Ítalíu urðu þessi: Ancona-Fiorentina............2-1 Atalanta-AC Milan............1-1 Foggia-Roma..................0-0 Inter-Napoli.................0-0 Juventus-Genoa...............1-0 Parma-Torino.................2-2 Pescara-Brescia..............2-0 Sampdoria-Udinese............2-0 ACMilan 20 15 5 0 45-17 35 Inter ....20 10 6 4 34-25 26 Atalanta 20 10 4 6 25-25 24 Lazio 20 8 7 5 39-29 23 Juventus 20 8 7 5 34-25 23 Sampdoria... 20 8 7 5 35-29 23 Torino ....20 6 10 4 22-16 22 Cagliari 20 8 5 7 19-19 21 Roma 20 6 7 7 23-20 19 Giuseppe Signori. Ruud Gullit og félagar hans í AC Milan léku í gær sinn sinn 55. leik i röð í deildinni án þess að biða ósigur. Parma.........20 7 5 8 22-24 19 Napoli........20 7 4 9 29-30 18 Foggia........20 6 6 8 23-33 18 Udinese.......20 7 3 10 27-28 17 Fiorentina....20 5 7 8 32-34 17 Brescia.......20 5 6 9 18-27 16 Genoa.........20 4 8 8 20-39 16 Ancona........20 5 2 13 30-47 12 Pescara.......20 4 3 13 27-43 11 Enn bætir Loader heimsmetið Danyon Loader, 17 ára gamall Ný-Sjálendingur, bætti heimsmetiö í 200 metra flugsundi 125 metra laug i þriðja skiptið á átta dögura þegar hann synti vegalengdina á 1:5421 mín. á heimsbikarmóti i Gelsenkirchen í Þýskalandi á laugardaginn. Hann hefur samtals hætt metiö um 37/100 úr sekúndu. Mark Foster frá Bretlandi náði besta heimstimanum í 50 metra fiugsundi þegar hann synti á 23,72 sekúndum, og síðan setti hann Evrópumet í 50 metra skriðsundi, 21,72 sekúndur. -VS Livingston vidurkennir neyslu Breski spretthlauparinn Jason Livingston hefur viðurkennt aö hafa neytt steralyfja en hann hefur hingaö til þrætt fyrir notkun þeirra. Iáv- ingston, sem er 21 árs og þótti eitt mesta efhi sem fram hefúr komiö, var sendur heim af ólympiuleikunum í Barcelona síðasta sumar eftir að hafa fallið á lyfiaprófi og síðan dæmdur í fjögurra ára batm. Hann viður- kenndi neysluna í viðtali við The People, sem birtist í gær, en sér hefði verið gefinn drykkur og hann hefði ekki vitað aö um ólögleg lyf væri að ræða. -VS Öruggur sigur hjá James Mark James frá Bretlandi vann öruggan sigur á opna Tenerife-mótinu í golfi sem lauk á Kanaríeyjum í gær. Hann lék á 285 höggum, De Wet Basson frá Suður-Afríku var næstur á 281 og Eamonn Darcy, frlandi, þriðji á 284 höggum. Opna Hong Kong-mótinu lauk einnig i gær og þar vöktu mesta athygli ófarir Seve Ballesteros frá Spáni, sem varð 14 hcgg- um á eftir sigurvegaranum, Brian Watts frá Bandaríkjunum. í Jóhannes- arborg sigraði Clinton Whitelaw frá Suður-Afriku á opna suður-afríska meistaramótinu, tveimur höggum á undan landa sinum, Retief Gossen. -VS Waldner og Ciosu best í Evrópu Jan-Ove Waldner, Svíinn snjalli, sigraði i karlafiokki í keppni 12 bestu borðtennismanna Evrópu sem lauk i Kaupmannahöfii í gær. Waldner vann ianda sinn, Peter Karlsson, 21-19,21-14,21-18, í úrslitaleik. Emilia Ciosu frá Rúmeníu ságraði í kvennafiokM en hún vann Olgu Nemes frá Þýskalandi, 21-17,21-18,21-15, íúrslitaleik. -VS Þrjú þýsk gull i skíðaskotfimi Þjóðverjar hlutu flest verðlaun á heimsmeistaramótinu i skiöaskotfimi sem lauk 1 Borovetz i Búlgaríu í gær. Þeir fengu þrenn gufiverðlaun, ítal- ir tvenn, og Frakkar, Kanadamenn og Tékkar ein hver. Rússar fengu níu verðlaun en ekkert gulL Þeir misstu af því í 10 km boðgöngu þegar þeir fengu eina mínútu í refsingu eftir að sigur þeirra viröat vera í höfn. í staðinn fögnuðu ítalir sigri en Rússar mótmæltu niðurstöðunniharðlega. -VS FatlaðiríMalmö: íslending- aríöðru sæti íslendingar urðu í öðru sæö á Maimö Open, alþjóölegu móö fadaðra, sem fram fór í Sviþjóð um helgina. Svíar sigruðu á mót- inu. Jón Eiríksson, ÍFR, sigraði í bogfimi i B-flokki karla og Jónas R. Sigurösson, ÍFR varð í 3. sæö. í keilu sigraði Ólafúr Ólafsson, Ösp. Þá varð Huida Pétursdótör, Nes, í 2. sæö i unglingaflokki i borðtennis og Lilja PétursdótÖr, Ösp, varð í 2. sæö í borðtennis þroskaheftra. Sjö Islandsmet í sundkeppninni í Malmö voru sett sjö Islandsmet. KrisÖn R. Hákonardótör, ÍFR, setö þijú met Hún synö 100 m bringusund á 1:44,13 mfn, 100 m skriðsund á 1:34,31 mín og 50 m skriðsund á 41,17 sek. Sigrún Huld Hrafhsdótör, Ösp, synö 200 m skriðsund á 2:49,90 mín. og 100 m baksund 127,91 mín. Þá synö Birldr Rúnar Gunn- arsson, IFR, 100 m skriösund á 1:10,87 min. og 200 m skriðsund á 222,13 mín. Islenska sundfólkið stóð sig nýög vel og var yfirleitt í einu af þremur efstu sætunum ámóönu. -SK HM í knattspymu: Belgar svo til öruggir íúrslit Belgar halda sigurgöngu sinni áfram í 4. riðli undankeppni HM í knattspymu. Á laugardaginn sóttu Belgar Kýpurbúa heim á Nicosiu og sigruðu, 0-3. Enzo Scifo gerði tvö mörk á fyrstu 5 mínútunum og Philippe Albert skoraði það þriðja á 87. mínútu. Belgar hafa unnið alla sex leiki sína og eru svo tfi öruggir í úrslit- in. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.